Morgunblaðið - 20.09.2018, Page 8
Leigufélagið Heimavellir var stofnað árið 2013
að norrænni fyrirmynd með samruna þriggja
leigufélaga og hefur vaxið hratt undanfarin ár.
Rúmlega 120 íbúðir voru í eignasafni Heima-
valla í byrjun árs 2015 en í dag eru þær 1.978.
Heimavellir voru skráðir á markað í maí á þessu
ári en frá þeim tíma hefur gengi bréfa félagsins
lækkað um 20% í Kauphöllinni. Markaðsvirði
þess á lokadagsgengi í gær var 12,7 milljarðar
króna, sem er töluvert lægra en eigið fé félags-
ins, sem var 18,6 milljarðar króna í bókum þess í
lok júní, sem bendir augljóslega til þess að fyrir-
tækið sé undirverðlagt. Umræðan í kringum fé-
lagið hefur að mörgu leyti verið neikvæð. Fyrir-
tækið hefur verið sakað um gróðahyggju, sér í
lagi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga í vor,
þegar margir bentu á leigufélögin sem einn
helsta orsakavald hækkana á fasteignamarkaði.
Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Heimavalla, segist sáttur við sjálft útboðið í maí
en vonbrigði að sjá hvernig gengi bréfa þess
hefur þróast frá skráningu. Hann segir fyrir-
tækið eiga mikið inni og sé, þegar horft er til
lengri tíma, álitlegur kostur á markaði enda fé-
lag sem starfi á tiltölulega stöðugum og áhættu-
litlum markaði.
Vonbrigði með hlutafjárútboð
„Að sjálfsögðu er verðþróun á gengi félagsins
vonbrigði,“ segir Guðbrandur aðspurður um
hlutafjárútboð Heimavalla í maí en strax á
fyrsta degi lækkaði gengið á bréfum félagsins í
1,24. „Við töldum að hóflegt útboð á genginu
1,39 myndi vekja áhuga markaðarins á félaginu
því að á þeim tíma var bókfært gengi bréfanna
töluvert hærra. En við erum kannski að fara á
óheppilegum tíma inn á markaðinn. Þar virðist
vera lítið fjármagn til nýfjárfestinga eins og
nokkuð hefur verið rætt um. Frá því að við fór-
um á markað hefur hann fallið um 20-25% sem
er kannski í takt við það sem hefur verið að ger-
ast hjá okkur líka,“ segir Guðbrandur í samtali
við ViðskiptaMoggann.
Guðbrandur segir að rekstur leigufélaga sé
áhættulítill og henti þess vegna vel í dreifð
eignasöfn fjárfesta.
„Ég held að á einhverjum tímapunkti fari
markaðurinn að sjá að þetta félag á mikið inni,
en við þurfum að vinna ötullega að því að bæta
rekstur félagsins og sýna fram á að það sem við
erum að gera sé algjörlega raunhæfur kostur til
lengri tíma litið. Enda er þetta eignaflokkur
sem er í eðli sínu mjög áhættulítill og hentar
þess vegna mjög vel í eignasöfn fjárfesta. Maður
sér það víðast hvar erlendis að svona stöðug
fyrirtæki eru alltaf hluti af eignasöfnunum. En
auðvitað er þetta bara ungt félag sem hefur vax-
ið hratt og við þurfum líka að sanna okkur. Mað-
ur skilur það líka,“ segir Guðbrandur sem segir
að fyrirtækið trúi á það sem það stendur fyrir.
„Við erum trú því sem við erum að gera. Fé-
lagið er ungt og það fór auðvitað mikil orka í að
byggja það upp, ryðja brautina og koma því á
markað. Ég held að það sé ekkert fyrirtæki á Ís-
landi sem á sér styttri rekstrarsögu og hefur
farið á markað,“ segir Guðbrandur.
Fjarvera lífeyrissjóða
Fjarvera nokkurra stærstu lífeyrissjóða
landsins í hlutafjárútboði Heimavalla var nokk-
uð æpandi en aðeins einn lífeyrissjóður, Birta,
er í hópi tíu stærstu hluthafa fyrirtækisins. Guð-
brandur segist þakklátur fyrir þann stuðning en
hann hafi ekki sérstaklega búist við þátttöku
stærstu lífeyrissjóðanna núna en telur þó að
fjárfesting í Heimavöllum sé álitlegur kostur
fyrir þá.
„Ég myndi halda að þetta væri mjög gott
tækifæri fyrir lífeyrissjóðina, en þeir eru í
augnablikinu kannski fyrst og fremst að horfa á
fjárfestingar erlendis. Þeir hafa líka verið að
setja inn mjög mikla peninga á fasteigna-
markaðinn í gegnum sjóðfélagalánin. Það er
auðvitað frábært að fólk fái aðgang að fjármagni
á góðum kjörum, en ég hef líka haldið því fram
að á sama hátt ættu lífeyrissjóðirnir einnig að
standa við bakið á þeim sjóðfélögum sem eru á
leigumarkaði og veita leigufélögum á borð við
Heimavelli brautargengi,“ segir Guðbrandur.
„Ég átti svo sem aldrei von á því að þeir
myndu koma inn á þessum tíma en auðvitað
vonast ég til að þeir komi í eigendahópinn í fyll-
Heimavellir eiga mikið in
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Heimavellir færa leigumarkaðnum
stöðugleika sem ekki hefur verið
áður að sögn Guðbrands Sigurðs-
sonar framkvæmdastjóra. Hann
segir að félagið eigi mikið inni og
ekki sé skynsamlegt að leysa það
upp á þessari stundu eftir mikla
vinnu og hraðan vöxt undanfarin ár.
Hann segir Heimavelli álitlegan fjár-
festingarkost til lengri tíma litið enda
teljist fyrirtækið í áhættulitlum
eignaflokki.
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018VIÐTAL
lykilstærðir 30. júní 2018
Heimavellir
Eigið fé 18,6 milljarðar
Heildarskuldir 39,3 milljarðar
Tap 136,3 milljónir
Leigutekjur 1,8 milljarðar
Fjöldi íbúða 1978
Útleiguhlutfall 96,30%
Markaðsverðmæti m.v. 1,13 12,7 milljarðar