Morgunblaðið - 27.10.2018, Qupperneq 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018
Það hefur verið dap-
urlegt að fylgjast með
málflutningi þeirra
sem vilja virkja Hvalá í
Ófeigsfirði. Sveitar-
stjórnarkosningar Í
Árneshreppi snerust
upp í skopleik sem lauk
með sigri forhertra
virkjunarsinna sem
styðjast við nauman
meirihluta atkvæða.
Aðeins hefur heyrst í örfáum Árnes-
hreppsbúum opinberlega sem
hlynntir eru framkvæmdinni, oddvita
sem virðist vera fjarstýrt af Vestur-
verki og tveim orðhákum sem
gjamma hástöfum um hyski og rottu-
eitur að fólki sem sýnt hefur velvild í
garð byggðarlagsins. Vestfirskir
framámenn láta sem þeir tali í nafni
allra Vestfirðinga en þó er fram-
kvæmdin umdeild þar. Óvinasmíð er
óspart beitt, skiptingu í „heima-
menn“ og „hyskið að sunnan“, sem er
alþekkt aðferð til að koma vondum
málum áleiðis.
Orkuvandi Vestfjarða felst í teng-
ingum en ekki orkumagni eins og
margsýnt hefur verið fram á. Virkj-
unin skiptir litlu máli fyrir raforku-
öryggi heldur þarf að bæta dreifi-
kerfið og tengingar við raforkukerfi
landsins. Því kann annað að hanga á
spýtunni. Ketill Sigurjónsson, sér-
fræðingur og ráðgjafi um orkumál,
hefur reiknað út að virkjunin sé
„töluvert dýrari en almennt raforku-
verð hér réttlætir“ og skýringin á
þungri sókn Vesturverks í virkjun
virðist vera sú að HS Orka geti þann-
ig staðið við orkusölusamninga án
þess að kaupa dýrt toppafl af Lands-
virkjun (https://hreyfiafl.blog.is/blog/
hreyfiafl/entry/2218718/). Sé það rétt
er augljóst að ekki er verið að hugsa
um þarfir Vestfirðinga heldur á að
fórna náttúrugæðum Árneshrepps í
orkuviðskiptum þar sem Hvalá er
lögð í hendur erlendra auðmanna.
Jarðrask virkjunarinnar verður
mikið í óbyggðu víðerni, fimm stíflur
og fjögur lón, skurðgröftur, ganga-
gerð, jarðvegsflutningar, vegagerð
og bygging stöðvarhúss. Skipulags-
stofnun mat það svo að áhrifin yrðu
verulega neikvæð. Þegar Hvalár-
virkjun var sett í nýtingarflokk árið
2011 olli það mörgum vonbrigðum.
Sú niðurstaða virðist vera málum
blandin því gögnin um svæðið sem
unnið var eftir voru í raun ófullnægj-
andi. Á skala þar sem A var best og D
lakast voru gæði gagna fyrir faghóp I
C/B, fyrir faghóp II C/C og B fyrir
faghópa III og IV. Því hefði virkjunin
átt að fara í biðflokk. Sú niðurstaða
að setja Hvalá í nýtingarflokk var því
byggð á vanþekkingu.
Nú hefur þekking aukist og Nátt-
úrufræðistofnun Íslands hefur mælt
með friðun drjúgs hluta fram-
kvæmdasvæðisins, þ.e. Drangajökuls
og nágrennis. Því er brýnt að um-
hverfisráðherra taki strax í taumana
og friði svæðið eftir þeirri tillögu. Í
framhaldinu mætti gera allt svæðið
að þjóðgarði. Samfélagslega væri það
öflug aðgerð og líklega eina leiðin til
að vekja vonir um að Árneshreppur
haldist í byggð. Byggja þarf upp nú-
tímalega framtíðarsýn þar sem sam-
an fléttast náttúra, menning og vit-
und um breytilega lífshætti í sambúð
manns og náttúru. Menn verða að
gera sér grein fyrir að trúin á stór-
virkar vinnuvélar er að líða undir lok.
Samfélagshættir og menning geta
staðnað og þá er skammt í auðn og
endalok. Flóttinn úr afskekktum
byggðum hefur staðið yfir lengi.
Hornstrandir, Flateyjardalur, Fjörð-
ur og Flatey á Skjálfanda lögðust í
eyði á 20. öld. Nú virðist Bakkafjörð-
ur stefna í sömu átt og óttast er að
fleiri byggðarlög á Austfjörðum og
norðausturhorninu fari sömu leið.
Margvísleg hlunnindi gerðu þessi
svæði byggileg öldum saman. Frum-
framleiðslugreinar á borð við land-
búnað og sjávarútveg standa þar ekki
lengur undir nútíma-
legum lífsháttum og
sama gildir um Árnes-
hrepp. Fjárbúin týna
tölunni og smábátaút-
gerð byggist á aðkomu-
bátum yfir hásumarið.
Varla dettur nokkrum
manni í hug að virkjun
Hvalár breyti því. Eða
ætla nýhættir fjár-
bændur að byrja fjárbú-
skap aftur fullir bjart-
sýni ef virkjað verður? Í
raun fylgir engin raun-
veruleg innspýting með virkjuninni,
nema málning á skólahús þar sem
ekkert skólahald er lengur, ein-
hverjar útsvarstekjur, engin störf
(virkjunin verður mannlaus), vegar-
spotti út í óbyggðir (úr Trékyllisvík í
Ófeigsfjörð), betra netsamband og
von um betra rafmagn (þriggja fasa)
sem sjálfsagt er að sé útvegað. Engin
ný hugsun um framtíð þessa sam-
félags.
Það græna ljós sem hálfpartinn
var gefið á Hvalárvirkjun í 2. áfanga
Rammaáætlunar árið 2011 var gefið
á grunni upplýsingaskorts og ein-
hvern veginn virðist vondum málum
oft vera komið áleiðis á Íslandi í
krafti forhertrar vanþekkingar. Því
mætti spyrja hinn almenna Árnes-
hreppsbúa: Er fólk sammála mál-
flutningi tvímenninganna kjaftforu
sem drepið var á hér í upphafi? Vill
fólk virkilega halda dauðahaldi í vafa-
saman virkjunardraum og óbreytta
samfélagshætti sem naumast eiga
sér lífsvon, frekar en að taka fagn-
andi býsna víðtækum velvilja margra
sem lagt geta hönd á plóginn um end-
urreisn Árneshrepps? Einmitt nú
hefur fólk hraðvaxandi áhuga á
breyttum lífsháttum. Hefðbundnir
lífshættir eins og tíðkast hafa duga
ekki og engin virkjun getur breytt
því. Nýjar hugmyndir þar sem saman
fara stofnun þjóðgarðs, fjölbreytt
ferðaþjónusta og nýstárleg hlunn-
indanýting gætu hins vegar laðað að
fólk og stuðlað að uppbyggingu líf-
vænlegs samfélags.
Hvalárvirkjun byggð
á vanþekkingu
Eftir Viðar
Hreinsson
Viðar Hreinsson
»Ekki voru forsendur
til að setja Hvalá í
nýtingarflokk. Hvalár-
virkjun leysir ekki orku-
vanda Vestfjarða og
styðja þarf Árneshrepp
eftir nýjum leiðum
Höfundur er sjálfstætt starfandi
bókmenntafræðingur og áhugamaður
um Árneshrepp.
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is
Það er talað um lýðræðisríki af virðingu. Það eru ríki þar
sem almenningur fær að kjósa frjálst og óháð. Þú ert
einn í kjörklefanum, segja menn, og eru drjúgir yfir
frelsinu.
En er þetta endilega svo? Starfandi eru í landinu
nokkur fyrirtæki sem gera reglulegar skoðanakannanir,
ýmist um stjórnmál, dægurmál eða jafnvel eitthvað
praktískara eins og hvort menn borði slátur.
Allt eru þetta fróðlegar upplýsingar sem koma út úr
þessum könnunum, en stundum um of. Þessi fyrirtæki
vilja nefnilega líka vita um aldur, kyn, hvaða menntun og
hvaða tekjur menn hafi. Einnig hvaða flokk þú kaust síð-
ast.
Þegar unnið er úr þessum upplýsingum, þá má slá
fram fyrirsögnum eins og Framsóknarmenn borða slát-
ur, efri millistétt kýs Samfó, og því menntaðri, þeim mun
ákafar vilja þeir í Evrópusambandið.
Sú var tíð að fátækt fólk mátti ekki kjósa. Nú er mönn-
um núið um nasir að þeir hafi ekki réttar skoðanir ef þeir
eru: Fátækir, ómenntaðir eða gamlir, nema allt þetta sé.
Hvar er leyndin?
Sunnlendingur.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Hinn heilagi leynilegi kosningaréttur