Morgunblaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.10.2018, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018 Fyrst skal gera yfirbót: Ísíðasta Tungutakspistlimínum (22. september),þar sem ég fjallaði um orðtakið „að berja einhverjum tjaldkúlur“, hélt ég því fram að orðið „tjaldkúlur“ og þar með orð- takið væri hvergi að finna í al- mennum orðabókum og okkar helstu orðfræðiritum. Þetta er alls ekki rétt: Þó svo að þetta ágæta orð lýsi með fjarveru sinni í orða- bókunum eru því gerð ítarleg, greinargóð og makleg skil í Merg málsins svo sem vænta mátti. Þetta átti ég að vita eftir langvarandi kynni af því mergjaða verki Jóns G. Friðjónssonar en einhver hula hafði lagst yfir þá vitneskju og við eldsnöggt öryggistékk fyrir birt- ingu pistils urðu mér á þau mistök að leita undir uppflettiorðinu tjald- kúlur, greip þar í tómt, en láðist að fletta upp kúlu. Undir þeim hatti á bls. 506 í útgáfu Mergsins frá 2006 má finna allan þann fróðleik sem til- tækur er um þetta ágæta orðtak og afbrigði þess. Gleðilegt er til þess að vita hve margt og þarft hefur komið fram að undanförnu sem eykur bjartsýni á að tekið verði á ýmsum þeim vanda sem steðjar að íslenskri tungu. Stjórnvöld hafa t.d. boðað stóraukinn stuðning við bókaútgáfu (þó enn sé reyndar ekki ljóst hvernig þær að- gerðir eiga að bæta hag þeirra sem skrifa bæk- urnar.) Hafin er vinna skv. verk- áætluninni Máltækni fyrir íslensku 2018-2022 með það fyrir augum að gera ís- lensku fullkomlega gjald- genga í samskiptum við öll þau miklu tækniundur sem eru eða eiga eft- ir að breyta daglegu lífi okkar allra. Hús íslenskunnar á loks að rísa úr gryfju sinni og lögð verður fram tillaga til þingsályktunar um að íslenska sé þjóðtunga og opinbert mál á Íslandi. Nú síðast var svo undirrituð á skólamálaþingi Kennarasambandsins viljayfirlýsing allmargra málsmetandi aðila, stofnana og samtaka, um að vinna í sameiningu að vitundarvakningu um íslenskt mál. Sú yfirlýs- ing lýsti vilja til að hampa málinu á alla lund og efla þess hag. Ansi skýtur það því skökku við að á sama tíma skuli birtast aftur- gengið á Alþingi hið einstaklega óvandaða og ábyrgðarlausa frumvarp um afnám allra reglna og viðmiða um mannanöfn á Íslandi. Mannanöfn fyrr og síðar eru snar þáttur tungunnar. Allar þjóðir hafa komið sér upp reglum þar um. Það er bábilja að slíkt sé eintóm íslensk sérviska. Vissulega er þörf á að taka þessi lög til endurskoðunar og færa þar eitt og annað til betri vegar, samræma og snyrta. Það má hinsvegar ekki gera undir þessum formerkjum, í einhverju slíku „frjálslyndis“kasti sem flutningsmenn ímynda sér vísast að sé til vinsælda fallið. Sem bet- ur fer voru forsætis- og menntamálaráðherra meðal þeirra sem rituðu undir yfirlýsinguna um vitundarvakningu um tunguna. Við verðum þess vegna að treysta því að þær ágætu konur standi í ístaðinu á þingi og hafi forgöngu um að þetta popúlistafrumvarp verði fellt eða stungið svefnþorni til eilífðar. Yfirbót og lög um mannanöfn Tungutak Þórarinn Eldjárn „Hús íslenskunnar á loks að rísa úr gryfju.“ Morgunblaðið/RAX Þegar þetta er skrifað að morgni sl. fimmtudagsstóð þing Alþýðusambands Íslands enn yfir.Því lauk ekki fyrr en í gær og þess vegna ekkitök á að fjalla um niðurstöður þess nú vegna skilafrests greina, sem þessarar. En á setningarfundi þingsins sl. miðvikudagsmorgun má segja að tónninn hafi verið sleginn, sem gefi til kynna hvað framundan er. Setningarræða Gylfa Arnbjörnssonar, fráfarandi for- seta ASÍ, sem jafnframt var hans kveðjuræða eftir 10 ára starf, sem forystumaður þessara áhrifamiklu sam- taka, gaf til kynna að meiri gagnrýni hefði verið á ASÍ seinni árin innan verkalýðshreyfingarinnar en komið hefur fram opinberlega. Það var ekki frá því að greina mætti ákveðinn varnar- tón í ræðu Gylfa, þegar hann rakti þann árangur, sem hann taldi að ASÍ hefði náð á síðustu 10 árum en auðvit- að er það rétt hjá honum að engin forysta ASÍ hefur þurft að takast á við þá tegund af vandamálum, sem blasti við íslenzkri alþýðu eftir hrun. Það var þó ávarp Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, sem sætti mestu tíðindum, og kannski meiri en nokkurs annars ráðherra í 60 ár eða frá því að Her- mann Jónasson, formaður Fram- sóknarflokksins og forsætisráðherra vinstri stjórnarinnar, sem sat 1956- 1958, ávarpaði ASÍ-þing í desember 1958. Viðtökurnar, sem þessir tveir framsóknarmenn fengu voru hins vegar ólíkar. ASÍ-þing hafnaði þá tilmælum Hermanns og ríkisstjórn hans féll. Að þessu sinni gripu þingfulltrúar tvisvar sinnum fram í ræðu félagsmálaráðherra og af miklum þunga í seinna skiptið, með fagnaðarlátum. Hvað olli þeim? Ráðherrann gagnrýndi beint og opið miklar launa- hækkanir „efsta lags“ samfélagsins, sem hann kallaði svo og tók fram að hann væri bæði að vísa til slíkra hækkana hjá opinberum aðilum og einkaaðilum. Hann rakti jafnframt stöðuna í efnahags- og atvinnumálum og gaf til kynna að hann teldi að vinda yrði ofan af þeim hækkunum en ella mundi hann standa með verkalýðs- hreyfingunni í að settur yrði á sérstakur hátekjuskatt- ur. Þá brast á mikið lófaklapp þingfulltrúa. Það var athyglisvert að sjá viðbrögð Halldórs Benja- míns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka at- vinnulífsins, við þessum orðum félagsmálaráðherra. Hann sagði í samtali við mbl.is, netútgáfu Morgunblaðs- ins, síðar sama dag: „Ef ég skil yfirlýsinguna rétt þá beinir hann þessu inn í samtal aðila vinnumarkaðarins og þetta er samtal, sem við höfum sannarlega átt og munum halda áfram að eiga eins og fram kom meðal annars á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í ræðu formanns SA.“ Hér vísar framkvæmdastjóri SA til ræðu Eyjólfs Árna Rafnssonar, formanns SA, á ársfundi samtakanna í apríl sl. þar sem hann sagði m.a.: „Sérstaklega er mikilvægt að fyrirtæki, sem eru skráð á almennan hlutabréfamarkað móti starfs- kjarastefnu fyrir stjórnendur sína og setji launum og aukagreiðslum skynsamleg mörk, sem samræmast ís- lenzkum veruleika.“ Að lokinni ræðu félagsmálaráðherra, sagði fundar- stjóri, Sigurður Bessason, fyrrum formaður Eflingar og fráfarandi varaforseti ASÍ, að ekki mundi standa á verkalýðshreyfingunni að beita áhrifum sínum innan líf- eyrissjóðanna að þessu marki ef stjórnvöld gengju á undan með góðu fordæmi. Þau viðbrögð, ræða Eyjólfs Árna og vísun Halldórs Benjamíns til ummæla hans, benda til að það sé alls ekki óhugsandi að samstaða geti tekizt um þá leið að vinda ofan af þessum hækkunum milli verkalýðshreyf- ingar, vinnuveitenda og ríkisstjórnar. Það kann að verða erfitt fyrir stjórnvöld, sem gerðu þau alvarlegu mistök haustið 2016 að afnema ekki strax með lögum ákvarðanir Kjararáðs og að þeirri ákvörðun stóðu allir flokkar nema Píratar, en standi t.d. Sjálf- stæðisflokkur frammi fyrir því vali, að velja á milli þeirrar leiðar, há- tekjuskatts eða stjórnarslita eru meiri líkur en minni á að hann velji þá leið, komi í ljósi að hún sé for- senda fyrir því að skynsamlegir samningar náist á vinnumarkaði. En fleira gerðist við upphaf ASÍ-þings, sem eftir verður tekið. Þá þegar lá fyrir tillaga frá Verkalýðs- félagi Vestfjarða um „fjárfestingar lífeyrissjóða í fyrir- tækjum sem borga ofurbónusa til stjórnenda og óhóf- legar arðgreiðslur til eigenda“. Í tillögunni segir: „Þess vegna beinir 43. þing ASÍ þeim tilmælum til fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar, sem sitja í stjórnum lífeyrissjóða að beita sér fyrir því að: Lífeyrissjóðir fjárfesti ekki í fyrirtækjum sem greiða ofurlaun og óhóflegar arðgreiðslur út til eigenda. Lífeyrissjóðir minnki eignarhald sitt verulega í fyrir- tækjum sem greiða ofurbónusa og óhóflegar arð- greiðslur til eigenda. Lífeyrissjóðir minnki viðskipti við fyrirtæki sem greiða ofurbónusa og óhóflegar arðgreiðslur út til eig- enda.“ Meiri líkur en minni eru á að þessi tillaga hafi verið samþykkt á þingi ASÍ m.a. vegna þess að fráfarandi miðstjórn samtakanna mælti með samþykkt hennar. Hafi það verið gert getur það haft mjög víðtæk áhrif í íslenzku viðskiptalífi. Lífeyrissjóðir hafa eftir hrun orðið ráðandi eigendur í flestum stærstu fyrirtækjum á Ís- landi. Þögnin, sem ríkt hefur innan verkalýðshreyfing- arinnar um launaþróun í þessum fyrirtækjum, sem fulltrúar lífeyrissjóðanna í stjórnum fyrirtækjanna hefðu getað haft áhrif á, hefur verið ærandi. Kannski eru að skapast forsendur fyrir því að félags- menn sjálfir kjósi stjórnir lífeyrissjóðanna. Víglínur skýrast í kjaramálum Eru að skapast forsendur fyrir „beinu lýðræði“ inn- an lífeyrissjóðanna? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Þegar mér var boðið að halda fyrir-lestur á ráðstefnu brasilískra frjálshyggjustúdenta í Pálsborg post- ula, São Paulo, 13. október 2018, valdi ég efnið: Norrænu leiðirnar. Í Róm- önsku Ameríku er iðulega horft til Norðurlanda sem fyrirmynda. En velgengni þessara landa er ekki vegna jafnaðarstefnu, eins og sumir halda, heldur þrátt fyrir hana. Skýrasta dæmið er Svíþjóð. Þar hafði myndast sterk frjálshyggjuhefð þegar á átjándu öld. Sænsk-finnski presturinn Anders Chydenius hafði sett fram hugmyndina um sátt eigin- hagsmuna og almannahagsmuna í krafti frjálsra viðskipta, áður en Adam Smith gaf henni frægt nafn, „ósýnilega höndina“. Einn áhrifa- mesti stjórnmálamaður Svía á nítjándu öld, Johan August Gripen- stedt, beitti sér í ráðherratíð sinni 1848-1866 fyrir víðtækum umbótum í frelsisátt, og má rekja til þeirra sam- fellt hagvaxtarskeið í Svíþjóð í heila öld frá 1870. Nutu jafnaðarmenn góðs af, þegar þeir komust til valda á fjórða áratug tuttugustu aldar, og fóru gætilega í byrjun. Þeir vildu mjólka kúna í stað þess að slátra henni. Upp úr 1970 hófu sænskir jafn- aðarmenn hins vegar að ganga miklu lengra en áður í skattheimtu og opin- berum afskiptum. Afleiðingarnar urðu, að verðmætasköpun stöðvaðist, frumkvöðlar fluttust úr landi og skatttekjur ríkisins jukust ekki leng- ur með aukinni skattheimtu. Kýrin var að hætta að mjólka. Um og eftir 1990 áttuðu Svíar sig almennt á þessu, líka jafnaðarmenn, og hafa þeir síðan verið að fikra sig varlega í átt að nýju jafnvægi, þar sem velferð- arbætur eru áfram ríflegar, en skatt- ar hóflegri en áður og sæmilegt svig- rúm fyrir einkaframtak. Má því með nokkurri einföldun tala um þrjár sænskar leiðir, í anda frjálshyggju 1870-1970, jafnaðarstefnu 1970-1990 og málamiðlunar frá 1990. Á öðrum Norðurlöndum varð líka til sterk frjálshyggjuhefð, eins og hin frjálslynda stjórnarskrá Norðmanna á Eiðsvöllum 1814 sýnir. Og uppi á Ís- landi talaði Jón Sigurðsson með glöggum rökum fyrir atvinnufrelsi. Í fyrirlestri mínum í Pálsborg postula komst ég að þeirri niðurstöðu, að vel- gengni Norðurlanda væri aðallega vegna þriggja þátta, öflugs réttar- ríkis, frjálsra alþjóðaviðskipta og víð- tæks gagnkvæms trausts og sam- kenndar vegna samleitni þjóðanna, langrar sameiginlegrar sögu og rótgróinna borgaralegra siða. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hvað sagði ég í Pálsborg postula?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.