Mosfellingur - 24.02.2006, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 24.02.2006, Blaðsíða 16
Það fer nú senn að líða að kosningum. Sjálfstæðismenn hafa stjórnað undanfarin fjögur ár og þeim þykir vel að verki staðið. Framsókn og vinstri menn eru hins vegar ekkert á sama máli og lýst barasta ekkert á þetta. Ég segi Slææ í stjórn! Já, Slææ í bæjarstjórnarstólinn. Flokkurinn minn mun heita „Svona er bransinn”. Það væri klárlega góður kostur að fá ungt og ferskt blóð inn. Mitt fyrsta verkefni sem bæjarstjóri væri klárlega að setja upp gamla góða markið við Varmár- skóla. Þetta mark var allt. Ég meina hvað breyttist? Ekki færðist skólinn. Þetta er bara ömurlegt. Þótt við vinirnir séum þarna hálf fullorðnir menn að sparka í vegg, þá er það bara hið besta mál. Næst myndi ég setja upp almennilega aðstöðu fyrir ólympískar lyftingar niðri í íþróttahúsi. Það er forgangsatriði. Ég myndi líka setja á laggirnar einhvers konar afþreyingu fyrir ungt fólk. Það er bara ekkert í gangi hérna! Eftir að krakkar eru orðnir of gamlir fyrir bólið...þá er bara að gjöra svo vel að hypja sig út fyrir bæjarmörkin í leit að félagslífi . Öllum er illa við drykkju, partýstand og hvað annað. Hvernig væri þá að bjóða upp á eitthvað annað? Það sem er hins vegar mikilvægara er að hafa gott fólk sér til aðstoðar. Rétta fólkið til að koma hlutunum í framkvæmd. Svona myndi Slææ-stjórnin lýta út: Ljóshraðinn! Lalli myndi vera sendiherra hressleika í bænum. Auk þess myndi hann vera krýndur konungur Mosó, enda langfl ottastur. Matti! Matti í íþróttahúsinu myndi vera mín hægri hönd. Skiptir engu hvað maður biður Matta um hann er alltaf til í að hjálpa og bara kippir hlut unum í liðinn. Hann myndi líka sjá um að halda heraga á mannskap- num ef það væri eitthvað ves. Bronzprinsinn! Ég myndi hiklaust hafa Hilmar Stefáns í stjórninni. Vinnur á við átta menn og það þýðir ekkert að vera með neitt múður við kallinn. Steindi Jr.! Steinþór Lókal frömuður myndi vera grín- ráðherra Mosfellsbæjar. Alli Rúts yrði að stoðarmaður hans. Til hvers að standa í þessu öllu ef maður getur ekki hlegið við og við? Faðmurinn! Gústi er ekki bara með lengri faðm en Lennox Lewis, honum tekst alltaf að láta man ni líða vel. Ef pólitíkin gengi eitthvað illa myndi Gústi peppa stjórnina upp. Ef allt færi á versta veg myndi hann húrra í Himma Gunn og þeir tækju lagið til að lífga upp á fundina. Það væru engar konur í stjórninni, en allt kven- fólk væri velkomið á fundi og alla stjórnsýslu- viðburði. Ekki n enni ég að hanga bara með einhverjum gaurum allan daginn að ræða pólitík. Það væri þó vel séð ef þær myndu allar vera sammála mér, bara svona til að fl ýta fyrir. Ég er reyndar eiginlega bara á því að allar stjórnsýslu ákvarðanir skuli teknar á Drauma kaffi þegar Hljómur er að spila. Þá eru allir svo ligeglad og mildir. Það yrði ekkert ves. X-Slææ Mosfellingur - Unga fólkið16 w w w . p aa ca rt .c om Pælingar Þórdís&Elva Það er nú stútfullt, litla hjartað mitt, af þakklæti og gleði og kæri Mosfellingur ég ætla að deila þessari tilfi nningu með þér! Ólíkt pistlum mínum hingað til verður þessi mun „dýpri” og mun e.t.v. láta ykkur grípa til vasaklútanna í stað þess að valda harðsperrum í maganum á morgun. Saga mín byrjar þegar ma & pa skilja þegar ég var sjö ára gömul. Það var nú aldeilis lán í óláni þegar aldraður faðir minn stóð fastur á þeirri skoðun sinni að við ættum að fl ytjast í Mosfellsbæinn, eða eins við systur kusum að kalla hann: NÖRDA- BÆINN! Ojjjjj!!! Minn tískuþróaða Reykjavíkurhug hryllti við þeirri tilhugsun að þurfa að hafa samskipti við þessa leppalúða á sauðskinsskóm en eftir að ég varð einn af þessum lúðum, og ég segi það með stolti, gæti ég ekki verið þakklát- ari fyrir sveitastemmninguna sem hér ríkir. Hér höfum við þau forréttindi að það eru aðeins tíu mínútur í drauma- dalinn þar sem ófáir Mosfellingar hafa farið í mini-útilegu og tíu mínút- ur í Kringluna ef gellan í manni þarf að viðra sig. Að mínu mati er þetta besti staður á jarðríki til að alast upp á. Samstaðan hér í bænum hefur leitt til þess að hér hef ég eignast mína bestu vini, vini sem munu fylgja mér út lífi ð. Þess vegna vil ég mis- nota aðstöðu mína hér og prédika aðeins yfi r hinum unga Mosfellingi sem er e.v.t. að hefja mennta- skólagöngu. Þó svo að vinahópurinn sundr ist, líkt og gerðist hjá mínum vinahópi, þá skuluð þið halda fast í gömlu vini- na. Það er þess virði! You stay classy, Mos- fellsbær! ;) BLAÐAMANNAKLÚBBUR BÓLSINS Fomaður: Gísli Már Guðjónsson Kæru bæjarbúar! Besti staður á jarðríki Slææ í bæjarstjórn Bestu pizzurnar í bænum Miðvikudaginn 8. febrúar var haldið upp á 1. árs afmæli félagsmiðstöðvarinnar Mosskeggs með pompi og prakt. Fjöldi meðlima mætti og skemmtu þeir sér vel og smökkuðu á kræsingum sem í boði voru. Auk þess voru stigin létt dansspor og boðið upp á myndasýningu sem stiklaði á viðburðaríku ári Mosskeggs. Félagsmiðstöðin verður opin alla þriðjudaga fram að sumri og vonum við að sem fl estir sjái sér fært að mæta. Ásgeir „Slææ" Jónsson stillir upp sínum eigin lista fyrir komandi kosningar asgeir@mosfellingur.is Í þessum litla pistli höfum við ákveðið að segja ykkur frá því sem við teljum vera vaxandi vandamál hjá æsku bæjarins. Þannig standa mál með með vexti að við „eldra” fólkið í Gaggó Mos erum búin að glata allri virðingu nýliða skólans. Til þess að sýna ykkur stöðu okkar betur höfum við ákveðið að segja ykkur frá því hvernig þetta tíðkaðist hér áður fyrr. Þegar við vorum á okkar yngri árum og vorum úti að leika okkur og sáum hóp unglinga nálgast þá byrjaði maður strax að óttast um líf sitt, tók til fótanna og tók skyndibeygju til vinstri (better save then sorry) =). En ef við tökum stórt hopp til nútímans sjáum við nýja kynslóð af ungu fólki sem er gjörsamlega búið að missa allt niður um sig. Í stað þess að taka til fótanna og beygja til vinstri þegar þau sjá unglingahóp nálgast, þá byrja þau að kalla okkur öllum illum nöfnum sem við vissum ekki einu sinni að væru til í orðabók unga fólksins. Það er greinilegt að eitthvað hefur gleymst í uppeldinu. Svo við tökum nú annað dæmi þá lentum við í því á ósköp venju- legum þriðjudegi að ganga inn í skólann frekar djollí og ánægðar með lífi ð (loksins komnar á toppinn í 10. bekk) en það sem blasti hins vegar við okkur var hópur vafasamra 7. bekkinga sem sat efst í stiganum. Okkur brá nú heldur betur í brún en héldum þó ró okkar og röltum upp að þeim og báðum þau vinsamlegast um að yfi rgefa svæðið. Því eins og allir vita er stiginn eign 10. bekkinga og er hann fyrir okkur jafn heilagur og Hemmi Gunn. En viðbrögðin sem við fengum voru ekki eins og ætlast mætti til af þeim. Þau tóku upp orðabókina og gáfu okkur síðan puttann. Þá varð mælirinn fullur en þetta endaði síðan allt þannig að við stúlkurnar vöknuðum upp hjá Soff íu hjúkku báðar með sprungna vör og glóðarauga. Við höfðum tapað orrustu dagsins og nú getum við ekki lengur sofi ð um nætur af ótta við að fara í skólann og þurfa að feisa 7. bekk ingana, allt út af fi ghtinu fræga. Boðskapur pistilsins er því þessi: Lífi ð er ekki alltaf dans á rósum. Kærar kveðjur Elva og Þórdís Mosskeggur eins árs Félagsmistöðin Mosskeggur hefur verið vinsæl frá byrjun SÍMI 566 8555

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.