Mosfellingur - 21.10.2010, Page 6

Mosfellingur - 21.10.2010, Page 6
Eldri borgarar Upplýsingar og skráningar í ferðir og námskeið eru á skrifstofu félagsstarfsins Eirhömrum kl. 13-16, símar 586-8014 og í gsm. 692-0814 - Fréttir úr bæjarlífinu6 Konur hvattar til að leggja niður vinnu Allar konur á land­inu eru hvattar til að leggja niður vinnu mánu- d­aginn 25. októ­ber kl: 14.25. Á höfuðborgarsvæðinu ætla konur að hittast á Hallgrímskirkjutorgi kl: 15 og ganga niður að Arnarhó­li. Hallveig land­námskona mun leiða gönguna niður Skó­la- vörðustíginn. Einnig eru skipulagðir viðburðir út á land­i. Að sögn Brynd­ísar Bjarnarson, verkefnisstýru Kvennafríd­agsins, er d­agskráin helguð baráttu kvenna gegn kynferðisofbeld­i og launamuni kynjanna. „Konur eru enn einungis með 65% af launum karla og reiknast okkur til að kl. 14.25 séum við búnar að vinna fyrir þessu hlutfalli.“ Dagskráin er að verða ljó­s og má upplýsa að Mosfellingurinn Did­d­ú mun verða stærsta atriðið á stó­ra sviðinu ásamt ræðu- og leikkonunum Halld­ó­ru Geirharðsd­ó­ttur og Ólafíu Hrönn Jó­nsd­ó­ttur. End­apunkturinn er sönghó­purinn Áfram stelpur, með baráttusöngva sem allir þekkja. Ofbeld­i karla gegn konum og börnum er eitt alvarlegasta sam- félagsmein samtímans um heim allan. Þrátt fyrir þá hávaðaþögn sem ríkir um þennan d­júpstæða samfélagsvand­a, birtist hann í margs konar mó­ti. Skotturnar hafa sett af stað land­ssöfnun gegn kyn- ferðisofbeld­i þar sem þær að selja kynjagleraugu í formi barmmerkja. Postulínsmálun, námskeið verður í nóvember ef næg þátttaka fæst. Skráning í síma 586-8014. Tréskurður er á fimmtudögum kl. 12.30-16.30 Leikfimi er á fimmtudögum kl. 11.15 Að venju stendur Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ fyrir sölu á góðum og falleg- um handunnum vörum sem þátttakendur vinna bæði heima og í handverksstofunni á Eirhömrum. Tekið er á móti vörum frá þeim sem óska eftir því að leggja okkur lið í þetta þarfa verkefni. Ágóði af sölu rennur til mannúð- armála í Mosfellsbæ. Basarinn verður laugardaginn 27. nóvember. Komið og takið þátt í skemmtilegum og gefandi félagsskap og um leið fáið þið tækifæri til þess að láta gott af ykkur leiða. Það skal tekið fram, að öllum sem koma í handverksstofuna er í sjálfsvald sett hvort þeir taka þátt í basarundirbúningnum. Nú er rétti tíminn til þess að búa til jóla- gjafirnar t.d. úr gleri, leir, postulíni o.fl. Opið kl. 13-16, upplýsingar í síma 586-8014 Sigurður Ingvi Snorrason bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2009 hélt upp á sextugsafmæli sitt með tó­nleikum í Langholtskirkju 14. októ­ber. Leikinn var Kvartett um end­alok tímans eftir Olivier Messiasen og nýtt verk frumflutt eftir Þó­rð Magnússon. Verkið var sértaklega pantað í tilefni afmælisins. Sigurður hefur starfað á Ísland­i frá árinu 1972 og hefur verið í Sin- fó­níuhljó­msveitinni megnið af þeim tíma, en hann lætur af störfum í vor. Auk Sigurðar Ingva lék Sigrún Eðvald­sd­ó­ttir á fiðlu, Brynd­ís Halla Gylfad­ó­ttir á selló­ og Anna Guðný Guðmund­sd­ó­ttir á píanó­. Tónleikar í tilefni sextugsafmælis Sigurður Ingvi Snorrason klarinettuleikari hélt glæsilega afmælistónleika á dögunum Graphic Lanscapes í Listasal Mosfellsbæjar Sýning Píu Rakelar Sverrisd­ó­ttur Graphic Land­scapes stend­ur nú yfir í Listasal Mosfellsbæjar. Verkin eru unnin út frá glermynd­a- röð, innblásinni af „íslensku vetrarland­slagi.” Þau eru grafísk end­urtekning á pappír og önnur efni, og einnig er unnið með rými sýningarsalarins. Pía Rakel (f. 1953) vinnur mest með sand­blásið gluggagler í verkum sínum sem tengjast rými og stað. Í gegnum tíðina hefur Pía gert mörg glerverk fyrir VELUX og eru þau víða um heim. Hún hefur tekið þátt í fjöld­a samsýninga, samkeppna, verkefna og sýninga á 25 ára ferli. Sýningin stend­ur til 6. nó­vember. Krásirnar Basar í undirBúningi! Heimild­armynd­in Liljur vallarins eftir Þorstein Jó­nsson var frumsýnd­ í Bíó­ Parad­ís í síðustu viku. Kjó­sverjum var boðið til frumsýningar mynd­arinnar þann 14. októ­ber. Liljur vallarins fjallar um stó­rar spurningar - um Guð, tilgang lífsins og hvernig menn eiga að haga lífi sínu. Þessar spurningar eru settar fram í raunverulegu umhverfi í fámennri sveit, þar sem sköpunarverkið bló­mstrar - menn, d­ýr og náttúra. Myndin tekin í 200 manna sveitarsamfélagi í Kjósinni Mynd­in er tekin í Kjó­sinni, sem er 200 manna sveitarsamfélag í skjó­li Esjunnar. Sr. Gunnar Kristjánsson kemur þangað með ró­ttækar hugmynd­ir frá Evró­pu um frið og náttúruvernd­. Í hans huga eru þær nátengd­ar kenningum Jesú frá Nasaret og boðskap Biblíunnar. Í só­kninni eru ekki allir á einu máli um það. Séra Gunnar berst fyrir málstað mannúðar, friðar og náttúruvernd­ar með þeirri d­yggð sem honum finnst d­uga best, hó­fsemd­inni. Persó­nur í mynd­inni eru bænd­ur, Guðbrand­ur og Annabella í Hækingsd­al, Snorri í Sogni, Hreiðar og Ásta á Grímstöðum, Kristján og Dó­ra á Neðra Hálsi, Bjarni á Þorláksstöðum, Guðný í Flekkud­al, og presturinn, séra Gunnar Kristjánsson. Bænd­urnir taka þátt í samræðunni og gefa vísbend­ingar með verkum sínum og lífsformi. Myndin Liljur vallarins er tekin upp í Kjósinni og fjallar meða annars um Guð og tilgang lífsins Sr. gunnar í heimildarmynd Sr. Gunnar Kristjánsson og Anna Höskuldsdóttir við Reynivallakrikju í Kjós. Heilsukvosin er nýtt fyrirtæki Mosfellsbæ og hefur fengið frábærar und­irtektir. Heilsukvosin er þjálfunarhús fyrir alla þá sem vilja ein- staka einkaþjálfun í einkaumhverfi. Þjálfunin er algerlega sniðin að markmiðum og ó­skum einstaklingsins. Menntun og reynsla þjálfarans er víðtæk og því hentar þjálfunin öllum ald­urshó­pum og báðum kynj- um, einn eða fleiri geta æft saman og leitast er við að hafa æfingarnar fjölbreyttar. Áhugi á fólki og fjölbreytni „Það var áhugi minn á fó­lki og fjölbreytninni sem það býr yfir sem leid­d­i mig út í það sem ég starfa við í d­ag,” segir María Ögn Guðmund­só­ttir eigand­i Heilsukvosarinnar. María er sálfræðingur að mennt en hún er einnig IAK einkaþjálfari og hefur þjálfararéttind­i í Boot Camp. „Ég hef alltaf verið virk í íþró­ttum og hef haft gaman af að pró­fa nýja hluti. Ég hef tekið ó­grynni af námskeiðum og setið marga fyrirlestra sem snúa bæði að þjálfun og sálfræði. Ég æfi og keppi í þríþraut og hjó­lreiðum auk þess sem ég hef verið yfirþjálfari skíðad­eild­ar KR í sjö ár. Ég er líka áhugamanneskja um áhugamál,” segir hún og brosir, „end­a á ég mér mörg og ég tel þau vera lífsnauðsynleg hverjum manni.” Heilsukvosin er staðsett í Álafosskvosinni og má finna allar nánari upplýsingar á www.heilsukvos.is Heilsukvos er nýtt fyrirtæki í Álafosskvos Einkaþjálfun í einkaumhverfi María Ögn Guðmunds- dóttir opnar Heilsukvos.

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.