Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.09.2018, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2018 13SJÓNARHÓLL Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar BÓKIN Alan Greenspan hefur notað tímann vel eftir að hann lét af störfum sem seðlabankastjóri. Skömmu eftir að hann kvaddi Seðlabanka Bandaríkj- anna sendi hann frá sér ævisöguna The Age of Turbu- lence og því næst bókina The Map and the Territory þar sem hann rannsakaði áhættusækni markaða og veik- leika spálíkana. Nú hefur enn eitt verkið bæst við safnið: Capitalism in America: A Hi- story, og er bókin á stuttlista FT yfir bestu viðskipta- bækur þessa árs. Bókina skrifaði Greenspan í félagi við sagnfræðinginn Adrian Woold- ridge og freista þeir þess að kort- leggja efnahagssögu Bandaríkjanna og um leið reyna að svara þeirri spurningu hvers vegna sum tímabil hafa einkennst af uppgangi og verð- mætasköpun en á öðrum skeiðum er eins og allt skreppi saman og standi í stað. Verkið er yfirgripsmikið og þykir sýna vel hve djúpa þekkingu Greenspan og meðhöfundur hans hafa á viðfangsefninu, en þeir rekja efnahagssögu Bandaríkjanna allt frá tímum þræla- halds til krepp- unnar miklu og fram til þess óróa- og óvissuskeiðs sem við búum við í dag. Niðurstaða höf- undanna er ekki síst að helsti styrk- ur Bandaríkjanna sé fólginn í því að hafa gefið skapandi eyðileggingu lausan tauminn svo að snjallir og röskir einstaklingar, með góðar hugmyndir, hafi fengið að láta ljós sitt skína og jafnt og þétt rutt því gamla burt fyrir eitthvað nýtt og betra. Skapandi eyðilegging er alls ekki sársaukalaus en ef til vill eru Bandaríkin dæmi um þá miklu hag- sæld sem hlýst af því að bíta á jaxl- inn. ai@mbl.is Greenspan skrifar um sögu kapítalismans Lengi hefur verið litið svo á að fái menn braut-argengi til stjórnarsetu í hlutafélagi beri þaðvott um sýnda virðingu þeirra sem að kjörinu stóðu og við taki dagar víns og rósa þar sem menn þiggi laun fyrir að mæta mánaðarlega til stjórnar- funda og gæði sér á vínar- og/eða smurbrauði og kaffi, án ábyrgðar. Þannig fái menn hámarksendur- gjald fyrir lágmarksframlag. Sé vel athugað er þetta nokkuð fjarri sanni. Íslensk löggjöf leggur ítarlegar skyldur á stjórnarmenn og menn geta með stjórnar- setu sinni og þátttöku í stjórnarstörfum bakað sér skyldur sem ekki er víst að hugað sé að þegar kjöri er náð. Um þetta má vísa til dæmis til XV. kafla hluta- félagalaga nr. 2/1995 þar sem m.a. er fjallað um skaðabóta- skyldu stjórnarmanna og fyrir- svarsmanna hlutafélags. Í þessu samhengi er í lögum nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti og fleira sértækt ákvæði í 2. mgr. 64. gr. sem hljóðar svo: „Skuldara, sem er bókhalds- skyldur, er skylt að gefa bú sitt upp til gjaldþrotaskipta þegar svo er orðið ástatt fyrir honum sem segir í 1. mgr. Nú láta þeir sem bærir eru um að taka ákvörðun um að leita gjaldþrotaskipta á búi slíks skuldara sem ekki er einstaklingur það hjá líða og bera þeir þá skaðabóta- ábyrgð gagnvart lánardrottnum skuldarans að því leyti sem þeir fara af þessum sökum á mis við fulln- ustu krafna sinna, enda sýni þeir ekki fram á að sú vanræksla hafi ekki verið þeim saknæm.“ Í 1. mgr. 64. gr. sem vísað er til segir að skuldari geti óskað gjaldþrotaskipta geti hann ekki staðið í fullum skil- um við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra koma á gjalddaga enda sé ekki sennilegt að greiðsluerf- iðleikar muni líða hjá innan skamms. Niðurlag ákvæðisins er matskennt, einkum hvað varðar orða- lagið „innan skamms“, en ganga má út frá að það vísi til örfárra daga eða vikna, fremur en mánaða eða missera. Þetta þýðir að sé stjórnarmanni eða fyrirsvars- manni ljóst, eða megi vera ljóst, að gefa eigi félag upp til gjaldþrotaskipta vegna þess að það geti ekki staðið í fullum skilum við lánardrottna sína þegar kröfur þeirra falla í gjalddaga, og að ósennilegt sé að greiðsluerfiðleikar muni líða hjá innan skamms, bakar sá hinn sami sér persónulega skaðabótaábyrgð á atvikum sem verða til þess að ekki næst að fulln- usta kröfur lánardrottnanna. Þetta á t.d. við ef við- skiptavinur hefur eignast kröfu um veitta þjónustu eða afhendingu vöru, á því tímabili sem líður frá því að stjórnarmaður veit eða má vita að ekki verður af af- hendingu vörunnar eða þjónustunnar með fullnægj- andi hætti, þannig að af því hljótist tjón. Sömuleiðis ef möguleikar á fullnustu lán- ardrottins á kröfum sínum versna á þessu sama tíma- bili. Þessi persónulega ábyrgð er þó háð því að stjórnarmanninum takist ekki að sýna fram á að þetta hafi ekki verið honum saknæmt. Með öðrum orðum er sönnunarbyrðinni snúið við. Það þýðir að hann er bótaskyldur nema honum takist að sýna fram á að aðgerðir hans eða aðgerðarleysi séu ekki saknæm. Lögfræðilega eru það þungar byrðar að bera að vera álitinn sekur nema takist að sýna fram á sakleysi. Það er því fullt tilefni fyrir alla þá sem takast á hendur stjórnarsetu í hlutafélögum að huga vel að því hvaða skyldur menn axla með setu sinni og hvort þeir séu tilbúnir til að bera þær. Jafnframt er ríku- legt tilefni til að huga að því á hverjum tíma hvort stofnað hafi verið til þessarar skaðabótaábyrgðar með ákvörðunum eða ákvarðanaleysi í stjórninni. Ábyrgð fyrirsvarsmanna í rekstrarvanda hlutafélaga LÖGFRÆÐI Jón Þórisson magister juris og starfar á lögmannsstofunni Drangi lögmenn ” Það er því fullt tilefni fyrir alla þá sem takast á hendur stjórnarsetu í hlutafélögum að huga vel að því hvaða skyldur menn axla með setu sinni og hvort þeir séu tilbúnir til að bera þær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.