Mosfellingur - 12.01.2006, Blaðsíða 17

Mosfellingur - 12.01.2006, Blaðsíða 17
Gulldrengirnir Eggert Páll Ein- arsson (Eddi Pé) og Steinþór Hróar Steinþórsson (Steindi Junior) eru komnir með útvarpsþátt á út- varpsstöðinni Flass Fm 104.5. Þáttur- inn heitir Tár, bros & alkahól er öll föstudagskvöld frá kl.18 – 20. Steindi sagði við blaðamann að þetta væri ekki ósvipaður vettvangur og blaða- mennskan en eins og fl estir vita var hann annar ritstjóri bæjarblaðsins Lókal. Steinda fi nnst gott að tala um það sem liggur honum á hjarta til þess að fá útrás og gott að geta það vikulega. Eddi sagði að hann hafi gaman af því að sprella og bulla í þjóðinni og stefnir á alheimsyfi rráð í framtíðinni. Þátturinn er fjölbreyti- legur og þeir félagarnir eru með marga fasta liði. Fremstur á meðal jafningja er sjálfur Hemmi Gunn sem þeir hringja í í hverjum þætti og spjalla við hann um daginn og veginn. Steindi sagði: „Hemmi Gunn er óbeint þriðji aðilinn að þættinum. Við lítum á hann sem fósturpabba Mosfellinga enda ól hann okkur upp í gegnum sjónvarpið og hjálpaði okkur í gegnum erfi ða tíma með geisladisk sínum Frískur og fjörugur. Hemmi sér líka um allar auglýsingar fyrir okkur og okkur þykir afar vænt um kallinn.” Þetta er grínþáttur af bestu gerð að sögn þeirra félaga og hvetja þeir alla til þess að hlusta og styðja sína menn. Það er bara málið fyrir okkur Mosfellinga að stilla á Flass.net Fm104.5 og njóta þáttarins. Unga fólkið - Mosfellingur 17 TV ÍF A R A R TV ÍFA R A R Biggi Haralds og Maradonna w w w . p aa ca rt .c om Péturs Pælingar Okey, ég hef farið á matsölustaði svengri en þriðja heims barn og ég held að mér sé óhætt að segja að ég sé alltaf kurteis. Hvað er það með fólk sem hefur dálæti af því að vera dóna- legt við afgreiðslufólk? Ég fór með heimsendingu til fólks um daginn í fl ott einbýlishús. Fyrir utan stóðu tveir nýlegir og fl ottir bílar. Ég hringdi bjöllunni og á móti mér tók kona sem var með höndina fulla af peningum. Ég sagði við hana, mjög kurteislega: „Þetta gera 4.035 kr.” Henni virtist bregða mjög við þessi tíðindi og hljóp inn. Á meðan stóð ég þarna eins og bjáni í ískulda og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið. Eftir skamma stund kom maðurinn hennar og virtist vera alveg brjálaður og hreytti út úr sér: „Hvernig er það með þjónustuna þarna hjá ykkur, getið þið ekki gefi ð upp rétt verð í símann?!!!” Ég varð hálfaumingja leg þar sem ég hafði ekki guðmund hvað maðurinn babblaði um en fer skjótt að halda að þarna hafi orðið einhver stór samskiptamistök hjá honum og yfi rmanninum mínum sem tók við pöntuninnni. En annað kom í ljós þegar maðurinn öskraði á mig: „ÞÚ sagðir í símann 4.000!!!” Það sást í kokið á mér þar sem hakan féll snögg- lega í kalda stétt- ina og mig langaði virkilega að spyrja fúskinn hvort honum væri alvara. ÞETTA VORU 35 KR!!! En þar sem siðprúðri stúlku eins og mér hefur alltaf verið kennt að vera „dönnuð” hélt ég í mér. Því næst tók hann úr vasa sínum lúku af klinki þar sem greinilega glitti í ógrynni af tí- og fi mmköllum. Á þess- um tímapunkti hélt ég að mér væri borgið en sagan hélt áfram þeg ar hann tók EINA hundraðkallinn á staðnum og vældi út úr sér: „Þú verður þá bara að hirða þetta, þetta er það eina sem ég á.” (Eins og hann kæmi út í tapi!!!). Til allrar minnar lukku var ég með skipti- mynt sem bjargaði lífi mínu þennan viðburða- ríka dag. En allra best var þó þe gar k o n a n hans fór að biðja mig af- sökunar á látunum í kall- inum. Kellingargreyið hefur roðnað nirðrí rassgat. Boðskapurinn í þessum pistli er því þessi: Kæru bæjarbúar, sýnið þið kurteisi þó ekki sé nema bara til þess að hlífa öðrum fjölskyldu- meðlimum við skömminni og/ eða til að þurfa ekki að lesa um skandala ykkar í Mos- fellingi! ;) ...ærlegri hreyfi ngu eftir alla velmegun- ina um hátíðirnar. Bærinn býður uppá fjölmargar skemmti- legar gönguleiðir úti í guðsgrænni náttúrunni. Svo er líka hægt að skella sér í Toppform og sprikla eins og maður eigi lífi ð að leysa og fara í sund á eftir. MOSFELLINGUR mælir með... Kara Kúnninn hefur alltaf rétt fyrir sér Opið: sunnud. - mánud. 11:30-23:30 og föstud. - laugard. 11:30-01:00 pizza mánaðarins HAWAII skinka og ananas 12" 999 kr. 16" 1199 kr.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.