Morgunblaðið - 05.09.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 05.09.2018, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018 Textinn í bókinni Um harð-stjórn eftir sagnfræðing-inn Timothy Snyder erekki auðveldur til þýð- ingar. Um er að ræða handbók sem reist er á tuttugu lærdómum sem höfundurinn telur að draga megi af tuttugustu öldinni. Hver lærdómur er birtur í knöppum feitletruðum texta og síðan fylgir mismunandi löng röksemd til að skýra fyrir les- andanum hvernig hann getur nýtt sér lærdóminn. Guðmundur Andri Thorsson, rit- höfundur og þingmaður Samfylk- ingarinnar, þýðir textann og ferst það vel úr hendi. Stundum vaknar spurning um hvort textinn sé of há- tíðlegur og bókmenntalegur miðað við að þetta er handbók. Lesandinn á að nýta sér bókina sem leiðarvísi við að greina strauma og stefnur í stjórnmálum líðandi stundar og skynja hvort hætta sé á ferðum – hætta um að vegið sé að rótum lýð- ræðis og frelsis. Í erlendum fréttatextum er gjarnan talað um lönd, borgir og jafnvel byggingar eins og um ger- endur sé að ræða: Þýskaland og Tyrkland deila, Washington og Moskva skiptast á fúkyrðum, Hvíta húsið mótmælir, Kreml hefur í hót- unum. Vissulega skilst þetta á ís- lensku en betra er að segja: stjórnir Þýskalands og Tyrklands deila, ráðamenn í Washington og Moskvu skiptast á fúkyrðum, talsmaður Bandaríkjaforseta mótmælir, Kremlverjar hafa í hótunum. Guð- mundur Andri velur báðar þessar leiðir í þýðingu sinni. Brot bókarinnar er lítið og hand- hægt, sem staðfestir þá ætlan höf- undar að lesandinn geti auðveldlega tekið hana með sér og gripið ofan í textann þegar tóm gefst til þess. Stjórnmál Um harðstjórn bbbbn Eftir Timothy Snyder. Þýðandi Guðmundur Andri Thorsson. Mál og menning, 2018. Kilja, 156 bls. BJÖRN BJARNASON BÆKUR Handbók gegn harðstjórum PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagins 24. september SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heimili& hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 28. september VIÐTAL Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is Leikstjórinn Baldvin Z frumsýnir kvikmynd sína Lof mér að falla á kvikmyndahátíðinni í Toronto á morgun og á Íslandi á föstudag. Myndin segir frá unglingsstúlk- unum Magneu og Stellu sem sökkva inn í heim eiturlyfja, og byggir kvik- myndin á sönnum atburðum. Birgir Örn Steinarsson skrifaði handritið ásamt Baldvini og lögðu þeir félagar á sig mikla rannsóknarvinnu til að draga upp sem trúverðugasta mynd af íslenska eiturlyfjaheiminum. Við fylgjumst með stelpunum ungum að taka sín fyrstu skref inn í heim eiturlyfja og leika Elín Sig Halldórsdóttir og Eyrún Björk Jak- obsdóttir þær Magneu og Stellu. Samhliða er saga þeirra á fullorðins- árum sögð og þá hafa Kristín Þóra Haraldsdóttir og Lára Jóhanna Jónsdóttir tekið við hlutverkunum. Dagbók fíkils upphafið „Allir atburðirnir sem gerast í myndinni eru sannir og áttu sér stað, en sagan sem slík er ekki sönn; hvernig Magnea og Stella kynnast og verða að eiturlyfjafíklum,“ út- skýrir leikstjórinn Baldvin. „Við Birgir tókum viðtöl við þrjár stúlkur sem höfðu verið og eru í eit- urlyfjaneyslu, og við tókum einnig hluta úr lífi Sissu, dóttur rannsókn- arblaðamannsins Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, sem dó mjög ung úr eiturlyfjaneyslu. Mest byggir þó handritið á dagbók Kristínar Gerðar Guðmundsdóttur, en sú dagbók var upphafið að þessu verkefni. Saga Kristínar er mjög áhrifarík saga, en hún var eiturlyfjafíkill sem hélt dag- bækur í nokkur ár eftir að hún varð edrú. Í þessum bókum rifjar hún upp það sem kom fyrir hana og það sem hún gekk í gegnum. Seinustu árin vann Kristín Gerður á Stíga- mótum og lifði þannig lífi að fólk hélt að hún væri í lagi. En það var of erfitt að lifa með því sem hafði gengið á og hún tók líf sitt.“ – Hvar er þetta fólk? Mér finnst ég aldrei sjá það. „Margir segja það sama. Við völd- um tökustaði þar sem fíklar halda sig. Einn tökudaginn vorum við að skjóta atriði með stelpunum, og það var bíll hinu megin á bílastæðinu og þar sat ungur maður og var að sprauta sig og hann var ekkert að fela það fyrir okkur. Það voru seld eiturlyf fyrir framan nefið á okkur, og við fundum ég veit ekki hvað margar sprautunálar, ritalín box og allskonar hluti á þessum stöðum. En við löbbum vanalega framhjá þess- um stöðum, við kíkjum ekki handan við hornið. Við löbbum framhjá þessum krökkum á hverjum einasta degi en vitum það ekki. Yfirleitt eru þetta flottir krakkar, en í grjót- harðri neyslu.“ Héngu með sprautufíklum Baldvin segir þá Birgi einnig hafa eytt tíma með fíklunum. „Við vorum með krökkum sem voru að sprauta sig og komum inn á heimili sem krakkar voru búnir að taka yfir; bjuggu þar og voru í sinni neyslu. Við vorum eina kvöldstund með ungum manni sem bjó á heimili á vegum Reykjavíkurborgar þar sem hann má vera í neyslu. Það var ótrúlega skrítin lífsreynsla. Hann var að sprauta sig fyrir framan okk- ur, bæði eyðnismitaður og með lifr- arbólgu C. En það var allt fínt í her- berginu hjá honum, fötin hans voru litakóðuð í skápnum, með tvo plötu- spilara og plöturnar vel upp rað- aðar. Þetta var flottasti strákurinn í hverfinu í gamla daga og búinn að vera sprautufíkill í nokkra tugi ára.“ Baldvin segir ýmis úrræði fyrir sprautufíkla í neyslu, en það sé meira úrræðaleysi hjá foreldrum. „Við fengum á tilfinninguna eftir að hafa talað við þó nokkuð af for- eldrum, að þau fái svo margar leið- beiningar í ólíkar áttir, og okkur fannst mjög áhugavert að taka á því í myndinni. Þar eru foreldrar Magn- eu ekki sammála um hvernig eigi að taka á málunum, en þau hafa hvor- ugt rétt fyrir sér, og hvorugt rangt fyrir sér. Þau voru bara að gera sitt besta, en það er engin ein rétt leið í þessu, þetta er svo persónulegt.“ Tónuðu niður raunveruleikann – Hvað fannst ykkur erfiðast við að skrifa þessa erfiðu sögu? „Annars vegar að yfirfæra hrika- lega átakanleg atriði úr dagbókinni inn í handritið, nánast óbreytt. Ef eitthvað, voru hlutirnir tónaðir mjög mikið niður. Ótrúlegt en satt. Við Biggi áttum eina mjög langa nótt í sumarbústað þegar við vorum að klára fyrsta uppkastið að handrit- inu, þar sem við eiginlega buguð- umst. Ég fór að efast um að geta gert þetta og að hreinlega geta boð- ið fólki upp á þetta. Við vönduðum okkur mjög mikið í útfærslum, þannig að fólki líði eftir myndina eins og það hafi séð rosa- lega mikið, en í raun er hún ekki mjög grafísk; maður sér ekki mikið af beinu ofbeldi, stundum byrjunina á því eða endinn, eða afleiðingarnar. Hins vegar var það að þegar við vorum að tala við þessa ungu fíkla og þeir voru að segja okkur frá lífs- reynslu sinni; kynferðisofbeldi sem þau túlkuðu sem kynlíf, og við þurf- Sogast að myrku hliðum mannsins  Baldvin Z frumsýnir kvikmyndina Lof mér að falla  Ungar stúlkur í eiturlyfjaneyslu  Dagbók fíkils var upphafið  „Absúrd hvað gengur kaupum og sölum í þessum heimi,“ segir leikstjórinn Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Á fíklaslóðum Baldvin Z leikstjóri kvikmyndarinnar Lof mér að falla, á einum af helstu tökustöðum myndarinnar í Breiðholti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.