Mosfellingur - 21.10.2010, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 21.10.2010, Blaðsíða 28
Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fell­ ingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á netfangið mos­fellingur@mos­fellingur.is­ Ernir Haukdal fæddist þann 17. september 2010. Hann var 15,5 merkur og 51 cm. Foreldrar: Arndís og Sveinbjörn Sig. - Heyrst hefur...28 Ömurleg leiktíð Þegar ég settist niður til að skrifa þennan pistil var ég nú með annað viðfangsefni í huga en ég gat bara ekki setið á mér með að hella úr skálum reiði minnar á þetta fjandans lyklaborð. Því þegar þetta er skrifað eru liðnar 10 mínútur síðan leikur Everton og Liverpool var flautaður af en honum lauk 2-0 með skitu upp á bak minna manna. Þannig er nú í pottinn búið að ég er Liverpool maður og hef alltaf verið, já og VERÐ alltaf þangað til dagar mínir hér eru taldir. Ég hef staðið með mínum mönnum í gengnum alla tíð og það hefur verið mikil rússíbanaferð. Sigrarnir hafa verið ansi sætir og töpin jafnframt súr, en síðasta tímabil var það súrasta og svartasta sem ég man eftir. Eftir að hafa verið slegnir úr öllum keppn- um vorum við að reyna að rembast við að komast í meistaradeild en rembingurinn varð að vonbrigð- um og tímabilið varð það lélegasta síðan land byggðist. En með von í hjarta og nýjan stjóra í brúnni varð maður vongóður um að þetta tímabil yrði tímabil stórra sigra en staðreyndin er önnur, nú verður ekki barist um titla heldur veru okkar í deildinni sem að ég hélt að ég myndi aldrei upplifa á meðan ég lifði. Maður þarf að skríða meðfram veggjum til að forðast háð og hörð skot frá samstarfsmönnum og öðru fólki. Ég er búinn að fá nóg, menn sem hafa það að atvinnu að sparka í bolta og eiga fyrir vikið skít nóg af peningum, eiga nú að drullast til að fara spila fótbolta og fara að vinna eitthvað af þessum leikjum sem þeir eiga eftir svo að maður verði ekki fyrir einelti það sem eftir er að árinu. Það sem hefur haldið geðheilsunni í lagi til þessa er að drullusokkarnir í Man. Utd. eru líka að drulla upp á bak en þeir eru þó í 4. sæti en við í því 19. En maður á aldrei að gefast upp... You‘ll never walk alone. Kjúklingasalat Í eldhúsinu Inga Friðný Sigurðardóttir bankastarfsmaður gefur okkur uppskrift að þessu sinni. „Þessa uppskrift fékk ég í matarboði á Egilsstöðum í sumar og við urðum alveg heilluð af þessum rétti, fjölskyldan, og hafa dæturnar oft óskað eftir honum í föstudagsmáltíðina.” Kjúklingasalat með Doritos. Salat: Blandið saman í stóra skál káli, 4-5 tómötum, ½ gúrku, ½ papriku og vínberjum. 100 gr. furuhnetur léttristaðar á þurri pönnu og hellt svo yfir salatið. Jarðarber 1 askja brytjuð niður og höfð sér í skál. Fetaostur 1 krukka Doritos flögur (cheese) Kjúklingabringur 4-5 stk. skornar smátt og steiktar á pönnu, kryddaðar með salti og pipar, BBQ sósu helt yfir og látið malla smá stund. Hellt síðan í skál og látið kólna aðeins því ekki gott að hafa of heitt með salatinu. Sósan: Philippo Berio, Balsamic Vineger 2-3 msk. Síróp, Steven Maples 2 msk. Hvítlaukur, 3 rif, marin. BBQ sósa 3-4 msk. Olía af fetaosti ½ krukka Hvernig skal raða á diskinn? Það er aðal sportið: Salat – kjúklingur – fetaostur – jarð- arber – Doritos flögur muldar yfir – sósunni svo hellt snyrtilega yfir. Verði ykkur að góðu. Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fell­ ingum ás­amt hels­tu upplýs­ingum á netfangið mos­fellingur@mos­fellingur.is­ Ísak Máni fæddist 30. ágúst 2010 og vó 3265 gr. og var 51 cm. Foreldrar eru Alexsandra Ýr Sigurðardóttir og Bogi Hrafn Guðjónsson. Högni Snær hjá ingu Þann 24. júní eignuðust Ásdís Mar- grét Rafnsdóttir og Njáll L. Mart- einsson sitt fjórða barn. Stúlkan heitir Hrafnhildur Rut Njálsdóttir. Systkini hennar heita Alexander, Dóra Lilja og Kristófer. Heyrst Hefur... ...að Bjarni í Leirvogstungu sé fertugur í dag. ...að rúna og Gunni eigi von á sínu þriðja barni. ...að hestaréttirnar á reykjum verði haldnar laugardaginn 30. október. ...að ragna rós og Gunni Vals séu að fara gifta sig undir lok mánaðar. ...að gamla brýnið Þorkell Guðbrands- son hafi farið á kostum í fyrsta heimaleiknum í handboltanum. ...að fjöldi Mosfellinga vilji á stjórnlagaþing. M.a. sigríður Dögg Auðunsdóttir, svanur sigurbjörns- son, Bryndís Bjarnarson, Jón Jósef Bjarnason, sigurður G. tómasson, Kristbjörg Þórisdóttir, elías Péturs- son og sigurlaug ragnarsdóttir. eflaust einhverjir fleiri. ...að fyrsta serían af steindanum okkar komi út á DVD í dag. ...að Íris og Guðbjartur hafi eignast tvíbura á dögunum og séu búin að skíra Davíð Loga og Birtu rún. ..að 1212 laxar hafi komið á land úr Bugðu og Laxá í Kjós í sumar. ...að svandís og Guðjón séu að fara gifta sig. ...að nýju búningamál Aftureldingar falli misvel í kramið hjá fólki en nú verður ekki verslað við heimamann- inn Jóa í Jako. ...að Hlynur frjálsíþróttaþjálfari eigi afmæli í dag. ...að verið sé að rannsaka síðustu daga sigurplasts. ...að nýja live-plata Gildrunnar sé komin til landsins og sé að detta í búðir á allra næstu dögum. ...að thaiexpress sé byrjað með heimsendingaþjónustu. ...að Bingi sé farinn með pensilinn til færeyja að vinna. ...að Pétur Magg og Inga eigi von á sínu þriðja barni á nýju ári. ...að starfsfólkið í Lágafellsskóla sé að byrja átta vikna átaksnámskeið og menn séu orðnir mjög spenntir. ...að Huldubergsskvísurnar séu á leið til London í næstu viku. ...að Mosfellingarnir Andrés Vilhjálms- son og sigurpáll Jóhannesson hafi keppt í Íslandmeistarmótinu í póker sem fram fór um síðustu helgi. ...að Vignir sé að undirbúa þvílíka humarveislu í Hlégarði í nóvember. ...að Ingibjörg í Pílus, sem er ekki lengur í Pílus, verði fimmtug á laugardaginn. ...að nýtt bíó sé að opna í egilshöll í byrjun næsta mánaðar. ...að sigrún einkaþjálfari hafi farið mikinn í bossamyndbandi á Vísi. ...að handboltakappinn Maggi einars fari vel af stað með liði sínu í Dan- mörku. Valinn maður síðasta leiks. mosfellingur@mosfellingur.is Drengur fæddist 31. okt síðastliðinn. Hann var 21 mörk og 56 cm. Hann var skírður í messu á Lágafelli þann 10.10.10 og fékk nafnið Arnar Bjartur. Foreldra hans eru Valdimar Jónsson og Ragnheiður Hansen.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.