Morgunblaðið - 27.10.2018, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Eftir að ég byrjaði ístjórnmálum leség mest skýrslurog skjöl og úttekt-
ir sem tengjast starfinu.
Lestrarvenjur mínar taka
líka mið af vinnunni því ég
gríp gjarnan bækur sem eru
á einhvern hátt tengdar því
sem ég er að fást við hverju
sinni,“ segir Líf Magneu-
dóttir, borgarfulltrúi og for-
seti borgarstjórnar Reykja-
víkur.
Klára bók í ferðalagi
„Núna er ég að lesa bók-
ina Finnsku leiðina eftir Pasi
Sahlberg, Emerald Cities eft-
ir Joan Fitzgerald og This
Changes Everything eftir
Naomi Klein, sem kom
reyndar nýlega út á Íslandi
og heitir Þetta breytir öllu –
kapítalisminn gegn loftslag-
inu í þýðingu Jóhannesar
Ólafssonar. Í kringum jólin
og þegar tími gefst til að setj-
ast niður og slaka á les ég
frekar ljóð og skáldsögur,
gjarnan góða krimma. Ég
nýti líka tímann þegar ég er á
ferðalögum og tek þá gjarnan
með eina bók – en bara eina –
sem ég reyni að klára á ferða-
laginu.“
Líf segir það kannski
sjást best á náttborði sínu
hve önnum kafin hún hefur
verið að undanförnu að þar
liggi nú nærri 20 hálflesnar
bækur sem hún skiptist á um
að lesa, eftir því í hvernig
skapi hún sé þá stundina.
Áhrifamiklar smásögur
„Þær sem ég gríp helst í
núna eru Factfullness eftir
Hans Rosling, Með lífið að
veði eftir Yenomi Park og svo
er ég áskrifandi hjá Ang-
ústúru og fékk frá þeim bók-
ina Sakfellingu eftir Bandi í
þýðingu Ingunnar Ásdísar-
dóttur. Í henni eru áhrifa-
miklar smásögur sem var
smyglað frá Norður-Kóreu
og lýsa lífinu í einræðisríki
Kim Jong Il. Með lífið að veði
kemur líka þaðan og eru
hrikalegar endurminningar
kornungrar konu frá Norður-
Kóreu í þýðingu Elínar Guð-
mundsdóttir. Factfullness er
af öðru tagi; undirtitill henn-
ar er Ten Reasons We’re
Wrong About the World –
and Why Things Are Better
Than You Think og Rosling
er einmitt þeirrar skoðunar.
Hann heldur því fram að ver-
öldin sé ekki að fara alveg
eins mikið til fjandans og allir
halda og að heimurinn sé ekki
eins fátækur, heilsulaus og
hættulegur og almennt er tal-
ið. Hver veit?“ segir Líf og
bætir við: „Kannski tekst
honum að sannfæra mig um
það? Þetta er að minnsta
kosti hugvekjandi bók og
hvetur mig til að halda áfram
á þeirri braut sem ég hef val-
ið mér að reyna að breyta
samfélaginu til hins betra og
út frá þeim upplýsingum sem
eru sannastar og réttar
hverju sinni. “
Börnin lesa fyrir mig
Líf segist á hverju kvöld
líta í bækur með börnunum
sínum – og það þyki sér
mikilvæg.
„Reyndar lesa þau nú-
orðið fyrir mig þar sem lífið
er heldur bjartara og
skemmtilegra. Sú yngsta er
nýbyrjuð í skóla og nýlega
orðin læs, svo að þessa dag-
ana er ég að rifja upp kynnin
við lestrarhefti Menntamála-
stofnunar. Þær sögur enda
sem betur fer oftast vel þó að
ég sé þeirrar skoðunar að við-
fangsefnin megi oft vera
meira krefjandi. “
Hvað ertu að lesa? Veturinn er genginn í garð og kvöldin eru myrk. Slíkt er gæðastundir til lestrar og úr nægu er að velja. Sumir velja létt-
meti en aðrir kynna sér söguna, vísindin, stjórnmálin og hið stóra samhengi hlutanna. Inn á milli er svo ágætt að grípa í fagurbókmennt-
ir, ljóð eða barnabækur en öll slík rit eru endurspeglun á veröldinni; síkvikri og spennandi.
Veröldin er ekki á
leiðinni til fjandans
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
„Í annasömu starfi sakna ég þess stundum að
hafa ekki meiri tíma til þess að lesa stærri
bækur síðu fyrr síðu, fræðirit, skáldverk eða
annað. Hins vegar hef ég þörf fyrir bók-
menntir og andans verk og hef því í önnum
dagsins talsvert snúið mér að ljóðum,“ segir
séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur við
Dómkirkjuna í Reykjavík.
„Síðustu vikurnar hef ég stundum gluggað
í Jón Þorláksson á Bægisá og raunar ýmis
fleiri samtíðarskáld hans, menn sem voru
uppi í kringum aldamótin 1800. Einnig lít ég
oft í ljóðabækur íslenskra skálda 20. aldar, nú
síðast Úr landsuðri eftir Jón Helgason hand-
ritafræðing í Kaupmannahöfn. Orðfæri hans
er meitlað, merkingarnar djúpar og undir
niðri og milli línanna liggur kímnin. Nokkru
yngri og norðan úr Skagafirði er svo Hannes
Pétursson, höfundur margra meitlaðra ljóða
sem í sumra vitund gera hann að þjóðskáldi
og er það að vonum. Mér finnst hann frábær.“
Sveinn segir að starfi sínu fylgi lestur.
„Ég reyni að fylgjast með í fræðunum og
hef sérstakan áhuga á síðfornöld og þeim
guðfræðilegu deilum sem einkenndu hana.
Biblíuna les ég töluvert. Guðspjöllin vitaskuld
og Jesaja höfða sterkt til mín. Í dag er ég hins
vegar á því tímabili að Predikarinn er nokk-
uð fyrirferðarmikill hjá mér. „Öllu er af-
mörkuð stund og sérhver hlutur undir himn-
inum hefur sinn tíma,“ eru upphafsorð
Prédikarans og þau kunna margir. Biblían og
önnur grundvallarrit eru nokkuð sem maður
sækir í andlega næringu. En inn á milli tekur
maður svo líka léttvægari bækur: Ég hef
áhuga á fornmálunum og grískum og lat-
neskum bókmenntum sem eru svo sem ekki
alltaf léttmeti en það hefur leitt mig til að
lesa teiknimyndasögur af Ástríki á latínu og
forngrísku. Ég hef reyndar haldið því fram
að ein besta leiðin til að læra tungumál sé að
lesa teiknimyndasögur.“
Les ljóð í annríkinu
og Ástrík á latínu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Prestur „Ég hef þörf fyrir bókmenntir og
andans verk,“ segir Sveinn Valgeirsson.
„Áhugi minn á sögu og stjórnmálum er mikill
og birtist í því sem ég les,“ segir Magnús
Lyngdal Magnússon, sagnfræðingur og sér-
fræðingur hjá Ríkisendurskoðun. „Núna er
ég með í takinu bókina An Unfinished Life
þar sem Robert Dallek segir frá þeim 1.000
dögum sem John F. Kennedy var forseti
Bandaríkjanna. Segja má að þarna sé forset-
inn að nokkru tekinn af stalli og úr dýrðar-
ljómanum, enda er ekkert dregið undan svo
sem kvennamál forsetans, veikindi, kosninga-
svindl og tengslin við mafíuna. Því má segja
að þarna sé komin ný söguskoðun á Kennedy,
enda eru öll svona viðhorf að breytast. Saga
valdamanna er í dag sögð af meiri gagnrýni
en áður.“
Önnur bók sem Magnús Lyngdal er að lesa
um þessa mundir er 1983 The World at the
Brink. „Fyrir 35 árum, árið 1983, var afar
stirt milli stórveldanna í austri og vestri og
lítið hefði mátt út af bregða svo ekki brysti á
styrjöld. Kannski réði tilviljun ein að svo varð
ekki. Í dag er talað um erfiðleika í sam-
skiptum þjóðanna sem vissulega eru til staðar
en þetta er hreinlega dans á rósum miðað við
hvernig ástandið var á þeim tíma sem bókin
lýsir. Já, það er stundum sagt að stefnur og
straumar í stjórnmálum heimsins komi frá
Bandaríkjunum. Þar séu línur lagðar. Þess
vegna fylgist ég vel með öllum svona bókum,
gömlum og nýjum.“
Þegar íslenska rithöfunda ber á góma
nefnir Magnús strax Halldór Kiljan Laxness.
„Fyrir nokkrum dögum lauk ég við Brekku-
kotsannál sem ég hef reyndar lesið oft áður.
Endurminningabækur Halldórs eru með því
besta sem hann skrifaði; mannlýsingarnar og
frásagnir um kyrrlátt líf fólks í íslensku
sveitasamfélagi snemma á 20. öldinni. Af
skáldsögunum finnst mér Heimsljós bera af
og raunar geta allir fundið sig í verkum höf-
undarins, sem lýsti samfélagi sínu af meira
listfengi en nokkur annar höfundur hefur
gert.“
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Pólitík „Saga valdamanna er í dag sögð af
gagnrýni,“ segir Magnús Lyngdal.
Bandarísk stjórnmál og
Brekkukotsannállinn
ALMAR
BAKARI
BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR
Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari
Opið mánudaga til laugardaga kl. 7-18, sunnudaga kl. 8-18
SÉRBAKAÐfyrir þig
SALATBAR
ferskur allan
daginn