Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2019, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.2019, Side 52
52 FÓKUS 18. janúar 2019 q 20% afsláttur! www.igf.isFlokkaðu HÉR af flokkunarílátum út febrúar „Ekkert til sem heitir of klikkað eða yfirdrifið“ „Það er hvorki gaman né spennandi að vera normal“ L ovísa Tómasdóttir er 27 ára klæðskeri, förðunar- fræðingur, verslunarstjóri og hönnuður sem hefur verið á rjúkandi uppleið á síðustu miss- erum. Hún lýsir sér sem hrein- ræktaðri „föndurkerlingu“ sem þrífst á hugmyndaflugi sínu og sköpunargleði annarra, en hún hefur vakið talsverða athygli sem hönnuður verslunarinnar Kjólar og konfekt, sem margir segja að sé eitt best geymda leyndarmál miðbæjarins. Síðar gerðist hún lykilhönnuður Rokks og róman- tíkur, sem er systurbúð Kjóla og konfekts, þó að stíllinn sé allt ann- ar. Stíl Lovísu og handbragð má finna víða, þótt viðkomandi geri sér ekki grein fyrir því, og segir hún að mest gefandi tilfinningin sé að ganga um bæinn og sjá fólk klæðast einhverju sem hún bjó til sjálf. Hún lýsir umræddum stíl sem mjög breiðum en mestmegn- is „retró, pönk og litríkum .“ Auk kjólasaums hefur Lovísa verið að dýfa burstanum í förðun og verið í búningadeild fyrir sjón- varpsþætti, þar á meðal þættina Venjulegt fólk, auk þess að hafa gegnt störfum sem fatahönnuð- ur fyrir dragdrottninguna Gogo Starr, hina alræmdu spákonu Siggu Kling og fjöldann allan af tónlistar fólki. Meira þýðir meira Lovísa segir lykilinn að sinni ham- ingju fylgja sköpunargleðinni og ákvörðuninni um að leyfa hinu skrítna að njóta sín. „Fyrir mér, í fatahönnun, er ekkert til sem heit- ir of klikkað eða yfirdrifið. Það er aldrei hægt að hafa of mikið gling- ur, eða glimmer. Það þýðir ekkert að spyrja mig hvort eitthvað sé „of mikið,“ því í langflestum tilfellum segi ég fólki að bæta meiru við. Það er ekki til neinn staðall fyrir svona. Ef það talar til viðkomandi, þá hvet ég þann einstakling til að taka á móti því með opnum örm- um.“ Aðspurð um innblástur verka sinna og almennan stíl nefnir hún Cher, Madonnu og jafnvel David Bowie. Lovísa segir það vera sér eðlis- lægt að vera skrítin. Hún segir mögulegt að þetta hafi blundað í henni frá æsku. Þá reyndi hún mikið að vera eins og flestir hin- ir krakkarnir og var alltaf haldin feimni eða meðvitaðri ákvörðun um að skera sig ekki úr hópnum, ákvörðun sem hún taldi vera þá skynsamlegustu á þeim tíma. Eftir á að hyggja er hún sannfærð um að betra hefði verið að finna sinn eigin stíl og karakter frá upphafi. „Það er hvorki gaman né spennandi að vera normal að mínu mati,“ segir Lovísa. „Ég elska að klæða mig upp í eitthvað sem er örlítið furðulegt eða vekur smá athygli, eitthvað sem er skemmti- legt að horfa á. Það er miklu áhugaverðara að vera öðruvísi og ég elska það.“ Súrsætt að kveðja systkinin Lovísa hefur saumað frá því hún var barn. Kunnáttuna fékk hún frá móður sinni og segir hún fyrsta stóra verkefnið hafa verið þegar hún saumaði sinn eigin ferm- ingarkjól. Hún segir þá ákvörðun hafa verið gríðarlegan létti fyr- ir móður sína, sem þurfti þá ekki að leggja í leiðangur að finna rétta kjólinn. Æska Lovísu mótaði hana og segir hún það gefandi að hafa alist upp með fóstursystkinum. Lovísa er miðjubarn og á þrjú systkini en foreldrar hennar tóku reglulega að sér fósturbörn. Þetta segir hún hafa skipt sköpum í uppeldinu og viðhorfi gagnvart fordómum og segir það ótrúlega gefandi hugs- un að taka á móti fósturbörnum úr misjöfnum aðstæðum. Reynslan við að eignast fóstur- systkini var þó þyrnum stráð þegar kom að því að kveðja hvert barn sem kom á heimilið. Henni finnst lykilatriði í lífinu að viðhalda já- kvæðu viðhorfi og að leyfa ekki leiðindapúkum að slá sig niður. Lovísa kláraði náttúrufræði- braut en áttaði sig á því við náms- lok að sú stefna væri ekki sniðin fyrir hana. „Mér fannst ég verða að gera eitthvað með höndunum og skapa eitthvað nýtt og spennandi. Ég er ekki skrifstofutýpa.“ Skiptir máli að spegla sig Nýlega sagði Lovísa upp störfum hjá Kjólum og konfekti og Rokki og rómantík til að sækja í aðrar áskoranir, efla sjálfstæðið í sínu fagi og mæta eftirspurn í önnur verkefni sem hafa boðist henni. Hún fullyrðir þó að hún verði alltaf með annan fótinn í þessum verslunum sem mótuðu hana. Hún fullyrðir að besti skólinn sem hún hafi verið í hafi verið reynslan í Kjólum og konfekti. Andrúmsloftið þar snýst um að vera maður sjálfur og hafa einfaldlega gaman. Sköpunar- gleði hennar fékk lausan tauminn og mottóið að föt væru skemmti- leg og þyrftu því að hafa gaman var við lýði. „Ég braust mjög mikið úr skel- inni með því að vinna þarna, að vera í kringum ótrúlega jákvætt fólk og það hefur mótað svolítið framtíð mína og faglegt hugar- far. „Hafðu gaman af því sem þú gerir samkvæmt allra bestu getu, annars ertu að sóa tíma þínum,“ segir hún. „Fólk gerir sér ekki alltaf grein fyrir því að fatahönnun er list og það er svo gaman að týna sér í henni. Listinni fylgja tilfinn- ingar og fötin geta speglað hvernig þú sérð þig sjálfan í heiminum.“ n Tómas Valgeirsson tomas@dv.is Kjóll Regínu sem Lovísa hannaði og saumaði sjálf. „Stund á milli stríða“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.