Fréttablaðið - 28.02.2019, Side 36

Fréttablaðið - 28.02.2019, Side 36
Þegar andlát ber óvænt að garði riðlast eðlilega líf aðstandenda mikið og matarvenjur fara gjarnan úr skorðum. Vinir og ættingjar gætu þá komið til hjálpar, meðal annars með því að færa þeim góðan og einfaldan mat sem gott er að grípa í við tækifæri. Hér er uppskrift að einföldum og góðum pott- rétti sem auðvelt er að hita upp í smærri skömmtum. Pottréttur Fyrir 8 4 sneiðar beikon, skornar í litla munnbita 900 g beinlaust gott lambakjöt, skorið í hæfilega munnbita ½ msk. salt fyrir kjötið og 1 tsk. fyrir pottréttinn 1 tsk. svartur pipar fyrir kjötið og ½ tsk. fyrir pottréttinn ¼ bolli hveiti 1 stór laukur, skorinn í þunnar sneiðar 4 hvítlauksgeirar, kramdir 1½ bolli rauðvín 450 g sveppir, skornir í litla munnbita 4 bollar kjötsoð (eða vatn og teningur) 1 msk. tómatkraftur 2 lárviðarlauf ½ tsk. timían 700 g kartöflur, skornar í hæfi- lega munnbita 4 gulrætur, skornar í bita ¼ bolli steinselja, smátt skorin Hitið ofn í 170 gráður. Steikið beikonið á stórri pönnu, þerrið og setjið á disk. Geymið feitina á pönnunni. Kryddið kjötið með salti og pipar. Stráið hveitinu yfir og hrærið saman. Brúnið kjötið úr beikonfeitinni í 2-3 skömmtum. Færið jafnóðum á diskinn með beikoninu. Bætið lauknum á pönnuna, steikið í 2 mín. og bætið hvítlauknum út í. Hrærið á meðan. Bætið víninu út í og skafið af botninum meðan hrært er. Næst fara sveppir út í. Sjóðið í 10 mín. Færið kjöt og beikon á pönn- una, bætið kjötsoðinu við, tómat- kraftinum, salti og pipar, timíani og lárviðarlaufum. Hrærið saman og hellið í eldfast mót. Kartöf lur og gulrætur fara næst út í. Hyljið fatið með álpappír og steikið í ofni í 1 klst. og 45 mín. Stráið stein- seljunni yfir. Góðmeti í ísskápnum Útför er kveðjuathöfn sam-félagsins. Við útfarir sýnir fólk hinum látna þakklæti sitt og virðingu og aðstandendum samúð. Útför getur verið tvenns konar: Greftrun/jarðarför, en þá er kistan borin til grafar að lokinni útfararathöfn og jarðsett í kirkju- garði eða óvígðum reit. Bálför. Að lokinni útfararathöfn er kistan brennd og aska hins látna sett í duftker sem ýmist er jarðsett í duftreit, ofan í leiði eða öskunni dreift. Útför getur ekki farið fram nema staðfesting sýslumanns á viðtöku dánarvottorðs liggi fyrir. Þegar útför fer fram í kyrrþey eru aðeins nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir. Þá er ekki til- kynnt um andlát fyrr en að lokinni útför. Útfarir á vegum þjóðkirkjunnar fara fram í samræmi við helgi- siðabók og handbók íslensku kirkjunnar. Útfarir í þéttbýli og strjálbýli eru í grundvallaratriðum með svipuðu sniði, í samræmi við hefðir. Þakklæti, virðing og samúð Í lokaverkefni Önnu Bjargeyjar Gunnarsdóttur við Félags- og mannvísindadeild Félags- vísindasviðs Háskóla Íslands um fataval við kistulagningu á Íslandi í nútímanum frá 2016 kemur fram að fatnaður látinnar manneskju er oft látinn spegla hana eins og hún var í lifanda lífi. Hvít línklæði og náttföt eru ekki notuð í eins ríkum mæli og áður. Hefðir virðast ekki ráða för í vali á fatnaði þeirra látnu, heldur ræður persónuleiki þeirra og hvernig þau klæddu sig í lifanda lífi för. Var klæðnaður fjölbreyttur, sumir kveðja í jogginggalla, legg- ings, bol, vinnuskyrtu, skáta- búningi, leðurvesti og sumir í náttfötum. Klæðnaður var oftast valinn af eftirlifendum en aðeins 12 prósent höfðu valið fötin sín sjálf. Fjögur prósent sögðu að hefð hefði ráðið för. Í verkefninu kemur fram að fataval fyrir kistulagningu virðist breytast mjög hratt og eins og útfararþjónn og útfararstjóri bentu á var um helmingur árið 2014 sem var klæddur í sín eigin föt en ekki hefðbundin líkklæði eins og áður hefur tíðkast. Fjölbreyttur klæðnaður við kistulagningu Hlýtt teppi, vettlingar eða ullarsokkar sem eftirlifendur klæða þann látna í lýsir hlýju þeirra til hans/hennar segir í verkefni Önnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Flestir þurfa einhvern tímann að horfast í augu við dauðann. Að missa ástvin eða ættingja er eitt það erfiðasta sem við göngum í gegnum. Tilfinningar eru margvíslegar. Sorgin er eðlileg viðbrögð. Óhjákvæmilega þarf þá að huga að þeim þáttum er snúa að útför þess látna. Spurningarnar eru margar. Þá er gott að geta leitað til aðila sem hafa þekkingu og reynslu á þeim þáttum. Við hjá Útfararstofu Íslands búum yfir þessari reynslu og höfum starfað við útfararþjónustu um árabil. Sverrir Einarsson Sími: 896-8242 Kristín Ingólfsdóttir Útfararstofa Íslands Skrifstofa Útfararstofu Íslands er til húsa í Auðbrekku 1, 200 Kópavogi. Þar er einnig góð aðstaða sem prestar og aðstandendur geta rætt saman í næði. Skrifstofan er opin frá 8.00 til 17.00 virka daga, en þjónusta er allan sólarhringinn og um helgar. Sími: 581-3300 og 896-8242 www.utforin.is Flestir þurfa einhvern tímann að horfast í augu við dauðann. Að missa ástvin eða ættingja er eitt það erfiðasta sem við göngum í gegnum. Tilfinningar eru margvíslegar. Sorgin er eðlileg viðbrögð. Óhjákvæmilega þarf þá að huga að þeim þáttum er snúa að útför þess látna. Spurningarnar eru margar. Þá er gott að geta leitað til aðila sem hafa þekkingu og reynslu á þeim þáttum. Við hjá Útfararstofu Íslands búum yfir þessari reynslu og höfum starfað við útfararþjónustu um árabil. Sverrir Einarsson Sími: 896-8242 Kristín Ingólfsdóttir Útfararstofa Íslands Skrifstofa Útfararstofu Íslands er til húsa í Auðbrekku 1, 200 Kópavogi. Þar er einnig góð aðstaða sem prestar og aðstandendur geta rætt saman í næði. Skrifstofan er opin frá 8.00 til 17.00 virka daga, en þjónusta er allan sólarhringinn og um helgar. Sími: 581-3300 og 896-8242 www.utforin.is Kristín Ingólfsdóttir Sverrir Einarsson Margrét Ásta Guðjónsdóttir 4 KYNNINGARBLAÐ 2 8 . F E B R ÚA R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U RÚTFARIR 2 8 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 7 3 -B 2 3 8 2 2 7 3 -B 0 F C 2 2 7 3 -A F C 0 2 2 7 3 -A E 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.