Morgunblaðið - 05.09.2018, Síða 36
Hanna Dóra Sturludóttir messó-
sópran og Snorri Sigfús Birgisson
píanóleikari flytja sönglög eftir
m.a. Atla Heimi Sveinsson, Zoltán
Kodály og Igor Stravinskíj í Salnum
í dag kl. 12.15. Tón-
leikarnir eru liður í
dagskránni Menn-
ing á miðviku-
dögum á vegum
Menningarhúsanna í
Kópavogi. Að-
gangur er
ókeypis.
…dúr á daggarnótt í
Salnum í hádeginu
MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 248. DAGUR ÁRSINS 2018
Jazzhátíð Reykjavíkur er sett í dag
með skrúðgöngu sem leggur af stað
frá Lucky Records við Hlemm kl. 17,
fer niður Laugaveginn og endar við
Borgarbókasafn í Grófinni kl. 17.30. Í
framhaldinu er boðið upp á ferna tón-
leika í dag og fjölda tónleika fram til
laugardags. Djassgeggjarar landsins
ættu því auðveldlega að finna eitt-
hvað við sitt hæfi á næstu dögum.
Morgunblaðið/Eggert
Djössuð skrúðganga
farin niður Laugaveg
Jón Yngvi Jó-
hannsson, bók-
menntafræðingur
og lektor í
íslenskum bók-
menntum við HÍ,
spjallar um mat-
reiðslubók sína
Hjálp, barnið mitt
er grænmetisæta
í Borgarbókasafninu í Gerðubergi í
kvöld kl. 20. Bókin er hugsuð fyrir
ráðvillta foreldra, vanafasta heimilis-
kokka, fátæka námsmenn og alla þá
sem ættu að borða meira grænmeti.
Hjálp, barnið mitt er
grænmetisæta í kvöld
„Sigurinn í Þýskalandi var
auðvitað óvæntur bónus
sem hleypti upp vænting-
unum en liðið nýtti sér hann
ekki sem skyldi í leikjunum
tveimur við Tékka. Banabit-
inn er að hafa ekki náð að
knýja fram sigur í öðrum
hvorum leiknum,“ skrifar
Víðir Sigurðsson í umfjöllun
um undankeppni HM
kvenna í fótbolta. Ísland
þarf að bíða til 2023 hið
minnsta eftir HM-sæti. »2
Biðin lengist til
ársins 2023
Erlend stórlið eru
með Hauk í sigtinu
Handknattleiksmaðurinn Óðinn Þór
Ríkharðsson byrjaði atvinnumennsku
sína á toppslag með GOG gegn
meisturum Skjern í dönsku úrvals-
deildinni. Hann segir mikið lagt upp
úr hraða í liði GOG og að það henti
sér vel. Íslendingum hefur fjölgað um
tvo í dönsku úrvalsdeildinni frá síð-
ustu leiktíð, og þar verður mynd-
bandstækni nú nýtt í dómgæslu. »4
Hraði Óðins fær að
njóta sín í GOG
Þór Steinarsson
thor@mbl.is
Séra Hjálmar Jónsson, fyrrverandi
dómkirkjuprestur, náði í fyrradag
þeim merka áfanga að fara holu í
höggi. Höggið sló hann á 8. braut
Urriðavallar í Garðabæ. Það eitt út
af fyrir sig þykir hugsanlega ekki
fréttnæmt en það sem gerir áfang-
ann merkilegan er sú staðreynd að
þetta var í þriðja skipti á fimm ár-
um sem sr. Hjálmar fer holu í
höggi. Það eru ekki nema tæpar
þrjár vikur síðan hann gerði það
síðast.
Hjálmar fór holu í höggi í fyrsta
skipti fyrir 5 árum, einnig á 8.
brautinni. Hann segir höggið í
fyrradag hafa verið nákvæmlega
eins og þá.
„Ég tók sandjárnið eins og ég
gerði fyrir fimm árum. Ég geri það
oftast þegar það er meðvindur. Það
var dálítil gola og holustaðsetningin
var sú sama. Þetta var hátt högg
sem lenti aðeins fyrir utan flöt og
rúllaði ofan í,“ útskýrir Hjálmar í
samtali við Morgunblaðið.
Í minningu kunningja síns
Fyrir þremur vikum, 16. ágúst
sl., var hann aftur á móti staddur á
4. braut vallarins þegar hann fór
holu í höggi í annað skipti. Sagan
um það er sérstök segir Hjálmar.
„Dóttir kunningja míns, Jóns
Sigurðssonar, hringdi í mig. Þá var
ég á 3. brautinni. Hún spurði mig
hvort ég gæti jarðað föður hennar
sem hafði þá fallið frá um morgun-
inn. Ég svaraði því jákvætt. Hún
heyrði að ég væri í golfi og sagði
mér að slá næsta högg í minningu
föður síns. Næsta högg var hola í
höggi. Þetta var nákvæmlega
svona,“ rifjar Hjálmar upp.
Aðstoð æðri máttarvalda
Presturinn fyrrverandi er ekki
einungis góður í upphafshöggum.
Auk þess að hafa farið tvisvar holu
í höggi í sumar hefur Hjálmar unn-
ið fjögur golfmót í sumar og lent í
2.-4. sæti í tveimur til viðbótar.
Hann útilokar ekki að æðri máttar-
völd hafi aðstoðað hann með sveifl-
una í sumar.
„Ég hugsaði það fyrir hálfum
mánuði þegar ég fór holu í höggi
að ef það gerðist aftur fljótlega þá
væri ég orðinn dálítið góður, og
það gerðist. Það hefur gengið rosa-
lega vel í sumar þannig að maður
kvíðir allavega ekki efri árunum,“
segir Hjálmar og bætir því við að
hann sé með 19 í forgjöf og stefni á
lækkun.
Nýi Holu-Hjálmar
Árangur Hjálmars hefur vakið
mikla athygli og lukku á samfélags-
miðlinum Facebook þar sem fólk
keppist um að hrósa honum.
Um hann hafa verið ortar vísur
og honum hafa verið gefin ný við-
urnefni. Eitt þeirra er Holu-
Hjálmar. Séra Hjálmar skellir upp
úr þegar blaðamaður spyr hann út
í það.
„Það var nú annar búinn að fá
það nafn. Það er spurning hvort við
verðum að skiptast á að nota það,“
segir hann hlæjandi og bætir við:
„Ef ég fer einu sinni enn holu í
höggi þá geri ég tilkall til nafns-
ins.“
Gunnar Rögnvaldsson er einn
þeirra sem hafa orðið fyrir inn-
blæstri af afrekum Hjálmars. Hann
skrifar:
„Mörgu svarar, magnast trú
manns er ákaft bíður.
Í einu höggi Hjálmar nú
holar öllu niður.“
Með aðstoð frá almættinu
„Var nákvæm-
lega eins högg
og fyrir 5 árum“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Golf Séra Hjálmar Jónsson, fyrrverandi dómkirkjuprestur, fór holu í höggi í þriðja skiptið á fimm árum í fyrradag.
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 641 KR. ÁSKRIFT 6.960 KR. HELGARÁSKRIFT 4.346 KR. PDF Á MBL.IS 6.173 KR. I-PAD ÁSKRIFT 6.173 KR.
1. Ísland í 2. sæti en ekki í umspil
2. Mynd af Vík seld á þreföldu verði
3. Smakkaði amfetamín á leikskóla
4. Vill ná tali af mönnunum
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Á fimmtudag Suðaustanátt, 10-15 m/s og rigning með köflum V-
lands, en annars hægari og víða léttskýjað. Hiti 9 til 16 stig.
Á föstudag og laugardag Suðaustan 8-13 m/s og víða lítilsháttar
væta, en hægara og áfram bjartviðri fyrir norðan. Hiti 10 til 15 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg suðlæg eða breytileg átt og skúrir eða
dálítil rigning, einkum S-lands. Norðlæg átt, 3-10 m/s.
VEÐURÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Erlend stórlið hafa sýnt hinum bráð-
efnilega unglingalandsliðsmanni frá
Selfossi, Hauki Þrastarsyni, mikinn
áhuga í sumar. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins eru flest stór-
liðin í Evrópu með Hauk inni
á radarnum hjá sér. »1