Morgunblaðið - 22.09.2018, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2018
Auglýsing um skipu-
lagsmál í Strandabyggð
Auglýsing um óverulega breytingu á
Aðalskipulagi Strandabyggðar 2010 - 2022
Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti á
fundi sínum 11. september 2018 tillögu að
óverulegri breytingu á Aðalskipulagi
Strandabyggðar 2010 – 2022 samkvæmt 2.
mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða óverulega breytingu á
aðalskipulagi sem felur ekki í sér
stórvæglegar breytingar á landnotkun.
Breytingin felst í því að hluta verslunarreitar
V2 er breytt í athafnasvæði, þar sem fyrirhu-
guð er þjónusta fyrir bifreiðar og báta.
Breytingin hefur verið send Skipulags-
stofnun til staðfestingar. Uppdráttur er sýnir
breytinguna er til sýnis á skrifstofu Stranda-
byggðar, Höfðagötu 3 á Hólmavík og á
heimasíðu Strandabyggðar,
www.strandabyggd.is.
Hólmavík 14. september 2018.
Gísli Gunnlaugsson
skipulags- og byggingarfulltrúi
Raðauglýsingar
Kennsla
Auglýsing um sveinspróf
Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum
verða haldin í desember, janúar,
febrúar og mars ef næg þátttaka næst:
Í matreiðslu, framreiðslu, bakaraiðn og
kjötiðn í desember.
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember
Í byggingagreinum í des./jan.
Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2018
Í málmiðngreinum í febrúar/mars.
Umsóknarfrestur til 15. janúar 2019
Í snyrtifræði í febrúar/mars.
Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2019
Í bíliðngreinum í janúar/febrúar.
Umsóknarfrestur er til 1. desember 2018
Í hársnyrtiiðn í febrúar/mars.
Umsóknarfrestur til 15. janúar 2019
Nánari dagsetningar verða birtar á heima-
síðu IÐUNNAR fræðsluseturs jafnóðum og
þær liggja fyrir
Með umsókn skal leggja fram afrit af náms-
samningi, lífeyrissjóðsyfirlit og burtfarar-
skírteini með einkunnum eða staðfestingu
skóla á því að nemi muni útskrifast í des-
ember 2018.
Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er
mismunandi eftir iðngreinum.
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu
okkar, veffang: www.idan.is og á skrifsto-
funni.
IÐAN - fræðslusetur,
Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík,
sími: 590 6400, netfang: idan@idan.is
*Nýtt í auglýsingu
*20839 Lokað kerfi/Closed-System Transfer
Device (CSTD). Ríkiskaup f.h. heilbrigðisstofnana
óska eftir tilboðum í „ Closed-System Transfer
Device (CSTD) for preparing cytotoxics mixtures“.
Nánari upplýsingar í útboðsgögnum á
www.rikiskaup.is. Opnun tilboða 25. október 2018
kl. 10:00 hjá Ríkiskaupum.
*20835 Einnota lín og skurðstofupakkar
fyrir LSH. Ríkiskaup f.h. Landspítala óska eftir
tilboðum í einnota lín og skurðstofupakka fyrir
LSH. Nánari upplýsingar í útboðsgögnum á
www.rikiskaup.is. Opnun tilboða 25. október 2018
kl. 11:00 hjá Ríkiskaupum.
*20832 RS Vöruflutningar innanlands.
Ríkiskaup, fyrir hönd áskrifenda að ramma-
samningum ríkisins á hverjum tíma, standa fyrir
þessu útboði á vöruflutningum innanlands.
Óskað er eftir tilboðum í vöruflutningaþjónustu
milli þéttbýlissvæða innanlands. Nánari upplýs-
ingar í útboðsgögnum á www.rikiskaup.is.
Opnun tilboða 2. nóvember 2018 kl. 11:00 hjá
Ríkiskaupum.
Framleiðslueldhús til sölu
Fyrirtæki á sviði matar- og veitingaþjónustu,
sem hefur verið í farsælum rekstri í fjölda
mörg ár á sömu kennitölu, er til sölu.
Fyrirtækið er vel tækjum búið. Undanfarin
ár hefur reksturinn aðallega verið í sölu á
hádegismat til fyrirtækja og stofnana. Mikil
sóknarfæri, t.d. í veisluþjónustu.
Starfsemin er í leiguhúsnæði, sem sérstak-
lega er innréttað undir framleiðslueldhús og
gæti kaupandi að fyrirtækinu fengið leigt
áfram, eða fengið húsnæðið keypt.
Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um
að senda fyrirspurn á box@mbl.is
merkt: ,,F-26450”.
Fyrirtæki
Tilboð/útboð
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar óskar eftir
tilboðum í verkið:
Pattersongirðing
Niðurrif og förgun
Verkið felst í að taka upp, fjarlægja og farga girðingu,
sem er umhverfis Pattersonsvæðið, sem er nálægt
Fitjum í Reykjanesbæ.
Girðingin er netgirðing með gaddavír efst, girðinga-
staurar eru stálstaurar í steyptri undirstöðu. Lengd
girðingarinnar er 8.500 metrar.
Verktími er áætlaður um 2 mánuðir, frá 3. október
2018 til 1. desember 2018.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Verkfræðistofu
Suðurnesja, Víkurbraut 13, 230 Reykjanesbæ, frá og
með mánudeginum 24. september 2018.
Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn
28. september 2018, kl. 13:00.
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar
Tilkynningar
Lýst er vonbrigðum í álykt-
un Samtaka iðnaðarins með
að í fjárlagafrumvarpi ríkis-
stjórnarinnar fyrir næsta ár
skuli ekki vera gert ráð fyrir
meiri lækkun trygginga-
gjalds. Reiknað er með að
gjaldið skili ríflega 100,8
milljörðum króna á næsta ári
sem er tæplega 3,5 millj-
örðum krónum meira en á
þessu ári. Tryggingagjaldið,
sem nú er 6,85%, mun því
þrátt fyrir boðaða 0,25%
lækkun skila ríkissjóði meiri
tekjum á næsta ári en í ár.
Stór tekjustofn
Tryggingagjald er lagt á
launakostnað fyrirtækja og
samanstendur af almennu
tryggingagjaldi og atvinnu-
leysistryggingagjaldi. Hátt
tryggingagjald kemur verst
niður á fyrirtækjum þar sem
laun og launatengd gjöld eru
stór hluti kostnaðar, segja
Samtök iðnaðarins. Þau telja
að hátt tryggingagjald veiki
því samkeppnishæfni fyr-
irtækja. Þó sé bætt hæfni í
samkeppni eitt af megin-
markmiðum ríkisstjórnar-
innar samkvæmt stjórnar-
sáttmálanum og sé boðuð
lækkun tryggingagjaldsins
framlag til þess. Hins vegar
hafi samkeppnisstaða inn-
lendra fyrirtækja gagnvart
erlendum keppinautum
versnað umtalsvert á undan-
förnum árum vegna inn-
lendra kostnaðarhækkana
mælt í erlendri mynt. Þessi
þróun er nú sýnileg í minni
verðmætasköpun útflutnings-
greina og þeirra fyrirtækja á
innlendum markaði sem
helst keppa við erlend fyrir-
tæki.
„Mikil tregða hefur verið
hjá ríkisvaldinu að lækka
tryggingagjaldið en það er
einn stærsti tekjustofn rík-
issjóðs en samkvæmt frum-
varpinu mun það skila 14,4%
af skatttekjum ríkissjóðs á
næsta ári. Fyrir efnahags-
áfallið 2008 var trygginga-
gjaldið 5,34%. Í kjölfar efna-
hagsáfallsins 2008 var gjaldið
hækkað í 8,65%. Hækkun
tryggingagjalds var hugsuð
sem tímabundin aðgerð til að
standa straum af skyndilegu
atvinnuleysi sem skapaðist í
því efnahagsáfalli. Nú þegar
atvinnuleysið er lítið eiga þau
rök sem notuð voru til að
hækka gjaldið á sínum tíma
ekki lengur við,“ segja Sam-
tök iðnaðarins. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Iðnaður Tryggingagjaldið
tekur í fjárhag margra fyrir-
tækja. Hér er Jörundur Agn-
arsson í verksmiðju Límtrés
á Flúðum.
Veikir samkeppnis-
hæfni fyrirtækja
Vonbrigði með litla lækkun
tryggingagjalds Úrelt rök
Uppbygging endurhæfing-
arstöðvar fyrir slasaða rán-
fugla og framleiðsla á náms-
efni um matarsóun eru meðal
þeirra tólf verkefna sem
hlutu umhverfisstyrki úr
Samfélagssjóði Landsbank-
ans í gær. Fjögur verkefni
fengu 650 þúsund krónur
hvert og átta verkefni 300
þúsund krónur, samtals fimm
milljónir króna. Þetta er í
áttunda sinn sem Lands-
bankinn veitir umhverf-
isstyrki úr Samfélagssjóði
bankans og bárust um 70 um-
sóknir.
Umhverfisstyrkjum er ætl-
að að styðja við verkefni á
sviði umhverfismála og nátt-
úruverndar og dómnefnd leit-
ast við að velja metnaðarfull
verkefni sem hafa skýra þýð-
ingu fyrir íslenska náttúru og
vistkerfið. Í dómnefnd sátu
dr. Brynhildur Davíðsdóttir,
dósent í umhverfis- og auð-
lindafræðum við Háskóla Ís-
lands, Finnur Sveinsson, sér-
fræðingur í samfélagsábyrgð,
og dr. Guðrún Pétursdóttir,
forstöðumaður stofnunar Sæ-
mundar fróða um sjálfbæra
þróun við HÍ.
Gegn matarsóun
Fjórum ólíkum verkefnum
var veittur styrkur upp á 650
þúsund krónur. Þetta voru
Landskógar vegna verkefn-
isins Responsible Iceland
sem gengur út á að fá ferða-
menn til að jafna kolefnisspor
sitt vegna ferðalaga með
framlagi til skógræktar eða
annarrar landbætingar;
Diana Divileková til að útbúa
fyrrgreinda aðstöðu til með-
höndlunar og endurhæfingar
á slösuðum eða veikum rán-
fuglum; Landvernd til að út-
búa námsefni fyrir miðstig
grunnskóla um matarsóun;
og björgunarsveitin Ársæll til
að hreinsa plast og annað
rusl úr sjónum og meðfram
strandlengjunni við höf-
uðborgarsvæðið.
Aðrar styrkveitingar voru
lægri. sbs@mbl.is
Ljósmynd/Aðsend
Stuðningur Styrkþegar ásamt dr. Guðrúnu Pétursdóttur, for-
manni dómnefndar, og Hreiðari Bjarnasyni, lengst til hægri,
sem er framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsbankanum.
Skógur jafni spor
Tólf umhverfisverkefni hlutu
styrk frá Landsbankanum