Morgunblaðið - 27.10.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 27.10.2018, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018 Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ný könnun sem Félag kvenna í at- vinnulífinu lét gera meðal fyrir- tækja sem farið hafa í jafnlauna- vottun og/eða eiga að hafa klárað jafnlaunavottun fyrir lok árs 2018, gefur vísbendingu um að hlutfall kvenna í efsta stjórnendalagi fyrir- tækja hér á landi sé 21%. Rakel Sveinsdóttir framkvæmda- stjóri FKA segir í samtali við Morg- unblaðið að þetta hlutfall sé alltof lágt, og í miklu ósamræmi við til dæmis tölur um þá sem útskrifast með háskólapróf hér á landi, en kon- ur eru þar í meirihluta. „Þarna er eitthvert ósamræmi sem þarf að laga. Þessi könnun sem við gerðum er skýr vísbending um það,“ segir Rakel. Ráðstefna í næstu viku FKA stendur fyrir ráðstefnunni Rétt upp hönd á Hótel Reykjavík Nordica næsta miðvikudag en félag- ið hefur ásamt samstarfsaðilum úr velferðarráðuneytinu, Sjóvá, Delo- itte, Morgunblaðinu og Pipar/ TBWA sett af stað hreyfiaflsverk- efnið Jafnvægisvogina. Markmið Jafnvægisvogarinnar er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/ 60 í framkvæmdastjórnum fyrir- tækja á Íslandi. Rakel segir að þegar FKA hafi fyrst byrjað að beita sér fyrir kynja- kvóta í stjórnum fyrirtækja árið 2009, sem í dag kveður samkvæmt lögum á um 40% lágmarkshlutfall hvors kyns, þá hafi hún raunveru- lega trúað því að það myndi leiða til sambærilegs kynjahlutfalls í efsta lagi stjórnendateyma fyrirtækja. „Við sjáum núna að það hefur alls ekki orðið raunin. Könnunin sýnir líka að það er raunveruleg þörf á að afla frekari gagna um þetta.“ Rakel segir að helsta ástæða þess að fyrrnefnd könnun hafi verið gerð sé sú að FKA hafi verið í vandræð- um með að afla gagna til að gera nógu góða tölfræði um þennan þátt í rekstri fyrirtækja. Gögnin séu hvergi til. Hún nefnir til dæmis að í fyrirtækjaskrá og á hluthafalistum sé getið um stjórnarmenn og pró- kúruhafa, en ekki um fólk í efsta stjórnendalaginu. Eina leiðin í dag til að fá yfirsýn yfir þetta sé einfald- lega að hringja í hvert og eitt fyrir- tæki. Blönduð teymi ná meiri árangri Rakel segir að ástæða þess að FKA sé að beita sér jafn ákveðið í þessu og raun ber vitni sé sú að öll gögn og rannsóknir styðji það að þegar blönduð teymi karla og kvenna séu í fyrirtækjum, þá nái fyrirtækin hreinlega betri árangri. „Það er líka svo sorgleg sóun á mannauði að vera að mennta allar þessar kraftmiklu ungu konur, en hleypa þeim ekki til meiri áhrifa í fyrirtækjunum. Við erum með eitt- hvert hæsta hlutfall kvenna á at- vinnumarkaði í heimi. Þetta slagorð okkar á ráðstefnunni, Rétt upp hönd, er bæði hvatning til kvenna að gera sig sýnilegri innan fyrirtækja og einnig hvatning til karlmanna og karlstjórnenda að horfa í kringum sig á konurnar sem eru til staðar, og velta alvarlega fyrir sér hvort það séu ekki fleiri konur sem sannarlega ættu skilið að fá tækifæri.“ Fjörutíu fyrirtæki eru að sögn Rakelar búin að skuldbinda sig til að skrifa undir yfirlýsingu á ráðstefn- unni í næstu viku um að fara í það verkefni með Jafnvægisvoginni að ná auknu jafnvægi innan sinna vé- banda, og þá sérstaklega fyrirtæki sem eru frekar karllæg eða með karlkyns stjórnendur. „Fyrirtæki geta þarna sýnt það í verki að þau hafi áhuga á að komast lengra í þessum efnum. Þau geta skráð sig, tekið þátt, og fengið þá góð ráð um hvaða leiðir er hægt að fara.“ Umræður um lagasetningu Spurð að því hvort lagasetning sé til umræðu, lagist hlutirnir ekki í efri stjórnendalögum fyrirtækja, segir Rakel að enn sem komið er sé látið nægja að búa til leiðir eins og Jafnvægisvogina til að rétta hlut kvenna. „En ég get lofað því að ef tölurnar fara að sýna okkur það eft- ir til dæmis tíu ár, að ekkert er að breytast, þá fer tónninn að breyt- ast. Ég hef tekið eftir því bæði hér á landi og erlendis, að raddir sem kalla eftir lagasetningu um þessi mál, eru byrjaðar að heyrast.“ Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja með yfir 50 starfsmenn voru sett árið 2010 og tóku þau gildi árið 2013. Lögin gera ráð fyrir því að hlutfall hvors kyns í stjórninni skuli vera að minnsta kosti 40% í lok ársins 2013. Að sögn Rakelar þá var hlutfall kvenna orðið 33% í stjórnum fyrirtækja með yfir 50 starfsmenn eða fleiri árið 2013, en hefur staðið í stað síðan lögin tóku gildi. Rakel bendir á að í vikunni hafi alþingismaðurinn Lilja Rafney Magnúsdóttir og meðflutnings- menn úr öllum flokkum lagt fram frumvarp á Alþingi um dagsektir á þau fyrirtæki sem ekki eru að upp- fylla lögin. „Við fögnum því mjög. Þarna er hún að fylgja eftir til- lögum FKA“ Konur 21% stjórnenda í efsta lagi  Héldu að lög um kynjakvóta í stjórn- um fyrirtækja myndu hafa áhrif á framkvæmdastjórnir fyrirtækja Morgunblaðið/Eggert Jafnrétti Rakel segir að rannsóknir styðji það að þegar blönduð teymi karla og kvenna séu í fyrirtækjum, þá nái þau betri árangri. Kjötsúpudagurinn er haldinn hátíð- legur á Skólavörðustíg í Reykjavík í dag, laugardaginn 27. október, sem er fyrsti vetrardagur. Þetta er 16. árið í röð sem vetri er heilsað á þennan hátt. Það eru sauðfjár- og grænmetisbændur og svo kaupmenn og íbúar á Skólavörðustíg sem bjóða gestum og gangandi að bragða á matarmikilli, heitri og bragðgóðri súpu. Alls munu 1.500 lítrar af súpu vera á boðstólum. Dagskráin hefst kl. 14.00 og stendur fram til kl. 16 eða á meðan birgðir endast. Alls verður boðið upp á kjötsúpu á sjö stöðum á Skólavörðustígnum og það eru margir af fremstu mat- reiðslumönnum landsins sem gefa vinnu sína á þessum degi. Þá ætla auk þess sauðfjárbændur að taka þátt í því að útdeila súpunni. Súpu- stöðvar verða við hús við götuna númer 5, 8, 14, 20, 21a, 28 og 45. Kjötsúpan er góð  Hátíð á Skólavörðustíg  Bænd- urnir koma í bæinn  1.500 lítrar Morgunblaðið/Golli Fjör Kjötsúpudagur vekur lukku. Gjafavöruverslun Kringlan Gríptu gjöf með þér! Skipholti 50b • 105 Reykjavík • Sími 569 0900 Fax 569 0909 • lifbank@lifbank.is • www.lifbank.is Sjóðfélagafundur Hlutfallsdeildar Lífeyrissjóðs bankamanna verður haldinn miðvikudaginn 28. nóvember kl. 17:00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, þingsal 2. Dagskrá: 1. 2. 3. Kynning á málarekstri gegn aðildarfyrirtækjum sjóðsins og íslenska ríkinu. Tryggingafræðileg staða Hlutfallsdeildar. Önnur mál. Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna Sjá nánar á vef sjóðsins www.lifbank.is Sjóðfélagafundur Fundurinn er aðeins opinn sjóðfélögum Hlutfallsdeildar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.