Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2019, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2019, Síða 48
48 18. janúar 2019 Þ að kom afar sjaldan fyrir að Stacey Westbury, sem bjó í London, hefði slökkt á farsíma sínum. Um miðj- an ágúst 2007 hafði faðir Stacey hringt ítrekað í hana en ekki feng- ið svar og var ekki rótt. Dóttir hans var náin foreldrum sínum og hafði alltaf verið „litla hnátan hans pabba“ þrátt fyrir að vera orðin 23 ára og þegar þarna var komið sögu bjó hún með 10 mánaða syni sín- um í Fulham. „Ég held ég skjótist til henn- ar og kanni hvort eitthvað sé að,“ sagði hann við móður Stacey. Engin viðbrögð Þegar hann kom að heimili dóttur sinnar tók hann eftir því að dregið var fyrir alla glugga. Það setti ugg að honum og ekki dró úr áhyggj- um hans þegar hann fékk engin viðbrögð eftir að hafa hvort tveggja hringt dyrabjöllunni og barið á forstofuhurðina. Hann brá á það ráð að kíkja inn um bréfalúguna. Eðli máls- ins samkvæmt þá var sýn hans takmörkuð, en þó gat hann séð dótturson sinn í rimlarúminu og heyrði í honum kjökrið. Fnykur fyllir vit Þá fyrst fylltist faðir Stacey skelf- ingu og hann setti öxlina af öllu afli í hurðina, en hún gaf sig ekki. Setti hann þá olnbogann í rúðu á hurðinni, teygði höndina inn og náði að opna innan frá. Þegar hann kom inn í íbúðina mætti honum viðurstyggileg lykt. Hann hundsaði fnykinn og kallaði nafn dóttur sinnar, en fékk ekki svar. Stacey lá á sófanum, skammt frá rimlarúmi sonar síns. Hún var nakin, blóðug og marin; hafði verið stungin með eggvopni, barin, kýld, kæfð og kynferðislega misþyrmt. Kunningi bankaði upp á Í örfáar sekúndur, sem sennilega virtust heil eilífð, stóð faðir Stacey sem frosinn í sporunum. Grát- kjöltur dóttursonar hans vakti hann til meðvitundar. Hann tók drenginn blíðlega upp og vaggaði honum í örmum sínum og tárin streymdu niður kinnar hans. Stacey hafði verið látin í 18 klukkustundir. Kvöldið áður hafði hún opnað dyrnar fyrir 22 ára fyrrverandi skólabróður sínum, Christopher Braithwaite, sem hún þekkti enn lítillega og eingöngu sem kunningja. Í ljós kom að atburðir undan- farinnar viku höfðu leitt til þessara hörmulegu endaloka. Sleppt þrátt fyrir sterkan grun Christopher Braithwaite var vafa- samur pappír, krakkfíkill með langan lista yfir kynferðisglæpi gagnvart konum á ferilskránni. Þannig var mál með vexti að um viku áður, þann 9. ágúst, hafði Brai thwaite verið handtek- inn, grunaður um að hafa nauðg- að ungri konu. Einhverra hluta vegna hafði nefnd sem ákvarð- ar um hvernig skuli staðið að sak- sókn í Englandi og Wales komist að þeirri niðurstöðu að sönnunar- gögn réttlættu ekki að Braithwaite yrði ákærður og þaðan af síður 36 ára að aldri lagði Frakkinn Pierre-François Lacenaire háls sinn á höggstokk fallaxar í París. Þetta gerðist 9. janúar árið 1836. Lacenaire, sem var þekkt ljóðskáld, var sakfelldur fyrir tvö morð. Annað fórnarlamb hans hét Chardon, klæðskiptingur sem hélt til í fátækrahverfi í París. Hitt fórnarlambið var móðir Chardon. Við morðin notaði Lacenaire al og öxi. Eftir að hann var sakfelldur skrifaði hann endurminningar sínar sem voru gefnar út eftir að hann var tekinn af lífi og urðu metsölubók. Sagan segir að hann hafi umbreytt réttarhöldun- um í leikstykki og breytt fangaklefa sínum í sýningarsal. SAKAMÁL Kaffihlaðborð ýmsar útfærslur, Pinnamatur, smurt brauð, tertur, o.fl. fyrir erfidrykkjuna Afgreitt á einnota fötum tilbúið á borðið Erfidrykkja HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is RÉTTARKERFIÐ KOSTAÐI STACEY LÍFIÐ Christopher Braithwaite Naut góðs af gölluðu réttarkerfi. Stacey Westbury Lenti í klóm krakk- fíkils og kynferðis- glæpamanns. n Var grunaður um nauðgun en sleppt úr varðhaldi n Fékk tækifæri til að endurtaka leikinn n Gerði það og bætti um betur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.