Mosfellingur - 12.01.2006, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 12.01.2006, Blaðsíða 4
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar4 Smáragarður ehf., fasteignafélag Norvíkur hf., hefur nú hafi ð byggingu verslunarhúsnæðis við Háholt 13-15 í Mosfellsbæ. Fyrsta skófl ustungan að verslunar húsnæðinu var tekin föstu- daginn 16. desember síðastliðinn en skófl ustunguna tóku Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri Mos- fellsbæjar og Guðmundur Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri Smára- garðs ehf. Stefnt er að því að opna verslun- arhúsnæðið haustið 2006 og verður það um 3.727 fm. að stærð. Í húsinu mun Kaupás reka mat vöruverslun og Mosfellsbakarí mun reka þar bakarí ásamt verslun. Í framtíðinni munu fl eiri verslanir koma til með að hefja rekstur í húsinu. Arkitektar hússins eru Skapa og Skerpa arkitektar, hönnuður burðar- þols er Hönnun hf., hönnuðir rafl agna er Rafteikning hf. og hönnuðir lagna- kerfa VGK. Byggingaraðili hússins verður Húsbygg ehf. Menningarsjóður Íslandsbanka veitti Tónlistarfélagi Mosfellsbæ- jar 100.000 kr. í styrk til þess að efl a tónlist ar lífi ð hér í bæ. Afhendingin fór fram í Íslandsbanka þann 22. desember. Það var Sigríður Jóns- dóttir útibússtjóri, sem afhenti Atla Guðlaugssyni gjaldkera Tónlistar- félagsins styrkinn. Við sama tilefni spilaði ung og efnileg stúlka, Hreindís Ylva Garðarsdóttir, tvö lög fyrir við- stadda á klarinettið sitt. Tónlistarfélagið hélt þrenna tónlei- ka á síðasta ári og til stendur að halda um ferna tónleika á hverju ári. Næst á dagskrá félagsins er jasstríó Reynis Sigurðssonar og verða þeir þann 3. fe- brúar næstkomandi. Þann atburð má enginn láta fram hjá sér fara. Verðlaunaskreyting í Rituhöfða Bryngeir Jónsson og Helga Dögg Reynisdóttir fengu viður- kenningu frá Orkuveitu Reykja- víkur fyrir jólaljósaskreytingu á húsi sínu. Orkuveitan valdi nokkur hús á veitusvæði sínu og dómnefnd á vegum henn ar átti í miklum vandræðum með að velja úr húsum vegna vaxandi fjölda skreytinga og menn eru farnir setja töluverðan metnað í að gera húsið sitt fallegt yfi r hátíðirnar. Umsögn dómnefnd ar var á þann veginn að hús Bryngeirs og Helgu væri smekklega skreytt og nyti sín vel í ljósadýrðinni. Með Strætó á Skag- ann fyrir 250 kr. Nú hefur Strætó bs. tekið upp nýja strætóleið sem fer alla leið til Akraness. Það kostar ekkert aukalega að fara í gegnum Hvalfjarðar- göngin heldur verður óbreytt verð sem er aðeins 250 kr. Strætóferðirnar þangað eru á klukkustundarfresti alla daga. Fyrsta ferðin var farin á nýársdag og lagt var af stað frá Mosfellsbænum. Það er vonandi að sem fl estir nýti sér ódýra ferð á Skagann og ferð í gegnum göngin á góðum kjörum. Þunnur þrettándi Ekkert varð úr þrettánda- brennunni á föstudeginum 6. janúar síðastliðinn. Vegna von sku veðurs var ákveðið að fresta bren nunni. Merkilegt þykir að þetta er aðeins í annað skipti sem þurft hefur að fresta brennunni og telst það afar gott. Brennan var svo haldin á laugardeginum. Þangað mætti mikill fjöldi manns og fór allt vel fram. Um áramótin var brotist inn á dagheimilið hliðina á Nóatúni. Fyrst var ein rúða brotin á aðfaranótt föst udagsins 30. des. og síðan voru fjórar rúður til viðbótar brotnar á gaml árskvöldi. Þá var einnig farið inn á dagheimilið og allt lauslegt var skemmt. Speglar voru færðir út og brotnir, barnavagnar og skiptiborð skemmd og slökkvitæki tæmt. Þá var farið í lyfjaskáp og hann tæmdur. Að sögn Ingibjargar Maríu Konráðsdótt- ur dagforeldris, eru þessi skemmdar- verk mjög svekkjandi því að hún og Þóra Egilsdóttir eru nýlega búnar að taka húsið á leigu og leggja mikla vinnu í að gera fallegt þarna inni. Þá koma svona skemmdar- vargar og eyðileggja á svip- stundu alla þá vinnu sem búið var að setja í húsið. Þeir sem geta veitt einhverjar upplýsingar um innbrotið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna. Nýtt verslunarhúsnæði Ragnheiður og Guðmundur tóku fyrstu skófl ustunguna Atli tók við ávísun frá Sigríði útibússtjóra Íslandsbanka Skemmdarvargarnir brutu allt og brömluðu Tónlistarfélag Mosfellsbæjar fær styrk Innbrot og skemmdarverk Fimm rúður voru brotnar í húsinu

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.