Morgunblaðið - 27.10.2018, Síða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018
Það voru daprar
fréttir sem bárust í
vikunni um andlát
Sædísar Gunnlaugs-
dóttur.
Síðla kvölds á mið-
vikudag var birt á
Facebook-síðu Skjald-
ar, félags um skjald-
kirtilssjúkdóma,
minningargrein um
Sædísi. Þar skrifa
vinir hennar um þá þrautagöngu
sem hún gekk, þjáð af vanvirkum
skjaldkirtli. Saga sem ekki ætti að
þurfa að segja. Sú þrautaganga
sem Sædís gekk ætti að heyra sög-
unni til. Almennur skilningur á
sjúkdómnum er lítill og ekki í for-
gangi í heilbrigðiskerfinu. Þér
hvorki blæðir né eru bein þín brot-
in. Áhersla í námi innkirtlasérfræð-
inga er á annað en þennan fiðrilda-
lagaða kirtil á hálsi okkar.
Það erum aðallega við sem höf-
um gengið þessa þrautagöngu sem
skiljum hverskonar vanlíðan fylgir
þessum sjúkdómi. Hvað mikið átak
það er að ná sér af stað á morgn-
ana. Hvernig það er að mæta til
læknis og hafa það á
tilfinningunni að mað-
ur sé ímyndunarveik-
ur. Finna til í liðum og
vera ávallt með léttan
höfuðverk. Vilja helst
kúra einn uppi í rúmi
án ónæðis.
Vera ekki til neins
gagns. Þannig leið mér
þegar ég heimsótti dr.
Luciani í Phoenix, AZ,
haustið 2005. Ég hafði
verið greindur á Ís-
landi með vanvirkan
skjaldkirtil nokkrum árum áður.
Þeir læknar sem ég leitaði til
skrifuðu til skiptis upp á þau tvö
ríkislyf sem ávísað er á Íslandi.
Þau virkuðu bara ekki. Dr. Luci-
ani komst fljótlega að því að líkami
minn gat ekki umbreytt undir-
stöðuhormónum lyfsins í virkt
hormón. Eftir viku á öðru lyfi fékk
ég líf mitt til baka. Nokkuð sem ég
hafði með öllu afskrifað.
Tölfræðin sýnir að það er fimm
sinnum líklegra að konur þjáist af
vanvirkum skjaldkirtli en karl-
menn.
Ég hef átt ótal samtöl í gegnum
tíðina um þetta málefni. Sum
gagnslaus en önnur sem hafa leitt
til góðs. Þannig var það með eina
heiðurskonu í mínu litla samfélagi.
Hún hafði verið mjög virk og
hörkudugleg. Á stuttum tíma
hrundi heilsa hennar. Þjáð af van-
líðan og örvæntingu var hún meira
og minna vistuð á geðdeild og hald-
ið niðri á geðlyfjum. Við nánari
skoðum kom í ljós að það var ekki
andlega hliðin sem var í ólagi.
Vegna endurtekinna áfalla í lífi
hennar hafði hormónabúskapurinn
farið úrskeiðis. Með réttum skjald-
kirtilslyfjum hefur hún síðustu
fimm árin notið lífsins í faðmi fjöl-
skyldunnar.
Við skulum minnast Sædísar með
því að hefja vitundarvakningu um
þennan ófögnuð sem leynist víðar
en menn gera sér grein fyrir.
Eftir Róbert
Guðfinnsson
Róbert Guðfinnsson
» Við skulum minnast
Sædísar með því að
hefja vitundarvakningu
um þennan ófögnuð sem
leynist víðar en menn
gera sér grein fyrir.
Höfundur er athafnamaður
á Siglufirði.
Vitundarvakning
Vantar þig
ráðleggingar
við sölu eignar
þinnar?
s 893 6001
Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is
Guðbergur
Guðbergsson
Löggiltur fasteignasali
og leigumiðlari
Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali
Þverholti 2 // Mosfellsbæ // Sími 586 8080 // fastmos@fastmos.is // fastmos.is
Opið hús þriðjudaginn 30. október frá kl. 17.30 til 18.00
Laxatunga 24 - 270 Mosfellsbær
Opið hús mánudaginn 29. október frá kl. 17.30 til 18.00
Tröllaborgir 3 - 112 Reykjavík
Fallegt 167,2 m2 endaraðhús með bílskúr á fallegum
útsýnisstað. Eignin skiptist í forstofu, baðherbergi, 3
svefnherbergi, þvottahús og bílskúr á jarðhæð og eldhús,
hjónaherbergi, baðherbergi og stóra stofu með fallegu
útsýni á efri hæð. V. 72,2 m.
Glæsilegt 243,5 m2 endaraðhús á tveimur hæðum á
fallegum útsýnisstað. Fjögur svefnherbergi, baðherbergi,
snyrting, þvottahús, forstofa, hol, eldhús, stofa, borðstofa,
bílskúr og geymsla. Glæsilegar sérsmíðaðar innréttingar og
gólfefni. Fallegt útsýni.
Tvennar svalir. Stórt
steypt bílaplan með
hitalögn. Steypt
verönd meðfram
húsinu og glæsileg
frágengin lóð með ca
16 m2 geymsluskúr.
V. 84,7 m.
Keppist hver að köku
sinni
kappinn eld að skara þá;
brennur mjög í brjóstum
inni
bálheit gull- og silfurþrá.
Sumir mjög á svipinn
fóru
súrir burt, og fengu ei
neitt
en þeir furðu fáir voru:
féð er löngum óspart
veitt.
Svo hljómar brot úr yfir hundrað
ára gamalli alþingisrímu. Alþingisríma
þessi fjallar um fjárlagagerð og það
hefur augljóslega ekki breyst mikið á
þessum hundrað árum. Á hverju ári
virðist gleymast að það sem einn fær
án þess að vinna fyrir, verður annar að
vinna fyrir án þess að fá. Hið opinbera
getur ekki gefið neinum neitt sem hið
opinbera hefur ekki fyrst tekið frá ein-
hverjum öðrum. Jafnframt virðist það
gleymast að hverri krónu verður að-
eins eytt einu sinni.
Því miður virðist ríkjandi hugarfar
valdhafa fast í einstefnu hins pólitíska
rétttrúnaðar; allt skal gert fyrir alla og
hinn duglegi dregur upp veskið. Breyt-
ir litlu hvort um er að ræða gæluverk-
efni í borginni eða í öðrum heimsálfum.
Þess eru mörg dæmi.
Opinberir styrkir til stjórnmála-
flokka eru eitt slíkt dæmi. Á hverju ári
skammta stjórnmálaflokkarnir sjálfum
sér fleiri hundruð milljónir í fjárlögum.
Hinn vinnandi maður borgar! Engar
kröfur um aðhald fylgja fjármagninu,
engin takmörk heldur, en í síðustu
fjárlögum voru ríkisstyrkir til stjórn-
málaflokka tvöfaldaðir því stjórn-
málaflokkarnir höfðu eytt um efni
fram. Óvænt samstaða ríkti á þingi um
þær sjö hundruð milljónir. Fram-
kvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna
fóru heim brosmildir með ríkisstyrki
sem nema árlegum rekstri þriggja
heilsugæslustöðva eða, eins og nýleg
dæmi sýna, byggingarkostnaði tveggja
reykvískra bragga. Ábyrgðarleysið er
algjört og það þarf alvarlega að ræða
það aðhaldsleysi sem er að skapast í
rekstri stjórnmálaflokkanna og þá gjá
sem er að myndast á milli grasrótar og
flokksstjórnar. Hinir opinberu styrkir,
sem upphaflega áttu að styrkja lýð-
ræðið, virðast veikja þær grunnstoðir
sem okkar flokksskipulag byggist á.
Nú þarf flokksforystan ekki á grasrót-
inni að halda. Flokkurinn er rekinn á
fjárlögum. Grasrótin má fylgja með.
Aðhaldið er ekkert, kröfurnar engar
og hinir og þessir örflokkar fara í fram-
boð til þess að komast á fjárlög.
Það er auðvelt að vera örlátur með
annarra manna fé, svo mikið er víst, en
hvað gerist þegar annarra manna fé er
gengið til þurrðar?
Umræðan um opinber veggjöld eru
ein slík afleiðing. Sú umræða snýst í
einfölduðu máli um enn einu opinberu
gjaldtökuna en þessi
nýja féþúfa myndi bæt-
ast ofan á bifreiðagjöldin
og eldsneytisskattana,
sem virðist orðinn árleg-
ur viðburður að hækka.
Nú er vel hægt að
skoða með hvaða hætti
vegaframkvæmdir eru
kostaðar. Í þeirri um-
ræðu þarf þó að halda
því til haga að þau op-
inberu gjöld sem þegar
eru „merkt málaflokkn-
um“ virðist enda í ein-
hverju allt, allt öðru og
ekkert bendir til þess að önnur opin-
ber gjöld sem verða „merkt mála-
flokknum“ muni enda á réttum stað.
Bændablaðið greindi frá, þann 25.
janúar sl., að rúmir 73 milljarðar
verða innheimtir í opinber gjöld af bif-
reiðaeigendum þetta árið en aðeins 21
milljarður fer í vegakerfið. Kom þar
einnig fram að sl. fimm ár voru tæpir
258 milljarðar króna, sem innheimtir
voru af eigendum ökutækja, ekki not-
aðir til viðhalds og uppbyggingar inn-
viða í samgöngukerfinu, heldur í eitt-
hvað allt annað.
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpun-
arráðherra, Þórdís Kolbrún Reyk-
fjörð Gylfadóttir, var vígreif á dögun-
um og skoraði á andstæðinga opin-
berra veggjalda að stinga upp á
öðrum fjármögnunarmöguleikum til
þess að flýta fyrir vegaframkvæmd-
um. Hér er því ein hugmynd. Í stað
þess að leggja á enn ein opinberu
gjöldin, hvernig væri að nota þau opin-
beru gjöld sem þegar eru eyrnamerkt
vegaframkvæmdum í vegafram-
kvæmdir?
Hið opinbera þarf ekki fleiri tekju-
stofna; ekki á meðan glatvís gælu-
verkefni, nær og fjær, eru með þeim
hætti sem þau eru. Hið opinbera þarf
að axla ábyrgð og fara vel með það fé
sem það innheimtir.
Ekkert bendir til þess að boðuð
veggjöld muni yfirhöfuð fara í vegina
ef skattar á eldsneyti og bifreiðagjöld
enda í einhverju allt, allt öðru. Það
yrði ekki í fyrsta skiptið sem sérgjöld
enda í einhverju allt öðru. Né yrði það
í síðasta skiptið sem áfergjuleg auka-
gjöld yrðu sett á, aukreitis við há-
marks skattheimtu.
Eitt að lokum. Þegar öll opinber
grunnþjónusta er orðin að einhvers-
lags tekjustofni, til hvers eru þá skatt-
arnir?
Skammdegi
stjórnmálanna
Eftir Viðar
Guðjohnsen
Viðar Guðjohnsen
»Hið opinbera þarf
ekki fleiri tekju-
stofna á meðan gælu-
verkefni eru með þeim
hætti sem þau eru.
Höfundur er fv. formaður félags sjálf-
stæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða-
og Fossvogshverfi.