Mosfellingur - 17.03.2006, Blaðsíða 7

Mosfellingur - 17.03.2006, Blaðsíða 7
7Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar - Mosfellingur Þann 25. janúar birtist frétt á vef Mosfellsbæjar (www.mos.is) þar sem fram kom að Bæjarstjórn Mos- fellsbæjar hefði samþykkt breytingu fasteignagjalda fyrir árið 2006. Breytingin er á þann veg að fasteignaskatt- ur íbúðahúsnæðis lækkar úr 0,36% í 0,265%, vatns- skattur lækkar úr 0,15% í 0,12%. Holræsagjald verður óbreytt 0,15%, lóðarleiga óbreytt 0,4% og sorphirðugjald kr. 9.700. Til glöggvunar má setja þetta upp í eftirfarandi töflu: Í fljótu bragði mætti draga þá ályktun að ráðamenn séu með þessu móti að lækka þau gjöld sem lögð eru á húseigendur í Mosfellsbæ. Við nánari skoðun kemur því miður hið gagnstæða í ljós. Fasteignamat ríkisins (FMR) endur- metur allar fasteignir reglulega og fors- endur fasteignagjalda fyrir árið 2006 hafa breyst frá því fasteignagjöld voru lögð á vegna ársins 2005. Sem dæmi má nefna að fyrir eign sem metin var á kr. 14.171.000 á árinu 2005 þurfti að greiða kr. 107.487 í fasteignagjöld. Fyr- ir sömu eign á árinu 2006 er stuðst við nýtt mat FMR, kr. 18.270.000, og skal í ár greiða kr. 113.620 í fasteignagjöld af eigninni. Hækkunin milli ára er kr. 6.133 eða 5,7 %. Þegar fasteignagjöld í Mosfellsbæ og Reykjavík eru borin saman kemur í ljós að umrædd gjöld eru talsvert hærri í Mosfellsbæ. Ef sama eign er höfð til grundvallar álagningar fasteignagjalda árin 2005 og 2006 í Reykjavík annars vegar og Mosfellsbæ hins vegar kemur eftirfarandi í ljós: Eins og sjá má munar umtalsverðu á gjöldum til sveitarfélagsins vegna eignarinnar, eða um 23%, allt eftir því í hvoru sveit- arfélaginu hún er staðsett. Það er því ekki einungis dýrara að búa í Mos- fellsbæ í ár heldur en í fyrra heldur er líka dýrara að búa í Mosfellsbæ heldur en í Reykjavík. Að auki má nefna að í Reykjavík er boðið upp á svokallaðar grænar ruslatunnur sem tæmdar eru helmingi sjaldnar en þær svörtu og eru þar af leiðandi helmingi ódýrari í rekstri. Í Mosfellsbæ eru grænar tun- nur ekki á boðstólnum. Árið 2002 birti Pétur Guðmunds- son grein á vef Félags eldri borgara (www.feb.is) þar sem hann segir: „Á kosningaári til sveitarstjórna er rétt að benda á þá staðreynd, að það mikil- vægasta sem sveitarfélög geta gert til að hjálpa eldri borgurum til þess að búa áfram í eigin íbúð, er að lækka fasteignagjöld tekjulágra eldri borgara. … Sveitarfélög eiga að veita öldruðum afslátt af fasteignagjöldum, og hjálpa þeim þar með til að búa áfram í eig- in íbúð – það er þjóðhagslega hag- kvæmt“. Í ljósi þess að fasteignaverð og -gjöld á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað umtalsvert á síðustu árum er óhætt að fullyrða að þrátt fyrir að þessi orð hafi átt vel við þegar þau voru rituð eigi þau eins vel við í dag, ef ekki betur. Þegar borinn er saman sá afsláttur af fasteignagjöldum sem Mosfellsbær annars veg- ar og Reykjavík hins vegar veita tekjulitlum örorku- og ellilífeyrisþegum sem búa í eigin húsnæði skyggir af- tur á Mosfellinga í samanburðinum. Sem dæmi má nefna að einstakling- ur í áðurnefndum hópi sem býr í Reykjavík má hafa allt að kr. 160.000 hærri árstekjur heldur en sá sem býr í Mosfellsbæ áður en til skerðingar hins tekjutengda afslátts kemur. Líkt og fram hefur komið eru fasteignagjöld samsett úr nokkrum gjaldaliðum og vegur fasteignaskatt- urinn þar þyngst, er t.d. um 43% af heildarfasteignagjöldum íbúðarinnar sem fyrr í grein þessari var notuð sem dæmi. Á kosningaári er forvitnilegt að skoða hvernig bæjaryfirvöld hafa hagað þessum málum á því kjörtím- abili sem brátt tekur enda. Á eftir- farandi mynd má sjá samanburð á fasteignaskatti í Mosfellsbæ og Reykja- vík frá 2002 – 2006. Af þessari mynd af dæma mætti draga þá ályktun að eitt af fyrstu verkefnum þeirrar bæjarstjórnar sem komst til valda í Mosfellsbæ að vori árið 2002 (eftir að fasteignagjöld fyrir árið 2002 voru ákvörðuð af fyrri stjórn) hafi verið að hækka álögur á húseigendur. Þessi aukna byrði hefur svo haldist óbreytt þar til nú, aðeins fáum mánuðum áður en gengið skal til kosninga. Skyldi það vera tilviljun? Dýrt að búa í Mosfellsbæ H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Stundum virðist okkur velgengni byggjast á kraftaverki. Ótrúlegur árangur getur virkað óskiljanlegur, það er eins og eitthvað hafi orðið til úr engu. En þannig er þetta ekki. Varanleg velgengni á sér alltaf skýringar. Á sviði fjármála kallar velgengni á yfirsýn og þekkingu sem gerir skjótar – og réttar – ákvarðanir mögulegar. Samfelldur vöxtur byggir á röð af slíkum ákvörðunum. Útkoman getur verið kraftaverki líkust, en fyrir okkur er hún eðlilegasti hlutur í heimi. FORMÚLAN AÐ VELGENGNI: 1+1=3 FJÁRHAGSLEG VELGENGNI ÞÍN ER OKKAR VERKEFNI Íslandsbanki og 7 dótturfyrirtæki og starfsstöðvar heima og erlendis hafa sameinast undir einu nafni – Glitnir. Nýtt nafn og samræmd ásýnd mun auðvelda okkur að skapa fleiri tækifæri fyrir viðskiptavini okkar. - Höfundur greiðir fasteignagjöld í Mosfellsbæ Um þessar mundir eru stjórn- málafélög og framboðslistar um land allt að setja saman stefnuskrár sínar fyrir komandi kosningar og kjör- tímabil. En á meðan kjósendur bíða eftir nýjum stefnuskrám er upplagt að skoða þær gömlu og líta á loforð og efndir. Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar lýstu sjálfstæðismenn í Mos- fellsbæ því yfir að þeir hygðust setja á stofn sögusafn, kæmust þeir til valda. Í stefnuskrá þeirra segir: „Við ætlum að koma upp sögusafni og friða þær minjar er varða sögu og menningu bæjarins. Ullariðnaðinum, stríðsárun- um, ylræktinni og áhrifum þeirra á sögu Mosfellssveitar verða gerð sérstök skil.“ Margt mælir með slíku safni og þessi yfirlýsing átti vafalítið hljóm- grunn meðal kjósenda í Mosfellsbæ. En eitthvað hefur lítið orðið úr efn- dum á þessu kosningaloforði og nú, fjórum árum síðar, er spurt: Hvað varð um sögusafnið í Mosfellsbæ? Heyrir það sögunni til? Hvar er sögusafnið? Bjarki Bjarnason Rifjar upp gömul kosninga loforð. Litir: Grænn: pantone 356cvu Rau•ur: pantone 485cvu

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.