Mosfellingur - 24.02.2006, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 24.02.2006, Blaðsíða 14
Árlegt herrakvöld Lions Í eldhúsinu Mosfellingur - Bæjarmál og aðsendar greinar14 Bragðmikið Chilli Con Carne hjá Helgu olía. 2 laukar. 700 gr. nauta-og svínahakk. 3 hvítlauksrif. Þetta er steikt á pönnu og látið síðan malla í 1 klukkustund ásamt: 1 tsk. chilliblöndu. 2 msk. oregano. 1 msk. kuminfræjum. 1 dós tómötum. salti og pipar. Síðustu 15 mínúturnar bætast við: 1 msk. eplaedik. 1 tsk. sykur. 1 dós chillibaunir. Þá er rétturinn tilbúinn til skreytingar: 4 msk. sýrður rjómi. 4 msk. guacamole. lófafylli af vorlauk eða graslauk paprikuduft. Helga Jóhannesdóttir, sem nýlega stofnaði Listaskóla í samstarfi við Mosfells- bæ, er í eldhúsinu að þessu sinni. „Þetta er dúndurgóð uppskrift að bragð- miklu Chilli Con Carne, sem er upplagt að gæða sér á, á köldum vetrardögum” UMSK veitti Davíð B. Sigurðssyni Gullmerki fyrir störf í þágu aðild- arfélags og íþróttahreyfi ngarinn ar. Davíð starfaði fyrir handknattleiks- deild Aftureldingar og Handknatt- leikssamband Íslands í rúm 25 ár og fékk m.a. viðurnefnið „faðir handbolt ans” í Mosfellsbæ. Valdi- mar Leó formaður UMSK afhenti Davíð Gullmerkið á dögunum. Breytingum lokið á Huldubergi Nú er breytingum á leikskólanum Huldubergi lokið. Eftir breytingarnar verður aðstaða starfsmanna betri, salernisaðstaða bætt og einnig fatahengi. Þessu fylgir að nú geta fl eiri börn fengið vistun á Huldubergi og þess vegna verður eldunaraðstaða hússins stækkuð og endurbætt. Deildirn- ar tvær sem verða í nýbygg ing- unni eru komnar með nöfn og heita Álfaberg og Tröllaberg. Elstu börnin koma til með að vera á Álfa bergi. Gömlu góðu handboltakempurnar Davíð B. Sigurðsson, Jóhann Guðjónsson og Einar Þorvarðarson Snæbjörn Jónsson fyrrverandi sveitar stjóri og Ingvar Ingvarsson læknir Bjarni Ásgeirsson, Gunnar Magnússon og Guðmundur Jónsson mæta ávallt Björn Ástmundsson, Jón Baldvin, Ívar Ben e- diktsson og Sigurður B. Guðmunds s. Valdemar Jónsson sá um að koma körl unum í rétta skapið með skemmtilegum harmonikkuleik Nýjungar á Texture Stelpurnar á Texture hafa nú bætt þjónustu sína og þar er hægt að fá margt fl eira en hárklippingu. Þær bjóða nú upp á nýja tegund hárlenginga sem slegið hefur í gegn um víða veröld. Þá er einnig hægt að fá litun/plokkun og förðun á staðn- um. Förðunar- og snyrtivörur frá Cee & Bedhead eru þar nú fáanlegar. Hægt er að nálgast upplýsingar um stofuna á vefslóðinni www.texture.is. Leikfélagið frumsýnir Í beinni Leikritið Í beinni var frumsýnt um helgina í bæjarleikhúsinu. Leik- félag Mosfellssveitar stendur fyrir sýningunni og leikritið var samið af þeim Hrafnkatli Stefánssyni og Nóa Kristins syni. Guðný María Jónsdóttir leikstýrir verkinu og fjöldi fólks tekur þátt í uppsetningunni. Leikritið gerist í lokaþætti spjallþáttar og stjórnandi hans er hinn óviðjafnan- legi Benni Gumm. Þessi lokaþáttur gengur brösuglega fyrir sig og eiga sér stað margar óvæntar uppákomur. Leikritið er afar skemmtilegt og er fyrir alla fjölskyldumeðlimi. Næstu sýningar eru föstudaginn 24. febrúar kl. 20 og laugardaginn 25. febrúar kl. 20. Mosfellingar eru hvattir til að kíkja í bæjarleikhúsið á þessa stórskemmtilegu sýningu. Hið árlega sjávarréttahlaðborð Lionsklúbbs Mosfellsbæjar var haldið í Hlégarði Að vanda fjölmenntu karlmenn úr Mosfellsbænum á hið glæsilega sjávarréttahlaðborð þeirra Lions- manna. Herrakvöldið var haldið þann 17. febrúar síðastliðinn. Að þessu sinni var veislustjóri kvölds- ins Bryndís Schram og ræðumaður kvöldsins var eiginmaður hennar Jón Baldvin Hannibalsson. Þau hjónin hafa komið sér vel fyrir í Mosfellsbænum eftir margra ára dvöl erlendis. Eins og venjulega rennur ágóði þessa kvölds til styrktar góðu málefni sem ekki var búið að ákveða þegar Mosfellingur fór í prentun. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru í Hlégarði. Salatið sem Helga notar sem meðlæti inniheldur ruccola, sherrytómata, olivuolíu með basil og sítrónupipar. Davíð, faðir handboltans, ásamt Valdimari Leó Friðrikssyni formanni UMSK. Davíð fær Gullmerki ÞVERHOLT 5 SÍMI: 566 8110

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.