Morgunblaðið - 05.09.2018, Side 10

Morgunblaðið - 05.09.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018 Einstakur möguleiki á að fá einkafund með talsmanni EBK, Anders Ingemann Jensen, um uppsetningu á EBK sumarhúsum á Íslandi. Á fundinum verður farið yfir byggingarferlið, kost- naðaráætlanir og allt það sem viðkemur því, að fá nýtt EBK sumarhús byggt á íslandi. Föstudaginn 7. sept. og laugardaginn 8. sept. 2018 – Báða dagana frá kl. 10-17 Fundarstaður og stund: Stepp ehf., Ármúla 32, 108 Reykjavík Nauðsynlegt er að panta fundartíma gegnum netfangið aj@ebk.dk, í síma +45 4020 3238 eða á vefnum ebk-hus.is. Anders talar dönsku og ensku. Komið og upplifið hið stórkostlega SØHOLM hús Viðines 9, 311 Borgarnes Frekari upplýsingar um staðsetningu er hægt að nálgast í síma 696-9899 Við viljum vekja athygli á, að EBK er að reisa hús við hliðina á húsinu í Víðinesi. Bókið fund með EBK í Reykjavík, sérsniðin að ykkar óskum OPIÐ HÚS Sunnudaginn 9. september kl. 13-16 EBK HUSE A/S, Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse Anders Ingemann Jensen, Sími +45 4020 3238, Netfang: aj@ebk.dk 18 33 1 Hefur þú hug á að byggja nýtt sumarhús? WWW.EBK-HUS.IS DÖNSK HÖNNUN OG ARKITEKTÚR Nýtt Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum. Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU! Bólgueyðandi og verkjastillandi munnúði við særindum í hálsi Nú eru liðnir þrír mánuðir af veður- stofusumrinu svokallaða, sem nær yfir mánuðina júní til og með september. Er skemmst frá því að segja að mánuðirnir þrír hafa ekki verið eins sólarlitlir í Reykjavík síð- an árið 1984, eða í 34 ár. Þetta kem- ur fram í yfirliti Veðurstofunnar. Sólskinsstundir mældust 345 í Reykjavík þessa mánuði, 140 færri en að meðaltali áranna 1961 til 1990 og um 235 stundum færri en að meðaltali síðustu tíu ár. Þetta þýðir með öðrum orðum að höfuðborgar- búar hafa notið allt að 2,6 sólar- stundum færra dag hvern í sumar að meðaltali. Á Akureyri mældust sólskins- stundirnar 431, sem er 39 stundum undir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 55 stundum færra en að jafnaði í sömu mánuðum síðustu tíu ára. Hlýtt eystra en svalt syðra Sumarið hefur verið hlýtt á Austurlandi. Á sunnan- og vestan- verðu landinu hefur verið fremur svalt og sérlega sólarlítið. Heildar- úrkoma og úrkomudagafjöldi var vel yfir meðallagi á Norðurlandi. Meðalhiti í Reykjavík var 9,9 stig mánuðina þrjá, sem er jafnt meðal tali áranna 1961 til 1990 en -1,4 stig- um undir meðallagi síðustu tíu ára. Þessir þrír mánuðir hafa ekki verið eins kaldir í Reykjavík síðan árið 1993. Á Akureyri var meðalhiti mán- aðanna þriggja 10,6 stig, 0,7 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en -0,1 stigi undir meðalhita síðustu tíu ára. Úrkoma í Reykjavík mældist 198,8 millimetrar, sem er 20% um- fram meðallag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 160,4 mm, sem er 68 % umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Dagar þegar úrkoma mældist 1,0 mm eða meiri voru níu fleiri en í meðalári í Reykja- vík og 14 fleiri á Akureyri. Fyrstu átta mánuði ársins hefur úrkoma verið 37% umfram meðallag í Reykjavík og 33% umfram meðal- lag á Akureyri. sisi@mbl.is Sólarminnsta sumarið síðan 1984 Morgunblaðið/Eggert Sumarið Regnhlífar oft á lofti. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Nýtt veitingahús, Reykjavík Kitchen, hefur verið opnað á Rauðarárstíg 8. Staðurinn er að hluta til í eigu sömu fjölskyldu og rekur veitingastaðinn Old Iceland Restaurant á Laugavegi 72. Eigendur Reykjavík Kitchen eru systkinin Páll Þórir Rúnarsson og Ólafur Þór og Fjóla Guðmundsbörn og makar þeirra. Lilja Margrét Bergmann, eiginkona Ólafs, mun að mestu leyti reka staðinn. Nýi staðurinn hefur verið í undirbúningi síðan í maí og hefur húsnæðið allt verið tekið í gegn og innréttað á nýj- an hátt. „Við höfum lagt sál og hjarta í þennan stað og erum bjart- sýn á að þetta muni ganga vel,“ seg- ir Lilja. Íslensk matargerð Hún segir nafnið á nýja staðnum, Reykjavík Kitchen, tengjast áherslu á íslenska matargerð. „Við völdum þetta nafn því við ætlum að vera með hefðbundinn ís- lenskan mat. Við notum íslenskt hráefni og verðum með ferskan fisk á hverjum degi. Vildum höfða jafnt til Íslendinga sem og ferðamanna,“ segir Lilja Margrét. Spurð um staðarvalið bendir hún á að fjöldi ferðamanna eigi leið um svæðið og þá séu margir gististaðir í nágrenninu. Með Hlemmi Mathöll og nýjum hótelum, meðal annars CenterHotel Miðgarði, hafi aðdráttarafl svæðisins aukist. Rauðarárstígur sé að styrkja sig í sessi sem veitingagata. „Við erum bjartsýn. Við erum með gott hráefni og góðan mat og höfum trú á að margir komi til okkar. Við erum nýbúin að taka úr lás en höfum ekki auglýst mikið. Það er nóg að gera á Old Iceland og erum við því bjart- sýn fyrir næstu ár,“ segir Lilja Mar- grét um horfurnar í rekstrinum. Reykjavík Kitchen rúmar ríflega 40 manns í sæti. Forréttir kosta 1.590- 2.190 kr. Aðalréttir kosta 2.990- 4.990 kr. en í hádeginu, frá kl. 11.30- 15:00, er boðið upp á fisk dagsins á 1.990 kr. og snitzel á 1.890 kr. Bjóða íslenska matargerð á Rauðarárstíg  Nýr veitingastaður, Reykjavík Kitchen, hefur verið opnaður  Eigendur reka annað veitingahús Morgunblaðið/Árni Sæberg Á Rauðarárstíg Staðurinn er steinsnar frá Hlemmi í Reykjavík.Reykjavík Kitchen Lilja Margrét (t.v.) og Fjóla Guðmundsdóttir á nýja staðnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.