Morgunblaðið - 05.09.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 05.09.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018 Borgarstjóri fórmikinn í gær og kvartaði undan „upphlaupum“ og „hávaða“ og „óróa“ í borgarpólitíkinni og kallaði aðfinnslur minnihlutans í borg- arstjórn „svona týp- ískar lýðskrums- legar upphrópanir“.    Þegar ekki eru tilgóð svör við gagnrýni er svo sem ekki verra en hvað annað að svara henni með þessum hætti. Sumir taka undir, vilja frið fyrir stjórnmálamönnum og setja sig ekki inn í mál.    Það er skiljanlegt en auðveldarvaldhöfum því miður að komast upp með að svara ekki efnislega.    En gagnrýnin á meirihlutann íReykjavík er fjarri því ómark- tækar upphrópanir. Eitt dæmi eru leikskólamálin þar sem miklu hefur verið lofað en minna efnt. Mun minna.    Eyþór Arnalds sagði til dæmis íborgarstjórn í gær: „12 mán- aða börnum var lofað plássi í vor. Og 18 mánaða börnum var lofað plássi árið 2002, það var árið sem núver- andi borgarstjóri tók sæti í borgar- stjórn. Síðan eru liðin 16 ár og enn þá komast ekki öll 18 mánaða börn á leikskóla.“    Eru þetta frambærilegar efndir?    Flokkast það undir upphlaup aðvekja máls á vanefndum af þessu tagi?    Er ekki nær að borgarstjóri ræðimálin efnislega en með skæt- ingi í garð þeirra sem gagnrýna? Dagur B. Eggertsson Sextán ára óefnt loforð STAKSTEINAR Eyþór Arnalds Veður víða um heim 4.9., kl. 18.00 Reykjavík 9 skýjað Bolungarvík 9 rigning Akureyri 12 skýjað Nuuk 7 léttskýjað Þórshöfn 11 súld Ósló 20 heiðskírt Kaupmannahöfn 20 léttskýjað Stokkhólmur 20 heiðskírt Helsinki 16 skýjað Lúxemborg 21 skýjað Brussel 23 þoka Dublin 16 léttskýjað Glasgow 16 skýjað London 17 skýjað París 19 alskýjað Amsterdam 22 þrumuveður Hamborg 22 heiðskírt Berlín 25 heiðskírt Vín 20 skúrir Moskva 21 heiðskírt Algarve 24 léttskýjað Madríd 29 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 30 léttskýjað Róm 25 léttskýjað Aþena 31 heiðskírt Winnipeg 17 skýjað Montreal 23 skýjað New York 30 léttskýjað Chicago 29 léttskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 5. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:23 20:31 ÍSAFJÖRÐUR 6:22 20:42 SIGLUFJÖRÐUR 6:04 20:25 DJÚPIVOGUR 5:51 20:02 Samgönguráð- herra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur skipað nýja rannsóknarnefnd samgönguslysa. Sem kunnugt er rann skipunar- tími nefndarinn- ar út 31. maí sl. og var því engin nefnd starfandi um þriggja mánaða skeið í sumar. Morgunblaðið leitaði skýringa á þessum drætti hjá samgönguráðu- neytinu. „Nokkrir nefndarmenn gáfu ekki kost á sér áfram auk þess sem ráðherra lagði áherslu á að bæta kynjahlutfall nefndarinnar. Kynjahlutfall þáverandi nefndar var 30,8%. Hlutfall nýju nefndar- innar er 38,5%,“ segir í svari ráðu- neytisins. Ráðuneytið segir enn fremur að nefndin sjálf hafi talið gagnlegt og brýnt að hafa aðgang að reyndum veðurfræðingi og lækni fyrir rannsóknir sínar og val á þeim hafi tekið lengri tíma en áætlað var. Ný rannsóknarnefnd samgöngu- slysa er skipuð sem hér segir: Aðalmenn: Geirþrúður Alfreðs- dóttir, Ásdís J. Rafnar, Bryndís Lára Torfadóttir, Gestur Gunnars- son, Guðmundur Úlfarsson, Hilmar Snorrason og Ingi Tryggvason. Varamenn: Hjörtur Emilsson, Hörður Vignir Arelíusson, Kristín Sigurðardóttir, Pálmi Kr. Jónsson, Guðrún Nína Petersen og Tómas Davíð Þorsteinsson. Guðmundur Úlfarsson tekur sæti í nefndinni sem aðalmaður í stað Brynjólfs Mogensen. sisi@mbl.is Ráðherra vildi jafna kynjahalla  Ný rannsóknarnefnd samgönguslysa skipuð  Hlutfall kvenna er nú 38,5% Geirþrúður Alfreðsdóttir Karlmaður var í júlí dæmdur í Hér- aðsdómi Reykjaness í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að brjóta kyn- ferðislega gegn barnabarni sínu þeg- ar drengurinn var 10-12 ára gamall. Brotin áttu sér stað á heimili manns- ins og ömmu drengsins þegar dreng- urinn var þar í heimsókn og gisti hjá þeim. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa snert kynfæri drengsins í fjölda skipta, fróað honum og þuklað kynfæri hans í fjölda skipta. Málið kom upp árið 2016 eftir að drengurinn sagði foreldrum sínum og bróður frá brotum afa síns. Þá sagði drengurinn einnig að amma sín hefði í nokkur skipti orðið vitni að at- hæfi afans en ekkert aðhafst. Faðir drengsins og sonur ákærða manns- ins hafði samband við barnavernd- arnefnd daginn eftir og tilkynnti málið. Afinn neitaði sök í málinu og vísaði til andlegs heilsufars drengs- ins. Dómurinn taldi hins vegar sýnt fram á með niðurstöðu sálfræðinga að drengurinn væri afar samkvæm- ur sjálfum sér og að ekkert annað en brot afans gæti skýrt áfallastreitu- röskun drengsins. Í fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot  Maður braut gegn barnabarni R GUNA GÓÐAR I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.