Morgunblaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 2018 ✝ Bragi Þór Guð-jónsson fæddist 5. ágúst 1927. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Sólvangi 27. september 2018. Foreldrar hans voru Þuríður Guð- rún Vigfúsdóttir, f. á Hrauki, V.-Land- eyjahr., Rang. 12. mars 1900, d. 30. ágúst 1946, og Guð- jón Úlfarsson, f. í Fljótsdal, Fljótshlíð, Rang. 24. maí 1891, d. 13. maí 1960. Systkini hans eru: Ágúst, f. í mars 1920, d. í desember sama ár. Guðlaug, f. 15. júlí 1921, d. 26. október 2009. Ágúst Þór, f. 7. maí 1923, d. 22. apríl 1992. Úlfar, f. 11. september 1924, d. 13. júlí 1980. Óskar, f. 13. febrúar 1926, d. 8. mars 2001. Svandís, f. 16. febr- úar 1929, d. 13. ágúst 2014. Hörður, f. 23. maí 1930, d. 2. janúar 2001. Gunn- hildur, f. 4. janúar 1933, d. 6. nóvember 2004. Lóa, f. 21. maí 1938. Útför Braga Þórs fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 9. október 2018, klukkan 13. 91 árs var hann minn kæri frændi Bragi Þór Guðjónsson, húsasmíðameistari og listamaður, sem andaðist 27. september síðastliðinn. Bragi var ekki maður margra orða en var þeim mun opnari fyrir umhverfi sínu og túlkaði hann það af innlifun í sinni list. Hann unni heitt sveitinni sinni, Fljótshlíð- inni, var ljóðelskur og minnist ég þess sem barn þegar hann þuldi Gunnarshólma af mikilli innlifun, 82 ljóðlínur. Bragi flutti ungur til Reykja- víkur, lærði húsasmíði sem var hans ævistarf og smíðaði hann marga fallega hluti fyrir vini og vandamenn. Honum var margt til lista lagt, ásamt því að vera ljóð- elskur samdi Bragi ljóð, spilaði á orgel og harmonikku og teiknaði og málaði af mikilli ástríðu eftir að starfi hans lauk sem húsasmiður. Var það viðurkenning og var hann stoltur þegar verk hans voru sýnd í Gerðubergi og seinna í Ráðhúsi Reykjavíkur. Að heimsækja Braga á Sólvang í Hafnarfirði var einstaklega gef- andi. Hann var þakklátur fyrir þá umönnun sem hann fékk þar og naut þess að fá sitt fólk í heim- sókn. Það var stutt í húmorinn og hann var óspar á brosið. Einhverju sinni þegar bróðir minn spurði hann hvernig honum fyndist að vera með öðrum í her- bergi á Sólvangi svaraði hann á þá leið „það er kominn tími til, ég hef alltaf verið einn“. Ég fór ekki oft til Braga, en í þau skipti mætti ég æðruleysi hans og kærleika og ég hugsaði oft hvað hann skildi vel hvað skipti miklu máli að sýna öðrum virðingu og þakklæti. Ég átti gæðastund með frænda í fallegu haustveðri stuttu áður en hann kvaddi. Hann naut þess að horfa á haustlitina og að hlusta á fallega tónlist sem ein starfsstúlk- an setti á fyrir okkur. Eftir að Bragi veiktist og átti erfitt með að búa einn voru nokk- ur systkinabörn hans óspör á að veita honum alla þá aðstoð sem hann þurfti og að koma honum í skjól. Eiga þau mínar bestu þakkir og virðingu fyrir það. Elsku Lóa mín, þið systkinin voruð náin. Ég sendi þér mínar innilegustu samúðarkveðjur. Áfram höldum við ættingjar Braga með okkar lífshlaup og mun hans góða hjartalag og frið- sæld ylja um ókomin ár. Far þú í friði, minn kæri frændi. Þín frænka Jana. Gott er þér, vinur, guðs í dýrð að vakna, þig gladdi löngum himininn að sjá. Víst er oss þungt að sjá á bak og sakna, samvista þinna. En oss skal huggun ljá: Vér eigum líka úr lífsins svefni að rakna. Svo orti Konráð Gíslason einn Fjölnismanna í lokaerindi minn- ingarljóðs um Jónas Hallgríms- son. Þau orð koma mér í hug þegar ég minnist móðurbróður míns og vinar Braga Þórs Guðjónssonar, þess hlýja, trausta og vandaða manns sem öllum vildi vel. Margar góðar minningar koma mér í hug af samskiptum okkar. Um tíma kom hann reglulega í hádegismat til móður minnar. Einhverju sinni var barið létt á dyr heima á Lauga- veginum snemma að morgni, fyrir utan stóð Bragi og spurði hvort ég vildi koma með í sund. „Já, en ég á eftir að bera út Alþýðublaðið,“ svara ég gramur yfir að geta ekki þekkst slíkt kostaboð. „Hvað, það er nú lítið mál ég keyri þig bara með blöðin.“ Litli pattinn lét nú ekki segja sér það tvisvar, það var nú ekki hver sem var sem fékk einkabílstjóra með sér til að bera út blöð. Eða þegar Jón Þórðarson sá mæti ljóðelskandi barnakennari Austurbæjarskóla sagði við okkur krakkana að hausti í 12 ára bekk að nú ætlaði hann ekki að láta okk- ur læra nein ljóð utanbókar í vetur. Fagnaðarlæti brutust út hjá flestum, sem Jón sló fljótt af og sagði: „Bíðið ég sagði láta ykkur læra því þið eruð búin að læra fjöldann allan af ljóðum hjá mér og nú skilið þið mér utanbókar 100 ljóðlínum í mars, þá höfum við ljóðadag.“ Nú voru góð ráð dýr og þetta bar ég upp við Braga, vin minn og frænda sem ég hafði oft heyrt fara með ljóð eftir uppá- haldsskáld hans, Jónas Hallgríms- son. Hann var fljótur til svars, „humm 100 ljóðlínur segirðu, lærðu þá bara Gunnarshólma“. Með hans aðstoð tókst það, hann hlýddi mér yfir í hvert skipti sem hann kom í heimsókn og var að lokum ánægður með flutninginn. En ljóðlínurnar voru bara 82 og auðvitað kom frændi með lausn. „Taktu bara Móðurást með til von- ar og vara Viðar minn ef Jóni kennara þykir þetta ekki nóg.“ Það varð úr og Jón kennari sáttur. Bragi var húsasmíðameistari að mennt og starfaði við það lengst af sinni ævi. Hann var mikill hagleikssmið- ur, jafnt á hið stóra sem og hið smáa. Ef hann vantaði tösku utan um verkfæri og eða harmonikkuna sína þá smíðaði hann bara tösku, málaði og lakkaði svo úr varð hálf- gert listaverk. Sem dæmi um hin smáu hagleiksgerðu smíðaverk hans er þegar ég spyr hann eitt sinn hvort hann eigi búkka til að lána mér um stund. Ekki átti hann þá, en bað mig um að bíða með að kaupa þá. Tveimur dögum síðar hringir hann, segist vera kominn með búkka sem ég megi eiga. Handsmíðaðir biðu þeir mín hagleikssmíð sem enn eru brúkað- ir nú 25 árum síðar. Eftir að hann hætti störfum sem húsasmiður tók hann til við að mála, fór í Mynd- listaskóla Reykjavíkur og eftir hann liggja fjölmörg afar falleg verk sem hann hefur sýnt í sýn- ingasal Ráðhúss Reykjavíkur og í Gerðubergi. Blessuð sé minning Braga Þórs Guðjónssonar. Veröld- in væri enn betri ef fleiri væru eins og hann. Viðar Hafsteinn Eiríksson. Með hlýju og af vinarhug minn- ist ég Braga Þórs móðurbróður míns sem lést 27. september sl. 91 árs að aldri. Bragi ólst upp í stórum systkinahópi í Vatnsdal í Fljótshlíð við alla þá náttúrufeg- urð og fjallasýn sem þar er. Hann var handlaginn maður, listrænn, ljóðelskur og næmur. Nú þegar ég kveð frænda minn er mér efst í huga fallega blikið í augum hans, bjarta brosið og notaleg nærvera hans. Miklir kærleikar voru með þeim Vatnsdalssystkinum, sem ég bæði upplifði og skynja vel í bréfaskriftum þeirra á milli. Ósk- ar bróðir hans, sem var árinu eldri, en hann skrifar í sendibréfi frá Vestmannaeyjum 1942 eftir að hafa sagt frá lærdómnum, spila- mennskunni með skólahljóm- sveitinni og litríka mannlífinu í eyjum: „Mér var að detta í hug að gaman yrði ef maður gæti skotist í fjósið til þín, því um þetta leyti hugsa ég að þú sért ef til vill að gefa í fjósi, klukkan er nefnilega sex. Því inn fyrir fjósþröskuld hef ég ekki stigið síðan ég steig út úr fjósinu hjá þér í haust. Ég sé að hugmyndin um þessa heimsókn sé aðeins della, þó að ég lifi samt í þeirri von að eiga eftir að lenda í fjósinu með þér aftur og spjalla við fjósamanninn.“ Bragi lærði að spila á orgel og harmonikku heima í Vatnsdal og spilaði hann á böllum í sveitinni þegar hann ungur. Munnhörpuna var hann líka leikinn á. Bragi var húsasmíðameistari og myndlistamaður, byggði bæði hús í Reykjavík og virkjanir úti á landi. En fór að mála af krafti eft- ir að hætti að vinna. Bragi sagðist alltaf hafa haft áhuga fyrir myndlistinni og var listagyðjan hans förunautur. Hann var hálfan vetur í Mynd- listaskóla Reykjavíkur 1951, hafði verið á námskeiðum frá 1960-1964 í Handíða- og myndlistaskólan- um. Seinna fór hann á myndlistar- svið öldungadeildar Fjölbrauta- skólans í Breiðholti og var þar tvo vetur. 1989 hóf hann nám í Mynd- listaskólanum í Reykjavík. Það er stórkostlegt að hafa þetta, maður hefur alltaf nóg að gera,“ sagði hann um veru sína þar. Hann sagði andrúmsloftið í Myndlista- skólanum alveg sérstaklega gott og kynslóðabilið ekkert. Bragi frændi fylgdist með ætt- ingjum sínum. Við systkinabörnin hans eigum öll okkar minningar um þennan ljúfa, einstaka og sér- vitra frænda okkar. Taugar hans voru alltaf sterkar til átthaganna. Við höfum átt margar stundir saman á síðustu árum við að grúska í gömlum ljósmyndum og sendibréfum. Hann naut sín vel þegar hann rifjaði upp gamlar minningar. Úr sveitinni þegar hann var að alast upp, frá vertíðunum í Vest- mannaeyjum og margt fleira. Það hefur eflaust verið upplifun fyrir sveitastrákinn að sjá alla bresku hermennina koma gangandi niður Kambana þegar hann var á sund- námskeiði í Hveragerði. Hann bjó í Vesturbergi þar sem hann byggði sitt hús þegar Breiðholtið var að byggjast upp. Þar átti hann bæði vini og góða nágranna. Breiðholtslaugina sótti hann og félagsstarfið í menning- armiðstöðinni í Gerðubergi og hélt þar sýningu á verkum sínum árið 2002. Ári síðar var hann með einkasýningu í Ráðhúsi Reykja- víkur. Þar sýndi hann olíumálverk máluð á striga. Hann tók þátt í menningar- og listahátíð Breið- holts 2006 með sýningu í Fella- og Hólakirkju. Allra síðustu ár dvaldi hann á Sólvangi í Hafnarfirði þar sem naut góðrar umönnunar elsku- lega starfsfólksins þar. Elsku hjartans Lóu móður- systur minni votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minn- ing elsku Braga frænda. Helga Hauksdóttir Nordström. Bragi Þór Guðjónsson hvern hátt gat orðið að liði var hún til staðar. Mér er mjög minnisstætt sím- tal frá henni þegar hún hafði veð- ur af því að ég stæði í smá lífsins ólgusjó. Erindið var að bjóða mér að tala, sýna stuðning, hvetja og segja mér að ég kæmist í gegnum þetta. Hún einfaldlega dreif sig í að mæta með sína hlýju, því hún fann að þarna var þörf fyrir það. Þetta er mjög lýsandi dæmi fyrir hana, hún hikaði ekki við að teygja sig til fólks að fyrra bragði og gefa af sér. Og það hafði svo mikið að segja því hún hafði næmni til að finna og skilja hvað það var sem kom sér vel að heyra. Ragnheiði væri ekki nema að hluta lýst ef aðeins gæsku hennar væri minnst þótt hún dygði hverj- um manni til kosta. Beittur en hlýr húmor, gjafmildi í frásögn og spjalli gerði hana að eftirsóttum félagsskap. Svo heppin var ég að búa innan sama hverfis að ég gat átt von á að hitta hana hvar og hvenær sem var á hjólinu eða í Melabúðinni. Mér finnst ég enn vera að sjá hana glaðbeitta á hjól- inu hér í hverfinu, svo sorglega hratt var hún hrifin á brott. Við fjölskyldan á Dunhaga munum sakna þess að Ragnheið- ur sé ekki lengur hluti af tilver- unni. Mestur er þó söknuður fjöl- skyldu hennar sem við biðjum að guð gefi styrk. Falleg er minning stórbrotinnar konu. Júlía Margrét Alexandersdóttir. Ég vil minnast minnar kæru vinkonu og vinnufélaga, Ragn- heiðar Margrétar Guðmunds- dóttur með nokkrum orðum. Fyrir 25 árum tókust fyrstu kynni með okkur Ragnheiði. Þessi gáfaða, glæsilega kona tók mér hálfþrítugri eins og jafningja þótt sjálf væri hún fertug. Við sátum saman fámennt námskeið í Háskóla Íslands og við öll sem það sátum unnum náið saman. Að námskeiði loknu skildi leiðir en lágu þó saman af og til eftir það, við hittumst í brúðkaupsveislu, rákumst hvor á aðra í Reykjavík- urakademíunni og víðar. Við viss- um alltaf hvor af annarri og ég vissi, þegar hún sótti um starf hjá RÚV að hún væri manneskja sem ég vildi vinna með. Fyrir tæpum sex árum tók hún til starfa sem einn af málfarsráðgjöfum RÚV og fréttamenn og annað starfs- fólk fréttastofunnar áttaði sig fljótt sig á því hvað það var gott að leita til hennar, hvað hún var einstaklega fróð og vel að sér um íslenskt mál og hvað hún átti gott með að leiðbeina fólki með það. Með tímanum var aukið við starfshlutfall hennar og fengu þá fleiri en starfsfólk fréttastofu að njóta krafta hennar og visku. Hún vann þá mér við hlið virka daga en tók áfram málfarsvaktir á fréttastofunni. Það var mikil breyting fyrir mig að fá mér við hlið sérfræðing sem ég gat rætt við um okkar fag. Við deildum pínulítilli skrifstofu þannig að við unnum mjög þétt saman en það bar aldrei nokkurn skugga á sam- starf okkar. Það var alltaf gott. En Ragnheiði fylgdi annað og miklu meira en bara sérþekking á faginu. Hún var góðhjörtuð og mátti ekkert aumt sjá. Hún lét sér alltaf annt um annað fólk, fylgdist með því í lífi og starfi. Hún sýndi því áhuga, gladdist með því eða grét eftir því hvern- ig vindar blésu. Enda þótti öllum vænt um hana. Og þótt hún væri hæglát og hefði ekki hátt var hún mannblendin og félagslynd. Hún var fyrirmynd í heilbrigð- um lífsháttum, borðaði hollan og einfaldan mat, drakk ekki, reykti ekki. Hún stundaði úti- vist, gönguferðir og sund. Hún var trúuð og sótti styrk í trúna. Hún var hagmælt og ljóðelsk- andi. Hún elskaði fjölskylduna sína og var stolt af barnabörn- unum. Hún var traustur vinur vina sinna. Og hún var alls ekki bara vinnufélagi heldur kær og náin vinkona sem alltaf var til- hlökkun að hitta og gott að geta deilt með gleði og sorgum. Ég þakka Ragnheiði Margréti samfylgdina, þennan allt of stutta tíma, og sendi samúðarkveðjur frá okkur samstarfsfólki hennar á RÚV til Björns, Birnu Önnu, Láru Bjargar og fjölskyldna þeirra og til Kristínar móður Ragnheiðar. Við söknum vinar í stað, blessuð sé minning hennar. Anna Sigríður Þráinsdóttir. Það er sárt að kveðja Ragn- heiði Margréti móðursystur okk- ar, Göggu frænku. Hún var alltaf svo hlý og góð við okkur systkinin og sýndi okk- ur mikla ræktarsemi. Öll eigum við minningar af henni gefandi okkur bækur. Það var eiginlega ekki til svo lítið tilefni að henni þætti ekki við hæfi að gefa bók. Þegar Halldór kom heim frá Kína gaf hún honum kennslubækur í kínversku sem hún hafði unnið að, og þegar Kristín Soffía flutti til Þýskalands bættist allskonar í staflann. Hver einustu jól og afmæli. Alltaf bók. Hún elskaði líka skáldskapinn og tungumálið og hafði svo gaman af því að miðla, enda kennari af Guðs náð. Að vera frændi Göggu gagn- aðist líka á menntaskólaárunum, bæði þekktu kennararnir hana og það þótti gæðastimpill að vera skyldur henni. Svo var auðvitað gjarnan hringt í Göggu þegar það þurfti að leita málfarsráða og yf- irlesturs við ritgerðarskrifin. Alltaf tók hún okkur vel og hvatti okkur áfram. „Gagga og Bjössi“ var ákveðin eining í barnæsku okkar og það var alltaf svo gaman að koma til þeirra. Hún var yndisleg móðir og amma. Tók ríkan þátt í lífi dætra sinna og barnabarna og var áhugasöm um allt frændfólk sitt. Hún gerði sér far um að kynnast vinum dætra sinna svo eftir var tekið. Þær voru stolt hennar og yndi. Gagga var mikil náttúrukona og elskaði að fara í gönguferðir og berjamó. Hún hjólaði út um allt og synti í Vesturbæjarlaug- inni, elskaði popp og borðaði stundum ekki kvöldmat til að hafa pláss fyrir poppið með sjón- varpinu. Hún elskaði að syngja í kór, var mikill fagurkeri og bjó sér ávallt falleg heimili og svo klæddi hún sig svo fallega. Gagga var hugrökk, dugleg, sjálfstæð og sjálfri sér nóg en líka félagslynd og mikill mannvinur. Við vottum Bjössa, Birnu Önnu og Láru Björgu, eigin- mönnum þeirra og börnum inni- legustu samúð okkar. Takk fyrir samveruna, gleðina og umhyggjuna, elsku frænka okkar. Kristín Soffía, Einar, Halldór og Guðmundur Þorsteinsbörn. Haustið er komið og lífið dreg- ur sig í hlé. Náttúran leggst í dvala og svo virðist sem öllu sé slegið á frest í bili. En þrátt fyrir það þá vitum við að einn góðan veðurdag lifnar allt við að nýju, því þannig fann Guð það hentast heimi. Og í haustsvalanum kveðj- um við nú kæra frænku og vin- konu, sem kvaddi okkur allt of fljótt. Ragnheiður Margrét, eða Gagga, eins og við krakkarnir kölluðum hana, var vinkona okk- ar frá því við mundum eftir okkur og væntanlega höfum við legið saman í vöggu, við systurnar all- ar, því mæður okkar voru vinkon- ur frá að minnsta kosti fimm ára aldri og eru það enn – háaldraðar. Hún ólst upp í Skerjafirðinum, þessu undralandi, sem þá var, á milli himins og hafs, þar sem for- vitnir gátu kynnst leyndardóm- um lífsins. Þar bjó hún í hinu merkilega húsi Reynistað sem sat þar í sín- um sessi sem einhvers konar akrópólis Skerjafjarðar umlukt þeim stórkostlegasta garði sem til var. Og svo fór að við systurnar fluttumst í Skerjafjörð í næsta návígi við Göggu og fjölskyldu. Hófst þar hin besta vinátta sem hugsast gat. Gagga var elst systranna og sjálfskipaður leið- togi þeirra. Ævintýrin leyndust við hvert fótmál bæði í garðinum stóra, fjörunni, túnunum og inn- andyra, þegar brugðið var á leik með alls konar gamalt fatadót og refaskinn, sem Soffía amma átti, hún bjó þarna líka. Það er svo stórkostlegt að eiga vinkonu alla ævitíð. Þá þekkjast menn svo vel að þrátt fyrir ein- hverja fjarveru stendur vináttan í sama stað eða þróast til hins betra. Þú veist alltaf hvar þú hefur vinkonu þína. Þar ber ekkert fals á milli. Gagga giftist tiltölulega ung og fluttist burt úr Skerjafirð- inum. Hún fór til Akureyrar, Vestmannaeyja og alla leið til Ameríku. En að sjálfsögðu kom hún svo aftur í Skerjafjörðinn – um tíma. Smátt og smátt hrynur svo úr fjölskyldum, jafnvel þeim sam- heldnustu. Á menntaskólaárun- um sátu Gagga, systur og frænk- ur í eins konar meyjaskemmu þar sem þær gátu litið yfir undra- garðinn góða í eitt skiptið enn. Nú verður hann alltaf í hugum okkar allra líka þótt sorgin ráði þar ríkjum og við stöldrum við, einu sinni enn og minnumst þess sem var. Nú er garðstígurinn þögull og runnarnir ellibleikir litlaust grasið bæra kaldir vindar að ströndinni fellur svart brim. Takk fyrir allt, kæra vinkona. Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, Helga Hrefna Bjarnadóttir. Merkileg, falleg og gáfuð kona hefur kvatt jarðlífið. Ég kynntist Ragnheiði Margréti þegar hún kenndi mér íslensku í Mennta- skólanum við Sund. Hún var glæsileg á velli, formleg í fasi en hlýtt hjarta sló undir. Ragnheið- ur gaf alltaf einkunnir í samræmi við hvernig fólk vann fyrir þeim. Það var góður undirbúningur undir háskólanámið. Þegar hún sá hæfileika hjá nemendum þá var hún alltaf fyrst til að hvetja þá til þess að deila þeim með öðr- um. Ég fékk að njóta þess þegar ég flutti frumsamin ljóð í tímum og á foreldrakvöldi fyrir fyrstu- bekkinga. Ragnheiður Margrét hnippti í mig og bað mig um það og aldrei gleymi ég stoltinu sem um mig fór þann dag. Toppurinn á tilverunni var að fá fallega ljóðabók í verðlaun sem ég geymi enn. Ragnheiður Margrét vann ým- is störf tengd þýðingum, kennslu og málfarsráðgjöf. Hún starfaði sem íslenskukennari og námsráð- gjafi við Menntaskólann við Sund 1989-1995 síðar við Kvennaskól- ann 1995-2003. Hún var fram- kvæmdastjóri Hagþenkis 2001- 2003. Eftir að hafa unnið hjá Hagþenki var hún málfarsráð- gjafi hjá RÚV auk þess að starfa við þýðingar og íslenskukennslu útlendinga á ýmsum stöðum. Áhugamál hennar voru ekki af verri endanum. Hún var bæði bókelsk og söngelsk. Hún var með valfag í Menntaskólanum við Sund sem hét yndislestur og ís- lenskutímar fóru oft í að lesa ljóð með lífgervingum og hlutgerv- ingum. Hún var í leshring um kvennabókmenntir og söng með mörgum kórum m.a. Söngfjelag- inu. Eftirlifandi eiginmaður er Björn Ragnarsson tannlæknir og dætur þeirra eru Birna Anna og Lára Björg. Barnabörnin eru fjögur. Ég sendi aðstandendum Ragn- heiðar Margrétar mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi minningar um yndislega eigin- konu, móður og ömmu færa ykk- ur frið. Kristjana Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.