Morgunblaðið - 20.09.2018, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 11FRÉTTIR
TIL LEIGU
Skipholt 31 – 105 Reykjavík
Skrifstofuhúsnæði
2. og 3. hæð hússins
Stærð samtals 1.200 fm.
Virðisaukaskattslaust.
Ólafur Jóhannsson
Rekstrarfræðingur
Löggiltur leigumiðlari
Löggiltur fasteignasali
534 1023 / 824 6703
olafur@jofur.is
Allar nánari upplýsingar veitir:
Til leigu tvær samliggjandi skrifstofuhæðir samtals um 1.200 fm. Um er að ræða 2. og 3. hæð hússins (efstu hæð). Lyfta í
sameign. Gott útsýni og gluggar allan hringinn. Tveir rafmagnsstofnar eru inn í húsið og tveir ljósleiðarar, lagnaskápur fyrir
netkerfi með lögnum í allar skrifstofur á hæðum og tengibox fyrir ljósleiðara. Aðgangsstýrt bílaplan með yfir 50 stæðum er
við húsið. Getur hentað mjög vel fyrir t.d. tölvufyrirtæki eða almenna skrifstofustarfsemi. Uppl. um leiguverð gefur Ólafur í
síma 824-6703. Laust strax.
Sérhæfum okkur í sölu og leigu á atvinnuhúsnæði
Pantaðu verðmat eða skoðun – 534 1020 // sala@jofur.is
Húsnæðið skiptist upp í stóran sal, sér lager/ verkstæðisrými, lokaðar skrifstofur, fundarherbergi, eldhús/
kaffistofu og snyrtingar. Glæsilegt hús á áberendi stað sem getur hentað sem verslun eða fyrir þjónustufyrirtæki.
Möguleiki er að leigja til viðbótar um 3.500 fm. afgirt geymslu-/ athafnasvæði milli Fiskislóðar og Grandagarðs.
534 1020
Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is
Ólafur
S: 824 6703
Magnús
S: 861 0511
Sigurður J.
S: 534 1026
Helgi Már
S: 897 7086
Bergsveinn
S: 863 5868
TIL LEIGU
Fiskislóð 16, 101 Rvk
Gerð: verslunar-/ þjónustu-
húsnæði á áberandi stað
Stærð: 456,7 m2
Allar nánari upplýsingar veitir:
Helgi Már Karlsson
Löggiltur lei umiðlari, lögg ltur
fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali.
897 7086 | 534 1024
hmk@jofur.is
Af síðum
Þrátt fyrir hið frjálsa fas og sólbrennda
húðina þráir fólkið sem býr á vestur-
strönd Bandaríkjanna það að verða jafn
virðulegt og íbúar austurstrandarinnar.
Núna freistar enn einn Kaliforníubúinn
þess að komast í hóp allra fínasta liðsins
á Manhattan og í Washington DC:
vinstrisinnaði og sérvitri milljarðamær-
ingurinn Marc Benioff, stofnandi Sales-
force.com. Benioff mun seint verða vin-
margur út á það að vera manna
fróðastur um viðskiptavenslaumsjón í
skýinu. Hann upplýsti því á sunnudag að hann hygðist kaupa hina
mjög svo virðulegu útgáfu Time Magazine af Meredith Corp á 190
milljónir dala og greiða fyrir það með reiðufé. Tímaritaútgáfa á undir
högg að sækja og lítur allt út fyrir að kaupin séu til þess gerð að
Benioff verði hleypt inn í fínni kreðsu.
Þegar Meredith, sem er með höfuðstöðvar sínar í Iowa, keypti
Time Inc.-samsteypuna fyrr á þessu ári á 2,8 milljarða dala var ljóst
að aldrei stæði til að halda í þekktustu vörumerkin eins og Time,
Sports Illustrated og Fortune. Það eru frekar blöð á borð við People
Magazine, sem fylgdu með í kaupunum, sem falla vel að útgáfu Mere-
dith á lífsstílsblöðum fyrir konur, s.s. Homes & Garden.
Meredith keypti Time Inc. á verði sem jafngilti um það bil sjöföldu
ebitda. Ekki hefur verið upplýst hve mikill hagnaður er af rekstri
Time en af fréttum má ráða að kaupverðið sé í kringum sexfalt
ebitda. Þrátt fyrir lægra margfeldi má segja að kaupum Benioff fylgi
meiri áhætta. Var reiknað út að með því að sameina Time Inc. og
Meredith mætti ná fram hagræðingu sem jafngilti öllum rekstr-
arhagnaði Time Inc. Fyrir fjárfesta eins og Benioff, sem kaupa dag-
blöð til að nota sem skrautfjaðrir , s.s. Patrick Soon-Shiong (Los
Angeles Times) eða Jeff Bezos (Washington Post), bjóða stök fjöl-
miðlafyrirtæki ekki upp á mikla möguleika til að stuðla að meiri
hagnaði með stærðarhagkvæmni.
Kannski tækniþekking Benioffs geti nýst til að umbreyta Time og
laga útgáfuna að stafrænum fjölmiðlamarkaði. En í ljósi þess hve
harður slagurinn er á netauglýsingamarkaði, og hve erfitt er að afla
tekna með sölu áskrifta, verður að teljast harla ólíklegt að Time tak-
ist að skera sig úr hópnum. En það er ekki endilega svo slæmt fyrir
samfélagið ef þeim sem kaupa fjölmiðla til að eiga eins og verðlauna-
gripi stendur á sama um hvort reksturinn er arðbær eður ei. Ef hann
sættir sig við taprekstur til að gera starfsmönnum Time fært að
stunda góða blaðamennsku ætti Benioff fyllilega skilið að vera
boðið í allra bestu samsætin.
LEX
AFP
Time/Benioff:
dagblaðadraumar
Það er ekki að ástæðulausu að þau
eru kölluð tollastríð. Nýjasti um-
gangurinn af gagnkvæmum tolla-
hækkunum Bandaríkjanna og Kína
stafar af sömu stolts- og hræðslu-
tilfinningum og leiða til þess að al-
vörustríðsátök brjótast út. Þegar
annað landið brýnir vopnin þá getur
hitt varla gert annað en að gera slíkt
hið sama. Báðir deiluaðilar óttast að
ef þeir gefa eittvað eftir þá verði það
þeim til minnkunar bæði í augum
umheimsins og í augum samlanda
þeirra.
Ríkisstjórn Trumps lítur svo á að
Kína hafi, svo áratugum skiptir, ver-
ið að „svindla“ í viðskiptum . En
þegar Bandaríkin hófu að hækka
tolla í júlí þá voru fyrstu viðbrögð
Kínverjanna ekki eftirgjöf heldur að
hækka tollana sín megin á móti.
Núna er sú staða komin upp að
Trump hyggst bæta við 10% viðbót-
artolli á kínverskar innflutnings-
vörur að verðmæti 200 milljarða
dala.
Enn magnast deilurnar
Það var hægt að sjá það fyrir að
Kínverjarnir hafa, í stað þess að láta
undan, lofað að svara nýjasta útspili
Trumps með enn frekari tollum á
bandarískar vörur. Trump þykir
rökrétt að magna deilurnar enn
frekar og segir að hann muni þá
leggja á enn hærri tolla – og hugs-
anlega hækka gjöldin upp í 25% –
svo að nái hér um bil yfir allan þann
kínverska varning sem fluttur er inn
til Bandaríkjanna.
Báðar fylkingar eru reiðubúnar
að heyja tollastríð því þær telja
sigurlíkur sínar góðar. Bandaríkin
halda að hagkerfi Kína sé í erfið-
leikum statt og því viðkvæmt fyrir
hvers kyns efnahagslegum þrýstingi
frá Bandaríkjunum. Larry Kudlow,
yfirefnahagsráðgjafi Hvíta hússins,
sagði nýverið að „hagkerfi Kína
væri á leið beint í ruslið“. Banda-
ríkjamennirnir vita líka að það er
mikill afgangur af vöruskiptum Kín-
verja við Bandaríkin og hefur Kína
því meiru að tapa í tollastríði.
Kínverska ríkisstjórnin heldur,
aftur á móti, að það valdboðskerfi
sem þar er við lýði eigi auðveldara
með að standa af sér viðskiptastríð
en ameríska kerfið, sem er
viðkvæmara fyrir alls kyns þrýstingi
og óánægju neytenda. Það hefur
varla farið framhjá ráðamönnum í
Peking að ríkisstjórn Trumps þurfti
að koma bandarískum sojabauna-
bændum til hjálpar eftir að tollar
Kínverja lækkuðu tekjur þeirra.
Jeremy Shapiro hjá European
Council on Foreign Relations orðar
hlutina svona: „Bæði löndin telja sig
geta unnið og eru því fús að heyja
stríð. Frá sjónarhóli stjórnmála-
fræðinnar snúast stríð nærri alltaf
um hver telur sig hafa hlutfallslega
meiri völd en hinn, annars væri eng-
in ástæða til að takast á. Í þessu til-
viki þarf að heyja viðskiptastríð til
að finna svarið við því hvort ríkjanna
hafði á réttu að standa.“
Fram til þessa hefur viðskipta-
stríðið aðallega verið háð með toll-
um. En bráðum mun Kína verða
uppiskroppa með bandarískar vörur
til að hækka tollana á, og þá þurfa
stjórnvöld þar að finna aðrar leiðir
til að svara árásum Bandaríkjanna.
Það má strax sjá merki um vissar
breytingar. Ríkiserindrekar segja
að Kína hafi þegar slakað á við-
skiptaþvingunum gegn Norður-
Kóreu en þvinganirnar skipta miklu
fyrir getu Bandaríkjanna til að
knýja Kim Jong Un til að hætta
þróun kjarnorkuvopna. Kínverjarnir
væru líka vísir til að setja nýjar regl-
ur sem væru til þess gerðar að
íþyngja bandarískum fyrirtækjum
með starfsemi í Kína. Og svo gæti
Kína freistað þess að veikja gjald-
miðil landsins og þannig léttilega
vegið upp á móti áhrifunum af 10%
tolli.
Ríkisskuldir Bandaríkjanna
En svo hafa nýlega vaknað nýjar
spurningar um hversu mikilvægt
hlutverk Kína leikur sem kaupandi
bandarískra ríkisskuldabréfa. Sumir
hafa lengi haldið því fram að Kína
gæti beitt Bandaríkin töluverðum
þrýstingi með því einfaldlega að
hætta að kaupa af þeim ríkisvíxla,
með þeim afleiðingum að erfiðara
yrði að fjármagna hallarekstur ríkis-
sjóðs. Hillary Clinton fullyrti á sín-
um tíma að Bandaríkin myndu eiga
erfitt með að „sýna hörku“ í sam-
skiptum við ráðamenn í Peking því
að Kína er „lánveitandi Bandaríkj-
anna“. Í valdatíð Baracks Obama
var það aftur á móti ríkjandi viðhorf
að Kína gæti aldrei selt bandarísk
ríkisskuldabréf í stórum stíl því það
myndi ganga á sparnað Kínverjanna
sjálfra. En nú þegar hallinn á ríkis-
sjóði Bandaríkjanna er í methæðum,
eftir skattalækkanir Trumps, þá er
alveg öruggt að Kínverjarnir eru að
skoða hvort hægt sé að nota skulda-
bréfin sem vopn í viðskiptastríðinu.
Þegar stríð brjótast út þá líta
dagsins ljós alls kyns ný vopn. Það
gildir um viðskiptastríð rétt
eins og alvörustríð.
Rökin að baki tollastríðum
Eftir Gideon Rachman
Enn harðna átökin milli
Kína og Bandaríkjanna og
æðstu ráðamenn beggja
ríkja hika ekki við að
herða tökin á mótherjan-
um. Fyrir því eru gild rök
en bæði ríkin hafa þó
ýmsu að tapa ef allt fer á
versta veg.
AFP
Það andar köldu milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna og Xi Jinping, forseta Kína. Þeir beita tollum í átökum.