Morgunblaðið - 05.09.2018, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018
Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is
Allir vilja koma að sumarbústaðnum sínum eins og þeir skildu við
hann og tryggja öryggi sitt og sinna sem best. Öryggisbúnaður, eins
og lásar, þjófavarnarkerfi, reykskynjarar og slökkvitæki, fæst í
miklu úrvali í Vélum og verkfærum.
Öryggi í sumarbústaðnum
Blaupunkt SA2700
Þráðlaust þjófavarnarkerfi
• Fullkominn GSM hringibúnaður
• Hægt að stjórna með Connect2Home-appi
• Boð send með sms eða tali
• Viðbótarskynjarar og fjöldi aukahluta fáanlegir
Verð: 39.990 kr.
OLYMPIA 9030
Þráðlaust þjófavarnarkerfi
• Mjög einfalt í uppsetningu/notkun
• Fyrir farsímakort (GSM)
• Hringir í allt að 10 símanúmer
• Allt að 32 stk. skynjarar
• 2 stk. hurða/gluggaskynjarar og fjarstýring fylgir
• Fáanlegir aukahlutir:
viðbótarfjarstýringar, glugga/hurðaskynjarar,
svæðisskynjarar PIR, reyk- og vatnsskynjarar.
Verð: 13.330 kr.
Jón Steindór Sveinsson tannlæknir á 40 ára afmæli í dag. Hannhefur rekið tannlæknastofu ásamt Þorsteini Pálssyni á Selfossi í13 ár en er fæddur og uppalinn í Kópavogi.
„Ég fór í Menntaskólann á Laugarvatni og spilaði síðan fótbolta
með Selfossi frá 1999 til 2010. Konan mín er frá Hvítanesi í Vestur-
Landeyjum og okkur leist vel á að flytja hingað á Selfoss sem við
gerðum þegar ég kláraði háskólanámið.“
Jón var lengst af fyrirliði Selfoss og er núna formaður Knatt-
spyrnudeildarinnar. Hann er búinn að sitja í stjórn frá 2011 og tók við
formennsku í fyrra, en iðkendur eru um 500 hjá Knattspyrnudeild
Selfoss.
„Fyrir utan knattspyrnu þá eru áhugamálin golf og stangveiði. Við
förum alltaf fastan rúnt í Veiðivötn, einhverja laxveiðitúra og svo fer
ég alltaf í sjóbirting á haustin.“
Eiginkona Jóns er Jensína Kristín Gísladóttir, sérkennslustjóri á
leikskólanum Hulduheimum. Börn þeirra eru Arnheiður Soffía, sem
er að verða 13 ára, Sveinn Atli 8 ára og Kári Vilberg 5 ára. Stjúpsonur
Jóns og sonur Jensínu er Ísak Andri Ármannsson 24 ára.
„Þú verður að hringja í konuna mína um hvað ég ætla að gera í til-
efni dagsins, ég mátti ekkert vita um það,“ segir Jón aðspurður. „Það
verður engin stórveisla samt. Konan mín varð fertug á árinu og þá
héldum við mikla veislu. Svo verður fagnað ærlega í haust með bekkj-
arfélögum frá Laugarvatni og mökum þeirra.“
Feðgar Jón, t.h., ásamt föður sínum, Sveini Ingvasyni í Veiðivötnum.
Fer alltaf í sjó-
birting á haustin
Jón Steindór Sveinsson er fertugur í dag
G
ísli Hólmar Jóhannes-
son fæddist 5. sept-
ember 1968 í Reykjavík
og ólst upp í Vestur-
bænum fyrstu fimm ár-
in og svo í Breiðholti, að mestu í
Seljahverfi. „Ég var tvö sumur á
Syðsta-Ósi í Miðfirði hjá frændfólki
mínu.“
Gísli hóf grunnskólanámið í Fella-
skóla, fór þaðan í Ölduselsskóla og
loks Seljaskóla. Hann stundaði
framhaldsskólanám í MR og lauk
BSc- og MSc-námi í efnafræði við
HÍ. Hann lauk doktorsprófi í eðlis-
efnafræði við University of Wash-
ington í Seattle í Bandaríkjunum.
Eftir doktorsnámið vann Gísli við
rannsóknir í eitt og hálft ár í eðlis-
fræðideild Danmarks Tekniske Uni-
versitet. Þá var honum boðið starf
hjá Lyfjaþróun hf. við rannsóknir.
„Árið 2005 gekk ég síðan til liðs við
nýstofnað fyrirtæki, Mentis Cura,
þar sem ég vann við rannsóknir á
Alzheimers-sjúkdómnum og ADHD
svo eitthvað sé nefnt. Eftir tólf ára
veru þar ákvað ég að söðla um og
snúa mér alfarið að kennslu, enda
hef ég alltaf stundað kennslu sam-
hliða annarri vinnu og hún er mín
ástríða,“ en Gísli hefur kennt við
MR, University of Washington og
Háskóla Íslands. Núna kennir Gísli
við Háskólabrú Keilis.
„Þar erum við að brúa bilið hjá
einstaklingum sem hafa flosnað upp
úr framhaldsskólanámi og ætla sér í
háskólanám. Þeir fara í eins árs nám
í það sem ég kalla hnitmiðað stúd-
entspróf. Ef einhver ætlar í háskóla-
nám í verkfræði tekur hann þá
kúrsa sem henta því námi.“
Gísli sér um alla stærðfræði-
kennsluna hjá Háskólabrú Keilis, en
Gísli Hólmar Jóhannesson, kennari og efnafræðingur– 50 ára
Afhending viðurkenningar Framúrskarandi kennari ársins 2018 ásamt Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra.
Framúrskarandi
kennari ársins 2018
Feðgarnir Gísli og Goði.
Kópavogur Úlfur
Örn Guðmundsson
fæddist 31. október
2017. Hann vó 3.202
g og var 50 cm lang-
ur. Foreldrar hans
eru Guðmundur Þór
Svanbergsson og
Hulda Guðrún
Jónasdóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is