Mosfellingur - 12.01.2006, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 12.01.2006, Blaðsíða 6
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar6 JANÚAR FEBRÚAR MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ JÚLÍ ÁGÚST SEPTEMBER OKTÓBER NÓVEMBER DESEMBER Saga Mosfellsbæjar kom út. Á myndinni eru höfundarnir, Bjarki Bjarnason og Magnús Guðmundsson. MOSFELLINGUR2005 Árið 2005 var viðburðarríkt í Mosfellsbæ. Mosfellingur hefur gert fréttum úr bæjarlíf- inu góð skil og hér verður stiklað á stóru í fréttafl uttningi Mosfellings síðasta árs. Tafl an tók gildi 9. jan - Í Toppformi áskilur sér rétt til breytinga á tímatöfl u, án fyrirvara Okkar vinsælu unglingatímar eru alla þriðjudaga og fi mmtudaga kl. 20 - 21:30 og lau 13-14. Leiðbenendur eru Atli og Yrja. Skráning í afgreiðslu Fyrsta skófl ustunga að örygg- isíbúðum aldraðra var tekin við Hlaðhamra. Frá vinstri: Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri, sr. Sigurður Helgi Guðmundsson forstjóri Eirar og Herdís Sigurjónsdóttir forseti bæjarstjórnar. Annar fl okkur Aftureldingar lauk keppnistímabilinu með besta árangri í sögu liðsins. Halldór Lárusson frjálsíþróttamaður sló 27 ára gamalt Íslandsmet Péturs Péturssonar í 1500 m hlaupi á Varmárvelli. Á myndinni óskar Pétur Halldóri til hamingju. Jesse Byock fornleifafræðingur og hans starfsfólk á Hrísbrú kom niður á einn merk asta fornleifafund seinni tíma á Íslandi. Símon Ívarsson gítarleikari var útnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar. Á myndinni er hann með Guðmundi Péturssyni formanni menningarmálanefndar. Fjöldi Mosfellinga lagði leið sína í Hlégarð þegar 17. júní var haldinn þar hátíðlegur í einmuna veðurblíðu. Íbúaþing var haldið að Varmá. Þátttaka var með lakara móti en vel var að því staðið. Á myndinni má sjá Eddu Jónsdóttur verkefnis- stjóra og Þorstein Hallgrímsson tæknimann. Lágafellsskóli á grænni grein. Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka um- hverfi smenntun og styrkja umhverfi sstefnu í skólum. Hrafnhildur Árnadóttir hellir sér mjólk í glas úr könnu en það er einn liður í verk efn- inu í stað notkunar á einnota fernum. Valdemar Jónsson var heiðraður af bæjar yfi rvöldum fyrir 28 ára farsæla tónlistarkennslu. Á myndinni er hann með Ragnheiði Ríkharðs dóttur bæjarstjóra. Fjöldi gesta heiðraði Sigstein Pálsson fyrr verandi bónda á Blikastöðum í veislu sem haldin var í Hlégarði í tilefni 100 ára afmælis hans. Heiðar D. Bragason kylfi ngur var kjörinn íþróttamaður Mosfellsbæjar.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (12.01.2006)
https://timarit.is/issue/400589

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (12.01.2006)

Aðgerðir: