Fréttablaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 30
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Útfararþjónustan var stofnuð árið 2002 af hjónunum Hálfdáni Hálfdánarsyni og Ólöfu Helgadóttur. Árið 2015 bætt- ist Frímann Andrésson í hópinn en hann hefur starfað við útfarir í 24 ár. Í fyrstu hét fyrirtækið Útfarar- þjónusta Hafnarfjarðar en því var breytt í Frímann og Hálfdán – útfararþjónusta enda þjónusta þeir allt höfuðborgarsvæðið og nærliggjandi sveitarfélög. „Fyrirtækið byrjaði sem lík- kistuvinnustofa. Við bæði fram- leiðum og flytjum inn vandaðar líkkistur sem við seljum um allt land. Hálfdán er menntaður smið- ur og sér um vinnustofuna, Ólöf er með bókhald og saumastofu. Við sérsaumum sængur og kodda ásamt fóðri í kisturnar. Sjálfur tek ég á móti fólki og aðstoða við allt er viðkemur útförinni og saman sinnum við svo athöfnunum,“ útskýrir Frímann. „Sérstaða fyrir- tækisins er sú að við bjóðum allt á einum stað og leggjum okkur fram um að öll umgjörð sé í lagi, jafnt viðmót sem öryggi, fagmennska og snyrtimennska. Þá erum við alltaf með nýja og fallega bíla í okkar þjónustu,“ segir Frímann og bendir á að nýr Cadillac líkbíll hafi verið keyptur fyrir rúmu ári og í byrjun mánaðarins hafi verið skipt út Ford líkflutningabifreið til að sjá um flutning af dánar- stað. Hann segir að sjálfar athafn- irnar séu yfirleitt svipaðar í uppsetningu. „Annaðhvort er kista jarðsett í kirkjugarði eða það er bálför en þær hafa aukist mjög mikið á undan- förnum árum. Bálfarir eru núna um helmingur útfara. Mér sýnist að fólk á öllum aldri sé farið að huga frekar að bálför þegar tíminn kemur. Þá eru margir sem óska þess að duft- ker verði jarðsett í leiði nákomins ættingja. Það hefur t.d. færst í vöxt að duftker séu grafin í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu og í Fossvogskirkjugarði,“ upplýsir Frí- mann og bætir við að allt að átta duftker komist fyrir í kistuleiði þannig að úr verði fjölskyldugraf- reitur. Svo eru auðvitað duftreitir í f lestum kirkjugörðum sem eru eingöngu fyrir duftker. Veita fyrstu aðstoð Útfararþjónustan er staðsett í Stapahrauni 5 í Hafnarfirði. Þar er góð aðstaða til að taka á móti aðstandendum hins látna. Frímann segir að hann fari líka heim til fólks sé þess óskað. Oft þarf að sinna mörgum aðkallandi málum en Frímann er vanur því að umgangast fólk á sorgarstundum. Hann segir að starfið geti oft verið erfitt, sérstaklega þegar fólk fellur frá í blóma lífsins. „Fólk getur alltaf hringt til okkar og fengið upplýsingar,“ segir Frímann og bætir við að þeir komi á dánarstað og veiti fyrstu aðstoð. Stundum þurfi að flytja hinn látna í heimabyggð hafi hann látist fjarri henni. Líkkistur og duftker Frímann segir að það geti verið mikill munur á kistum eftir útfararþjónustum. „Við erum með töluvert úrval og góðar upplýs- ingar á heimasíðunni okkar uth.is. Fólk gerir sér auðvitað ekki grein fyrir gæðamuni á líkkistum en það er gott að kynna sér málin. Við leggjum mikla áherslu á að vera með vandaða vöru,“ segir hann. „Fyrir nokkrum árum var reglum breytt þannig að nú má bara hafa lítið magn málms í kistunum, hvort heldur valin er bálfarar- leiðin eða jarðsetning kistu. Við aðstoðum fólk við valið og veitum persónulega þjónustu. Auk þess erum við með fjölbreytt úrval duftkera. Algengust eru vist- væn duftker sem eyðast í jarðveg- inum á nokkrum árum. Hugsunin er sú að askan og kerið samlagist moldinni á umhverfisvænan hátt.“ Öll þjónusta á einum stað Frímann segir að útfararþjónustan annist allt fyrir aðstandendur hins látna, allt frá andláti þar til viðkomandi hefur verið jarð- settur. „Við vinnum alltaf í nánu samstarfi við aðstandendur. Þetta eru mörg handtök sem þarf að sinna og við spörum fólki þau spor. Oftast hefur fólk ákveðnar skoðanir á presti og tónlist en við getum leiðbeint með þá hluti líka. Auk þess látum við prenta fallega sálmaskrá og pöntum blóm,“ segir Frímann sem hefur starfað við útfararþjónustu frá því hann var 23 ára og hefur því víðtæka reynslu og þekkingu. „Við leggjum okkur fram um að veita persónulega þjónustu og ég fylgi fólki í gegnum allt ferlið sem hefur reynst aðstandendum best.“ Þegar Frímann er spurður hvort breyting hafi orðið á erfidrykkjum svarar hann því neitandi. „Í rauninni ekki. Það hefur aðeins aukist að fólk velji að hafa jarðar- för í kyrrþey. Sömuleiðis hefur aðeins aukist að erfidrykkur séu minni um sig, þá er boðið upp á konfekt og kleinur í stað hnallþóra og heitra rétta,“ segir hann. Nánar er hægt að skoða þjón- ustuna sem Frímann og Hálfdán – útfararþjónusta veitir á heima- síðunni uth.is eða koma við í Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565-9775. Skrifstofan er opin frá 8-17 virka daga, en þjónusta er allan sólarhringinn og um helgar. Netfang: uth@uth.is Frímann, Ólöf og Hálfdán hafa langa reynslu af útfararþjónustu. Þau veita alla aðstoð frá upphafi til enda er varðar útför. Þau leggja áherslu á fagmennsku, þekkingu og reynslu. MYND/STEFÁN Nýjasti bíllinn hjá Frímanni og Hálfdáni – útfararþjónustu er glæsilegur. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RÚTFARIR 2 8 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 3 -A D 4 8 2 2 7 3 -A C 0 C 2 2 7 3 -A A D 0 2 2 7 3 -A 9 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.