Morgunblaðið - 09.10.2018, Side 1

Morgunblaðið - 09.10.2018, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 9. O K T Ó B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  237. tölublað  106. árgangur  SKÓLARNIR ERU Í LYKILHLUTVERKI Í FJÖLMENNINGU FRJÓSEMI MANNS OG JARÐAR KYNNIR SKAPANDI VEGABRÉF FYRIR TÓNLISTARMENN LISTASAFNIÐ Á AKUREYRI,33 FRAMSÆKIN IMOGEN HEAP 30HRAÐAR BREYTINGAR 12 Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Undirbúningur vegna vindorku- framleiðslu er kominn á fulla ferð víða um land og er vindorkufram- leiðsla þar sem vindaðstæður eru góðar orðin ódýrari en raforkufram- leiðsla með jarðvarma eða vatnsafli. Tvö fyrirtæki hafa fengið stöðuleyfi fyrir mælimöstrum í Dalabyggð til að framkvæma vindmælingar, vind- mælingar eru farnar af stað í Garps- dal í Reykhólahreppi og fleiri inn- lendir og erlendir aðilar hafa sýnt vindorkuframleiðslu áhuga. Ketill Sigurjónsson orkuráðgjafi segir að virkja þurfi talsvert á næstu árum til þess að mæta spám um orkuþörf næstu ára verði stórir orkusamningar til stóriðju endur- nýjaðir. Hann segir vindorku nokk- uð lengi hafa þótt áhugaverður kost- ur en kostnaðarlega óhagkvæmur. Undanfarið hafi hins vegar fram- leiðsla á vindmyllum orðið hag- kvæmari með aukinni framleiðslu vindmylluframleiðenda og fram- leiðslu á stærri og hagkvæmari vind- myllum en áður. „Núna er kostnað- urinn orðinn það lágur að þetta er í raun orðið ódýrasta tegundin af raf- orkuframleiðslu,“ segir Ketill, sem telur brýnt að löggjafinn skýri vel regluverk í kringum umhverfismat og leyfisveitingar undir vindmyllu- garða. „Eitt besta dæmið um hvað þetta er orðið ódýrt er að núna gera álverin t.d. í Noregi samninga við vindorkufyrirtæki,“ segir Ketill. Ætla að beisla vindinn  Innlendir og erlendir aðilar sýna vindorkuframleiðslu áhuga  Vindmælingar farnar af stað í Garpsdal  Tvö fyrirtæki hefja fljótlega mælingar í Dalabyggð MVindorkuframleiðsla »18 Vindorkuframleiðsla » Kostnaður við vind- orkutækni lækkað með hag- kvæmari framleiðslu » Nokkur stór verkefni í burð- arliðnum hér á landi » Tvö fyrirtæki fengið leyfi fyrir vindmöstrum í Dala- byggð Baldur Arnarson baldura@mbl.is Heildarlaun hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands hækkuðu að meðaltali um 7,4% á fyrri hluta ársins. Það var mesta prósentuhækkunin meðal ríkisstarfsmanna á tímabilinu. Næstir komu félagsmenn hjá BSRB og ASÍ, en laun þeirra hækk- uðu að meðaltali um 6,3%. Þetta er meðal þess sem má lesa úr launatöflum á vef stjórnarráðsins. Félagsmenn í Læknafélagi Ís- lands hafa fengið mesta hækkun í krónum talið á fyrri hluta ársins, eða um 70 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Laun skurðlækna hafa hækkað um 50 þúsund og laun hjá Sinfóníunni um 42 þúsund. Margir með yfir 800 þúsund Laun ríkisstarfsmanna hafa hækkað um tugi prósenta síðustu ár. Fyrir vikið eru nú sex hópar ríkis- starfsmanna með yfir 800 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði. Til dæmis voru hjúkrunarfræðingar með um 835 þúsund að meðaltali í heildarlaun á fyrri hluta ársins. Laun þeirra sem heyrðu undir kjararáð, sem var lagt niður, hækk- uðu um 1,2% á fyrri hluta árs. »10 Launin hækka áfram Hækkun á meðaltali heildar- launa árið 2017 til júní 2018 1,2% 6,3% 7,4% 6,3% Kjararáð BSRB ASÍ – án mótfram- lagsHeimild: Stjórnarráðið Starfsmenn Sinfóníu- hljómsveitar  Launin hækka mest hjá Sinfóníunni Brimbrettakappi notfærði sér öldurnar við Gróttu á Seltjarnarnesi í fyrra- dag og brunaði á bretti sínu með glæsibrag. Brimbrettareið er vinsæl íþrótt og mikið stunduð í heitari löndum. Sjávarhitinn er núna í kringum 7,5°C í Reykjavíkurhöfn og lofthitinn getur verið lægri en það, enda komið haust. Því er nauðsynlegt að klæðast góðum hlífðarfatnaði og ekki síst að verja höfuðið fyrir kælingunni. Brunað hratt á brimöldunni Morgunblaðið/Bogi  Sigríður Á. Andersen dóms- málaráðherra hefur kallað eftir upplýsingum um hve algengt það sé að lögreglan fari fram á dóms- úrskurð um ein- angrunarvist, á hvaða forsendum það sé gert og hve algengt sé að því sé hafnað af dómstólum. Einnig hve oft ríkið hafi samið um skaðabætur vegna einangrunarvistunar. Leggja þurfi mat á hvort skýra þurfi lög eða reglur að þessu leyti. »19 Óskar upplýsinga Sigríður Á. Andersen  Fulltrúar Comenius-háskóla í Slóvakíu hafa sýnt því áhuga að styðja við nám í slóvakísku á Ís- landi. Tilefnið er mikil ásókn ís- lenskra námsmanna í skóla ytra. Runólfur Oddsson, ræðismaður Slóvakíu á Íslandi, hefur haft milli- göngu um læknanám fyrir íslenska námsmenn í háskólabænum Martin í Slóvakíu. Runólfur segir íslenska menntaskólanema hafa sýnt því áhuga að læra slóvakísku. „Ég veit um menntaskólanema sem eru byrj- aðir að undirbúa læknanám í Slóv- akíu. Nú þegar búa rúmlega 200 ís- lenskir námsmenn í háskólabænum Martin.“ »10 Menntaskólanemar vilja læra slóvakísku „Það var ekkert annað í boði en að bregðast við því upphlaupi sem hafði skapast í kjölfar úrskurðarins. Ókyrrðin hefur verið mikil og óör- yggið sömuleiðis, og úr því þurfti að bæta,“ sagði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra. Hann stefnir að því að leggja sem allra fyrst fram frumvarp til laga um breytingar á lögum um fisk- eldi. Samkvæmt frumvarpinu getur ráðherra, í þeim tilvikum sem rekstrarleyfi er fellt úr gildi, gefið út rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tíu mánaða að fenginni umsögn Matvælastofnunar enda mæli ríkar ástæður með því. Atvinnuveganefnd kemur saman klukkan 8.00 í dag og er fiskeldi á dagskrá. Lilja Rafney Magnúsdótt- ir, þingmaður VG og formaður at- vinnuveganefndar, telur eðlilegt að löggjöfin um fiskeldi verði lagfærð miðað við þá galla sem komið hafa fram eftir að starfsleyfi og rekstrar- leyfi Arctic Sea Farm hf. og Fjarða- lax hf. vegna áformaðs laxeldis í Pat- reksfirði og Tálknafirði voru felld úr gildi. Sigurður Pétursson, fram- kvæmdastjóri annars fiskeldisfyrir- tækjanna, segir að fyrirtækin muni bera ógildingu rekstrar- og starfs- leyfanna undir dómstóla. Hann sagði mikla óvissu fylgja í kjölfar ógilding- ar leyfanna. »2 & 14 „Ekkert annað í boði“  Sjávarútvegsráðherra segir að bregðast þurfi við í kjölfar úrskurðar  Ógilding leyfa verður borin undir dómstóla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.