Morgunblaðið - 05.09.2018, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018
Veit á vandaða lausn
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
Sérhæft fagfólk Fastus leggur metnað sinn í að finna lausnir og
aðstoða þig við val á endurhæfingar-, hjúkrunar- og hjálpartækjum.
FASTUS LÉTTIR
ÞÉR LÍFIÐ
Kíktu á úrvalið hjá okkur í Síðumúla 16 eða í nýrri vefverslun okkar fastus.is
Gemino göngugrindur • Léttar og auðstillanlegar • Falla auðveldlega saman
• Körfupoki fylgir, hægt að taka af • Endurskinsmerki á hliðum • Gott úrval aukahluta • Litur: silfurgrár
GEMINO 20
39.500 kr. m.vsk
GEMINO 60
70.300 kr. m.vsk
GEMINO 30
92.800 kr. m.vsk
Gemino
göngugrin
dur
eru í sam
ningi við
Sjúkratry
ggingar
Íslands
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Nýjustu kannanir benda til þess að
lítill munur sé á fylgi gömlu fylking-
anna tveggja í sænskum stjórnmálum
og að atkvæði óákveðinna kjósenda
ráði úrslitum um hvor þeirra verði
stærri í þingkosningunum í Svíþjóð á
sunnudaginn kemur.
Nýjasta könnun rannsóknafyrir-
tækisins Inizio fyrir Aftonbladet
bendir til þess að fylgi Sósíaldemó-
krata hafi aukist síðustu daga og sé
nú 24,6%. Ef fram fer sem horfir er
þó líklegt að flokkurinn fái minna
fylgi en nokkru sinni fyrr frá því að
hlutfallskosningar voru teknar upp í
Svíþjóð fyrir rúmri öld. Könnunin var
gerð dagana 27. ágúst til 3. septem-
ber og á þessum tíma mældist fylgi
flokksins 1,5 prósentustigum meira
en í könnun Inizio 25.-30. ágúst.
Fréttaskýrandi Aftonbladet segir
líklegt að fylgisaukninguna megi
rekja til þess að Sósíaldemókratar
lofuðu í vikunni sem leið að gera for-
eldrum barna á aldrinum fjögurra til
sextán ára kleift að fara í frí á launum
í fimm daga þegar börnin eru í fríi frá
skóla. Fréttaskýrandinn telur að með
þessu hafi Sósíaldemókrötum tekist
að auka fylgi sitt á kostnað Vinstri-
flokksins, sem á rætur að rekja til
Kommúnistaflokks Svíþjóðar og hef-
ur stutt minnihlutastjórn Sósíal-
demókrata og Umhverfisflokksins.
Nýjasta könnun Inizio bendir til þess
að fylgi Vinstriflokksins sé nú 9,4 %,
og Umhverfisflokksins 5,0%.
Stjórn með stuðningi SD?
Samkvæmt könnuninni er hægri-
flokkurinn Moderaterna næststærsti
flokkurinn, með 19,2% fylgi, 1,7 pró-
sentustigum minna en á fyrri helm-
ingi ágústmánaðar. Hann er í kosn-
ingabandalagi með þremur minni
flokkum; Miðflokknum (8,4% fylgi),
Kristilegum demókrötum (6,5%) og
Frjálslynda flokknum (6,0%).
Ef marka má könnun Inizio mælist
fylgi Svíþjóðardemókratanna (SD)
17,3% og hefur það minnkað um 3,2
prósentustig frá því í júní. Hafa þarf
þó í huga að kjörfylgi Svíþjóðardemó-
kratanna hefur alltaf verið meira en í
síðustu könnunum fyrir kosningar.
Nokkrir sænskir fréttaskýrendur
telja því enn hugsanlegt að flokkur-
inn verði næststærsti eða jafnvel
stærsti flokkur landsins eftir kosn-
ingarnar.
Könnun Inizio bendir til þess að
Sósíaldemókratar, Umhverfis-
flokkurinn og Vinstriflokkurinn séu
með samanlagt 39% fylgi. Bandalag
mið- og hægriflokkanna fjögurra er
með 40,1%.
Munurinn er því mjög lítill, 1,1 pró-
sentustig, eða 63.000 kjósendur.
Fimm sinnum fleiri, 335.000 kjósend-
ur, eða 5,4%, hafa ekki enn gert upp
hug sinn og gætu ráðið úrslitum um
hvers konar ríkisstjórn verður mynd-
uð eftir kosningarnar.
Leiðtogar mið- og hægriflokkanna
fjögurra hafa sagt að þeir hyggist
mynda ríkisstjórn saman án stuðn-
ings Svíþjóðardemókratanna á
þinginu. Könnun Inizio bendir þó til
þess að 64% stuðningsmanna Mod-
eraterna séu nú hlynnt því að flokk-
arnir fjórir myndi minnihlutastjórn
með slíkum stuðningi SD á þingi fái
hvorug gömlu fylkinganna meiri-
hluta. Um helmingur stuðnings-
manna allra flokkanna fjögurra er
hlynntur þessu. Stuðningurinn við
slíka stjórnarmyndun er þó mismikill
í flokkunum og minnstur í Miðflokkn-
um. Aðeins 8% stuðningsmanna hans
vilja slíka stjórn í skjóli Svíþjóðar-
demókratanna.
Leiðtogar hægri- og miðflokkanna
fjögurra hafa ekki léð máls á
stjórnarsamstarfi við Svíþjóðardemó-
kratana vegna stefnu þeirra í innflytj-
endamálum og ásakana um að þeir ali
á kynþáttahatri. Flokkurinn á rætur
að rekja til hreyfinga sem voru bendl-
aðar við nýnasisma. Á meðal stofn-
enda hans árið 1988 voru nokkrir nas-
istar, þ. á m. Gustaf Ekström sem
gekk í flokk sænskra nasista 1932 og
síðan í Waffen-SS-hersveitir þýskra
nasista í síðari heimsstyrjöldinni.
Flokkurinn hefur reynt að þvo af
sér nasistastimpilinn undir forystu
Jimmie Åkesson, sem varð leiðtogi
hans árið 2005. Åkesson tilkynnti í
október 2012 að flokkurinn hefði
„ekkert umburðarlyndi gagnvart
kynþáttahatri eða öfgum“ og nokkr-
um félögum hans var vikið úr flokkn-
um. Nokkrir fulltrúar flokksins í
sveitarstjórnum og fleiri félagar hans
hafa þó virt yfirlýsinguna að vettugi
með yfirlýsingum sínum. Þjóðernis-
flokkurinn á því langt í land með að
þvo af sér öfgastimpilinn, að sögn
Jens Rydgrens, sænsks félagsfræð-
ings sem sérhæfir sig í rannsóknum á
róttækum hreyfingum í Evrópu.
Óvissa framundan
Líklegt þykir að niðurstaða kosn-
inganna leiði til mikillar óvissu í
stjórnmálum Svíþjóðar. Hugsanlegt
er að mynduð verði veik minnihluta-
stjórn eða að stjórnarkreppa verði til
þess að kjósa þurfi aftur.
Verði Sósíaldemókratar áfram
stærsti flokkurinn er talið líklegt að
leiðtogi hans, Stefan Löfven forsætis-
ráðherra, reyni að mynda nýja minni-
hlutastjórn með Umhverfisflokknum.
Hugsanlegt er einnig að Löfven leiti
eftir stjórnarsamstarfi við tvo flokka í
mið- og hægribandalaginu, þ.e. Mið-
flokkinn og Frjálslynda flokkinn.
Svíþjóðardemókratarnir hafa sagt
að ef Löfven myndi nýja minnihluta-
stjórn ætli þeir að reyna að fella hana,
t.a.m. þegar atkvæði verði greidd um
ný fjárlög síðar á árinu.
Ulf Kristersson, leiðtogi Moderat-
erna, vonast til að geta myndað ríkis-
stjórn eftir kosningarnar með sam-
starfsflokkunum þremur. Hann
myndi þá líklega þurfa að tryggja
stjórninni stuðning Svíþjóðar-
demókratanna á þinginu. Auki þjóð-
ernissinnarnir fylgi sitt í kosningun-
um, eins og kannanirnar bendir til,
má búast við því að þeir krefjist þess
að fjórflokkabandalagið fallist á til-
slakanir, sem það hefur hingað til
ekki léð máls á, eða að áhrif
Svíþjóðardemókratanna verði aukin í
þingnefndum.
Óákveðnir gætu ráðið úrslitum
Munurinn á fylgi gömlu bandalaganna tveggja í Svíþjóð er aðeins eitt prósentustig, eða 65.000 kjós-
endur Fimmfalt fleiri hafa ekki gert upp hug sinn Bæði bandalögin langt frá því að ná meirihluta
AFP
Á atkvæðaveiðum Stefan Löfven forsætisráðherra hefur reynt að höfða til
barnafjölskyldna og ræðir hér við feðgin á leikskóla í Stokkhólmi.
Skipting þingsætanna í lok kjörtímabilsins
Sænska þingið, Riksdagen
Heimild: Riksdagen.se
Vinstriflokkurinn
Sósíaldemókratar
Umhverfisflokkurinn
Hægriflokkurinn Moderaterna
Kristilegir demókratar
Óháðir
113
25
42 8 19
22
83
1621
Svíþjóðardemókratarnir
M
in
ni
hl
ut
as
tjó
rn
m
eð
stu
ðn
ing
i Vi
nstr
iflok
ksins
Frjálslyndi flokkurinn
Miðflokkurinn
Þarf að kjósa aftur?
» Hefð er fyrir því að forseti
fráfarandi þings í Svíþjóð ræði
við leiðtoga stjórnmálaflokk-
anna eftir kosningar, tilnefni
síðan forsætisráðherraefni og
leggi til að hann fái umboð til
að mynda ríkisstjórn.
» Nýtt þing greiðir síðan at-
kvæði um tillögu þingforsetans
og boða þarf til nýrra kosninga
ef þingið hafnar tillögum hans
fjórum sinnum.
» Kosningum hefur ekki verið
flýtt í Svíþjóð vegna stjórnar-
kreppu frá árinu 1958.
París. AFP. | Stjórnvöld í Frakklandi
sögðu í gær að sjóher landsins væri
undir það búinn að senda herskip til
að koma í veg fyrir frekari átök milli
franskra og breskra fiskibáta vegna
deilu um veiðar á hörpudiski innan
tólf mílna fiskveiðilögsögu Frakk-
lands í Ermarsundi.
Deilan hefur verið kölluð „hörpu-
diskstríðið“ og snýst um veiðar á
hörpudiski undan strönd Normandí,
nálægt mynni Signu. Til að vernda
stofninn hefur frönskum bátum að-
eins verið heimilað að veiða hörpu-
disk á svæðinu frá október til maí.
Samkvæmt samkomulagi sem náðist
í fyrra eru breskir bátar undan-
þegnir þessari veiðitakmörkun ef
þeir eru minna en fimmtán metrar á
lengd. Franskir sjómenn vilja að
undanþágan verði afnumin. Upp úr
sauð í deilunni fyrir viku þegar til
átaka kom milli fimm breskra báta
og tuga franskra. Nokkrir þeirra
sigldu hver á annan.
Embættismaður bresku ríkis-
stjórnarinnar sagði að samkvæmt
hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóð-
anna ættu stjórnvöld í Frakklandi að
bregðast við átökunum þar sem þau
urðu í lögsögu landsins.
Stéphane Travert, landbúnaðar-
ráðherra Frakklands, sagði í sjón-
varpsviðtali í gær að sjóher landsins
væri undir það búinn að „blanda sér
í deiluna ef átök hefjast aftur“. „Við
verðum að leysa deiluna því að þetta
getur ekki haldið svona áfram,“
sagði hann og bætti við að þörf væri
á nýju samkomulagi til að vernda
hörpudiskstofninn.
Fulltrúi breskra sjómanna, sem
tekur þátt í viðræðum um málið við
Frakka, kvaðst ekki vera vongóður
um að sátt næðist í deilunni á fundi
sem ráðgerður er í dag.
Frönskum her-
skipum beitt?
„Hörpudiskstríð“ í Ermarsundi
AFP
Þrætuepli Hörpudiskur á markaði í
Lé Tréport í Norður-Frakklandi.