Mosfellingur - 17.03.2006, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 17.03.2006, Blaðsíða 12
Veistu svarið? Hvenær verða næstu bæjarstjórnarkosningarnar? Hver er bæjarlistamaður Mosfellsbæjar í ár? Hvað heitir leikritið sem leikfélag Mosfellssveitar sýnir um þessar mundir? Svör: 1. 27. maí 2006, 2. Símon H. Ívarsson, 3. Í beinni Friðrik G. Olgeirsson rifjar upp gamla tíma úr sveitinniSögukorniðHandverksfélagið á 5 ára afmæli Handverksfélag Mosfells bæj- ar er 5 ára um þessar mundir. Af því tilefni verður vinnuaðstaða félagsins að Háholti 25 til sýnis frá kl.12-19 sunnudaginn 19. mars. Handverks- konurnar hafa verið duglegar að koma saman síðustu árin og útbúa ýmsan varning. Ýmislegt ber á að líta í húsakynnum þeirra á þessum tímamótum. Allir eru velkomnir að kíkja við hjá þeim stöllum á laugardaginn og sjá handverk þeirra og þiggja kaffi sopa. Mosfellingur - Bæjarmál og aðsendar greinar12 Fax: 566-7241 namo@namo.is NAMO ehf. - Þverholti 2 - Kjarna S. 566-7310 og 896-0131 Afturelding leikur í íþróttafatnaði frá Jako Á þessum árstíma eru marg- ir farnir að láta sig dreyma um sumarfrí og ferðalög innanlands eða út fyrir landsteinana. Flestir eiga margra kosta völ og sumum reynist erfi tt að velja og hafna þegar auglýsingabæklingar eru skoðaðir. En skyldu margir leiða hugann að því hvað stutt er síðan alþýða manna átti þess kost að líta upp frá daglegu amstri og fara í sumarfrí? Á fyrri hluta aldarinnar sem leið áttu fæstar mæður þess kost að taka sér frí frá striti og barna- upp eldi. Í apríl 1928 var stofnað til félagsskapar sem kallaður var mæðrastyrksnefnd og nokkrum árum seinna var ákveðið að helga íslenskum mæðrum einn dag á ári og var til þess valinn fjórði sunnu- dagur í maí. Var með ýmsum hætti reynt að gera daginn hátíðleg an og fl jótlega var byrjað að selja mæðrablómið í fjáröfl unarskyni fyrir nefnd ina sem m.a. notaði hagnaðinn til þess að bjóða þreytt- um mæðrum til dvalar í eina viku á Laugarvatni þeim að kostnaðar- lausu. Var það gert í fyrsta sinn árið 1934. Upp frá því fór þessi hvíldar- og hressingarstarfsemi mæðra- styrksnefndar fram á ýms um stöð- um en árið 1953 keypti nefnd in land undir hús í landi Reykjahlíðar í Mosfellssveit og hóf að reisa þar 400 fermetra sumardvalarheimili fyrir mæður og börn þeirra. Bygg- ingin var formlega tekin í notkun sumarið 1956 og hlaut þá nafnið Hlaðgerðarkot eftir býlinu sem þar var. Forstöðukona var Jónína Guð- mundsdóttir og með henni störf- uðu matráðskona, aðstoðarstúlka, barnfóstra og ræstingarstúlka. Var hvíldarheimilið starfrækt yfi r sumarmánuðina en á vetrum var húsið leigt Reykjavíkurborg til skólahalds. Frá sumrinu 1956 dvöldust mæður með börn sín í um 15 daga í Hlaðgerðarkoti og auk þess var svokölluð sæluvika á hverju sumri fyrir rosknar konur sem fl estar voru einstæðingar. Sem dæmi má taka sumarið 1967. Þá dvöldust á staðnum yfi r sumarmánuðina 53 konur með 136 börn og 24 konur á sæluvikunni. Höfðu þá frá upphafi 1700 mæður dvalist þar og yfi r 6 þúsund börn. Árið 1963 lýsti kona nokkur dvöl sinni í Hlaðgerðarkoti í viðtali við Morgunblaðið á eftirfarandi hátt: „Við gættum barnanna á daginn og fórum með þau út. Svo sett umst við að matarborðinu og er það mikil tilbreyting, eftir að hafa staðið í matseld á hverjum degi í fjöldamörg ár. Við gáfum börn unum fyrst að borða, síðan send um við þau út og snæddum í ró og næði og drukkum kaffi sopa á eftir. Á kvöldin voru kvöldvökur, frú Jónína las upp fyrir okkur og við tókum fram handavinnuna. Einnig er smábókasafn í húsinu og gátum við gripið í bók ef okkur langaði til. Og svo er umræðuefnið óþrjótandi í svona stórum kvenna- hóp. Þetta var sem sagt dásamleg- ur tími, engar áhyggjur, ekkert uppvask, matseld, hreingerningar eða önnur hversdagsleg störf. Ég hef búið að þessum hvíldartíma í allan vetur.” Á áttunda áratugnum var margt orðið breytt og fólk átti mun auðveldara með að kom- ast í sumarfrí en áður. Þá seldi mæðrastyrksnefnd Hlaðgerðarkot. Kaupandi var Samhjálp, deild inn an Hvítasunnusafnaðarins, og var húsinu þá breytt í heimili fyrir áfengissjúklinga sem vildu hefja nýtt líf eftir að hafa villst af leið dyggðar og góðs lífs. Var hið nýja heimili vígt með viðhöfn árið 1974. Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur Hvíldartími þreyttra mæðra í Hlaðgerðarkoti Fimleikadeild Aftureldingar tók heim 17 verðlaunapeninga af Ís- landsmóti í 2.-6. þrepi stúlkna og 1.-3. þrepi drengja sem haldið var í Garða- bæ á dögunum. Sjö keppendur frá Aft- ureldingu kepptu á mótinu og komu þau hlaðin gulli, silfri og bronsi. Þeir sem unnu til verðlauna á Íslandsmóti áskildu sér rétt til þess að keppa á meistaramóti í fi mleikum sem haldið var sömu helgi. Þetta er í fyrsta sinn sem Afturelding á keppnislið á meist- aramóti í fi mleikum. Arnar Logi Lútersson og Kjartan Elvar Baldvinsson eru fyrstu dreng- irnir sem keppa fyrir hönd Aftureld- ingar en þeir unnu báðir til verðlauna á Íslandsmótinu og náðu einnig báðir inn á meistaramótið. Arnar Logi var með hæstu einkunn á meistaramóti í almennum fi mleikum 2006 og er því Íslandsmeistari í 1. þrepi drengja, Afturelding keppti í fjórum þrep- um í ár og náði inn á meistaramót í öllum þrepun- um og er það frábær árang- ur þar sem aðeins 10 k e p p e n d u r komast inn í hverju þrepi. Þess má geta að samkeppnin er hörð og fjöldi keppenda keppa í hverju þrepi. Telma Þrastar- dóttir var með aðra hæstu einkunn á mótinu. Einnig keppti Lára Kristín Pedersen í 3. þrepi en hún varð Íslandsmeistari á meistaramóti í fyrra í 1. þrepi stúlkna. Lára ákvað að hoppa yfi r eitt þrep og var hún því með yngstu keppendum í 3. þrepi en hafnaði með glæsibrag í 4. sæti og var önnur inn á meistaramótið. Brynja Ragn arsdóttir náði einnig inn á meist- aramótið í 2. þrepi, var sú fi mmta inn af 10 keppendum og stóð sig með prýði. Ég starfa fyrir Aftureldingu. Af hverju? Jú – félag sem þetta byggir á sjálfboðaliðum. Ef ekki eru sjálf- boðaliðar – er ekkert félag! Þar að auki fi nnst mér að mér beri skylda til að „leggja mitt af mörk- um” og aðstoða við það góða forvarnarstarf sem þarna á sér stað. Það skiptir í raun ekki máli hvaða íþróttagrein talað er um – allar hafa þær sitt gildi bæði varð andi líkamlegt atgerfi , þroska og síðast en ekki síst það um- hverfi sem við viljum búa við. Allar rannsóknir benda í sömu átt varð- andi íþróttir sem forvarnir. Einnig kemur fram að stuðningur foreldra skiptir mjög miklu máli. Það að for- eldrar veiti stuðning, þekki foreldra vinanna og séu sýnilegir auka líkur á að krakkarnir haldi áfram í íþróttum. Það minnkar líkur á notkun vímu- efna o.s.frv. Sumir eru til að verða afreksmenn, aðrir til að vera með. Ég trúi að þetta sé góð leið til að skila góðum einstaklinum út í þjóðfélagið. Þess vegna skil ég ekki – af hverju for - eldrar eru svona tregir að taka þátt í þessu starfi . Þeir nenna varla að fylgja krökkunum á leiki til að hvetja þá og sýna stuðning í verki. Hvað þá að taka þátt í sjálfboðastarfi nu – nema hugsanlega ef þeir fá greitt fyrir það. Hvað er í gangi? Ég starfa í Knattspyrnudeild kvenna – og þar sýnist mér að þegar í Gaggó er komið – þá eru ekki nema um 20% foreldra sem sýna áhuga á starfi barnanna. Og – þegar komið er í 3ja fl okk sjást varla foreldrar á leikjum. Og – vitið þið hvað? Þetta er akkúrat viðkvæmasti aldurinn. Þarna þarf stuðninginn! Svo þetta með þessar eyrnamerk- ingar – enginn vill orðið lyfta litla fi ngri nema fá eitthvað fyrir sinn snúð. Í mesta lagi að vinna fyrir sinn fl okk. Ég vil benda á að ef það er ekkert LIÐ – þá þarf ekkert að safna neitt. Liðið fyrst – svo þú. Stjórnir deilda reyna að hafa góða þjálfara, sem þurfa sín laun. Æfi ngagjöld eru ákveðin það hófl ega að hægt sé að stoppa í gatið og fjármagna mismun- inn með ýms um fjáröfl unum. Það reynist þó oft erfi tt þar sem greiða þarf iðkendum (eyrnamerkingar) fyrir að vinna fyrir félagið (ekki fá stjórnar- menn greitt). Síðan gengur oft mjög erfi ðlega að innheimta æfi ngagjöld- in og sumir foreldrar ætlast til þess að fá allt fyrir ekkert. Fría barnapöss- un, leggja ekkert af mörkum, kvarta undan æfi ngagjöldum og greiða þau seint og aðstoða ekkert við hin ýmsu verkefni. Þetta eru hörð orð – og þeir sem kalla þetta ýkjur taka þetta líklega til sín. Betur má ef duga skal! Við verðum að sýna samstöðu og búa til ALVÖRU LIÐ í Aftureldingu. Það gerum við með því að taka þátt. Vera með – en ekki á móti. Ef þú vilt hafa áhrif skaltu mæta á aðalfund deildarinnar og bjóða þig fram þar. Ef þú vilt taka að þér einstaka verkefni skaltu gefa þig fram við stjórnir deilda. Félagið bygg- ir á grasrótinni. Það er þörf fyrir þig! Tryggvi Þorsteinsson Ég er Afturelding! Hlaðin verðlaunum Málverk af séra Bjarna Síðastliðinn miðvikudag fór fram aðalsafnaðarfundur Lágafellssóknar hér í bænum. Í upphafi fundar kvaddi Bjarki Bjarnason sér hljóðs og afhenti söfnuðinum málverk af föður sínum, séra Bjarna Sigurðssyni. Listaverkið er gefi ð af aðstandendum séra Bjarna og Aðalbjargar Guðmundsdóttur til minn ingar um þau. Bjarni lést árið 1991 en Aðalbjörg um síðustu áramót. Séra Bjarni var sóknarprestur Mosfellinga 1954-1976 en sneri þá til kennslustarfa við guðfræðideild Háskóla Íslands. Hann fékk málverkið að gjöf frá sveitungum á fi mmtugs- afmæli sínu árið 1970. Halldór Pétursson málaði verkið en því verður nú fundinn staður í Safnaðarheimili Lágafellssóknar. Aðstandendur séra Bjarna og Aðalbjargar með séra Jóni Þor- steinssyni í safnaðarheimilinu. Botnlaust fj ör hjá Lúðrasveitinni Árlegir tónleikar Skólahljóm- sveitar Mosfellsbæjar voru haldnir í Íþróttamiðstöðinni að Varmá á sunnudaginn var. Að vanda var fjölmennt og tón- leikarnir hin besta skemmt un. Það voru þrjár sveitir hljómsveit- arinnar skipaðar yngri og eldri nemendum sem léku af stakri prýði undir stjórn Birgis D. Sveinssonar, Daða Þórs Einars- sonar sem einnig var kynnir á tónleikunum, Daníels Friðjóns- sonar, Jóns Guðmundssonar, Sveins Birgissonar og Þorkels Jóelssonar. Óhætt er að segja að enginn ljóður hafi verið á tónleikunum.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.