Morgunblaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.10.2018, Blaðsíða 36
Tónlistarmennirnir Daníel Friðrik Böðvarsson og Megas halda tón- leika í Iðnó í kvöld sem eru hluti af Mengi Series, tónleikaröð menn- ingarhússins Mengis í Iðnó. Á efnis- skránni verða ný og eldri lög sem ekki hafa birst alþýðu manna með einum eða öðrum hætti, hafa ekki verið réttu lögin á þessa eða hina efnisskrána eða líkt og fallið milli skips og bryggju og orðið útundan án þess að hafa nokkuð til þess unnið, eins og segir í tilkynningu. Enn fremur verða nokkur sýnishorn frá verkum í vinnslu. ÞRIÐJUDAGUR 9. OKTÓBER 282. DAGUR ÁRSINS 2018 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 641 kr. Áskrift 6.960 kr. Helgaráskrift 4.346 kr. Pdf á mbl.is 6.173 kr. I-pad áskrift 6.173 kr. Vonir standa til þess að karlalið Gróttu fái heimild til þess að leika sinn fyrsta heimaleik í Olísdeild karla í handknattleik á þessu keppnistímabili á sunnudaginn, en mistök við hönnun og viðbyggingu í sumar urðu þess valdandi að keppnissalur félagsins er ekki lög- legur eins og sakir standa. Var salurinn styttur í sumar. »1 Stórkostlegt klúður á Seltjarnarnesi ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM „Eins og staðan er í Garðabæ um þessar mundir virðist sem Sebast- ian Alexandersson, þjálfari liðsins, sé nánast að byggja lið upp frá grunni. Að fá á sig 47 mörk í einum leik er svo sannarlega eitthvað sem má vinna út frá. Hvað sem hver segir er ljóst að það ríkir kreppa í meistara- flokksliði Stjörnunnar um þessar mundir,“ segir meðal annars í umfjöllun um síðustu umferð í Olísdeild kvenna í handknatt- leiknum. Lið umferð- arinnar er jafnframt birt í blaðinu í dag. »4 Kreppa ríkir hjá konunum í Garðabæ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bókabankinn í Kolaportinu á sína föstu viðskiptavini og Rúnar Sig- urður Birgisson fornbókasali segir að þeim fari stöðugt fjölgandi. „Það er mikilsvert hvað við höfum góðan aðgang að menningararfinum og góðum og gömlum bókum. Fram- tíðin í bóksölu er mjög björt, þótt stundum megi heyra einhverja halda öðru fram,“ segir hann. Rúnar segist hafa byrjað að safna bókum þegar hann var sjö ára og bækur um þjóðlegan fróðleik hafi átt hug hans allan. „Það var það óvanalegt að konurnar á bókasafn- inu þar sem ég grúskaði fyrst hringdu alltaf í mömmu og spurðu hvort ég mætti fá tilteknar bækur eða ekki,“ rifjar hann upp. „Síðan hef ég verið forfallinn bókaáhuga- maður.“ Tilviljun réð því að Rúnar varð bóksali í Kolaportinu upp úr alda- mótunum. Hann segist hafa byrjað smátt en bætt við jafnt og þétt. „Salan hefur stöðugt vaxið,“ segir hann. „Bóklestur á Íslandi hefur enda ekkert minnkað heldur hefur fólkinu fjölgað.“ Unga fólkið mikilvægt Rúnar segist alla tíð hafa lagt áherslu á að sinna unga fólkinu. Áhuginn hafi verið endurgoldinn margfalt, því þess séu mörg dæmi að krakkar sem hafi byrjað að koma í Bókabankann í grunnskóla hafi haldið því áfram. „Ég er enn að fóðra þessa krakka, sem eru orðnir fullorðnir, jafnvel búnir með há- skólanám og komnir með heimili, á bókum. Þetta er mjög gefandi og það er gaman að geta boðið öllum til veislunnar í Kolaportinu.“ Mest eftirspurn er eftir þjóð- legum fróðleik og ljóðum, að sögn Rúnars. „Þjóðlegi fróðleikurinn er góður spegill á þjóðarsálina á hverj- um tíma,“ segir hann. Íslendinga- sögurnar, þjóðsögur og sagnaþættir gangi líka alltaf enda mjög áhuga- vert efni. Rúnar segir að mikil gróska sé í miðaldafræðum og út- lendingum sem hafi áhuga á íslensk- um bókmenntum fjölgi ört. Margir tali íslensku og enn fleiri skilji hana og lesi. „Erlendir fræðimenn og safnarar vita hvað þeir vilja og hafa oft samband, því að fenginni reynslu er þeim kunnugt um að þeir geta átt von á að fá ýmislegt hjá mér sem þeir hafa gefist upp á að finna, með það í huga að lengi er von á einni.“ Erlendir ferðamenn láta sitt ekki eftir liggja. Rúnar segir að þeir kaupi oft íslenskar bækur frekar en minjagripi. Ljóðabækur séu vinsæl- ar hjá þeim og þeir biðji gjarnan um bækur með ástarljóðum. „Aðal- atriðið hjá mér er að velja réttu bók- ina fyrir viðskiptavininn og þá skipt- ir ekki máli hvort hann er íslenskur eða erlendur,“ segir Rúnar. „Mestu skiptir að vera heiðarlegur í því sem maður er að gera, því þá eru allir vegir færir og það verður alltaf pláss fyrir bækur og pappír í hillum.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bókabankinn Rúnar Sigurður Birgisson fornbókasali á sínum stað í Kolaportinu í miðbæ Reykjavíkur. Mikill áhugi á ljóðum og þjóðlegum fróðleik  Rúnar Sigurður Birgisson segir framtíðina bjarta í bóksölu DUCA Model 2959 L 215 cm Leður ct. 20 Verð 469.000,- L 241 cm Leður ct. 20 Verð 495.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla JEREMY Model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 415.000,- L 202 cm Leður ct. 30 Verð 559.000,- TRATTO Model 2811 L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,- L 207 cm Leður ct. 10 Verð 369.000,- ESTRO Model 3042 L 164 cm Leður ct. 15 Verð 295.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 325.000,- MENTORE Model 3052 L 162 cm Áklæði ct. 83 Verð 299.000,- L 201 cm Áklæði ct. 83 Verð 329.000,- Daníel og Megas í Iðnó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.