Mosfellingur - 12.01.2006, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 12.01.2006, Blaðsíða 12
Sá yngsti til að fá svarta beltið Mosfellingurinn Guðmundur Árni Þór Guðmundsson varð á dögunum yngsti Íslendingurinn til þess að fá svarta beltið í karate. Guðmundur er aðeins 11 ára gamall og æfi r karate með Aftureldingu. Hann hefur verið afar duglegur við æfi ngar og þá hefur hann einnig unnið til verðlauna á mótum, t.d. vann hann tvenn gullverðlaun á katamóti nú fyrir jól. Mosfellingur - Íþróttir12 Fax: 566 7241 namo@namo.is NAMO ehf. - Þverholti 2 - Kjarna S. 566 7310 og 896 0131 Afturelding leikur í íþróttafatnaði frá Jako Bestur í deildinni Einar Ingi Hrafnsson, handboltamaður Aftureldingar, var valinn besti línumaðurinn í DHL-deildinni. DV stóð fyrir vali á úrvalsliði deild- arinnar þar sem þjálfarar liðanna völdu menn í allar stöður á vellinum. Einar hlaut yfi rburða kosningu þar sem hann fékk 45 stig en sá í öðru sæti, fékk einungis 16 stig. Einar hefur farið hamförum í vetur með Aftureldingu og fer nú efl aust að styttast í það að við fáum að sjá hann spreyta sig með A-lands- liði Íslands. Kylfi ngur ársins Heiðar Davíð Bragason, íþróttamaður Mosfellsbæjar 2004, hefur verið valinn kylfi ng- ur ársins 2005 hjá golfsíðun- ni kylfi ngur. is. Heiðar stóð sig afar vel á þessu ári og var meðal annars Ís- landsmeistari í höggleik og stigameistari á Toyotamót aröðinni. Hann reyndi einnig fyrir sér á erlendri grundu á þessu ári og það með góðum árangri. Hann sigraði til dæmis úrtökumót í Svíþjóð fyrir sænsku mótaröðina Telia Tour. Heiðar Davíð var einn ig valinn kylfi ngur ársins á hófi Samtaka íþróttafréttamanna og ÍSÍ fyrr í mánuðinum.Heiðar á fyllilega skilið þessi verðlaun og vonandi að sigurför hans haldi áfram nú á nýju ári. Þórdís Magnúsdóttir í landsliðsúrtaki Þórdís Magnúsdóttir, markvörður 3. fl okks kvenna í knattspyrnu hjá Aftureldingu, var valin í úrtakshóp hjá U-17 lands- liðinu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hún hefur fengið að taka þátt í æfi ngum með landsliðinu því stutt er síðan að hún var í svipaðan hóp. Æfi ngarnar fóru fram dagana 7. og 8. janúar. FIRMAMÓT HVÍTA RIDDARANS Aðdragandi þessarar greinar hef ur verið langur, við undirritaðir erum leikmenn meistarafl okks karla í handknattleik. Vissulega hefur verið unnið mikilvægt starf undanfarin ár, en því starfi verður að halda við. Er hægt að krefjast toppárangurs miðað við þá aðstöðu sem boðið er uppá að Varmá? Staðan er einfaldlega eins og eftirfarandi pistill lýsir: Núverandi aðstaða er engan vegin viðunandi og býður ekki uppá þá möguleika sem íþróttafólk Mosfellsbæjar þarfnast til að vera í fremstu röð. Ólympískar lyftingar eru mikilvægar fyrir fl est allt íþróttafólk í fremstu röð. Núverandi aðstaða í húsinu, hvort sem það er lyftinga- eða fundaraðstaða er óviðunandi. Við missum á nýju ári þrönga og slaka aðstöðu til ólympískra lyftinga og fáum í staðinn óeinangraða og kalda aðstöðu. Lyftingar í kulda, sérstak- lega ólympískar, eru ávísun á meiðsli. Um er að ræða gjörsamlega óein- angraðan skúr. Þarna geta ekki einu sinni hávöxnustu leikmenn liðsins stundað þær æfi ngar sem þarna eiga fara fram. Þetta er í raun eins og að henda lóðunum út á götu. Þetta er bara bárujárnsskýli sem er við gamla innganginn á gamla salnum. Þetta er gjörsamlega óviðunandi og reyndar bara hlægilegt að bjóða fólki upp á þetta. Hér er hvorki verið á benda á einn né neinn, en hvað sem gerist þá verður einfaldlega að taka á þessu máli. Annað væri hneisa fyrir íþrótta- mennina, félagið og bæinn. Í Íþróttamiðstöðinni er staðsett einkarekin líkamsræktarstöð þar sem fi nna má tæki og handlóð en enga aðstöðu fyrir ólympískar lyftingar. Það þarf að vera til staðar lyftingar aðstaða fyrir íþróttafólk, sem er komið á þenn- an stað í æfi ngum og keppni, geti not- að endurgjaldslaust. Helst vildum við sjá toppaðstöðu þar sem tæki, han- dlóð og góð aðstaða fyrir ólympískar lyftingar væru allt á einum og rúm- góðum stað. Fundaraðstaða í húsinu er lítil sem engin hvort sem það er fyrir foreldr- afundi yngri fl okka eða video fundi meistarafl okks karla, sem hafa verið haldnir í áhaldahúsi Mosfellsbæjar það sem af er vetri. Það er einfaldlega eins og þessir hlutir hafi gleymst í skipulagningunni. Fyrir þremur árum sendi núverandi þjálfari meistarfl okks karla núverandi bæjarstjóra bréf þar sem kom fram að bæta þyrfti lyftingaraðstöðu til muna. Hlynur frjálsíþróttaþjálfari og kraftajötuninn Hjalti Ursus hafa verið að berjast fyrir bættri aðstöðu með litlum árangri síðastliðin fi mm ár. Mosfellsbær þarf að opna augum fyrir staðreyndum og hlúa vel að íþróttafólki sínu með mun myndar- legri hætti en nú er ef við ætlum okkur að vera í fremstu röð. Að sjálfsögðu erum við þákklátir fyrir allt sem fyrir íþróttastarfi ð hefur verið gert en nú þarf að loka hringnum! Það liggur fyrir svart á hvítu. Með íþróttakveðju, Einar Ingi og Magnús handknattleikskappar úr Mosfellsbæ. Um aðstöðu afreksfólks Jón Friðjónsson starfmaður Mosfellsbæjar og Ólafur Haraldsson kynnir á þrettánda- gleðinni, hvöddu jólin með stæl Einar Ingi reynir að ná í sig hita í óupp hituðu bíslæinu við íþróttahúsið Mótið fer fram í Íþróttahúsinu að Varmá, Mosfellsbæ. Spilaður er 5 manna bolti, með markmanni, á stór innanhús-mörk. Vinningar verða veglegir Aðeins verður pláss fyrir 20 lið í hvorri keppni þannig að fyrstur kemur fyrstur fær. Þátttökugjald 15.000 kr. Skráning er hafi n. Frekari upplýsing ar veitir Steini í síma 862-9416 Hilmir, Össi og Óli í lokaúrtak U-17 Þrír knattspyrnumenn úr Aftur- eldingu náðu þeim frábæra árangri að verða valdir í lokaúrtak U-17 ára landsliðsins í knattspyrnu. Þetta eru félagarnir Hilmir Ægisson, Ólafur Karlsson og Örn Ingi Bjarkason. Æf- ingar fara fram nú um helgina og eru undir stjórn Lúkasar Kostic þjálfara U-17 landsliðs Íslands.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.