Morgunblaðið - 05.09.2018, Page 11

Morgunblaðið - 05.09.2018, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin • Bolir • Túnikur • Blússur • Peysur • Vesti • Jakkar • Buxur 1988 - 2018 Nýjar glæsilegar haustvörur Eigum alltaf vinsælu bómullar- og velúrgallana í stærðum S-4XL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Við höfum áhyggjur af því að nem- endur hverfi inn í sýndarveröldina og lokist þar af. Verði ónothæfir í raunveruleikanum. Okkur líst ekki á það en það getur verið að við séum svartsýn,“ segir Ólafur Arngríms- son, skólastjóri Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði. Umsjónarkennar- ar fóru þess á leit við nemendur í upphafi skólaárs að þeir kæmu ekki með snjallsíma í skólann fyrsta mánuðinn. Ólafur segir að börnin hafi tekið þessum tilmælum furðanlega vel. Foreldrarnir séu mjög jákvæðir. „Krakkarnir tóku ekki svo djúpt í árinni en hafa látið þetta yfir sig ganga. Þau viðurkenna að þau tali meira saman í skólabílnum og í frí- mínútum í skólanum,“ segir Ólafur. Þá merkir hann breytt atferli. Nem- endur séu ekki lengur gangandi á eftir skjánum heldur eigi í samskipt- um við fólkið í kringum sig. Þyki sjálfsagt að halda áfram Enginn hefur komið með síma í skólann, það sem af er. Tekur Ólaf- ur fram að Stórutjarnaskóli sé fá- mennur, þar eru 40-50 börn, og auð- veldara að fylgja þessu eftir en í stærri skólum. Þótt snallsímatil- mælin gildi í mánuð reiknar Ólafur með að framhald verði á. „Við hót- um engu en þegar mánuðurinn verður liðinn vonumst við eindregið til þess að menn átti sig á því að þetta hefur marga jákvæða þætti í för með sér og sjálfsagt þyki að halda þessu áfram.“ Tilmælin um að skilja snjallsíma eftir heima grundvallast á þeim rök- um að ofnotkun þeirra getur haft neikvæð áhrif á félagsleg tengsl, virkni og líðan nemenda. Ólafur hef- ur einnig áhyggjur af áhrifum notk- unar þeirra á móðurmálið þar sem umhverfið í símunum er mikið á ensku. Kennarar og nemendur í Stóru- tjarnaskóla nota tölvur við námið og það breytist ekki. Ólafur segir að reynt sé að gera það á markvissan hátt í verkefnum sem unnið er að. „Að okkar mati er eðlilegra að nota þessi tæki sem verkfæri en að láta þau algerlega yfirtaka lífsmynstur fólks. Komið hefur í ljós að mann- skepnan er opin fyrir þessum nýj- ungum og notkunin verður fíkn eins og tóbak og brennivín. Það er ekki hlutverk skóla að gera börn að fíkl- um á neinn hátt,“ segir Ólafur. Ljósmynd/Jónas Reynir Helgason Stórutjarnaskóli Skólinn er fámennur sveitaskóli í Þingeyjarsveit. Merkja breytt atferli nemenda  Snjallsímarnir heima í einn mánuð Mark Avery, breskur dýravernd- unarsinni, afhenti í gær Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra lista með undirskriftum 1.350 ein- staklinga sem hvetja ráðherrann til að beita sér fyrir því að Ísland láti af hvalveiðum. Þeir sem rituðu undir áskorun- ina eru frá 22 ríkjum, flestir frá Bretlandi en einnig má á listanum finna fólk frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum, meginlandi Evr- ópu, Ástralíu og Suður-Ameríku svo fátt eitt sé nefnt. Undirskrift- unum var safnað á hátíð fuglaskoð- ara við vatnið Rutland á Englandi dagana 17. til 19. ágúst síðastliðinn. Í áskoruninni kemur m.a. fram að Vinstri græn séu þekkt fyrir að vera á móti hvalveiðum. „Við vitum líka að þú vilt að látið verði af hval- veiðum og við styðjum þig í þeirri vinnu. Vinsamlegast gerðu allt sem þarf svo binda megi enda á þessa hræðilegu iðju sem skaðar svo mjög ímynd þíns fallega lands,“ segir þar. Þá segir Avery að Katrín hafi á fundi þeirra lofað ítarlegri skoðun á sjálfbærni hvalveiða við Íslands- strendur þar sem m.a. yrðu könnuð efnahagsleg og samfélagsleg áhrif veiðanna. Hvetja ráðherra til að beita sér Hvalavinir Katrín Jakobsdóttir og Mark Avery ræddu hvalveiðar. Rúmeni hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga 24 ára gamalli konu á síðasta ári. Í ákæru var hann sakaður um að hafa beitt konuna ofbeldi og ólögmætri nauðung, er hann greip í hár hennar og þvingaði hana til að hafa við sig munnmök áður en hann reyndi svo að hafa við hana samræði í enda- þarm eða leggöng. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykja- ness 10. ágúst síðastliðinn og var framburður konunnar trúverðugur að mati dómara, en framburður ákærða ekki standast skoðun. Konan lýsti því fyrir dómi að eftir nauðgunina hefði hún farið að nota vímuefni til að sefa sársauka sinn. Þá sagðist hún að mestu hafa dvalið erlendis frá brotinu, til þess að eiga ekki á hættu að hitta ákærða. Enn- fremur lýsti hún því fyrir dómi að fyrst hefði hún ekki verið mótfallin því að veita manninum munnmök, en svo hefði hann viljað ganga lengra. Hún svo neitað og þá hefði maðurinn firrst við og kom til stimpinga milli þeirra. Eftir þessi atvik hitti konan ásamt systur sinni lögregluþjóna vegna málsins. Annar þeirra bar vitni fyrir dómi og sagði konuna „nokkuð skýra og trúverðuga“, eins og segir í dóminum. Lögregluþjónn- inn sagðist hafa tilkynnt varðstjóra um málið og að sá hefði tekið ákvörðun um að fara ekki með brotaþola á neyðarmóttöku vegna kynferðisafbrota, þangað sem kon- an fór svo næsta dag. – Konan hefur átt við áfallastreituröskun stríða eftir nauðgunina, að því er fram kemur í vottorði sálfræðings. Maðurinn, sem neitaði sök í mál- inu, var dæmdur til þess að greiða konunni 1,4 millj. kr. í miskabætur, auk 2,7 millj. kr. í sakarkostnað. Þriggja ára fang- elsi fyrir nauðgun  Ofbeldi og nauðung  Áfallastreita Morgunblaðið/Ómar Héraðsdómur Dómhúsið við Fjarð- argötu í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.