Morgunblaðið - 22.09.2018, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018
Helstu verkefni og ábyrgð
Ber ábyrgð á rekstri heilsugæslustöðvar
gagnvart framkvæmdastjórn
Skipuleggur heilsugæsluþjónustu
í umdæmi stöðvar
Þróar nýjungar og vinnur að breytingum
í starfsemi
Mótar, innleiðir og endurskoðar verkferla
Byggir upp og styður við teymisvinnu og
þverfaglegt samstarf
Stuðlar að góðri vinnustaðamenningu
Stuðlar að gæðaþróun og árangursmati
Tekur þátt í gerð áætlana varðandi rekstur,
þjónustu og áherslur í starfsemi stöðvar
Sinnir klínísku starf
Hæfnikröfur
Heimilislæknir
Þekking, reynsla og hæfni á sviði stjórnunar
æskileg
Nám í stjórnun æskilegt
Hæfni í mannlegum samskiptum
Leiðtogahæfni og metnaður til að ná árangri
Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt
Aðrir eiginleikar
! "
#
heilbrigði íbúa svæðisins
Áhugi og hæfni til að leiða þverfaglegt starf
heilsugæslunnar
Áhugi og hæfni til að nýta aðferðafræði
straumlínustjórnunar
!$
Nánari upplýsingar
% &''(
til 5 ára frá og með 1. janúar 2019 eða eftir
nánara samkomulagi.
Upplýsingar veitir:
Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri, s. 513-5000,
svanhvit.jakobsdottir@heilsugaeslan.is
Ábyrgð – Fagmennska – Traust – Þjónusta – Framþróun
Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaðurinn
í heilbrigðisþjónustunni þar sem öllum þörfum
"
! heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur gert breytingu á
skipulagi og rekstri heilsugæslustöðva sem miðar að því
að auka þjónustu við notendur, nýta betur fjármuni og að
Til að gera þjónustuna markvissari er lagt upp með
teymisvinnu sem grunnstef í starfsemi stöðva, ásamt
innleiðingu aðferða straumlínustjórnunar. Þverfagleg teymi
heilbrigðisstarfsfólks munu auðvelda stöðvum að taka á
#!
" )
Í breyttu skipulagi hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
hefur starfsfólk aukið sjálfstæði til að móta starfsemi og
til að útfæra þjónustu sem mætir þörfum íbúa og uppfyllir
um leið kröfur um árangur samkvæmt mælingum og mati.
Svæðisstjóri og fagstjóri lækninga
Heilsugæslunni Hlíðum
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir laust til umsóknar starf svæðisstjóra Heilsugæslunni Hlíðum.
%
!
) *
!
! " !
+ "
!$! Umsóknarfrestur er til og með 8. október 2018
Sjá nánar á www.heilsugaeslan.is. Sækja skal um á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (www.heilsugaeslan.is) undir laus
störf eða á Starfatorgi (www.starfatorg.is).
DEILDARSTJÓRI HEIMAÞJÓNUSTUDEILDAR
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf sem nýtist í starfinu.
• Reynsla af stjórnun og rekstri.
• Reynsla af breytingastjórnun kostur.
• Leiðtogafærni og hæfni til að leiða teymisvinnu.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
• Góð íslenskukunnátta skilyrði.
Félagsmálastjóri er næsti yfirmaður deildarstjóra en um
laun og starfskjör fer samkvæmt gildandi kjarasamningi
launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Nánari upplýsingar veitir Elísa Sóley Magnúsdóttir,
félagsmálastjóri (elisa.soley@hornafjordur.is) í síma
470 8000.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að senda
umsóknir rafrænt á netfangið elisa.soley@hornafjordur.is
og er umsóknarfrestur til og með 1. október 2018.
Hlutverk deildarstjóra heimaþjónustu er að hafa umsjón með framkvæmd sértækrar þjónustu við fatlað fólk s.s. búsetu,
dagþjónustu, hæfingu, ferðaþjónustu auk félagslegrar heimaþjónustu. Deildarstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri
heimaþjónustudeildar, skipuleggur vaktir og afleysingar, tekur á móti umsóknum og útfærir þjónustu til notenda.
Sveitarfélagið Hornafjörður / Hafnarbraut 27 / S: 4708000 / www.hornafjordur.is
Rauði krossinn á Íslandi,
með stuðningi utanríkisráðu-
neytisins, hefur ákveðið að
senda tæpar 106 milljónir
króna til mannúðarverkefna
vegna ebólufaraldurs og
vopnaðra átaka í Lýðstjórn-
arlýðveldinu Kongó í Afríku.
Fólk í landinu stendur nú,
segir í tilkynningu, and-
spænis margþættum vanda
vegna langvarandi vopnaðra
átaka og ebólufaraldurs í
landinu. Framlögunum frá
Íslandi er ætlað að styðja við
neyðaraðgerðir alþjóðahreyf-
ingar Rauða krossins svo
ráða megi niðurlögum eból-
unnar og koma í veg fyrir út-
breiðslu faraldursins.
Í átökunum í Kongó hafa
konur og börn sætt kynferð-
islegu ofbeldi. Verður hluta
af framlagi Íslands varið til
þess að Rauði krossinn geti
unnið af meiri krafti gegn
slíku ofbeldi með því ræða
við stríðandi fylkingar og
fræða um alþjóðleg mann-
úðarlög sem skilyrðislaust
banna slíkt ofbeldi sem vopn
í stríði. Síðast en ekki síst
mun framlag Rauða krossins
veita brýna mannúðaraðstoð
til fólks sem hrakist hefur á
flótta til Úganda.
„Daglegt brauð“
„Undanfarin ár hafa íbúar
Kongó orðið fyrir barðinu á
ófriði þar sem alvarleg brot
á alþjóðlegum mann-
úðarlögum eru nær daglegt
brauð,“ segir Atli Viðar
Thorstensen, sviðsstjóri
hjálpar- og mannúðarsviðs
Rauða krossins á Íslandi.
Þessi brot eru meðal annars
dráp, kynferðislegt ofbeldi
og að börn eru numin á brott
af stríðandi fylkingum til að
taka þátt í hernaði, ránum
og fleira.
Ofan á
langvar-
andi ófrið í
landinu
herjar nú
ebóluf-
araldur á
íbúa þessa
sára-
fátæka og
risastóra
lands sem er tuttugu sinnum
stærra en Ísland.
„Það að stöðva útbreiðslu
ebólu sjá allir að er for-
gangsatriði en það skiptir
líka gríðarlega miklu máli að
koma í veg fyrir brot á
mannúðarlögum, og þar með
kynferðislegu ofbeldi sem
vopni í stríði, sem iðulega
verða til þess að fólk leggur
á flótta en við verðum að
hafa það í huga að fólk vill
ekki leggja á flótta,“ segir
Atli Viðar í tilkynningu frá
Rauða krossinum.
Hrekjast til Úganda
Ástand í Lýðstjórnar-
lýðveldinu hefur hrakið mik-
inn fjölda fólks á flótta; frá
ársbyrjun 2017 hafa að með-
altali 8.000 manns hrakist á
flótta frá landinu á dag. Talið
er að um 3,8 milljónir ein-
staklinga séu á vergangi inn-
an landamæra Kongó sem
eru fjölmennustu fólksflutn-
ingar innan Afríku í dag.
Langflestir hafa leitað til ná-
grannaríkisins Úganda.
Rauði krossinn á Íslandi hef-
ur aðstoðað flóttafólk þar í
landi um þónokkurt skeið,
m.a. með því að tryggja að-
gang að hreinu vatni í flótta-
mannabúðum og þjálfa sjálf-
boðaliða til að hlúa að
sálrænum erfiðleikum flótta-
fólks á svæðinu.
AFP
Neyðaraðstoð Sjálfboðaliði Rauða krossins útskýrir ráðstaf-
anir sem eiga að koma í veg fyrir ebólusýkingu.
Hjálp til Kongó
RKÍ veitir stuðning Milljónir
á flótta Ofbeldi og ófriður
Atli Viðar
Thorstensen
Í ályktun sem samþykkt var í
vikunni fordæmir for-
mannaráð BSRB harðlega
bónusgreiðslur til stjórnenda
fyrirtækja. Segir að launa-
kjör þeirra séu ekki í neinu
samræmi við raunveruleika
íslensks launafólks. Ráðið
skorar á bæði fulltrúa launa-
fólks og fulltrúa atvinnurek-
enda í stjórnum lífeyrissjóða
að beita sér af fullum þunga
gegn þessari óheillaþróun.
Það sé ekki hlutverk lífeyris-
sjóða landsmanna að fjár-
festa í fyrirtækjum sem sýna
af sér algert siðleysi með því
að greiða stjórnendum of-
urlaun sem ekki séu boðin al-
mennum starfsmönnum
fyrirtækjanna.
„Eftir að tekið var á bón-
usgreiðslum og ofurlaunum í
kjölfar bankahrunsins haust-
ið 2008 virðist nú allt vera að
færast í sama farið þar sem
fyrirtæki umbuna stjórn-
endum með kjörum sem of-
bjóða launafólki,“ segir
BSRB.
Launakjör fylgi raunveruleika
Á dögunum voru útskrifaðir
17 sérfræðingar, 10 konur og
sjö karlar, eftir sex mánaða
nám í Landgræðsluskóla Há-
skóla Sameinuðu þjóðanna
sem starfræktur er á Íslandi.
Hópurinn er sá stærsti til
þessa en í ár voru í skólanum
í fyrsta sinn nemar frá Tads-
jikistan sem er nýtt sam-
starfsland Landgræðsluskól-
ans og samstarfslöndin eru
þá orðin fjögur í Mið-Asíu en
auk Tadsjikistan eru það
Kirgistan, Úsbekistan og
Mongólía. Auk landgræðslu-
skólans eru háskólar Sam-
einuðu þjóðanna á sviði sjáv-
arútvegs, jarðhitanýtingar
og jafnréttismála á Íslandi.
17 útskrifast frá Landgræðsluskóla