Morgunblaðið - 22.09.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018
Álnabær
Verslunarstarf
Starfskraftur óskast í verslun okkar í Síðumúla 32,
Reykjavík. Vinnutími frá kl. 10-18 eða kl. 13-18
alla virka daga.
Áhugasamir sendi umsókn á ellert@alnabaer.is
Óskum eftir yfirvélstjóra með réttindi
VVY1 og vélaverði með réttindi VV á
Pálínu Ágústsdóttur EA-85 skrnr.1674.
Frekari upplýsingar veitir Arnþór í síma
868-9398, einnig er hægt að senda fyrir-
spurnir á netfangið kgehf@simnet.is.
Helstu verkefni og ábyrgð
Mælingar og mat á starfsemi HH í samræmi við
árangursmælikvarða og gæðaviðmið
Þróun og innleiðing árangursmælinga
Úrvinnsla staðtalna og upplýsinga um starfsemi
stofnunarinnar
Skýrslugerð og framsetning talnaefnis
Nánari upplýsingar
Starfshlutfall er 100%
Upplýsingar veitir
Svava Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs
og nýliðunar - 513-5000
svava.kristin.thorkelsdottir@heilsugaeslan.is
Hæfnikröfur
7 ! 8 Færni í meðferð, greiningu og úrvinnslu gagna
Þekking og reynsla af framsetningu talnaefnis
með rafrænum hætti
Færni í miðlun upplýsinga í ræðu og riti
Góð hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt
viðmót
Frumkvæði og geta til að vinna sjálfstætt á
skipulagðan og agaðan hátt
Ábyrgð – Fagmennska – Traust – Þjónusta – Framþróun
Verkefnastjóri við greiningar og mælingar
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir laust til umsóknar starf verkefnastjóra
við greiningar og mælingar á starfsemi stofnunarinnar. Markmið Heilsugæslunnar
er meðal annars að veita hágæða heilbrigðisþjónustu sem byggir á skilgreindum
mælikvörðum er varðar þjónustu og árangur.
Umsóknarfrestur er til og með 8. október 2018
Sjá nánar á www.heilsugaeslan.is. Sækja skal um á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (www.heilsugaeslan.is) undir laus
störf eða á Starfatorgi (www.starfatorg.is).
Hlutverk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega, samfellda og alhliða
heilsugæsluþjónustu. Þjónustan grundvallast á sérþekkingu á sviði heimilislækninga, hjúkrunar og heilsuverndar og
!
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins samanstendur af 15 heilsugæslustöðvum í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi,
;$
+ <
7 + 7 ! 77+ =!>
+ <
""
" Geðheilsuteymum, ásamt skrifstofu. Hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins starfa um 700 manns.
Lagerstarfsmaður
óskast
Starfmann vantar á lager í starfsstöð Ísfugls ehf. í
Mosfellsbæ í fullt starf.
Reynsla af lagerstörfum æskileg.
Frekari upplýsingar fást hjá Þorsteini Þórhallssyni í
566 6103 eða steini@isfugl.is
www.hagvangur.is
Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi
Vísitala íbúðaverðs lækkaði
um 0,1% í ágúst samkvæmt
nýbirtum tölum Þjóðskrár
Íslands og hefur nú hækkað
um 4,1% undanfarna 12
mánuði. Þetta kemur fram í
frétt frá Íbúðalánasjóði.
Áfram hægir á verðhækk-
unum íbúðarhúsnæðis á höf-
uðborgarsvæðinu, en í júlí
mældist árshækkun 5,2%.
Tólf mánaða hækkunar-
taktur íbúðaverðs nú er sá
minnsti í rúmlega sjö ár eða
frá því í maí 2011. Verð fjöl-
býlis var óbreytt milli mán-
aða í ágúst en sérbýli lækk-
aði í verði um 0,3%. Fjölbýli
hefur hækkað um 3,2% í
verði á undanförnu ári en
sérbýli um 6,0%.
Að raunvirði hefur íbúða-
verð aðeins hækkað um
1,4% undanfarna tólf mán-
uði ef vísitölur íbúða- og
neysluverðs eru bornar
saman. Þróun raunverðs
íbúða hefur nú breyst tals-
vert á skömmum tíma en í
maí í fyrra mældist árs-
hækkun íbúðaverðs að raun-
virði 21,5%. Eigi að síður er
raunverð íbúða enn hátt í
sögulegu samhengi eða um
4% hærra en þegar það var
hæst í síðustu uppsveiflu ár-
ið 2007.
Fjöldi viðskipta á íbúða-
markaði á höfuðborg-
arsvæðinu er með ágætu
móti þótt íbúðaverð hækki
nú minna en áður. Alls 728
kaupsamningum vegna
íbúða var þinglýst í ágúst
sem eru um 15% fleiri
samningar en í júlí og 46%
fleiri samningar en í ágúst í
fyrra.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Grafarholt Raunverð íbúða er enn hátt í sögulegu samhengi
eða um 4% hærra en þegar það var hæst árið 2007.
Hægir á hækkunum
Verð á húsnæði á höfuðborgar-
svæðinu hátt Samningum fjölgar
Helmingur landsmanna sækir
helst fréttir af vefsíðum
fréttamiðla. Þetta kemur
fram í niðurstöðum nýrrar
skoðanakönnunar MMR sem
var gerð í byrjun ágústmán-
aðar. Alls sögðust 18% helst
sækja fréttir í sjónvarp og 9%
í útvarp. Aðeins 4% kváðust
helst sækja fréttir í dagblöð
en 9% sækja fréttir helst af
samfélagsmiðlum.
Konur voru líklegri en karl-
ar til að sækja helst fréttir af
samfélagsmiðlum. Aftur á
móti sögðust fleiri karlar en
konur sækja fréttir sínar af
vefsíðum, þar á meðal frétta-
síðum. Af ungu fólki á aldr-
inum 18-29 ára kváðust 62%
helst sækja fréttir af vefsíð-
um fréttamiðla, að því er
kemur fram í tilkynningu
MMR. Hlutfallið fór lækkandi
í takt við hækkandi aldur því
einungis 15% þeirra sem voru
68 ára og eldri kváðust helst
sækja fréttir af vefsíðum
fréttamiðla.
Svarendur elsta aldurs-
hópsins sögðust helst sækja
sér fréttir í sjónvarp eða 43%,
26% nefndu sjónvarp og 12%
dagblöð. Ljósvakinn og dag-
blöð eiga á brattann að sækja
hjá ungu fólki, samkvæmt
MMR, því aðeins 2% þeirra á
aldrinum 18-29 ára kváðust
helst sækja sér fréttir í sjón-
varp og 1% í útvarp og sama
hlutfall í dagblöðin. Um 6%
kváðust ekki fylgjast með
fréttum.
Menntafólk á fréttasíðum
Unga fólkið reyndist aftur
á móti líklegra en aðrir til að
sækja sér fréttir af sam-
félagsmiðlum en 17% þeirra
sem eru 18-29 ára sögðust
helst sækja sér fréttir í gegn-
um samfélagsmiðla og 8%
fólks milli þrítugs og fimm-
tugs. Af þeim sem lokið höfðu
háskólamenntun kváðust 60%
helst sækja sér fréttir af vef-
síðum fréttamiðla, sam-
anborið við 46% þeirra sem
höfðu hæst lokið framhalds-
skóla og 44% þeirra með
grunnskólamenntun.
sbs@mbl.is/freyr@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fréttaslagur Fjölmiðlamenningin er að breytast og notkun al-
mennings á miðlunum sömuleiðis, því æ fleiri leita aðeins á
netið eða samfélagsmiðla til að fylgjast með tíðindum dagsins.
Leita mest á net
Finna fréttir á vefsíðum
Konur og ungt fólk sækja í sam-
félagsmiðla 6% fylgjast ekki með