Morgunblaðið - 20.09.2018, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018FRÉTTIR
Sími 555 3100 www.donna.is
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð
og hjartastuðtæki björguðu lífi mínu
Ég lifði af
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum
Evrópusambandinu er oft, og það
mjög réttilega, lýst sem yfirþjóðlegu
lagabákni. En ef við einblínum á
áherslu ESB á lagabókstafinn þá er
hætt við að við missum af öðru og
ekki síður mikilvægu atriði sem ein-
kennir samstarf Evrópuríkjanna: að
þar hefur jafnt og þétt verið unnið að
því að skapa traust á milli aðild-
arríkjanna. Að halda uppi lögum og
reglu skiptir svo sannarlega máli, en
það er dalandi traust sem gæti veikl-
að Evrópu – ekki bara á pólitíska
sviðinu heldur líka á því efnahags-
lega.
Við skulum skoða, sem dæmi, mál
úkraínska aðgerðasinnans Lyud-
mylu Kozlovsku sem var í síðasta
mánuði stöðvuð af landamæravörð-
um á flugvellinum í Brussel og vísað
úr Evrópusambandinu. Reyndist
Ríkisstjórn Póllands hafa horn í síðu
Kozlovsku vegna hagsmunasamtaka
sem hún stofnaði og rekur í Varsjá
með pólskum eiginmanni sínum.
Meðan á ferð hennar til Úkraínu stóð
var Kozlovsku meinað að snúa aftur
til heimkynna sinna í Póllandi og sett
á svartan lista í tölvukerfi Schengen-
svæðisins. Með þessu útspili gerðu
pólsk stjórnvöld öll hin aðildarríki
Schengen-samstarfsins – að belgísku
landamæravörðunum meðtöldum –
að samverkamönnum sínum í því að
meina Kozlovsku aðgang að Póllandi.
Ráðamenn í Varsjá halda því fram
að eitthvað grunsamlegt sé við það
hvernig samtök Kozlovsku hafa verið
fjármögnuð. En jafnvel ef það reyn-
ist vera rétt þá væri um að ræða brot
sem er fjarri því nógu alvarlegt til að
réttlæta það að loka nærri allri Evr-
ópu fyrir réttindafrömuði, bara af því
að ríkisstjórn eins lands datt það í
hug. Öllu sennilegri ástæða fyrir
ákvörðun Póllands er færsla sem eig-
inmaður Kozlovsku birti á Facebook
á síðasta ári þar sem hann hvatti
samlanda sína til borgaralegrar
óhlýðni til að mótmæla aðgerðum
pólsku ríkisstjórnarinnar gegn
frjálsum félagasamtökum.
Liggja ráðamenn í Varsjá því und-
ir grun um að hafa notað kerfi sem
var ætlað að verja þjóðaröryggis-
hagsmuni til að refsa baráttukonu
fyrir það að vera þeim óþægur ljár í
þúfu. Í mótmælaskyni veittu þýsk
stjórnvöld Kozlovsku skammtíma-
áritun í síðustu viku svo hún gæti
ávarpað þýska þingið. Þetta er
makalaus atburðarás. Schengen-
samningurinn markaði tímamót í
samstarfi þjóða. Að afnema landa-
mæraeftirlit (nema við alveg sér-
stakar aðstæður) kallaði á fullkomna
samstöðu og traust á milli aðildar-
ríkjanna um að þau myndu öll taka
öryggishagsmuni hvert annars jafn
alvarlega og sína eigin. Mál Koz-
lovsku sýnir hversu viðkvæmt þetta
samstarf er. Þegar ríki fara að nota
það sem vopn í eigin innanlands-
pólitík að Schengen-löndin verða að
reiða sig hvert á annað vakna spurn-
ingar um hvort hægt verður að halda
þessu samstarfi til streitu.
Hriktir í pólitískum
undirstöðum í álfunni
Málið varðar svo miklu meira en
bara Kozlovsku sjálfa, og hefur að
gera með þær pólitísku undirstöður
sem Schengen-samstarfið hvílir á.
Og ekki bara það. Ef við skoðum
hlutina vandlega sjáum við að allt
samstarf Evrópuþjóðanna byggist
ekki bara á því að fylgja sameigin-
legum reglum heldur líka að hafa
sömu væntingar um hvernig önnur
aðildarríki beita því valdi sem þeim
hefur verið veitt.
Lélegt eftirlit með peningaþvætti
í Lettlandi og Eistlandi (og einnig
hjá rótgrónari fjármálamiðstöðvum)
grefur undan bankakerfi allrar Evr-
ópu. Frjálslegar reglur Möltu um
veitingu ríkisborgararéttar gefa
auðmönnum greiða leið að öllum
þeim réttindum sem borgarar ESB
njóta. Óánægja með ríkisfjármál
sumra evrulandanna hefur komið
óorði á fjárlagareglur Evrópusam-
bandsins eins og það leggur sig og
það þrátt fyrir að ýmis framfara-
skref hafi verið stigin. Þessi dæmi og
fjöldamörg til viðbótar snúast ekki
um að aðildarríki séu að brjóta lögin,
heldur eru þau að beita þeim og túlka
með þeim hætti að sameiginlegir evr-
ópskir hagsmunir eru að engu hafðir.
Það blasir við að ef traustið fer
þverrandi þá eiga ríki ESB erfiðara
með að sýna pólitíska samstöðu.
Efnahagslega tjónið sést ekki jafn
greinilega en er samt engu minna al-
varlegt. Efnahagslegur þróttur Evr-
ópu byggist ekki bara á þeim reglum
sem gilda um innri markaðinn, og að
þeim sé fylgt, heldur byggist hann
líka á því að traust ríki á milli aðild-
arríkjanna.
Traust er gulls ígildi
Traust leiðir til betri lagasetn-
ingar. Það er auðveldara að fallast á
málamiðlun í skiptum fyrir aukna
hagsæld fyrir heildina ef allir geta
treyst því að enginn ætli sér að hagn-
ast á kostnað hinna. Ef traust ríkir á
milli landa er líklegra að þau hlíti
sameiginlegum reglum af fúsum og
frjálsum vilja, sem þýðir að ekki þarf
að kosta eins miklu til við eftirlit og
eftirfylgni.
En traust þýðir líka að það þarf
ekki að setja jafnmargar reglur, gera
jafnmarga samninga og ráða jafn-
marga lögfræðinga til vinnu. Þau
hagkerfi þar sem ríkir mikið traust
njóta verulegs forskots af því að
þurfa ekki að kerfisbinda alla efna-
hagsstarfsemi niður í smæstu smáat-
riði. Ef traust er fyrir hendi er hægt
að fylla upp í glufur í lögum og samn-
ingum með sameiginlegum skilningi á
því hvernig hlutirnir eiga að vera og
gagnkvæmum vilja til að haga sér í
samræmi við það. Felst mikill efna-
hagslegur ávinningur í þeim fyr-
irsjáanleika sem þetta skapar.
Eitt af því sem getur komið í stað-
inn fyrir minnkandi traust er ítarlegri
reglur. (Óháðir sérfræðingar halda
því fram að Belgarnir hefðu átt að
spyrja spurninga um hvers vegna
Kozlovska var sett á svarta listann
áður en þeir vísuðu henni úr landi. Er
næsta víst að málið mun fara fyrir
dómstóla.) En lög og samningar ná
ekki yfir hverja minnstu glufu og
gloppu á sama hátt og gagnkvæmt
traust gerir. Og svo veldur minnk-
andi traust því líka að erfiðara verður
að setja lög sem eiga að bæta upp fyr-
ir skort á trausti.
Eru löndin of háð hvert öðru?
Ef strangari reglur geta ekki slegið
á þá tilfinningu fólks að verið sé að
misnota sameiginlegar stofnanir Evr-
ópusambandsins, þá væru rökrétt
viðbrögð að reyna að draga úr því hve
mikið löndin eru hvert öðru háð. Að
misnota það traust sem greiðir fyrir
atvinnustarfsemi í Evrópu er til
marks um ótrúlega skammsýni. Það
leiðir annaðhvort til meiri miðstýr-
ingar við lagasetningu eða tærir
smám saman upp efnahagsleg tengsl
á milli þjóða.
Smærri og minna þróuð hagkerfi,
þar sem nú þegar ríkir minna traust á
meðal fólks, myndu tapa mestu á þess
háttar þróun. Það væri afleitt ef nýj-
ustu aðildarríki ESB, sem hafa grætt
mest á því að verða hluti af þeirri
Evrópu sem byggir grundvöll sinn á
gagnkvæmu trausti, yrðu þau
sömu og spilla fyrir traustinu.
Dalandi traust veldur efnahagslegu tjóni
Eftir Martin Sandbu
Fleinn er rekinn í sam-
starf ríkja innan ESB og
pólsk stjórnvöld reyna nú
á þolrifin á vettvangi
Schengen. Hætt er við að
þessi þróun leiði til þverr-
andi trausts og efnahags-
legs tjóns fyrir alla álfuna.
AFP
Ríkisstjórn Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, sætir harðri gagnrýni vegna máls Kozlovsku.