Morgunblaðið - 05.09.2018, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018
Timothy Snyder er prófessor í
sagnfræði við Yale-háskóla í Banda-
ríkjunum. Þegar lesin er skrá yfir
bækur og greinar hans blasir við að
hann hefur sérhæft sig í málefnum
Rússlands og þeirra þjóða sem féllu
undir áhrifasvæði Sovétríkjanna og
standa nú í þeim sporum að Vladim-
ír Pútín Rússlandsforseti og félagar
láta eins og þeir eigi einhvern rétt
til áhrifa meðal þeirra eða til að
koma í veg fyrir að þær ráði sjálfar
samskiptum sínum við ríkja-
bandalög eins og NATO og ESB.
Í bókinni Um harð-
stjórn sækir höfundur
efnivið sinn í þekk-
inguna sem hann hef-
ur aflað sér með rann-
sóknum á sögu
Evrópu, bókin er hins
vegar skrifuð fyrir
Bandaríkjamenn. For-
setinn sem nefndur er
til sögunnar oftar en
einu sinni án þess að
hann sé nafngreindur
er Donald Trump,
kviknar jafnan á rauð-
um viðvörunarljósum
þegar höfundur nálgast hann.
Undanfarin misseri hafa komið út
nokkrar bækur sem snúast um að
frjálslyndir, lýðræðislegir stjórnar-
hættir eigi undir högg að sækja
vegna aukins fylgis stjórnmálaafla
með annað að leiðarljósi en hollustu
við þá. Kjósendur verði að gæta sín
og taka „ábyrgð á ásýnd heimsins“
eins og því er lýst í fjórða lærdóms-
orði:
„Tákn dagsins í dag raungera
veruleika morgundagsins. Gefið
gaum hakakrossum og öðrum
haturstáknum. Ekki líta undan og
ekki venjast þeim. Fjarlægið þau
sjálf og gangið þannig á undan með
góðu fordæmi.“
Lesendur eru hvattir til að styðja
fjölflokkakerfið og til að verja lýð-
ræðislegar leikreglur við kosningar.
Kjósa í sveitarstjórnarkosningum
og til þings hvenær með þeir geta.
Hugleiða sjálfir að fara
í framboð. Þeir eru
einnig hvattir til að
standa vörð um stofn-
anir, þær verndi sig
ekki sjálfar heldur falli
hver af annarri nema
hver og ein sé frá upp-
hafi varin: „Veldu því
stofnun sem þér er
annt um – dómstól,
dagblað, lagastofnun,
verkalýðsfélag – og
stattu með henni,“ seg-
ir í öðru lærdómsorði.
Þarna er ekki boðuð
byltingarkennd afstaða heldur varð-
staða um stofnanir samfélagsins
með lýðræðilegri þátttöku. (Orðið
„lagastofnun“ er óljóst í þessu sam-
hengi. Er átt við stofnun við lög-
fræðideild háskóla? Eða löggjafar-
stofnun?)
Til að verkið nýtist lesandanum
til hlítar þarf hann að vera sæmi-
lega vel að sér í sögu, einkum evr-
ópskri. Hann þarf jafnframt að eiga
rétt til þátttöku í bandarískum
stjórnmálum. Varla hafa Banda-
ríkjamenn almennt nokkru sinni
ímyndað sér að varnaðarorð sem
þessi ættu við um þeirra eigið sam-
félag. Miðað við hve lengi bókin var
á bandarískum metsölulistum höfð-
aði hún greinilega til þeirra sem
enn kaupa þar bækur, en í níunda
lærdómsorði segir: „Reyndu að
sneiða hjá internetinu. Lestu bæk-
ur.“
Í stuttum eftirmála býr Timothy
Snyder lesendur sína undir bókina
sem hann gaf út fyrr á þessu ári.
Hún heitir The Road to Unfreedom
– Leiðin til ófrelsis.
Þar er að finna nákvæma útlistun
á því sem Snyder nefnir „pólitískan
óhjákvæmileika“ í eftirmála Um
harðstjórn, það er þeirri hugmynd
að sagan stefni aðeins í eina átt,
hugmynd sem hann segir að sé
„vitsmunalegt svefnþorn sem við
höfum stungið okkur sjálfum“. Og
einnig útlistun á því sem hann nefn-
ir „eilífðarstjórnmálin“ sem snúist
um fortíðina á „sjálfsupptekinn
hátt, og með öllu ótrufluð af stað-
reyndum“. Mælir hann sterklega
gegn þróun til þessarar áttar. Þess
vegna beri okkur hverju og einu að
sýna ábyrgð og ekki óttast að skera
okkur úr hópnum með sérstöðu.
Dæmið sem hann tekur af Winston
Churchill þessari skoðun til stuðn-
ings hittir í mark.
Ekkert af þessu er einfalt eða
auðvelt. Þó er nauðsynlegt að
greina eigin pólitíska samtíð í von
um að sjá hvert stefnir; hvort við í
raun stöndum um þessar mundir á
krossgötum þar sem gæta verði sér-
stakrar varúðar til að villast ekki
inn á leiðina til ófrelsis.
Erfitt er að ímynda sér að ein-
hvern dreymi um að feta í spor Stal-
íns eða Hitlers. Fái viðhorfið sem
kynnt er í bókinni Um harðstjórn
notið sín má verjast að draumurinn
verði að martröð milljóna.
Ljósmynd/Ine Gundersveen
Lærdómur Timothy Snyder er prófessor í sagnfræði við Yale-háskóla og
hefur sérhæft sig í sögu Mið- og Austur-Evrópu og Helfararinnar.
um að reyna að gera þeim grein fyr-
ir að enginn hefði rétt á að gera
þetta við þau. Þau voru bara að
redda sér næsta skammti eða hús-
næði eða pening. Það er alveg
absúrd hvað gengur kaupum og söl-
um í þessum heimi. Mikið af þessum
ofbeldismönnum eru alls ekki fíklar
sjálfir. Þetta eru oft giftir menn með
börn í flottum störfum; tannlæknar,
þingmenn, hvað sem er. Það eru
þessir menn sem eru verstir við
þessa krakka. Kaupa af þeim kyn-
lífsþjónustu og skaffa þeim eiturlyf
á sama tíma.“
Sakleysið er áhrifaríkt
– Að hverju leitaðir þú í leikkon-
unum ungu?
„Það var aldurinn sem skipti öllu
máli. Fyrst ætlaði ég að láta eldri
leikkonur leika bæði niður og upp
fyrir sig, mér fannst það öruggasta
leiðin líka af því að þetta var svo erf-
ið mynd og erfið atriði. Svo horfði ég
á fullt af myndum með þetta um-
fjöllunarefni, og eftir að ég horfði
aftur á Christínu F, eða Dýragarðs-
börnin, ákvað ég að ég yrði að fá
ungar leikkonur í þetta, það var svo
áhrifaríkt að sjá svona unga krakka
í þessum heimi. Maður getur feikað
margt, en ekki sakleysi. Elín Sif og
Eyrún Björk voru 17 og 18 ára þeg-
ar ég hitti þær fyrst, 18 og 19 þegar
þær léku í myndinni. Ég þurfti því
að sjálfsögu að hitta foreldra þeirra,
og átti alveg miserfiða fjölskyldu-
fundi. Þau fengu margar vikur til
þess að hugsa sig um, eftir að ég bað
alla að lesa handritið, því ég vildi að
allir væru mjög meðvitaðir um
hvers konar mynd við ætluðum að
gera.
Stelpurnar voru báðar frábærar í
prufunum. Þær eru rosalega klárar
stelpur, og standa sig frábærlega í
myndinni, en það voru alveg kvöld
þar sem þær voru grátandi eftir
daginn, þetta reyndi svo mikið á.
Svo fékk ég frábærar leikkonur til
þess að leika þær eldri. Og þótt þær
tvær séu í rauninni ekkert líkar
þeim, þá virðist mér af viðbrögð-
unum að dæma að það sé trúverðugt
að þetta séu þær. Kristín og Lára
eru báðar rosalega flinkar leik-
konur.“
– Leikkonurnar þurftu auðvitað
líka að kynna sér þennan heim.
„Jú, þær fengu að kynnast einni
af stelpunum sem við Biggi töluðum
við. Hún féll því miður eftir að við
vorum búin að taka upp. Við áttum
einn áhugaverðan eftirmiðdag með
henni þar sem við vorum með millj-
ón nálar, fullt af töflum, bönd og all-
ar græjur, þar sem við fórum í
gegnum hvernig allt er gert; hverju
maður blandar saman, hvert er
slangrið. Hún sat með okkur og var
með kennslustund í þessu öllu. Þess-
ir krakkar eru lyfjafræðingar. Þeir
vita allt um efnin og nálarnar.“
Fordómarnir horfnir
– Hvað lærðir þú mest af þessu
kvikmyndaverkefni?
„Ég hef sagt það áður; allir for-
dómar sem ég hafði af því að ég varð
ekki dópisti eru horfnir. Manni
fannst þetta bara ræfilsháttur. En
það ætlar sér enginn að að verða fík-
ill. Það er ekki markmið neins, ég
held að það sé stærsti lærdómur-
inn.“
– Hvað ertu að spá næst?
„Næst mun ég leikstýra sjón-
varpsseríu. Við hjá fyrirtækinu
Glass River erum búin að þróa hana
síðan 2015, og stefnum á tökur á
næsta ári. Þetta er lítið íslenskt
verkefni með alþjóðlega skírskotun,
sem verður tekin upp á fleiri stöðum
en á Íslandi. Hún heitir The Trip og
er stór saga um íslenska foreldra
sem lenda í Madeleine McCann
máli; tvíburunum þeirra er rænt í
útlöndum.
– Þú ert sem sagt ekki að fara
fjalla um léttara efni?
„Nei,“ segir Baldvin Z og hlær.
„Ég sogast einhvern veginn að þess-
um myrku hliðum mannsins. Einu
sinni fór ég á fyrirlestur hjá leik-
stjóranum David Lynch, en hann
sagði að það sem gerði hann svona
glaðan og ánægðan í lífinu væri að
fá útrás fyrir myrku hliðarnar í
verkefnunum sínum. Lífið er fullt af
dramatík alltaf.“
Fíklar Elín Sif og Eyrún Björk í hlutverkum sínum ásamt Sturlu Atlas sem leikur Tona kærasta Stellu.
///////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////
Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til
að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is
Rocky Horror (Stóra sviðið)
Lau 8/9 kl. 20:00 54. s Lau 15/9 kl. 20:00 56. s Fös 21/9 kl. 20:00 58. s
Fös 14/9 kl. 20:00 55. s Fim 20/9 kl. 20:00 57. s Lau 29/9 kl. 20:00 59. s
Besta partýið hættir aldrei!
Elly (Stóra sviðið)
Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Sun 30/9 kl. 20:00 151. s
Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Fim 4/10 kl. 20:00 152. s
Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Mið 26/9 kl. 20:00 148. s Lau 6/10 kl. 20:00 153. s
Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Fim 27/9 kl. 20:00 149. s Sun 7/10 kl. 20:00 154. s
Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Fös 28/9 kl. 20:00 150. s Lau 13/10 kl. 20:00 155. s
Síðasta uppklappið.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fös 14/9 kl. 20:00 Frums. Fös 21/9 kl. 20:00 3. s Sun 23/9 kl. 20:00 5. s
Sun 16/9 kl. 20:00 2. s Lau 22/9 kl. 20:00 4. s Fim 27/9 kl. 20:00 6. s
Gleðileikur um depurð.
Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið)
Fös 21/9 kl. 20:00 Frums. Fim 27/9 kl. 20:00 4. s Fös 5/10 kl. 20:00 7. s
Lau 22/9 kl. 20:00 2. s Fös 28/9 kl. 20:00 5. s Lau 6/10 kl. 20:00 8. s
Sun 23/9 kl. 20:00 3. s Lau 29/9 kl. 20:00 6. s Sun 7/10 kl. 20:00 9. s
Velkomin heim, Nóra!