Morgunblaðið - 20.09.2018, Side 16
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTA OGGINN
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Brugðið eftir eitt „óviðeigandi“ tilvik
Hafa tvisvar kyrrsett flugvélar
Leitar réttar síns vegna uppsagnar
Milljarðaskuld við Isavia
Sagt upp vegna „óviðeigandi“ ............
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Ísland færir sig upp um eitt sæti á
milli ára og stendur sig í ár næstbest
146 þjóða í mælingu fyrirtækisins
Social Progress Imperative á vísitölu
félagslegra framfara, Social Progress
Index (SPI). Einungis Norðmenn
standa betur en vísitalan mælir vel-
megun og lífsgæði þjóða og aðgreinir
sig frá öðrum mælikvörðum á þann
hátt að hún byggir eingöngu á sam-
félagslegum og umhverfistengdum
breytum. Samkvæmt þremur grunn-
víddum skorkorts SPI eru Íslend-
ingar í þriðja sæti þegar kemur að
grunnþörfum einstaklingsins, í sjö-
unda sæti þegar kemur að grunn-
stoðum velferðar og í sjötta sæti þeg-
ar kemur að tækifærum einstakl-
ingsins til betra lífs.
Fremstir í 12 flokkum
Íslendingar eru fremstir í 12 flokk-
um af 51 á listanum. Hér á landi er
t.d. vannæring minnst, ungbarna-
dauði og dánartíðni mæðra við fæð-
ingu einnig minnst og þá er á Íslandi
best aðgengi að drykkjarvatni. Ís-
lendingar standa einnig öðrum fram-
ar í jákvæðu viðhorfi til samkyn-
hneigðra auk þess sem umburðar-
lyndi gagnvart minnihlutahópum er
hvergi í heiminum meira. Íslendingar
ættu að geta gert betur í ýmsum
flokkum, þar á meðal þegar kemur að
aðgengi að lágmarkshreinlæti, en þar
er Ísland í 32. sæti. Varðandi þátt
umhverfisgæða er Ísland aðeins í 17.
sæti og vegur þar þungt meðhöndlun
fráveitu sem og slök frammistaða við
verndun lífríkisins en þar er Ísland í
84. sæti. Sé litið á heiminn í heild
bæta 133 þjóðir af 146 sig á milli ára.
Mestar eru framfarirnar í Asíu og í
Afríku sunnan Sahara. Afturför er
hins vegar hjá Tyrklandi og Banda-
ríkjunum. 75 af 146 þjóðum sýna
merki um versnandi þróun borgara-
legra réttinda.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Íslendingar hafa það afskaplega gott miðað við vísitölu félagslegra framfara.
Ísland upp í
annað sætið
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Íslendingar standa sig sífellt
betur samkvæmt útreikn-
ingum fyrirtækisins Social
Progress Index sem mælir
vísitölu félagslegra framfara.
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Ráðstefna á vegum norrænu ráð-herranefndarinnar og utanríkis-
ráðuneytisins var haldin síðasta haust
í Kaupmannahöfn. „Frá Íslandi hélt
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu
Reykjavíkur, kynningu um góðan ár-
angur fyrirtækisins í jafnrétt-
ismálum,“ segir í frétt undirritaðs
sem var á staðnum. Í fyrirlestrinum
komu fram þau markmið OR að eyða
skyldi óútskýrðum launamun. „Við
erum komin niður í 1,1% úr 8,4% og
höfum lofað sjálfum okkur að fara
niður í 0 fyrir lok árs,“ sagði Bjarni og
uppskar skiljanlega lófaklapp fyrir.
Ímáli Bjarna kom fram að OR hefðiráðið kynjasérfræðing til þess að
rannsaka fyrirtækjamenninguna.
Sérfræðingurinn skrifaði skýrslu og
tók fyrirtækið engum vettlingatökum
að sögn Bjarna. Í OR þyrfti að ráða
bót á málum. Var hver einasti starfs-
maður meðal annars settur á nám-
skeið um kynjajafnrétti og leiðbein-
endur nýrra starfsmanna þjálfaðir
með aðferðir kynjajafnréttis að leið-
arljósi.
Í enda dags er þetta spurning umfyrirtækjamenningu. Og það er
framkvæmdastjórnin sem ber ábyrgð
á því að þróa hana,“ sagði Bjarni, sem
benti á að eftir átak OR hefði starfs-
ánægja þar aukist, stríðni á vinnustað
væri minni og einkum og sér í lagi
væri minni áhætta á kynferðislegri
áreitni. „Hún er nánast horfin,“ sagði
Bjarni. En annað kom á daginn hjá
fyrirtækinu. Er ekki við hæfi á 10 ára
afmæli hrunsins að Íslendingar hætti
að stæra sig af því sem virðist inni-
haldslaust þvaður á alþjóðavettvangi?
Innihalds-
laust erlendis
Með öndina í hálsinum beið ís-lensk ferðaþjónusta eftir
því að forsvarsmönnum WOW
tækist að loka boðuðu skulda-
bréfaútboði. Tíðindin bárust svo á
þriðjudag og ekkert bendir til
annars en að félagið tryggi sér
ríflega 7 milljarða fjármögnun
með aðgerðinni. Það eru jákvæð
tíðindi enda ljóst að mikill vöxtur
og afar krefjandi rekstrarum-
hverfi kölluðu á að félagið tryggði
sér skjótt og vel verulegar fjár-
hæðir.
Vöxtur WOW á síðustu árumhefur verið hreint ævintýra-
legur og honum hefur fylgt aukin
samkeppni og meira framboð á
flugi til og frá Íslandi. Þótt ís-
lensku flugfélögin fljúgi að mestu
á sömu áfangastaðina hafa þau,
m.a. vegna samkeppninnar, teygt
sig víðar og opnað dyr fyrir ferða-
glaða Íslendinga að nýjum áfanga-
stöðum. Sömu kraftar hafa leitt til
þess að fleiri útlendingar geta nú
látið draum sinn um að berja
landið í norðri augum.
Útboðið sem nú er í höfn erfyrsta skref af mörgum sem
Skúli Mogensen og hans fólks
þurfa að stíga á komandi miss-
erum til að tryggja WOW í sessi.
Félagið er gírað, byggir á glæsi-
legum nýjum flugvélaflota sem er
fjármagnsfrekur og það keppir á
markaði þar sem verðstríð er við-
varandi og að því er virðist sífellt
að harðna. Það eru áskoranir sem
fylgja því í ofanálag við innri vöxt
sem ekki sér fyrir endann á.
Það verður spennandi að fylgj-ast með félaginu á komandi
mánuðum, ekki síst þeim áætl-
unum sem gefnar hafa verið út
um mögulega skráningu þess á
markað. Áður en að því kemur
verða forsvarsmenn þess að sann-
færa markaðinn um ákveðinn
stöðugleika og að flökt á eldsneyt-
ismarkaði eða hörð samkeppni
ógni ekki rekstrarstöðu félagsins
frá degi til dags. Að byggja upp
fyrirtæki á örfáum árum sem flyt-
ur yfir 4 milljónir farþega á ári og
beinir tugum véla á áhugaverð
markaðssvæði er afrek. Nú þarf
annað eins átak til að treysta
reksturinn. Sama eldmóð þarf til,
en varfærni og vönduð áhættu-
stýring þurfa einnig að koma til.
Jákvætt skref hjá WOW
air í erfiðum aðstæðum
Bandarísk yfirvöld eru
með ummæli Elon
Musk um afskráningu
fyrirtækisins af mark-
aði til rannsóknar.
Rannsaka
ummæli Musk
1
2
3
4
5
SETTU STARFSFÓLKIÐ
Í BESTA SÆTIÐ