Fréttablaðið - 28.02.2019, Síða 48
Það eru beinar línur úti um
allt en þær finnast hvergi í
náttúrunni nema í sjóndeildar-
hringnum
Ástkær faðir okkar,
Runólfur Valdimarsson
rafvirkjameistari,
lést á Landspítalanum 23. febrúar sl.
Útför hans fer fram frá Fella- og
Hólakirkju mánudaginn 4. mars kl. 13.00.
Valdimar Runólfsson
Ingibjörg Runólfsdóttir
og fjölskyldur.
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir og afi,
Finnbogi Höskuldsson
véltæknifræðingur,
sem lést föstudaginn 22. febrúar
verður jarðsunginn mánudaginn 4. mars
frá Kópavogskirkju kl. 13.00.
Hildigunnur Þórðardóttir
Rakel Þóra F. Larsen Keld Larsen
Ásdís M. Finnbogadóttir Magnús Magnússon
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma
Elita Benediktsson
frá Efri-Dálksstöðum,
Svalbarðsströnd,
er látin. Útförin hefur farið fram
í kyrrþey.
Friðrika Stendevad Poul Stendevad
Benedikt Kristjánsson Álfheiður Björk Karlsdóttir
Jóhannes Kristjánsson
og fjölskyldur.
Elskulegur eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
séra
Sigurður Helgi Guðmundsson
Norðurbakka 3a, 220 Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði
miðvikudaginn 20. febrúar. Útförin fer fram
frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, mánudaginn 4. mars kl. 13.
Brynhildur Ósk Sigurðardóttir
Sigurður Þór Sigurðarson Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir
Margrét Sigurðardóttir Örn Hauksson
Vilborg Ólöf Sigurðardóttir Jóhannes Rúnar Jóhannsson
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
Gylfi Thorlacius
hæstaréttarlögmaður,
sem lést á Landspítalanum 22. febrúar
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
mánudaginn 4. mars kl. 15.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Svala Thorlacius
Á þessum degi árið 1964 komst djass
tónlistarmaðurinn Thelonious Sphere
Monk á forsíðu Time Magazine en
Monk þótti nýstárlegur og náði til
margra á þessum tíma. Málverk af
Monk prýddi forsíðu Time og inni í
blaðinu var viðtal við þennan virta
tónlistarmann. Blaðamaðurinn Barry
Farrell skrifaði viðtalið og fyrirsögnin
var The Loneliest Monk.
Þegar Farrell var að undirbúa forsíðu
viðtalið komst hann að því að það var
ómögulegt að taka viðtal við Monk.
Viðtalið var því ekki tekið á hefð
bundinn máta heldur áttu þeir um 30
stutt samtöl á um tveggja mánaða
tímabili. Mörg samtölin áttu sér stað á
bar eða á rölti um Manhattan.
Í greininni spurði Farrell Monk út
í sérlundina, sem vinir og fjölskylda
hans þekktu betur sem geðsjúkdóm
sem hann þjáðist af. En Monk sló á
létta strengi og kvaðst ekki geta verið
geðsjúkur þar sem hann hefði einu
sinni verði lagður inn á geðdeild en
honum hefði verið sleppt út.
Í greininni lofsamaði Farrell Monk
hægri vinstri og sagði frá því hvernig
hann hefði blásið nýju lífi í djasstón
listina. Þess má geta að Monk hélt
áfram að skapa djasstónlist alveg þar
til hann lést í febrúar árið 1982.
Þ E T TA G E R Ð I S T: 2 8 . F E B R ÚA R 19 6 4 :
Thelonious Monk á forsíðu Time
1794 Kristjánsborgarhöll brennur í fyrsta sinn.
1913 Fyrsti íslenski hárgreiðslumeistarinn, Kristólína
Kragh, opnar stofu í Reykjavík.
1920 Þilskipið Valtýr ferst fyrir sunnan land og með því
30 manns. Valtýr var mikið aflaskip.
1941 Belgíska flutningaskipið Persier strandar á Dyn
skógafjöru suðaustur af Hjörleifshöfða. Skipið næst á flot
um miðjan maí og er dregið til Reykjavíkur.
1950 Clam, breskt olíuskip, ferst við Reykjanes. Björg
unar sveit frá Grindavík bjargar 23 mönnum en 27 skip
verjar farast. Flestir þeirra voru kínverskir.
Merkisatburðir
Listakonan Ásdís Spanó býður gestum upp á listamanna-spjall milli klukkan 17 og 18 í dag um sýningu hennar „Triangular Matrix“ sem nú stendur yfir í Grafíksalnum
Tryggvagötu 17. Aðgangur er ókeypis og
segir Ásdís að allir séu velkomnir.
„Ég mun fjalla um sýninguna og
aðdraganda hennar en ég er búin að vera
að vinna í þessu í þó nokkurn tíma. Ég er
svolítið að breyta um stíl þar sem ég er að
vinna meira með geómetríu í verkunum.
Í þessu spjalli mun ég útskýra hvað það
er sem heillar mig við þetta,“ segir Ásdís.
Hún segist reyna að hafa svona lista-
mannaspjall í kringum hverja sýningu
sína. „Fólk getur spurt og þetta verður
samtal sem á sér stað. Þarna er tækifæri
fyrir fólk sem vill vita meira eða hitta
listamanninn.“
Í sýningarskránni segir að Ásdís
setji í verkum sínum „fram frumspeki-
legar og óhlutbundnar birtingarmyndir
heimsins þar sem tilbúni hluti hans og
náttúran lifa hlið við hlið í viðkvæmu en
flóknu bandalagi“.
Ásdís segist hafa unnið mikið með
borgarlandslag og landslag náttúrunn-
ar. „Ég hef alltaf verið að blanda þessu
saman en þarna er ég að vinna þetta
aðeins öðruvísi og taka þríhyrnings-
formið sem finnst bæði í náttúrunni og
borgarlandslaginu. Þetta form verður
svolítið einkennandi í þessum verkum
sem ég er að vinna.“
Í gegnum árin hefur Ásdís unnið
mikið með láréttar línur í verkum sínum
sem er bæði vísun í náttúruna og borg-
ina. „Það eru beinar línur úti um allt en
þær finnast hvergi í náttúrunni nema í
sjóndeildarhringnum. Út frá því hef ég
verið að velta fyrir mér hvort það sé eitt-
hvað form sem sé algengt að sjá á báðum
stöðum.“
Það sé einmitt áhugavert að þríhyrn-
ingsformið finnist víða í náttúrunni til
dæmis í kringum fjöll og í jarðlögum.
„Þetta er líka geómetrískt form og hægt
að finna í listasögunni en líka í borgar-
landslagi. Nafn sýningarinnar er dregið
úr stærðfræði en Triangular Matrix
vísar til þríhyrnings sem er staðsettur
inni í ferningi en það er hægt að stað-
setja hann á ólíkum stöðum innan
ferningsins.“
Sý ning u Á sd ísa r lýk u r næst-
komandi laugardag en hún verð-
ur opin milli klukkan 14 og 17.
sighvatur@frettabladid.is
Geómetrískt listaspjall
um sýningu Ásdísar
Klukkan fimm í dag býðst gestum að hitta listakonuna Ásdísi Spanó í listamanna-
spjalli um sýningu hennar „Triangular Matrix“ í Grafíksalnum Tryggvagötu 17. Lista-
konan vinnur með þríhyrningsformið sem finnst bæði út í náttúrunni og borgum.
Ásdís Spanó stendur hér á vinnustofu sinni með nokkur verkanna sem eru á sýningunni í Grafíksalnum við Tryggvagötu.
2 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R24 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
2
8
-0
2
-2
0
1
9
0
4
:4
1
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
7
3
-9
9
8
8
2
2
7
3
-9
8
4
C
2
2
7
3
-9
7
1
0
2
2
7
3
-9
5
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
_
2
7
_
2
_
2
0
1
9
C
M
Y
K