Mosfellingur - 12.01.2006, Blaðsíða 14
Nú eru jólin búin og allt sem þeim fylgir, matar-
átið og vísakortafylleríið orðið að hrottalegum
timburmönnum. Fólk er búið að versla á útsölum
og skila jólapökkunum sem það vildi ekki eða fékk
meira en nóg af. Það eru jólaplöturnar sem eru
efni mitt núna, það er að segja íslenskar plötur sem
komu út núna fyrir jólin og á
árinu 2005. Þær eru marg ar
hverjar farnar að safna ryki
eftir stutta viðveru í spila-
ranum. Það sem ein kenndi
plötujólin í ár voru þessar
eintómu „Karókí”-plötur
eða coverplötur sem öllum
datt í hug að gefa út, það eða
safndiska. Ég hef oft spáð í
það hvort sköpunargáfan sé
orðin eitthvað lítilfjörleg eða
hvort það sé einfaldlega svo-
na mikið mál að semja bæði
lag og texta frá grunni. Það
er auðveldara að setja lag á plötu sem aðrir hafa
gert frægt og því þarf ekki að hafa áhyggjur af því að
lögin verði ekki vinsæl. Ég er ekki að segja að það
sé alslæmt að taka coverlög og setja þau á plötu,
ég hef jafngaman af því og hver annar, en þessi jól
datt um 85% af íslenskum tón listarmönnum þessi
snilldarhugmynd í hug. Ég ætla að stikla á stóru í
þessari upptalningu minni og nefna örfá dæmi
sem ég man eftir: Bjarni Ara var í Svingstuði; Bjöggi
Halldórs státar af því að taka vinsæl lög eftir sjálfan
sig; Beggi í Sóldögg gerði coverplötu en hún var í
80’s stíl sem og Margrét Eir var líka í 80’s pæling-
um á árinu. Á móti sól var með HIN 12 topp lögin
en í fyrra voru það bara 12 topp lög.
Garðar Cortes brosir breitt þes-
sa dagana enda seldi hann nálægt 19 þúsund plöt-
ur af lögum eftir aðra; Nylon gaf út plötu og meira
að segja er lag sem þær sömdu sjálfar á þess ari
plötu, hver hefði trúað því að þær gætu samið tón-
list? Helgi Björns gaf út lög frá Magga Eiríks; Pétur
Kristjáns tók Kim Larsen; Regína Ósk var í stuði og
Raggi Bjarna var að fylgja velgengni
síðustu jóla eftir með safnplötu. Matti
(Papar), Sigga Beinteins, Solla, Guðrún
Helga, Brynhildur Guðjóns, Diddú,
Guðrún Gunnars, Friðrik Ómar og svo
mætti lengi telja hvort sem það eru
safnplötur eða endurútgáfur frá fyrri
tímum. En þetta er að gera þetta eftir
sínu höfði einsog þau segja í Idolinu
og það er mjög gaman að því enda
væri ekkert gaman að heyra þessi lög
nákvæmlega einsog þau voru þeg ar
þau komu fyrst út. Svo má ekki gleyma
Idol-liðinu sem að kom með hverja
plötuna á fætur annarri þetta árið. Þau
sem voru í efstu þremur sætunum í Idolinu gáfu út
plötu (Hildur, Heiða og Davíð Smári) svo
og Ylfa Lind og ekki má gleyma Lummu-
num sem er samansafn af Idol-liði frá því
í fyrra. Einnig var það fi mmhundruðka-
llinn Jón Sigurðsson (Gubbið) sem ákvað
að hamra járnið meðan það væri heitt
og kom með sína aðra plötu. Ég kalla
hann Gubbið vegna þessa að mér verður
fl ökurt þegar ég heyri hann syngja. An-
nars á ekki að gera lítið úr honum veg na
þess að hann er svo mikill “næs gæ” og
allra hugljúfi . Að gera grín að honum er
einsog að sparka í grátandi barn, en hvað
með það?
En þessi aðferð virðist vir ka
og allir græða á tá og fi ngri af
markaðssetningu annarra sem
þýðir að þetta er nú kannski
ekki svo vitlaus hugmynd
eftir alltsaman. Þetta ætla
ég að gera þegar ég
verð stór, bara með
öðru sniði. Ég ætla að
skrifa metsölubækur
eftir aðra en gera það
eftir mínu höfði t.d.
að skrifa Sölku Völku eftir Laxnes og breyta „hvur”
í hver og svoleiðis þ.e.a.s. gera eftir mínu höfði eða
skrifa Engla alheimsins og láta verða “happy end-
ing”. Í staðinn fyrir að deyja verður hann forríkur
bankastjóri og fl ytur til Luxemborgar.
En eins og einhver stórsöngvarinn sagði þegar
hljómsveit tók eftir hann frægt coverlag:
“What the fuck was wrong with the original?”
Högni Snær
Í eldhúsinu
Mosfellingur - Bæjarmál og aðsendar greinar 14
Agnes Kristjónsdóttir söngkona og dansari bauð Mosfellingi í
eldhúsið hjá sér og lét hann fá uppskrift af dýrindis rétti. Þetta
er grænmetisréttur með kjúklingabaunum. Hér er uppskriftin:
Grænmetisréttur
hjá Agnesi
Myndlistarskóli Mosfellsbæjar
Í Álafosskvosinni
Innritun á
vormisseri
2006 er hafin
Símar
skólans eru
566 8710
663 5160
Myndlistarnám
er �roskandi
og skemmtilegt
Karókí-jólin 2005
Eftir er að búið er að steikja grænmetið og blanda
því saman við baunir – eru sósur settar á pönn-
una og smá soðið vatn saman við.
Öllu blandað saman í stórum potti og látið malla
og taka sig – má bæta meiru af soðnu vatni út í til
að þynna eða AB mjólk.
Agnes mælir með því að rétturinn sé borinn
fram með salati eða jafnvel Nan brauði.
2-3 laukar steiktir á pönnu þar til gylltir.
1-2 sætar kartöfl ur í bátum steiktar í ferningum á pönnu líka.
1 stór rófa steikt líka í bitum.
1 -2 stórar rauðar paprikkur steiktar í ræmum.
1 krukka tilbúnar kjúklingabaunir (skola í volgu vatni)
3-6 kramin hvítlauskrif
1 lítil dós tómatpurré
1 krukka indversk sósa t.d Korma eða Tikka Masala
(eða kryddið sjálf og notið AB mjólk til að búa til sósuna)
Krydd:
Sjávarsalt eða Maldon salt
Cayanne pipar, smá chilli og annað sem smakkast vel –
eða bara krydd frá Pottagöldrum.
HÖGNI SNÆR
gerir upp jólahátíðina
SÍMI: 5668 110
NÝJAR PERUR
NÝJAR PERUR
NÝJAR PERUR
NÝJAR PERUR