Morgunblaðið - 27.10.2018, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Notkun Rík-isútvarps-ins á ljóði
Matthíasar Joch-
umsonar, Ó Guð
vors lands, í dag-
skrárkynningu fyrir heims-
meistaramótið í knattspyrnu
vakti spurningar um það hvort
lög um þjóðsönginn hefðu verið
brotin. Þar lásu nokkrir ein-
staklingar hver sína setningu
úr fyrsta erindinu og var for-
sætisráðherra þar á meðal.
„Ekki er heimilt að nota þjóð-
sönginn á nokkurn hátt í við-
skipta- eða auglýsingaskyni,“
segir í lögum um þjóðsöng Ís-
lendinga. Nú hefur fjármála-
ráðherra, sem fór með málið
vegna vanhæfis forsætisráð-
herra, komist að þeirri niður-
stöðu að ekki hafi verið um
„flutning á þjóðsöngnum að
ræða í skilningi laganna“ og því
hafi Ríkisútvarpið ekki brotið
gegn þeim.
Fyrsta grein laganna um
þjóðsönginn er svohljóðandi:
„Þjóðsöngur Íslendinga er „Ó
Guð vors lands“, ljóð eftir
Matthías Jochumsson og lag
Sveinbjörns Sveinbjörns-
sonar.“
Þetta túlkar ráðuneytið eins
þröngt og kostur er. Ljóðið eitt
og sér er ekki þjóðsöngurinn.
Það er bara ljóð. Fyrir vikið
kemst ráðuneytið að þeirri nið-
urstöðu að ekki þurfi einu sinni
að velta fyrir sér hvort Ríkis-
útvarpið hafi notað ljóðið í aug-
lýsingaskyni.
Það hefði þó ver-
ið fróðlegt. Ríkis-
útvarpið hélt því
fram í háfleygu
svari til ráðuneyt-
isins að markmiðið
með dagskrárkynningunni
hefði verið að „sameina þjóð-
ina“. Mergurinn málsins er þó
sá hvað sem líður hártogunum
um hvað sé auglýsing og hvað
kynning að markmiðið var að
draga sem flesta að sjónvarp-
inu á sama tíma og allt kapp
var lagt á að ná til sín sem
flestum auglýsendum á þeirri
forsendu að allir myndu horfa.
Með því að ákveða að ekki
hafi verið um „eiginlegan flutn-
ing“ á þjóðsöngnum að ræða
sneiðir ráðuneytið hjá því að
taka á málinu. Hina þröngu
túlkun á lögunum mætti hins
vegar einnig útleggja sem
veiðileyfi á þjóðsönginn. Ef
ljóðið er ekki þjóðsöngur án
lagsins er lagið ekki þjóð-
söngur án ljóðsins. Í lögunum
segir að þjóðsönginn skuli ekki
birta í annarri mynd en hinni
upprunalegu gerð. Nú hefur
handhafi umráða yfir útgáfu-
réttinum kveðið upp úr um
hvað teljist birting á þjóð-
söngnum. Ef ljóðið er notað án
lagsins er allt leyfilegt. Ef lag-
ið er notað án ljóðsins er allt
leyfilegt. Enda ekki um þjóð-
sönginn að ræða. Skyldi þetta
hafa verið ætlunin þegar allra
leiða var leitað til að þurfa ekki
að fara í hart við Ríkisútvarp-
ið?
Gefur þröng túlkun
ráðuneytis veiðileyfi
á þjóðsönginn?}
Hinn eiginlegi
flutningur
Biðlistar eru við-varandi
vandamál í ís-
lensku heilbrigðis-
kerfi. Í fréttum
hefur komið fram
að nokkuð hafi þó þokast áleiðis
í því að stytta biðlistana, reynd-
ar misvel eftir því um hvaða að-
gerðir er að ræða. Margt gefur
þó til kynna að ástandið sé
verra en fréttir benda til eins
og lesa má úr frásögn í aðsendri
grein í Morgunblaðinu í fyrra-
dag undir fyrirsögninni „Neyð-
arástand í liðskiptaaðgerðum“.
Þar rekur Jón Hjaltalín Magn-
ússon verkfræðingur sögu vin-
ar síns sem greindist nýlega
með samangróinn mjaðmarlið:
„Í ljós kom að hann þarf að
bíða í tæp tvö ár eftir aðgerð á
LSH eða sem hér segir: a) Tími
frá því heimilislæknir sendir
beiðni til LSH um skoðun á
göngudeild þar til svar barst:
Tveir mánuðir. b) Biðtími eftir
boðun LSH í viðtal og skoðun á
göngudeild: 6-8 mánuðir og c)
Biðtími eftir aðgerð frá skoðun
á göngudeild
samkv. bæklunar-
lækni: 12 mán-
uðir.“
Jón Hjaltalín
veltir fyrir sér
hvort ástæðan fyrir því hvað
löng bið er eftir viðtali og skoð-
un sé sú að eftir þriggja mán-
aða bið á formlegum biðlista
eigi sjúklingur rétt á að leita
sér læknisaðgerðar erlendis á
kostnað Sjúkratrygginga.
Biðlistar í heilbrigðiskerfinu
spara ekki peninga. Þeir eru
sóun á peningum og valda fólki
óþarfa sársauka og erfið-
leikum. Þá er auðveldara fyrir
fólk að ná vopnum sínum eftir
því sem það fær fyrr bót meina
sinna.
Vissulega kostar sitt að
stytta biðlistana en það er ein-
skiptiskostnaður. Eftir það
mun kosta það sama að passa
upp á að fólk bíði í mesta lagi
þrjá mánuði eftir aðgerð og það
kostar nú að passa upp á að fólk
bíði í mesta lagi tvö ár eftir að-
gerð.
Hinir formlegu
og hinir földu
biðlistar}
Biðlistavandinn
Þ
rátt fyrir að iðnaður skapi fjórðung
landsframleiðslunnar og rúmlega
þriðjung gjaldeyristekna flokkum
við enn iðn-, tækni- og starfs-
menntun sem óæðri menntun.
Ekki aðeins í löggjöf heldur líka í hugsun og
framkvæmd. Aðeins 16% nýnema á fram-
haldsskólastigi sækja í iðngreinar á meðan
gríðarleg þörf er á fleira iðnmenntuðu fólki.
Skekkjan sem er til staðar milli námsvals og
eftirspurnar eftir vinnuafli er þegar orðin
mikil og mun að öllu óbreyttu verða enn meiri.
Ég hef lagt fram frumvarp á Alþingi sem
leggur sveinspróf að jöfnu við stúdentspróf
hvað varðar inntökuskilyrði í háskóla. Með því
er verið að opna dyr nemenda að háskóla-
námi, dyr sem áður voru lokaðar þeim sem
höfðu valið sér iðnnám. Það eru mörg dæmi þess að að-
ilar sem lokið hafa iðnnámi vilji auka við sig menntun.
Það á að vera verkefni háskóla að leggja heildstætt og
fjölbreytt mat á nemendur en ekki gera upp á milli fólks
eftir því hvernig það hefur aflað þekkingarinnar. Að
fjölga háskólamenntuðum með fjölbreyttari bakgrunn
mun reynast samfélaginu dýrmætt. Stærsti ávinning-
urinn yrði að eyða gömlum viðhorfum um að bóknám sé
ávallt skör hærra og framgangur þeirra sem lokið hafa
iðn, tækni- og starfsmenntun til meira náms sé ekki
mögulegur án stúdentsprófs.
Það er rétt að taka fram að það er ekki öllum nauðsyn-
legt að fara í háskólanám. Fjöldi fólks lýkur iðn- eða
tæknimenntun, t.d. sveinsprófi og síðar meistaranámi,
fer síðan út á vinnumarkaðinn og býr til verð-
mæti í samfélaginu. Margir stofna sín eigin
fyrirtæki og þannig mætti áfram telja. Þetta
snýst fyrst og fremst um það að gefa þessum
einstaklingum val um háskólamenntun kjósi
þeir hana síðar á lífsleiðinni.
Þó um sé að ræða stóra kerfisbreytingu þá
mun hún ekki nægja ein og sér. Ný hugsun
og meiri þekking er lykilatriði ef við ætlum að
ráðast á rót vandans. Við getum ekki og mun-
um ekki auka áhuga barna á einhverju sem
þau þekkja ekki. Í dag geta börn einungis
nefnt 4-6 greinar að meðaltali þegar spurt er
um aðrar leiðir í námi en til hefðbundins stúd-
entsprófs. Í boði eru 100 leiðir. Hér er starfs-
ráðgjöf ábótavant því ljóst er að þekkingar-
leysi skapar viðhorfið til greinanna sem eru
samt svo dýrmætar í atvinnulífinu. Við munum ekki geta
kennt börnum allt á bókina.
Menntakerfið er lykilþáttur í að skapa hér framúr-
skarandi lífskjör. Efling iðn-, tækni- og starfsnáms mun
auka fjölbreytileika íslensks samfélags sem er undirbúið
að takast á við nýjar áskoranir. Að taka stór skref til að
breyta áherslum kerfisins og gera iðnnámi jafn hátt und-
ir höfði og bóknámi, bæði í löggjöf og í raunverulegri
framkvæmd, er mikilvægt skref til aukinna framfara og
hagsældar. Atvinnulífið þróast hratt og menntakerfið og
áherslur þess mega ekki sitja eftir. aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir
Pistill
Ný hugsun í menntamálum
Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálf-
stæðisflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Alls starfa 1.028 manns áGrundartanga í Hvalfirði.Þetta kemur fram ískýrslu Árna Steins
Viggóssonar um atvinnustarfsemi á
svæðinu, sem kynnt var á síðasta
stjórnarfundi Faxaflóahafna sf.
Höfnin á Grundartanga er ein mikil-
vægasta vöruhöfn landsins.
Þetta er fjölgun um 117 stöðu-
gildi frá því síðasta athugun var gerð
árið 2014 en þá voru 911 starfsmenn
á Grundartanga. Langflestir starfa
hjá Norðuráli ehf.og Elkem ehf.,
samtals 686 starfsmenn eða rúmlega
66% starfsmanna, miðað við 80% árið
2014.
Í skýrslunni kemur fram að
rúmlega 80% starfsmanna á Grund-
artanga búa norðan Hvalfjarðar og
eru flestir þeirra búsettir á Akranesi.
Hlutfallsleg aukning hefur verið frá
síðustu athugun árið 2014 þegar 73%
starfsmanna voru búsettir norðan
Hvalfjarðar.
Takmarkaðar almenningssam-
göngur eru við Grundartanga og
engin samvinna um flutning á starfs-
mönnum til og frá vinnustað. Að
hluta er orsaka að leita í mismunandi
vinnutíma og vaktakerfi. „Það þykir
mikill kostur að starfsmenn búi sem
næst Grundartanga þó að ekkert fyr-
irtæki setji það sem beint skilyrði ef
um góðan vinnukraft er að ræða,“
segir í skýrslunni.
12 fyrirtæki starfa á svæðinu
Á Grundartanga eru starfrækt
12 fyrirtæki, þar af tvö í stóriðju, en
önnur fyrirtæki þjónusta að mestu
stóriðjuna eða fá frá henni hráefni til
endurvinnslu. Útflutningur frá
Grundartanga er að langmestu leyti
vörur frá stóriðjunni þ.e. ál og kísil-
járn en innflutningur er aðallega
hráefni til þeirrar framleiðslu og efni
til fóðurframleiðslu Líflands ehf.
Til að auðvelda skipulagsvinnu
og fá betri mynd af þróun svæðisins
voru forsvarsmenn fyrirtækjanna
spurðir hvort þeir hefðu í hyggju að
auka/stækka, minnka eða halda
óbreyttri starfsemi með því að
stækka lóð eða húsnæði.
Meirihluti fyrirtækja, eða átta
fyrirtæki, hafa ekki hug á að stækka
lóð eða hús í nánustu framtíð og
munu halda því óbreyttu. Fjögur fyr-
irtæki höfðu hug á að stækka hús-
næði sitt eða lóð. Ekkert fyrirtæki
ætlar að draga úr starfsemi sinni eða
flytja annað. Almennt voru forsvars-
menn fyrirtækjanna ánægðir með
staðsetninguna.
Faxaflóhafnir hafa undirbúið
framkvæmaáætlun fyrir árið 2019.
Engar stórframkvæmdir eru áform-
aðar á Grundartanga á næsta ári,
samkvæmt upplýsingum Gísla Gísla-
sonar hafnarstjóra. Samkvæmt áætl-
uninni verður 95 milljónum varið í
slitlagsverkefni, burðarlög á bak-
svæðum (sem eru lokaskrefin eftir að
kantbiti og þekja var hækkuð) og
hugsanlega gatnagerð.
Næstu ár verða svipuð ef ekkert
sérstakt kallar á lóðagerð o.fl. að
sögn Gísla. Það mun ráðast af um-
sóknum um lóðir en nú um stundir er
rólegt á þeim vettvangi. Í fyrra var
hætt við byggingu sólarkísilverk-
smiðju Silicor Materials
„Hins vegar reiknum við með að
árið 2023 verði farið í að endurnýja 1.
áfanga Tangabakka sem er elsti hluti
bryggjumannvirkjanna,“ segir Gísli.
Þróunarfélag Grundartanga
ehf. er að vinna að áframhaldandi
stefnumótunarverkefnum fyrir
næstu ár. Stjórn Faxaflóahafna sam-
þykkti að fela hafnarstjóra að ganga
frá samkomulagi við þróunarfélagið
þar sem gert verði ráð fyrir 15 millj-
óna framlagi næstu tvö ár.
Starfsmönnum fjölg-
ar á Grundartanga
Grundartangi Á svæðinu eru starfandi 12 fyrirtæki, þar af tvö í stórðju,
Elkem og Norðurál. 66% starfsmanna eru í vinnu hjá þessum fyrirtækjum.
Þegar ákveðið var að byggja kís-
ilmálmverksmiðju í landi Klafa-
staða og Kataness á Grundar-
tanga var samhliða ákveðið að
byggja nauðsynleg hafnarmann-
virki.
Áform um byggingu verk-
smiðjunnar á Grundartanga
voru til umræðu um miðjan átt-
unda áratug síðustu aldar. Ís-
lenska járnblendifélagið hf. var
stofnað árið 1975 og hófust
byggingarframkvæmdir við
verksmiðjuna árið 1977, en
framleiðsla hófst árið 1979.
Fyrsti áfangi Grundartanga-
hafnar var byggður á sama
tíma, en um var að ræða 184
metra viðlegukant ásamt bak-
landi. Grundartangi þótti heppi-
leg staðsetning fyrir atvinnu-
starfsemi og hafnargerð
tiltölulega auðveld á þessum
stað. Til greina kom að reisa þar
sementsverksmiðju á sínum
tíma en hún var síðan byggð á
Akranesi.
Heppileg
staðsetning
VERKSMIÐJUREKSTUR