Fréttablaðið - 28.02.2019, Page 46

Fréttablaðið - 28.02.2019, Page 46
FÓTBOLTI Ísland mætti afar öflugu liði Kanada í fyrsta leik liðanna á Algarve-mótinu í gær. Leikið var við góðar aðstæður á Spáni og fínt tempó var í leiknum. Íslenska liðið átti í vök að verjast í leiknum þar sem Kanada var meira með boltann og leikmönnum íslenska liðsins gekk nokkuð illa að halda boltanum innan liðsins og byggja upp álitlegar sóknir. Það jákvæða sem íslenska liðið getur tekið með sér úr þessum leik er öflugur og vel skipulagður varn- arleikur. Í markinu minnti Sandra Sigurðardóttir svo sannarlega á sig í baráttunni um markmannsstöðuna í undankeppni EM 2021 með einkar góðri frammistöðu. Hún varði tvisvar meistaralega þegar Kanada komst í góð færi. Þá lék Dagný Brynjarsdóttir sinn fyrsta landsleik frá því í október árið 2017. Þegar hún kemst í sitt fyrra form er kominn frábær upp- spilspunktur milli miðju og sóknar íslenska liðsins. Þetta var annar leikur Íslands síðan Jón Þór Hauksson og Ian David Jeffs tóku við stjórnartaum- unum hjá liðinu en íslenska liðið bar sigurorð af Skotlandi í frum- raun sinni í janúar. Skoska liðið er einmitt andstæðingar íslenska liðsins í næsta leik liðsins á mánu- daginn. Ísland leikur svo lokaleik sinn á mótinu þegar leikið verður um sæti 6. mars. Skagamærin Hallbera Guðný Gísladóttir varð í gær sú áttunda sem nær hundrað leikjum fyrir íslenska landsliðið. Hallbera lék allan leikinn og var ánægð með úrslitin þegar Fréttablaðið heyrði í henni eftir leikinn. „Ég er mjög sátt, þetta eru f lott úrslit gegn jafn öflugu liði og Kan- ada. Við vorum ekki alveg nægi- lega skarpar í fyrri hálfleik, vorum örlítið stressaðar eins og oft í byrjun leikja og héldum fyrir vikið boltan- um illa. Við töluðum saman í hálf- leik, leikmenn og þjálfarateymið og okkur tókst að laga þetta fyrir seinni hálfleikinn,“ sagði Hallbera og bætti við: „Við vorum búin að fara vel yfir það hvað þær vildu gera fyrir leik og gerðum mun betur í að loka á það í seinni hálf leik. Þótt að þær hafi verið meira með boltann þá fannst mér þær ekkert liggja á okkur í seinni. Manni leið ekki eins og við værum í nauðvörn.“ Hallbera sagði það ekkert nýtt að það væri hrollur í íslenska liðinu á fyrstu mínútum leiksins. KR - Haukar 72-75 Stigahæstar: Vilma Kesanen 25, Kiana Johnson 18/12 fráköst, Orla O’Reilley 15 - Þóra Kristín Jónsdóttir 19/10 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 17. Skallagrímur - Valur 59-89 Stigahæstar: Shequila Joseph 25/11 frá- köst, Árnína Lena Rúnarsdóttir 13 - Berg- þóra Holton Tómasdóttir 22, Guðbjörg Sverrisdóttir 18, Heather Butler 18. Snæfell - Breiðablik 93-56 Stigahæstar: Kristen Denise McCarthy 29/13 fráköst/10 stoðs, Berglind Gunnars- dóttir 15 - Ivory Crawford 19, Sanja Orazoci 12, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 11. Stjarnan - Keflavík 80-58 Stigahæstar: Danielle Victoria Rodriguez 29/10 stoðs., Bríet Sif Hinriksdóttir 20 - Birna Valgerður Benónýsdóttir 19, Britt- anny Dinkins 12/13 fráköst. Efri Valur 32 Keflavík 32 KR 30 Snæfell 26 Neðri Stjarnan 26 Haukar 16 Skallagr. 12 Breiðablik 2 Nýjast Domino’s-deild kvenna Arsenal - Bournemouth 5-1 1-0 Mesut Özil (4.), 2-0 Henrikh Mkhitaryan (27.), 2-1 Lys Mousset (30.), 3-1 Laurent Kos- cielny (47.), 4-1 Pierre-Emerick Aubameyang (59.), 5-1 Alexandre Lacazette (78.). Southampton - Fulham 2-0 1-0 Oriel Romeu (23.), 2-0 James Ward- Prowse (40.). Chelsea - Tottenham 2-0 1-0 Pedro (57.), 2-0 Kieran Trippier, sjálfsm. (85.).. C. Palace - Man. Utd. 1-3 0-1 Romelu Lukaku (33.), 0-2 Lukaku (52.), 1-2 Joel Ward (66.), 1-3 Ashley Young (83.). Liverpool - Watford 5-0 1-0 Sadio Mane (9.), 2-0 Mane (20.), 3-0 Divock Origi (66.), 4-0 Virgil van Dijk (80.), 5-0 van Dijk (83.). Man. City - West Ham 1-0 1-0 Sergio Aguero, víti (59.). Enska úrvalsdeildin HANDBOLTI Sautjánda umferð Olís- deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Mikið verður undir á Seltjarnar- nesinu þar sem botnlið Gróttu tekur á móti Fram sem er í 10. sæti deildarinnar. Aðeins eitt stig skilur liðin að. Fram vann Akur- eyri, 26-28, í síðustu umferð en það var fyrsti sigur liðsins frá 25. nóv- ember á síðasta ári. Grótta tapaði hins vegar fyrir Haukum, 25-21, á útivelli í síðustu umferð. Grótta vann fyrri leikinn gegn Fram, 20-24. Frammarar verða því að vinna fimm marka sigur í kvöld til að ná yfirhöndinni í innbyrðis viðureignum liðanna. Akureyri, sem er í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með átta stig, sækir Íslands-, bikar- og deildarmeistara ÍBV heim. Akur- eyringar bíða enn eftir sínum fyrsta sigri undir stjórn Geirs Sveinssonar sem tók við liðinu um áramótin. Eyjamenn eru í 6. sæti deildarinnar. Haukar, sem hafa unnið fjóra leiki í röð, geta aukið forskot sitt á toppnum í þrjú stig með sigri á Stjörnunni sem er sigurlaus í síð- ustu fimm leikjum sínum. Þá mætast ÍR og K A í Breið- holti. KA-menn eru með 13 stig í 8. sætinu en ÍR-ingar í því níunda með tólf stig. Fyrri leikur liðanna fór 25-25. Stigin tvö sem í boði eru í kvöld eru því afar dýrmæt í bar- áttunni um sæti í úrslitakeppn- inni. – iþs Fallslagur á Nesinu Einar Jónsson, þjálfari Gróttu og fyrrverandi þjálfari Fram. 60. 100. 1. landsleik sinn lék Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. landsleik sinn lék Hallbera Gísladóttir í gær. landsleik sinn lék Ásta Eir Árnadóttir. Öflug vörn skilaði jafntefli Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði markalaust jafntefli gegn Kanada í fyrsta leik sínum á Algarve- mótinu í gær. Varnarleikur Íslendinga var í fínu lagi en fara þarf yfir uppspil og sóknaruppbyggingu. Sif Atladóttir hefur góðar gætur á Nichelle Prince í leik Íslands og Kanada á Algarve-mótinu. NORDICPHOTOS/GETTY Algarve-mótið Kanada 0-0 Ísland (0-0) Byrjunarlið Íslands (4-2-3-1): Sandra Sigurðardóttir; Ingibjörg Sigurðar- dóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir (65. Anna Björk Kristjáns- dóttir), Hallbera Gísladóttir; Gunn- hildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir; Agla María Alberts- dóttir (84. Dagný Brynjarsdóttir), Elín Metta Jensen (65. Rakel Hönnu- dóttir), Selma Sól Magnúsdóttir (74. Ásta Eir Árnadóttir); Berglind Björg Þorvaldsdóttir (65. Svava Rós Guð- mundsdóttir). Þau Aura svo á mig Borga Rukka Skipta „Við viljum bæta spilamennsk- una þegar við erum að spila gegn sterkustu liðum heims. Það er ljóst að við getum barist og hlaupið endalaust en það hefur oft vantað að vera rólegri á boltanum, sér- staklega í byrjun leikja og við ætlum okkur að bæta úr því. Það er hvatning fyrir okkur að ná úrslitum gegn Kanada þótt þetta hafi verið æfingaleikur. Það sýnir okkur að við getum haldið hreinu í hvaða leik sem er.“ Hún hrósaði starfs- teymi landsliðsins fyrir aðstoðina í undirbúningnum. „Við höfum y f irleitt komið degi fyrr þegar við höfum keppt í Algarve-mótinu og það var skrýtið að koma og fá bara eina æfingu fyrir leik. Fyrir vikið þurftum við strax að byrja að hugsa um leik- inn en við erum með gott teymi í kringum liðið og mættum klárar til leiks þrátt fyrir átján tíma ferðalag á mánudaginn.“ Undirbúningurinn hjá kanadíska liðinu var heldur betri. „Kanada var búið að vera hérna í æfingabúðum í rúma viku fyrir leikinn gegn okkur. Miðað við allt getum við verið sáttar við þetta þótt við vitum að við eigum helling inni.“ Hallbera var skiljanlega stolt af því að ná hundrað leikjum fyrir íslenska landsliðið. „Ég er of boðslega stolt af þessu afreki því þetta er mikill heiður. Ég átti ekkert endilega von á þessu þegar ég kom inn í landsliðið en líkaminn hefur haldið vel.“ kristinnpall@frettabladid.is KÖRFUBOLTI Íslenska körfubolta- landsliðið karlamegin stendur í stað í 50. sæti styrkleikalista FIBA sem var uppfærður eftir síðasta lands- leikjahlé um helgina eftir tvo leiki Íslands í undankeppni EuroBasket. Íslenska liðið vann geysiöruggan 27 stiga sigur á Portúgal í fyrri leiknum í þessu l a nd s l e i k ja h l é i e n tapaði seinni leiknum gegn Belgíu með sam- bærilegum mun. Af E v r ó p u þ j ó ð u n u m er Ísland í 28. s æt i , ei nu sæt i f y r ir o f a n S v í- þjóð. A n d s t æ ð - ingar Íslands á næsta stigi undankeppninn- ar fyrir EuroBasket, Portúgal og Sviss, eru fyrir neðan Ísland á styrkleikalistanum. Portúgal sem Ísland mætti á dögunum er í 62. sæti og Sviss í 65. sæti. – kpt Áfram í 50. sæti heimslistans 2 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 2 8 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 7 3 -A D 4 8 2 2 7 3 -A C 0 C 2 2 7 3 -A A D 0 2 2 7 3 -A 9 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.