Fréttablaðið - 28.02.2019, Side 2
Veður
Suðaustan 8-15 sunnan og vestan
til en mun hægari vindur norðan og
austan til. Víða rigning um landið
sunnan- og suðaustanvert, en ann-
ars skýjað með köflum. Hiti 0 til 8
stig, mildast syðst og næturfrost í
öllum landshlutum. SJÁ SÍÐU 38
Ég mun beita mér
fyrir því á næstu
vikum og mánuðum að það
verði gert og að við leitum
leiða til að koma betur til
móts við þau börn sem
þarna um ræðir
Ásmundur Einar
Daðason, félags-
og barnamála-
ráðherra
100
þúsund krónur kosta gler-
augu sem Úlfur gengur með.
19 klukkustunda umræðum lauk í gærkvöldi
Þreytu var farið að gæta meðal þingmanna eftir maraþonumræðu í þinginu um frumvarp um af landskrónulosun. Umræður hófust í fyrradag og
tóku yfir 19 klukkustundir. Mið f lokks menn segja að eftir gjöf með sam þykkt frum varpsins gæti hlaupið á tugum milljarða. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
ALVÖRU MATUR
Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM
EFTIRLIT Vinnueftirlitið stöðvaði
framkvæmdir í Urriðaholti eftir að
í ljós kom að starfsmaður á krana
var ekki með réttindi, þar að auki
var aðbúnaður og öryggi starfs-
manna ekki í samræmi við lög og
reglur. Um er að ræða þriggja hæða
raðhús á Hraungötu sem er á vegum
U2-bygg ehf.
Fram kemur í skoðunarskýrslu
Vinnueftirlitsins frá því í síðustu
viku að fallvörnum á verkpöllum sé
ábótavant og óvarin bendiljárn fyrir
neðan. Byggingarframkvæmdin var
ekki tilkynnt og starfsmenn ekki
með fullnægjandi salernisaðstöðu.
Öll vinna er bönnuð á verkstað
þangað til búið er að bæta úr. – ab
Stöðvuðu
framkvæmdir í
Urriðaholti
SKIPULAGSMÁL Íslandshótel hafa
fengið heimild borgaryfirvalda til
að auglýsa deiliskipulagsbreytingu
um hækkun á Vonarstræti 4 og sex
nýja kvisti á þakhæðinni.
Vonarstræti 4, sem byggt var á
1925 og 1926 eftir teikningu Guð-
jóns Samúelssonar á að tengjast
nýrri byggingu Íslandshótela í
Lækjargötu 12. Í umsögn Minja-
stofnunar segir að vel komi til
greina að hækka mænishæðina
enda sé húsið lágreist í samanburði
við önnur verk Guðjóns.
„Stærð og útfærsla kvistanna
virðist sannfærandi á teikningu.
Þeir draga úr sýnileika þakhækk-
unar án þess þó að bera húsið
ofurliði,“ segir Minjastofnun. Með
breytingunni bætast við fjögur
hótelherbergi. Frestur til að gera
athugasemdir er til 9. apríl. – gar
Hækka hús á Vonarstræti SAMFÉLAG Foreldrar barna sem
þurfa sterk gleraugu til að lifa eðli-
legu lífi þurfa oft á tíðum að greiða
hátt verð fyrir hjálpartæki fyrir
börn sín og fá afar litla aðstoð frá
hinu opinbera.
Lára Kristín Jónsdóttir, móðir
Úlfars Hólmgeirssonar, segir það
skjóta skökku við að greiða háar
upphæðir fyrir gleraugu á meðan
til dæmis heyrnartæki fyrir börn
eru greidd að fullu úr ríkissjóði.
Hún segir málið snúast um mann-
réttindi.
„Úlfar þarf á gleraugum að halda
til þess að geta tekið þátt í daglegu
lífi. Það eru mannréttindi að börn
geti fengið að lifa eðlilegu lífi og
fjárhagsleg staða foreldra á ekki að
skipta máli þegar kemur að því,“
segir Lára Kristín og heldur áfram.
„Sonur minn er með það slæma
sjón að hann getur lítið sem ekkert
gert án gleraugna.“
Úlfar stundar sund og eftir að
hafa fengið sundgleraugu við hæfi
getur hann stundað íþrótt sína af
kappi. „En það þýðir líka að við
erum að eyða rúmlega eitt hundrað
þúsund krónum í gleraugu. Heim-
ilisbókhaldið okkar ræður við
þetta,“ segir Lára Kristín, „en efna-
minni foreldrar gætu átt í miklum
erfiðleikum með að greiða þetta.“
Samkvæmt reglugerð frá árinu
2005 eiga öll börn rétt á gleraugna-
endurgreiðslum að átján ára aldri.
Í reglugerðinni voru upphæðir
ákveðnar og hafa þær ekki tekið
breytingum síðan. Á tæpum 15
árum hefur mikið vatn runnið til
sjávar og gleraugu hækkað í verði
líkt og allt annað hér á landi.
Til stendur innan félagsmála-
ráðuney tisins að laga þett a.
Ekki sé komið til móts
við þarfir allra barna
Endurgreiðslur vegna gleraugna barna hafa ekki breyst í hálfan annan áratug.
Á sama tíma hefur kostnaður við gleraugnakaup hækkað gríðarlega. Félags-
málaráðherra vinnur að breytingum í málefninu og endurskoðun upphæðar.
Lára Kristín Jónsdóttir og sonur hennar Úlfar Hólmgeirsson sem þarf á
sterkum gleraugum að halda til að lifa eðlilegu lífi. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Ásmundur Einar Daðason, félags-
og barnamálaráðherra, segir vinnu
í gangi í ráðuneytinu. „Ég held að
ástæða sé til að að flýta þeirri vinnu
eins og kostur er. Ég mun beita mér
fyrir því á næstu vikum og mán-
uðum að það verði gert og að við
leitum leiða til að koma betur til
móts við þau börn sem þarna um
ræðir,“ segir ráðherrann.
sveinn@frettabladid.is
Vonarstræti 4 stendur gegnt Iðnó. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
2 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
8
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
7
3
-9
4
9
8
2
2
7
3
-9
3
5
C
2
2
7
3
-9
2
2
0
2
2
7
3
-9
0
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
2
7
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K