Fréttablaðið - 28.02.2019, Side 12

Fréttablaðið - 28.02.2019, Side 12
Ef sveitarfélögin taka ekki þátt í þessari vinnu er auðséð að Barnasáttmálinn verður aldrei innleidd- ur hér á landi. Hjördís Eva ÞórðardóttirSú skylda hvílir á öllum aðildar r ík ju m Bar na-sáttmálans að innleiða hann og er sú krafa meðal annars lögð á aðildar-ríkin í Barnasáttmálan- um sjálfum. Ríki sem hafa fullgilt sáttmálann eiga að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að gera for- sendur sáttmálans að veruleika. Til að fylgja þessu eftir ber öllum aðildarríkjum sáttmálans skylda til að senda Barnaréttarnefnd Sam- einuðu þjóðanna skýrslu um stöðu innleiðingar sáttmálans á fimm ára fresti. Í kjölfarið fara stjórnvöld við- komandi ríkja í úttekt hjá nefndinni sem gefur í framhaldinu út skýrslu um stöðu innleiðingar Barnasátt- málans. „Íslensk stjórnvöld sendu skýrslu til nefndarinnar bara í þarsíðustu viku,“ segir Hjördís Eva Þórðar- dóttir, teymisstjóri innanlands- verkefna UNICEF á Íslandi. „Íslensk stjórnvöld standa vissulega framar- lega þegar kemur að velferð barna, þrátt fyrir það hefur nefndin gert athugasemdir við innleiðingu Barnasáttmálans hér á landi. Ein sú alvarlegasta er án alls vafa að hér á landi er ekki til staðar nein heild- stæð stefnumótun um hvernig eigi að innleiða sáttmálann og ríkið hefur ekki átt í neinu samtali við sveitarfélögin um það hvernig þau geti tekið þátt í innleiðingarvinn- unni. Ef sveitarfélögin taka ekki þátt í þessari vinnu er auðséð að Barnasáttmálinn verður aldrei innleiddur hér á landi, þar sem þau stýra stærstum hluta af öllu starfi sem hefur áhrif á daglegt líf barna.“ Til að hægt sé að innleiða Barna- sáttmálann þarf að fylgja þeim viðmiðum sem Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur sett fyrir innleiðingu hans. Þau viðmið eru skýr og kalla meðal annars á heildstæða stefnumótun um mál- efni barna þar sem sérstaklega er horft til viðkvæmustu hópa barna. Hjördís Eva segir að íslensk stjórn- völd þurfi að setja sér skilvirkari markmið um innleiðingu Barna- sáttmálans og sú stefna þurfi að innihalda áætlun um það hvernig sveitarfélögin koma inn í þá vinnu. „Við hjá UNICEF höfum hannað innleiðingarlíkan fyrir sveitar- félög sem heitir Barnvæn sveitar- félög, barnvaensveitarfelog.is, sem aðstoðar sveitarfélög við að inn- leiða Barnasáttmálann. Þar er búið að skipta innleiðingarferlinu upp í skref sem sveitarfélög geta stigið Stjórnvöld þurfi heildstæðari stefnu í málefnum barna Sex ár eru liðin síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi en enn hefur sáttmálinn ekki verið innleiddur. Ísland hefur fengið athugasemd frá Sameinuðu þjóðunum um að hafa enga heild- stæða stefnumótun. Þörf er á samtali milli ríkis og sveitarfélaga til að framkvæma innleiðingu ella verði samningurinn aldrei innleiddur. markvisst til að innleiða Barna- sáttmálann með mark vissum hætti. Við hófum vinnu við þetta líkan með Akureyrarbæ sem hefur nú samþykkt aðgerðaáætlun fyrir innleiðingu Barnasáttmálans. Sú áætlun er mjög metnaðarfull og umfangsmikil og mun ná til næstu tveggja ára,“ segir Hjördís Eva. „Þegar Akureyri hefur uppfyllt þessa aðgerðaáætlun munu þau fara í úttektarferli hjá UNICEF sem mun leiða til þess að þau geti öðlast viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi sem Barnvænt sveitar- félag, ef þau uppfylla forsendur úttektarinnar. Við erum einnig í samstarfi við Kópavog sem vinnur hörðum höndum að þessu verk- efni, en þau eru núna í þeim fasa að kortleggja Barnasáttmálann í Kópa- vogi og munu í kjölfarið búa til sína aðgerðaáætlun fyrir innleiðingu Barnasáttmálans. Það er mikil ánægja sem fylgir því að vinna með þessum tveimur sveitarfélögum sem hafa svo mikinn eldmóð fyrir því að innleiða Barnasáttmálann í allt stjórnkerfi sitt. Vinna þeirra er að ryðja brautina fyrir f leiri sveitarfélög en við hjá UNICEF erum komin með langan biðlista af sveitarfélögum sem vilja vinna að innleiðingu Barnasáttmálans með okkur. Markmiðið er að í gegnum þetta verkefni verði öll sveitarfélög á Íslandi barnvæn sveitarfélög.“ Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, vinnur nú að því að endurskoða þjónustu fyrir börn á Íslandi í samstarfi við fleiri ráðuneyti. Ráðherrann hefur lýst yfir miklum vilja til að vinna samhliða þeirri vinnu að innleið- ingu Barnasáttmálans. „Við höfum mikla trú á að sú vinna muni stuðla að markvissari vinnu við að inn- leiða sáttmálann og að félags- og barnamálaráðherra muni skipta sköpum fyrir innleiðingu Barna- sáttmálans,“ segir Hjördís Eva. Hvaða þýðingu hefur það fyrir börn á Íslandi að sáttmálinn verði innleiddur? „Það hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir öll börn á Íslandi að unnið sé með markvissum hætti að innleiðingu Barnasáttmálans. Það er aldrei hægt að segja að mannréttindasáttmáli hafi verið að fullu innleiddur, samfélagið okkar er alltaf að breytast og nýjar áskoranir að koma upp. Hins vegar á Barnasáttmálinn að vera eins og vitinn sem við stefnum að, þangað eigum við að vera markvisst að vinna að því að komast. Markviss inn­ leiðing Barnasáttmálans tryggir að viðkvæmustu hópar barna í samfélaginu okkar séu sýnilegir, að stefnumótun stjórnvalda byggi á því að bæta aðstæður þeirra með markvissum hætti, tryggir að Barnasáttmálinn sé nýttur sem gæðastjórnunartæki við allar ákvarðanir og stefnu­ mótun sem stjórnvöld fara í, að börn fái tækifæri til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu sem við búum í og að við séum mark­ visst að rýna í samfélagið okkar út frá grundvallarforsendum barnasáttmálans, jafnræðisfor­ sendunni, hvað barninu sé fyrir bestu, rétti barnsins til lífs og þroska og rétti barnsins til að taka þátt í samfélaginu og hafa áhrif.“ Hvers vegna hefur Barnasátt- málinn ekki verið innleiddur enn? „Það er mjög góð spurning, sem ég vildi að ég vissi svarið við. Kannski erum við værukær vegna þess að í alþjóðlegum samanburði komum við á Íslandi mjög vel út. Flest börn hér á landi hafa það gott, það þýðir hins vegar ekki að við megum sofa á verðinum. Hér á landi er fjöldi barna sem eru í viðkvæmri stöðu, til dæmis verða þúsundir barna á Íslandi fyrir kynferðis­ legu eða líkamlegu ofbeldi, það mætti gera margt til að bæta stöðu barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi og geðheilbrigði og líðan ungl­ inganna okkar fer versnandi. Það er því virkilega þörf fyrir að við horfum okkur nær. Aðstæður barna á Íslandi eru að flestu leyti mjög góðar, Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur því gefið íslensk­ um stjórnvöldum nokkuð góða einkunn í fyrirtökum sínum hjá nefndinni. En við síðustu fyrir­ tökur benti nefndin íslenskum stjórnvöldum á að það væri mikil þörf fyrir að þau færu að sinna vinnunni við innleiðingu Barna­ sáttmálans með markvissari hætti. Aðrar þjóðir líta til landa eins og Íslands þegar kemur að innleiðingu Barnasáttmálans og við þurfum því að taka það hlut­ verk mjög alvarlega. Við erum eitt af þeim löndum sem eiga að draga lestina þegar kemur að mannréttindum barna. Til þess þurfum við að nálgast þá vinnu með mun markvissari hætti en við höfum gert og standa okkur mun betur við að lyfta stöðu viðkvæmustu barnanna í íslensku samfélagi fram og nýta tölfræðigögn og upplifun og reynslu barnanna til þess að vinna með markvissum hætti að því að bæta stöðu þessara barna.“ Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@frettabladid.is Lítur mjög til sáttmálans í sínum störfum Barnasáttmálinn er lifandi skjal og því verður aldrei hægt að segja að innleiðingu hans sé lokið að fullu. Barnaverndar­ stofa lítur mjög til sáttmálans í sínum störfum, bæði þegar teknar eru ákvarðanir í ein­ staka málum og eins við þróun þjónustu og mótun stefnu í málefnum barna. Barnasáttmálinn er gríðar­ lega mikilvægur í öllum störfum sem varða börn, ekki síst í viðkvæmum málaflokki eins og barnavernd. Mikilvægt er að það sem barni er fyrir bestu sé ávallt í forgrunni alls barnaverndarstarfs, bæði í málum tiltekinna barna og þeg­ ar teknar eru stefnumótandi ákvarðanir. Sama gildir um að fá fram sjónarmið barns og að börn fái að taka þátt í málum sem þau varða og við að móta þjónustu og taka stefnumót­ andi ákvarðanir í málaflokkum sem varða þau. Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu TILVERAN 2 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 3 -B 7 2 8 2 2 7 3 -B 5 E C 2 2 7 3 -B 4 B 0 2 2 7 3 -B 3 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.