Morgunblaðið - 27.10.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 27.10.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bæjarstjóri Jón Páll Hreinsson stýrir rekstri Bolungarvíkurkaupstaðar. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bæjarráð Bolungarvíkur skorar á stjórnvöld að beita sér fyrir breyt- ingu á úthlutun línuívilnunar og tryggja að hún haldi áfram að styðja við störf í sjávarbyggðum. Jafnframt hefur bæjarráð falið bæjarstjóra að vinna að aðgerðaáætlun um nýsköp- unarátak til að fjölga störfum í bæj- arfélaginu. Útgerðum sem ráða fólk til að handbeita línu er ívilnað með heimild til að landa meiri afla. Kvóti þeirra nýtist því betur. Hefur línuívilnun í mörg ár verið ein af forsendum fjölda starfa í mörgum sjávarútvegssveitar- félögum. Breyttar forsendur og ytri aðstæð- ur í umhverfi útgerða í krókaafla- markskerfinu hafa leitt til fækkunar útgerða sem gera út á handbeitta línu og á móti hefur bátum með beitninga- vélar fjölgað en þeir síðarnefndu njóta ekki ívilnunar. Gæti fækkað um 100 manns Útgerðir í Bolungarvík voru frum- kvöðlar í þessari útgerð. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri segir að reynst hafi óhagkvæmara en áður að handbeita og erfitt að manna þessi störf. Jón Páll telur að um 30 störf hafi verið við beitningu í Bolungarvík, þegar mest var, og ef hún leggst al- veg af gæti það orsakað að bæjarbú- um fækkaði um 100. Í bókum bæj- arráðs kemur fram að þörfin fyrir þessa ívilnun sé enn fyrir hendi og það sé löng og bitur reynsla sjávarút- vegssveitarfélaga að þegar störfin hverfa, þá hverfi fólkið með. Bæjarráð samþykkti bókun á síð- asta fundi sínum þar sem skorað er á stjórnvöld að beita sér fyrir breyt- ingu á úthlutun línuívilnunar og tryggja að hún haldi áfram að styðja við störf í sjávarbyggðum. Jón Páll segist sjá fyrir sér að skapað verði svigrúm til að búa til önnur störf í stað þeirra sem hverfa. Bendir á að línuívilnun sé í eðli sínu byggðakvóti. Á þessum aðlögunartíma mætti út- hluta kvótanum beint til sveitarfélaga og þeim þannig gert kleift að afla sér tekna til að búa til ný störf með því að leigja kvótann út. Í framhaldi af þessari umræðu var samþykkt að undirbúa átak í nýsköp- un í Bolungarvík. Það á að miða að því að fjölga störfum og íbúum á vinnufærum aldri. Í samþykkt bæjarráðs er vitnað til skýrslu Byggðastofnunar um mann- fjöldaþróun á Vestfjörðum og nýlega greiningu ráðgjafarfyrirtækisins Analytica um að Bolungarvík sé eitt af þeim byggðarlögum sem ekki verði sjálfbært til lengri tíma litið, vegna skorts á íbúum á vinnufærum aldri. Fiskeldi og frumkvöðlar Bolvíkingar hafa barist fyrir því að laxeldi verði hafið í Ísafjarðardjúpi og hefur Arnarlax þegar komið sér upp starfsstöð í bænum. Jón Páll seg- ir að þótt undirbúningur hafi tekið langan tíma sé hann trúaður á að fisk- eldið komi. Ekki þýði að bíða enda- laust og því þurfi jafnframt að huga að öðrum tækifærum. „Ég er bjartsýnn á að við fáum áhugaverð frumkvöðlafyrirtæki til Bolungarvíkur. Hér eru dæmi um hvað hægt er að gera þegar frum- kvöðlar fara af stað með áhugaverð verkefni. Mjólkurvinnslan Arna er dæmi um það og Dropi sem framleið- ir lýsi og flytur á erlenda markaði. Það eru engar forsendur til annars en að við getum búið til störf. Þá vitum við að ekki verða vandræði með að fá fólk til að flytja til Bolungarvíkur,“ segir Jón Páll. Nýsköpun í stað línubeitningar  Bolvíkingar reyna að fjölga störfum Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ísland hefur verið miðpunktur hernaðarlegs mikilvægis á Norður- Atlantshafi allt frá orrustunni um Atlantshafið, til leiðtogafundarins í Reykjavík og fram til dagsins í dag. Ísland er traustur og gam- all bandamaður og framúrskar- andi stofnríki NATO.“ Þetta segir James G. Foggo III, aðmíráll í bandaríska sjóhernum og stjórnandi Trident Juncture, umfangsmestu heræfingar Atlantshafsbandalags- ins frá lokum kalda stríðsins, í grein sem birt er á vefsvæði bandaríska sjóhersins. Foggo kom nýverið hingað til lands í tengslum við Trident Junct- ure, en foræfing var haldin hér þegar hópur landgönguliða æfði á Reykja- nesi og í Þjórsárdal. Þá átti Foggo einnig fund með utanríkisráðherra. Hafsvæðið skiptir öllu máli „Án Atlantshafsins er ekkert Atl- antshafsbandalag. Sterk viðvera á þessu lykilsvæði tryggir sameigin- legar varnir bandalagsins og þar er Ísland miðjan,“ segir Foggo aðmíráll og heldur áfram: „Raunveruleikinn er sá að komi til átaka getur hver sá sem ræður þessu svæði verndað eða ógnað öllum norðurhluta Atlants- hafsbandalagsins. Að halda uppi vörnum á Norður-Atlantshafi jafn- gildir þannig fullveldi og öryggi bandalagsins.“ Þá kom Foggo einnig að minning- arathöfn sem haldin var um borð í varðskipinu Þór um þá sem létust í orrustunni um Atlantshafið í síðari heimsstyrjöld. Sagði hann þetta hafa verið lengstu orrustu styrjaldar- innar „Yfir 2.775 kaupskipum var sökkt á 68 mánuðum, alls 14,5 millj- ón tonn – þetta eru yfir 40 skip á mánuði. Orrustunni lauk loks þegar Dönitz flotaforingi skipaði kafbátum sínum að láta af öllum aðgerðum og halda til hafnar þann 4. maí 1945,“ segir hann. Foggo segir minningarathöfnina og æfingu landgönguliða hér hafa endurspeglað mikilvægi Íslands sem bandamanns. Þakkar hann íslensku þjóðinni fyrir mikla gestrisni í garð hermanna NATO. „Þetta var stór- kostleg heimsókn og mikilvæg til að sýna fram á að við erum sterkari saman,“ segir Foggo. Ísland er miðpunktur hernaðarlegs mikilvægis  Bandarískur aðmíráll segir Ísland traustan bandamann James G. Foggo Á Þjóðarspegli, ráðstefnu félagsvís- indasviðs Háskóla Íslands í gær, kynntu Laufey Axelsdóttir, Þorgerð- ur Einarsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir niðurstöður rannsókna sinna þar sem m.a. stuðningur stjórn- enda á Íslandi við kynjakvóta er kannaður. Í samtali við Morgunblaðið segir Laufey að viðhorf stjórnenda til kynjakvóta og kynjajafnvægis hafi verið könnuð með spurningalista. „Við vorum að fjalla um hvaða rök hefðu verið notuð í jafnréttisbarátt- unni og hvernig það endurspeglaðist í umræðunni um kynjakvóta,“ bætir hún við. Rannsóknin er hluti af doktors- rannsókn Laufeyjar, sem er hluti af stærra verkefni. Í kynningunni var farið yfir orðræð- ugreiningu sem sneri að fjölmiðla- umfjöllun og um- ræðum á Alþingi í kringum laga- setningu um kynjakvóta fyrir stjórnir fyrir- tækja sem var sett 2010. Laufey segir að á þeim tíma sem lögin voru til umfjöllunar hafi ekki verið bundnar miklar vonir við hin nýju lög. „Fólk hafði kannski ekki miklar væntingar til þeirra og það var ákveðin mótstaða úr atvinnu- lífinu. Eftir að lögin taka gildi 2013 kem- ur fram mjög breytt viðhorf í sam- félaginu til kynjakvóta. Við sjáum að margir, sem voru mjög mótfallnir kynjakvóta, skipta um skoðun.“ Ísland í 50. sæti Hún segir að þrátt fyrir að hlutfall kvenna í stjórnum hafi aukist þá sé hlutfallið enn lágt þegar kemur að æðstu stjórnendum fyrirtækja og er Ísland í 50. sæti í þeim flokki. Staðan í atvinnulífinu er hugsanlega ekki eins góð og mætti halda, að sögn Lauf- eyjar. „Við sjáum að í fyrirtækjum með 250 starfsmenn eða fleiri eru að- eins 13% framkvæmdastjóra konur. Þetta er sama hlutfall og þegar lögin tóku gildi.,“ segir hún. gso@mbl.is Viðhorf hefur breyst  Viðhorf til kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja jákvæðara eftir lagasetningu  Konur aðeins 13% æðstu stjórnenda Laufey Axelsdóttir á samkeppnishæfu verði! Kletthálsi 2, 110 Reykjavík s.562-1717 bilalif.is Við seljum líka nýja bíla Range Rover Evoque Ný sending af mjög vel útbúnum i 20% af hreinsun á sófaáklæðum og gluggatjöldum til 16. nóvember. STOFNAÐ 1953

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.