Morgunblaðið - 05.09.2018, Page 15

Morgunblaðið - 05.09.2018, Page 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mikill árangur hefur náðst í um- hverfismálum á Landspítalanum síð- ustu ár. Með markvissu átaki hefur tekist að minnka plastnotkun á ákveðnum sviðum og auka hlutfall úrgangs sem fer til endurvinnslu. Rúmlega fjög- ur tonn af úr- gangi falla til frá Landspítalanum á hverjum degi. Þar af eru ríflega 1,2 tonn send til endurvinnslu og hefur hlutfallið aukist jafnt og þétt síðustu ár. „Við settum okkur umhverfisstefnu árið 2012. Þá var hlutfall þess sem fór til endurvinnslu 15% en síðan höfum við innleitt mjög skipulega flokkun. Á síðasta ári náð- um við markmiði okkar og endur- vinnum nú 31% alls en markmiðið var að ná 30%. Þetta er hærra hlut- fall en á Karólínska sjúkrahúsinu, sem er spítali sem við horfum mikið til,“ segir Hulda Steingrímsdóttir, umhverfisstjóri Landspítalans. Hulda segir að það sé erfið glíma að minnka plastnotkun á sjúkrahúsi. „Við getum ekki verið án plasts í eina sekúndu en við reynum að minnka sóun og gera kröfur í út- boðum. Starfsfólk hefur líka verið mjög hjálplegt með hugmyndir,“ segir Hulda í samtali við Morgun- blaðið. Meðal breytinga sem hafa verið innleiddar er að hætt var að nota plast utan um þvottavagna á spítal- anum og skipt yfir í margnota yfir- breiðslur í staðinn. Það þýddi 10 tonnum minna í innkaupum á plasti á ári hverju. Sparnaðurinn nam um sex milljónum króna, á verðlagi árs- ins 2012. „Nú erum við hætt að kaupa plast- mál á spítalanum en notum pappa- mál. Við þurfum að geta boðið upp á þennan valkost fyrir sjúklinga í ein- angrun og fyrir gesti. Þarna munar um minna því árið 2017 notuðum við 920 þúsund einnota glös, eða um það bil 2.500 á dag. Pappaglösin eru auk þess ódýrari. Það er nefnilega ekki rétt sem stundum er sagt að það sé alltaf dýrara að vera umhverfis- vænn,“ segir Hulda. Þá hefur miklu verið breytt í mötuneyti spítalans. „Starfsfólk er oft tímabundið og sækir sér mat í mötuneytið. Á sínum tíma vorum við með frauðbakka. Það fóru um 123 þúsund slíkir á ári. Árið 2015 hætt- um við með þá og bjóðum nú upp á margnota matarbakka.“ Ekki er hægt að slá af kröfum um hreinlæti og öryggi í starfi spítalans en ákveðinn árangur hefur þó náðst. Að sögn Huldu fá rannsóknarstofur mikið af viðkvæmum efnum sent að utan sem nú er endurunnið. Þá hefur tekist að innleiða notkun á efnis- minna plasti við sýnatökur. „Við vor- um að kaupa 120 þúsund sýnaplöst á ári af Múlalundi en notum nú minna af plasti. Það sparar 350 kíló í úr- gang á ári. Þetta telur allt.“ Skipta 920.000 plastglösum yfir í pappa  Ríflega 1,2 tonn af úrgangi fara til endurvinnslu af Landspítalanum dag hvern  Hlutfallið komið í 31%  Umhverfisvænt þarf ekki að vera dýrara  Minna plast við sýnatökur og í mötuneytinu Hulda Steingrímsdóttir Endurvinnsla á Landspítalanum 920.000 einnota glös voru notuð árið 2017 eða 2.500 dag hvern 123.000 frauð-bakkar voru notaðir á ári hverju áður en skipt var yfir í margnota bakka 1,2 tonn af því faratil endurvinnslu 31% 10 tonn af plasti spöruðust með því hætta að nota plast utanum þvotta- vagna á spítalanum 4 TONN af úrgangi falla til á hverjum degi eða um VIÐ ERUM Í RUSLI Meðfram störfum sínum fyrir Landspítalann starfar Hulda Steingrímsdóttir sem verkefnis- stjóri loftlagsstefnu Stjórnar- ráðsins. Meðal verkefna er að innleiða Græn skref í ríkis- rekstri. „Ráðuneytin hafa verið að gera ýmislegt þó að það fari ekki hátt. Það er verið að minnka orkusóun, minnka einnota inn- kaup og skoða hvernig viðburðir eru skipulagðir. Ráðuneytin eiga að minnka kolefnisspor sitt og þá er stærsti áhrifavaldurinn flugferðir. Með góðum fjarfunda- búnaði höfum við tök á að draga úr þeim í einhverjum tilvikum.“ Þá gefst starfsmönnum stjórn- arráðsins nú kostur á að nýta sér deilibíl, sem kemur sér vel ef fólk þarf að útrétta yfir daginn. Það getur þá með góðri sam- visku komið á reiðhjóli eða með Strætó til vinnu án þess að hafa áhyggjur af því að bíll sé ekki til- tækur. Í september býðst starfs- fólki ráðuneytanna svo að prófa rafhjól í vikutíma. „Það er bæði umhverfisvænt og heilsu- samlegt,“ segir Hulda. Rafhjól í ráðuneytin GRÆN SKREF INNLEIDD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.