Mosfellingur - 12.01.2006, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 12.01.2006, Blaðsíða 8
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar8 Friðrik G. Olgeirsson rifjar upp gamla tíma úr sveitinni Dagana 10. til 13. apríl 1956 dvöldust dönsku konungshjónin, Friðrik 9. og Ingiríður drottning, hér á landi í opinberri heimsókn. Þau komu til landsins með SAS- fl ugvélinni Alf Viking laust eftir hádegi þann 10. og lentu á Reykja- víkurfl ugvelli í blíðskaparveðri. Frú Dóra Þórhallsdóttir og herra Ásgeir Ásgeirsson tóku á móti konungshjónunum. Borgin var fánum skreytt og hvarvetna sem bílalest konungshjónanna fór um á leið inni að Ráðherrabústaðnum þar sem þau bjuggu stóð fjöldi fólks og veifaði fánum landanna beggja. Eins og venja er þegar þjóð- höfðingjar koma í heimsókn var skipulögð heilmikil dagskrá fyrir Friðrik og Ingiríði. Fyrsta daginn var þeim boðið til tedrykkju á Bess a stöðum og til hátíðarkvöld- verðar á Hótel Borg. Daginn eftir skoðuðu hjónin Hnitbjörg (safn Einars Jónssonar), voru viðstödd guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni, snæddu hádegisverð á Bessastöðum og kvöldverð í Naustinu. Um kvöldið hlustuðu þau á Sinfóníuhljómsveit Íslands í Þjóðleikhúsinu og sáu óperuna Cavalleria Rusticana. Þriðjudagurinn 12. apríl var loka dagur heimsóknarinnar. Kon ungs hjónin byrjuðu á því að heimsækja Háskóla Íslands og hlíða þar á söng og ræðuhöld. Því næst var ekið upp í Mosfellssveit þar sem hinum tignu gestum var sýndur Reykjalundur. Veður var þá mjög gott og fallegt. Í frásögn í Morgunblaðinu um ferðina er lögð mikil áhersla á veðrið og fagurt útsýni. Blaðamaður er greini- lega stoltur af fegurð landsins: „Í ferð sinni upp að Reykja lundi í Mosfells sveit fengu Friðrik konungur og Ingi ríður drottning notið hins fagra útsýnis á þeirri leið, sem þau án efa munu seint gleyma.” Í þéttbýlis hluta Mos- fellssveitar stóðu börn og veifuðu fánum og hundar hlupu geltandi á eftir bílum tignarfólksins að göml- um og þjóðlegum sið. Á Reykja- lundi var mikill mannfjöldi sam- an kominn og hvarvetna blöktu íslenskir og danskir fánar. Oddur Ólafsson yfi rlæknir tók á móti gest- unum og mannfjöldinn fagnaði þeim með lófataki. Yfi rlæknir- inn byrjaði á því að kynna stjórn SÍBS og stjórn vinnuheimilisins fyrir Friðriki og Ingiríði en að því loknu sagði hann þeim frá félags- samtökunum og baráttunni gegn berklum. Konungs hjónin skrifuðu að því loknu nöfn sín í gestabók og skoðuðu svo bygginguna í fylgd Odds og Valgerðar Helgadóttur yfi rhjúkrunarkonu. Þau voru mjög hrifi n af stofnuninni og vildu skoða meira en ráðgert var að sýna þeim. Farið var með gestina um húsnæði plastvöruframleiðslu- nnar og þar sáu þeir fólk við vinnu sína. Voru hjónin þá orðnir hálfri klukkustund á eftir áætlun vegna áhuga síns. Þegar Friðrik konungur og Ingi ríður komu út aftur kváðu við mikil húrrahróp Mosfellinga. Frá Reykjalundi fóru þau í Þjóðminja- safn Íslands. Á leiðinni var útsýn- ið yfi r Faxafl óa fagurt sem fyrr og Snæfellsjökull sást vel í allri sinni dýrð. Því sem fyrir augu bar heyrðist konungur lýsa af áhuga fyrir Bjarna Benediktssyni mennta- málaráðherra þegar hann fylgdi konungi inn í Þjóðminjasafnið. Í lokahófi í Þjóðleikhúskjallaranum um kvöldið sagði Friðrik 9.: „Ég hef aldrei séð Ísland eins fagurt og þessa daga.” Hann hafði áður komið tvisvar til landsins sem krónprins og þá ferðast víða. Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur Veistu svarið? Hvenær var Ungmenna- félagið Afturelding stofnað? Í hvaða á er Tröllafoss? Hver eru einkunnarorð Lágafellsskóla? Svör: 1. 11. apríl 1919 2. Leirvogsá 3. Samvera-samvinna-samkennd Breyttar reglur Bæjarstjórn samþykkti nú fyrir jólin að breyta reglum er varða kosningar á íþróttamanni ársins. Undanfarið hefur tíðkast að velja íþróttamann ársins en nú hefur verið ákveðið að kjósa bæði íþróttamann og íþrótta konu ársins. Með þessu eykst fjölbreytnin og kemur til með að fjölga afreksfólki okkar í bænum. Íþróttamaður Mosfellsbæjar í dag er golfarinn Heiðar Davíð Bragason. Sögukornið Dönsku konungshjónin heimsækja Reykjalund Friðrik og Ingibjörg skrifa í gestabókina á Reykjalundi þann 13. apríl 1956. Eldri borgarar! Lokað á Gljúfra- steini fram í mars Safnið á Gljúfrasteini verður lokað fram í mars vegna endurbóta innandyra. Þessar endurbætur náðist ekki að klára fyrir opnunina á safninu þegar það var formlega tekið í notkun í september árið 2004. Nú hafa menn byrjað á þessum breytingum og opna á safnið aftur fyrir almenning þann 1. mars. Heimili skáldsins mun þá skarta sínu fegursta og gaman verður að koma að Gljúfrasteini í byrjun mars.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.