Morgunblaðið - 05.09.2018, Page 19

Morgunblaðið - 05.09.2018, Page 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018 Líf og fjör Þau sem eru í Háskóladansinum tóku sporið á Háskólatorgi í gær og kynntu fyrir nýnemum dansnámskeið sem eru í boði. Nýnemadagar standa yfir þessa vikuna í Háskóla Íslands. Árni Sæberg Auðvitað er ekki allt í himnalagi hjá okkur Íslendingum. Það er ýmislegt sem betur má fara. En í flestu er staða okkar öfunds- verð og tækifærin eru til staðar. Tækifærin renna okkur hins vegar úr greipum ef við mæt- um ekki þeim áskor- unum sem við blasa. „Lífskjör á Íslandi eru góð, með þeim bestu meðal OECD-ríkja, og ójöfnuður lítill í alþjóðlegum sam- anburði,“ skrifar dr. Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði, í upphafi rit- gerðar um stöðu efnahagsmála í að- draganda kjarasamninga, sem unnin var að beiðni forsætisráðuneytisins. Hann bendir á að hagkerfið hafi náð sér eftir áfallið 2008 og að „helstu hagstærðir hafa aldrei verið jafn hagstæðar og um þessar mundir“. Opinber umræða – jafnt fjölmiðla, stjórnmála og álitsgjafa – endur- speglar illa þessa staðreynd. Og dr. Gylfi bendir á hið augljósa, sem æ færri virðast muna eftir: „Lífskjör þjóðarinnar ráðast af framleiðni, atvinnustigi, viðskipta- kjörum og erlendri skuldastöðu. Kjarasamningar hafa áhrif á skipt- ingu tekna á milli hagnaðar og launa og hlutfallsleg laun einstakra stétta en þegar til lengri tíma er litið skipt- ir hagvöxtur mestu máli fyrir þróun lífskjara. Þannig hefur 5% hag- vöxtur í för með sér að lífskjör verða tvöfalt betri á 14 árum en við 1% hagvöxt gerist það á 70 árum, svo dæmi sé tekið. Miklu máli skiptir því að búa atvinnulífi hagstætt um- hverfi.“ Með öðrum orðum: Sókn til bættra lífskjara verður ekki án þess að byggja undir atvinnulífið – tryggja hagstætt umhverfi fyrir lítil jafnt sem stærri fyrirtæki. Gefa þeim tækifæri til að auka verðmæta- sköpun – auka framleiðni – og gera þeim kleift að standa undir hærri launum. Það þarf frjóan jarðveg fyr- ir ný fyrirtæki og hvetja ungt fólk til að stofna fyrirtæki. Byggja undir framtaksmanninn. Þetta verður ekki gert með opinberum af- skiptum og tilskipun- um, heldur með því að horfast í augu við þá staðreynd að stjórn- kerfið hefur vaxið okk- ur yfir höfuð. Við þurf- um ekki niðurskurð heldur uppskurð á kerfinu, gera það ein- faldara og skilvirkara. Aukinn kaupmáttur Þótt horfur séu á hægari hagvexti á næstu árum en við höfum notið síð- ustu ár eru efnahagslegar aðstæður í flestu hagstæðar, eins og kemur vel fram í ritgerð dr. Gylfa Zoëga. Sterkt gengi krónunnar, samhliða verulegri hækkun launakostnaðar, hefur að vísu dregið úr samkeppn- ishæfni íslenskra fyrirtækja. Lækk- un vaxta og lægri álögur, skilvirkara regluverk, samhliða aukinni fram- leiðni er skynsamlegasta leiðin til að tryggja stöðu íslensks atvinnulífsins til lengri tíma. Gert er ráð fyrir 2,9% hagvexti á þessu ári borið saman við 3,6% vöxt á liðnu ári. Í þjóðhagsspá Hagstof- unnar fyrr í sumar er reiknað með 2,7% hagvexti á næsta ári. Á árunum 2020-2023 er spáð að hagvöxtur verði á bilinu 2,5-2,7%. Atvinnuleysi er lítið eða 2,5% í júlí samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstof- unnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísi- tala neysluverðs hækkað um 2,6% en vísitalan án húsnæðis hefur hækkað um 1,3%. Launavísitalan hefur hækkað um 6,3% og vísitala kaup- máttar um 3,5%. Frá ársbyrjun 2013 hefur launavísitalan hækkað 51% og kaupmáttur launa um 29%. Líkt og hænuskref – en í rétta átt Heildarskuldir ríkissjóðs námu 36% af vergri landsframleiðslu í lok síðasta árs og höfðu lækkað úr 86% frá árinu 2011 þegar skuldirnar náðu hámarki. Samkvæmt fjármála- áætlun er reiknað með að skulda- hlutfallið verði komið niður í 21% af landsframleiðslu árið 2023. Vöxtur landsframleiðslunnar, og góður ár- angur við stjórn efnahags- og ríkis- fjármála eru meginástæða þessa mikla árangurs, samhliða fullum endurheimtum og hagstæðu upp- gjöri við slitabú fjármálafyrirtækja. Almenningur nýtur lægri skulda rík- issjóðs í formi lægri vaxtagjalda, sem auka svigrúm ríkissjóðs til að lækka álögur og bæta þjónustu og auka fjárfestingu í innviðum. Takist að halda áfram á sömu braut verða vaxtagjöld ríkissjóðs nær 46 millj- örðum króna lægri árið 2023 en 2009 þegar þau námu alls 84,3 milljörðum króna. Sparnaðurinn er nokkru meiri en heildarútgjöld til sam- göngu- og fjarskiptamála á komandi ári samkvæmt fjármálaáætlun. Þessi góði árangur skiptir miklu. Framlög til heilbrigðismála og ann- arra velferðarmála hafa verið stór- aukin og fjármálaáætlun næstu fimm ára gerir ráð fyrir að útgjalda- aukningin haldi áfram. En um leið hafa ýmsir skattar verið lækkaðir, þótt oft finnist mér eins og aðeins séu tekin hænuskref í þeim efnum – en skref í rétta átt. Fyrir launafólk skiptir það máli að milliþrep tekju- skatts var fellt niður og lægra þrepið lækkað. Afnám almennra vörugjalda hefur skilað almenningi ávinningi sem og afnám tolla af flestum vörum. Skattfrelsi séreignasparn- aðar sem nýttur er til íbúðakaupa hefur skipt ungt fólk miklu. Ég hef áður bent á að við, sem viljum draga úr umsvifum ríkisins, lækka skatta á almenning og fyrir- tæki, ýta undir framtaksmennina og einfalda leikreglurnar, erum í minni- hluta á þingi. Við þurfum að glíma við þingmenn sem líta á vasa al- mennings og fyrirtækja sem hlað- borð – einskonar All-you-can-eat til- boð fyrir útgjaldaglaða stjórnmála- menn. Áskoranir þrátt fyrir hagsæld Hagsældin er ekki án áskorana til lengri og skemmri tíma. Kjarasamn- ingar verða ekki einfaldir en upp- stokkun tekjuskattskerfisins gæti orðið þungt lóð á vogarskálarnar til að tryggja stöðugleika og kaupinn kaupmátt. Ferðaþjónustan verður ekki sami aflvaki hagvaxtar á næstu árum og hún hefur verið. Ytra um- hverfi sjávarútvegs er í mörgu óhag- stætt og þungar skattbyrðar geta, að öðru óbreyttu, knésett fyrirtæki. Erfiðleikar í sauðfjárrækt hafa al- varleg áhrif á fjölmörg byggðarlög. Íslenskur landbúnaður – sem hefur náð ótrúlegum árangri í að auka hagkvæmni – þarf að mæta aukinni samkeppni. Slíkt er eðlilegt og heil- brigt ef leikreglurnar tryggja jafn- ræði. Ekkert land sem vill tryggja fullveldi sitt gagnvart öðrum þjóð- um, getur leyft sér að fórna eigin matvælaöryggi. Popúlistar lofa al- menningi ódýrum matvælum og eru tilbúnir til að fórna öflugri og heil- brigðri innlendri framleiðslu á altari lýðskrumsins. Flutningskerfi raforku þarfnast endurnýjunar og stendur atvinnu- þróun um allt land fyrir þrifum. Réttlátar breytingar á trygginga- kerfi öryrkja hafa ekki verið gerðar og enn búa margir eldri borgarar við þröngan kost. Uppbyggingu heil- brigðiskerfisins er langt í frá lokið en ég óttast að við séum að stefna í ranga átt. Í stað þess að nýta hæfi- leika og krafta heilbrigðisstarfsfólks sem starfar sjálfstætt, erum við að auka óhagræðið, bæta við ríkisrekst- urinn, auka kostnað. Þjónusta verð- ur lakari. Grunneining samfélagsins Í amstri hversdagsins þar sem leitað er lausna á vandamálum dags- ins gefst sjaldan tími til að líta til langrar framtíðar. Forystumenn launafólks horfa eðlilega á næsta kjarasamning og til þess tíma sem hann er í gildi – vega og meta hvaða ávinningi hann færir umbjóðendum þeirra. Stjórnmálamönnum hættir til að miða allt sitt starf við yfir- standandi kjörtímabil (sem hafa ver- ið stutt síðustu ár). Fyrir margra eru næstu mánaðamót nægjanlegt áhyggjuefni. En þrátt fyrir áhyggjur og vafstur hversdagsins verðum til að móta skýra framtíðarsýn og marka stefnu í hvernig við byggjum upp sam- félagið til langrar framtíðar. Stærsta áskorun komandi ára og áratuga er að takast á við breytta aldurssamsetningu þjóðarinnar og lækkandi fæðingartíðni. Að óbreyttu stefnir í að eftir 2060 verði fleiri utan vinnumarkaðar en þeir sem eru starfandi. Auðvitað eru það góðar fréttir að lífaldur okkar Íslendinga er stöðugt að lengjast og við eigum eitt öflugasta lífeyriskerfi í heimi. En við komust ekki hjá því að lengja starfsævina og ná árangri í að draga úr nýgengni örorku. Við þurfum að stórauka fjárfestingu í baráttu gegn lífsstílstengdum sjúkdómum og starfsendurhæfingu. Og við þurfum að hefja fjölskylduna aftur til vegs og virðingar. Fjölskyldan er grunneining sam- félagsins og þess vegna á stefna í skattamálum að taka mið af fjöl- skyldunni og styrkja hana sem grunneiningu en ekki veikja. Við þurfum sameiginlega að koma í veg fyrir að framgangur foreldra (móð- ur) sé settur á frost af vinnuveitenda vegna barneigna. Atvinnurekendur – einkaaðilar og opinberir – verða að innleiða ný vinnubrögð og nýtt hug- arfar. Skipulag opinberrar þjónustu verður að taka mið af þörfum fjöl- skyldunnar; allt skólakerfið þar að vera sniðið að fjölskyldum, líkt og heilbrigðisþjónusta, fæðingarorlof o.s.frv. Hið sama gildir um húsnæð- ismál, skipulags- og samgöngumál. Það er hægt að segja þetta með einföldum hætti: Við eigum að gera það aftur eftirsóknarvert að stofna fjölskyldu og eignast börn, alveg með sama hætti og við eigum að sníða regluverk atvinnulífsins með þeim hætti að það sé eftirsóknarvert að koma á fót nýju fyrirtæki, búa til ný tækifæri. Þetta er í sjálfu sér ein- falt en getur reynst flókin áskorun. Eftir Óla Björn Kárason » Fjölskyldan er grunneining sam- félagsins og þess vegna á stefna í skattamálum að taka mið af fjölskyld- unni og styrkja hana en ekki veikja. Óli Björn Kárason Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Tækifæri og áskoranir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.