Morgunblaðið - 27.10.2018, Síða 36

Morgunblaðið - 27.10.2018, Síða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018 ✝ Jarþrúður Ingi-björg Kristjáns- dóttir fæddist 10. september 1933 á Hvoli í Saurbæ, Dalasýslu. Hún lést á Dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðar- dal 18. október 2018. Foreldrar henn- ar voru Kristján Ó. Jóhannsson og Val- gerður Hannesdóttir. Systkini Jarþrúðar eru: Ragna, f. 1922, d. 1978, Hanna Margrét, f. 1925, d. 2014, Jóhanna Halldóra, f. 1931, d. 2013, Ester, f. 1938, Elsa, f. 1939, d. 2017, og Birgir Sævar, f. 1942. 22. október 1952 giftist Jar- þrúður eftirlifandi eiginmanni sínum Jóhanni Sæmundssyni, f. 16. okt. 1928. Foreldrar hans voru Sæmundur Guðmundsson og Margrét Jóhannsdóttir. Jar- þrúður og Jóhann eignuðust sjö börn, þau eru: 1) Kristján Val- geir, f. 2. júní 1954, d. 3. des. 1963, 2) Sæmundur Grétar, f. 23. janúar 1956, dætur Sæmundar og Jóhönnu B. Einarsdóttur: a) Kolbrún Rut f. 1996 og b) Eyrún Jarþrúður og Jóhann hófu bú- skap sinn að Skógum á Fells- strönd, bjuggu síðan að Neðri- Brunná og Litla-Múla í Saurbæ en árið 1965 fluttust þau í Búð- ardal og síðar að Ási í Laxárdal árið 1968 þar sem þau bjuggu allt til ársins 2014 er þau fluttu í Búðardal aftur en síðustu tvö ár- in bjuggu þau á Silfurtúni. Auk þess að vera húsmóðir og bóndi starfaði Jarþrúður sem matráðskona í sláturhúsunum bæði í Saurbæ og í Búðardal, í Kaupfélagi Hvammsfjarðar, Kjötpokastofunni, Mjólkur- samlaginu og Leikskólanum. Einnig ráku Jarþrúður og Jó- hann til lengri eða skemmri tíma sveitaverslun í Ási, gistiheimili í Búðardal, og Saumastofuna Saum sem þau ráku í tæp 20 ár. Jarþrúður var mikil handa- vinnukona, hvort sem það var prjóna- eða saumaskapur, fönd- ur úr gleri eða keramikmálun. Sína fyrstu harmonikku keypti hún 18 ára og spilaði hún á nokkrum böllum í sveitinni. Hún starfaði í ýmsum félagsmálum, s.s. kvenfélaginu í Saurbæ og í Búðardal, kirkjukórum í Saurbæ og í Hjarðarholti, Vorboðanum, Nikkólínu, handverkshópnum Bolla, Lions og félagi eldri borg- ara. Útför Jarþrúðar fer fram frá Staðarhólskirkju í dag, 27. októ- ber 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. Harpa f. 1984 (fósturdóttir Sæ- mundar), 3) Jó- hanna Björg, f. 9. okt. 1957, maki Guðbjörn Guð- mundsson, börn þeirra: a) Björk f. 1977, b) Ólöf Inga f. 1980, c) Auður f. 1984 og d) Guð- mundur f. 1997, 4) Margrét, f. 8. sept. 1960, maki Finnbjörn Gíslason. Börn Margrétar: a) Jóhann Ingi f. 1980, b) Bjarni Marel f. 1982 og c) Lísa Margrét f. 1995, 5) Krist- ján Valgeir f. 8. mars 1967, maki Svanhildur Halldórsdóttir, börn þeirra: a) Kristjana f. 1990, b) Signý Rut f. 1993 og c) Brynjar Óli f. 1999, 6) Ingibjörg f. 6. jan- úar 1969, maki Þórður Már Svav- arsson, börn þeirra: a) Þröstur Leó f. 1991 og b) Sóley Rós f. 1996, 7) Jarþrúður Hanna f. 7. nóv. 1974, maki Freyr Jónsson, börn þeirra a) Jón Bald f. 2000, b) Jarþrúður Pálmey f. 2000, c) Júl- íus Már f. 1986 og Þórarinn Ágúst f. 1987 (fóstursynir Jar- þrúðar). Barnabarnabörnin eru 20 talsins með fósturbörnum. Elsku mamma! Ég veit eigin- lega ekki hvar ég á að byrja, af nógu er að taka. Þó að vissulega sé það léttir að vita af þér lausri við hlekkina sem máttleysið var þér er söknuðurinn svo sár. Ég er búin að kvíða þessum degi í mörg ár því að ég gerði mér ung grein fyrir því að ég yrði ekki orðin mjög gömul þegar leiðir myndu skilja en ég er óskaplega þakklát fyrir þau tæpu 44 ár sem við fengum saman og ekki síður fyrir það að börnin mín skyldu fá að kynnast þér svona vel. Þolinmæði þína og þrautseigju, hæglæti og útsjónarsemi ásamt svo mörgum öðrum kostum sem þig prýddu reyni ég að hafa sem leiðarljós í lífi mínu. Einnig hafið þið pabbi alla tíð verið mér svo miklar fyr- irmyndir í framkomu fólks við maka sinn og tel ég að leitun sé að öðru eins. Þið pabbi hafið alltaf verið svo miklir félagar, verið sjálfum ykk- ur nóg þó að oft væri fjör í kring- um ykkur en ég held að eitt af því sem ykkur þótti hvað skemmti- legast hafi verið að sjá fjölskyld- una alla saman komna. Það eru því mikil viðbrigði fyrir pabba eftir að hafa haft félagsskap þinn í 67 ár að sitja einn eftir. Við systkinin munum halda honum félagsskap þar til þið verðið sam- einuð á ný. Ég hef oft hugsað til þess hin síðari ár að þér hefur örugglega ekki staðið alveg á sama þegar ég mætti með fráskilinn tveggja barna föður í heimsókn og kynnti sem kærasta minn, ég þá aðeins 18 ára. En aldrei hafðir þú orð á því, tókst Frey og drengjunum hans dæmalaust vel og fyrir það ber að þakka. Júlíus og Þórarinn eignuðust hjá ykkur pabba, systkinum mínum og fjölskyldum þeirra, ömmu, afa og stóra fjöl- skyldu til viðbótar við þær sem þeir áttu fyrir. Ég var svo heppin að vera yngst því að þegar ég var að alast upp áttuð þið pabbi orðið hægara um vik með að ferðast og fór ég í ótal ferðir með ykkur, styttri og lengri, í sumarbústaði, hringinn í kringum landið (nokkra hringi), á íþróttamót, til Þýskalands og margt fleira. Þrátt fyrir að oft væri bara brunað beina leið hringinn í kringum landið sá ég á ferðum mínum með ykkur marg- ar helstu perlur Íslands og hef alla tíð verið hrifin af landinu okkar og því sem það hefur upp á að bjóða. Það var svo óskaplega gott að geta verið hjá þér síðustu daga þína í þessari jarðvist, geta sagt þér hvað mér þykir vænt um þig og hvað ég er þakklát fyrir allt sem þú gerðir mikið fyrir mig og fjölskyldu mína – ég trúi því og treysti að þú hafir heyrt það sem ég sagði. Ég veit að Kristján heit- inn bróðir hefur tekið á móti þér opnum örmum og eflaust ertu farin að spila eða syngja með systrum þínum. Börnin sem þú blessun vafðir þinni búa þér nú stað í vitund sinni: alla sína ævi geyma þar auðlegðina sem þeim gefin var. Þú ert áfram líf af okkar lífi: líkt og morgunblær um hugann svífi ilmi og svölun andar minning hver – athvarfið var stórt og bjart hjá þér. Allir sem þér unnu þakkir gjalda. Ástúð þinni handan blárra tjalda opið standi ódauðleikans svið. Andinn mikli gefi þér sinn frið. (Jóhannes úr Kötlum) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þangað til við hittumst aftur. Þín dóttir Jarþrúður Hanna. Þakklæti er það orð sem kem- ur upp í hugann þegar ég minnist tengdamóður minnar, hennar Þrúðar. Ávallt vorum við fjöl- skyldan velkomin í heimsókn að Ási, enda hafa þær verið ófáar helgarnar sem við dvöldum í sveitinni. Stórfjölskyldan kom t.d. saman á hverju ári í Ási til gróðursetningar og gróðursettar hafa verið nokkur þúsund plöntur við bæinn. Einnig var oft komið saman á haustin og tekið slátur og þakka má Þrúði fyrir að sú þekking hefur færst á milli kynslóða. Þrúður var ótrúlega vinnusöm kona og allt lék í höndunum á henni, hvort heldur sem var prjónaskapur, tréútskurður, glerlist eða postulínsmálun. Ávallt var hægt að leita til hennar eftir aðstoð við prjónaskap eða aðra handavinnu. Hún hafði mikla ánægju af að spila og öll eigum við í fjölskyld- unni ljúfar minningar frá því þeg- ar tekið var í spil við eldhúsborðið í Ási. Á páskunum var líka gjarn- an farið á spilakvöld í Saurbæinn þar sem spiluð var félagsvist. Þrúður hafði gaman af því að ferðast um landið og fórum við m.a. í ógleymanlegt ferðalag austur á firði fyrir nokkrum ár- um þar sem dvalið var í 10 daga í frábæru veðri við Lagarfljótið. Ekki má heldur gleyma að minn- ast á öll ættarmótin sem farið hefur verið á á liðnum árum og naut Þrúður þess að hitta ætt- ingja sína á þeim mannamótum. Þegar aldurinn færðist yfir þau hjón voru ættarmótin færð í Ás og þar hafa verið haldin fjölmenn ættarmót undanfarin ár. Það er því með trega og eft- irsjá sem þessi merka kona er kvödd, en einnig með þakklæti fyrir allt sem hún hefur gefið til okkar á liðnum árum. Svanhildur. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöld- ur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, – og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís, sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf: Það er íslenska konan, – tákn trúar og vonar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Nú er komið að kveðjustund. Fyrirmyndin mín er horfin á braut, til móts við alla okkar bestu engla. Íslenska konan sem alltaf var full ástar og alúðar, full þolinmæði gegn öllum lifandi ver- um, fagmaður á sviði hannyrða, skógræktar og blómaræktar. Dugnaðarforkur fram í fingur- góma. Já, hún Jarþrúður amma mín var íslenska konan sem var öllum afkomendum sínum full- komin fyrirmynd. Hún hélt fal- legt heimili í Ási, rak saumastof- una af einstakri natni og hélt stórfjölskyldunni saman og pass- aði upp á að afkomendur sínir héldu góðum tengslum sín á milli. Þau afi kenndu okkur að meta ís- lenska náttúru og skoða landið okkar. Þau tóku okkur með í ófá ferðalögin um Ísland og þar held ég að brennandi áhugi margra okkar afkomendanna á ferðalög- um hafi byrjað. Amma var mesta jólabarn sem ég hef kynnst um ævina. Þegar jólahátíðin nálgað- ist var Ásinn þrifin hátt sem lágt og jólaljósin tendruð í öllum krókum og kimum inni sem úti. Dygga aðstoð fékk hún frá sínum ástkæra eiginmanni sem aldrei sá sólina fyrir henni Þrúði sinni. Amma var sennilega best gifta kona landsins. Gift sálufélaga sín- um. Svo ástfangin voru þau alla tíð að sem unglingur fór maður stundum hjá sér þegar þau knús- uðust og kysstust í eldhúsinu í Ási. En með árunum fór maður að skilja hversu ótrúlega magnað samband þeirra var. Þeirra lífs- ins braut hefur ekki alltaf verið beinn og breiður vegur. Sorg og veikindi tóku líka sinn toll. En alltaf komu þau sterkari til baka. Elsku amma, takk fyrir alla þá visku sem þú gafst mér, alla þá þolinmæði sem þú sýndir mér og alla þá ást sem þú veittir mér og mínum. Ási minn ber nafn ykkar afa stoltur og mun ég passa upp á að þau systkinin munu læra allt um ömmu sína þegar vaxa úr grasi. En umfram allt vil ég þakka ykkur afa fyrir að hafa lagt á ykkur langt ferðalag til að koma til okkar á Búland og vera viðstödd skírn krakkanna minna. Með ómetanlegri aðstoð barna ykkar gerðuð þið þessa daga ennþá mikilvægari fyrir okkur Búlendingana. Með endalausri ást og virðingu, Auður Guðbjörnsdóttir. Elsku amma, það hljóta að hafa verið miklir og skemmtilegir fagnaðarfundir þegar þú fékkst loks að hitta Kristján heitinn aft- ur eftir langan tíma. Amma Þrúður, eða amma trúður eins og við kölluðum hana stundum, var stríðin og skemmti- leg amma. Ég á margar góðar minningar um þessa yndislegu ömmu. Ég eins og önnur ömmu- börn fékk að vinna á saumastof- unni með henni. Hún kenndi mér að sauma, hvort sem það voru sængur, koddar, gallar eða annað sem hún framleiddi á saumastof- unni. Alveg sama hversu ungur maður var þá var manni treyst í hvaða verkefni sem var, enda var hún góður kennari. Þegar maður var yngri fékk maður líka að hjálpa til við kleinubakstur. Ég held að amma hafi bakað bestu kleinur sem ég hef smakkað. Eftir að ég flutti alfarið í bæ- inn var óskrifuð regla að koma við í Ási og hitta ömmu og afa þegar kíkt var í Dalina eða á leið- inni í bæinn aftur. Í þessum heimsóknum var alltaf lagt á borð eins og það væri veisla. Þegar lagt var svo af stað í bæinn fékk maður stundum með sér poka af kleinum í nesti. Árið 1987, minnir mig, fékk ég að fara í ferðalag með ömmu, afa og Hönnu austur á Litlu-Grund en það var sumarbústaður sem þau voru með til afnota í viku. Amma og afi voru dugleg að ferðast og keyra á milli staða. Mér fannst nú Austfirðirnir stundum erfiðir að keyra, þar sem ég varð stundum bílveik, en það bjargaðist, þar sem nestið var svo gott sem amma gerði. Amma fór líka með mig í hann- yrðaverslun og keypti handa mér saumamynd svo við gætum setið saman og saumað í bústaðnum. Ég fékk þann heiður að gera ömmu að langömmu. Ég man vel eftir því að hún gerði sér ferð á fæðingardeildina til að kíkja á nýjasta fjölskyldumeðliminn. Langömmuhópurinn stækkaði hratt og átti hún 19 langömmu- börn. Amma og afi hafa verið svo góðar fyrirmyndir. Þau voru gift í 66 ár og það nokkuð sem ég mun ekki ná í framtíðinni en mun samt sem áður hugsa hvernig þau fóru að og alltaf svo hamingjusöm, ekkert krúttlegra en að sjá þau haldast í hendur síðustu árin eins og ástfangnir unglingar. Ég á ótal minningar um ömmu og þykir sárt að kveðja hana. Þessar minningar mun ég varð- veita í hjarta mínu. Elsku amma, takk fyrir öll árin sem við áttum saman. Ég vona að þú sért komin á þann stað sem þér líður vel á. Elsku afi, mamma, pabbi, Sæmi, Magga, Stjáni, Ibba, Hanna og fjölskyldur ykkar, mín- ar dýpstu samúðarkveðjur. Ólöf Inga. Jarþrúður Ingibjörg Kristjánsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁSGEIR ÁSGEIRSSON, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 23. október. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 1. nóvember klukkan 13. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Hjördís Bergþórsdóttir Ásdís Ásgeirsdóttir Ásgeir Viðar Ásgeirsson Úlfhildur Hilmarsdóttir Andri Viðar Haraldsson, Erna Sólrún Haraldsdóttir Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAFSTEINN PÉTUR ALFREÐSSON, Sólvallagötu 20, Keflavík, lést á Hrafnistu Hlévangi, fimmtudaginn 11. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Alzheimersamtökin. Guðrún Þórlaug Jóhannesdóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar og amma, GUÐMUNDA ÁGÚSTSDÓTTIR frá Sólbergi, Garði, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 18. október. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 30. október klukkan 11. Einar Guðmundsson Guðmundur M. Jakobsson Dagbjört A. Guðmundsdóttir Guðrún Magný Jakobsdóttir Einar Bragi Gunnarsson Ágúst Arnar Jakobsson Jakob Ævar Þórðarson Eva Magný Einarsdóttir Ágústa Rún Ágústsdóttir Guðrún Laufey Ágústsdóttir Þökkum innilega samúð og hlýhug vegna andláts bróður okkar, mágs og frænda, AGNARS SIGURJÓNSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalarheimilisins Hvamms, Húsavík, fyrir vinsemd og góða umönnun. Emilía Sigurjónsdóttir Eva Sigurjónsdóttir Jón Ármann Jónsson og systkinabörn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar okkar elskulegu systur, mágkonu og frænku, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Núpi, Vestur-Eyjafjöllum. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Kirkjuhvols fyrir góða umönnun og hlýju. Sigríður Guðmundsdóttir Ágúst Ólafsson Svanhvít Guðmundsdóttir Sigurður Andrésson Gísli Guðmundsson Guðbjörg Guðmundsdóttir systkinabörn og aðrir ættingjar Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGVAR ÁSTMARSSON, lést sunnudaginn 14. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 31. október klukkan 13. Jóna Guðfinnsdóttir Ástmar Ingvarsson Íris Wigelund Pétursdóttir Ragnar Ingvarsson Agmes Björnsdóttir Arnar Ingvarsson Salbjörg Ólafsdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.