Morgunblaðið - 27.10.2018, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 27.10.2018, Qupperneq 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2018 ✝ Bjarni Sím-onarson Hákonarson fædd- ist í Haga á Barða- strönd 27. febrúar 1932. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Pat- reksfirði 14. októ- ber 2018. Foreldar hans voru Björg Jóns- dóttir ljósmóðir, f. 21.12. 1900, d. 6.8. 1992, og Há- kon Jóhannes Kristófersson, bóndi og alþingismaður, f. 20.4. 1877, d. 10.11. 1967. Systkini Bjarna samfeðra voru Knútur, f. 1898, og Lára Fjeldsted, f. 1917. Þau eru látin. Bjarni ólst upp í Haga ásamt uppeldis- systkinum sínum Ásrúnu, f. 1923, og Þorgrími, f. 1925, Kristmundsbörnum. Þau eru bæði látin. Bjarni kvæntist 11. sept. 1954 Kristínu Ingunni Haralds- dóttur frá Fossá, f. 3.5. 1936. Foreldrar hennar voru Guðrún Össurardóttir, f. 20.1. 1902, d. 8.6. 1986, og Haraldur Sig- urmundsson, f. 2.8. 1902, d. 15.8. 1988. Bjarni og Kristín eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Björg Guðrún, f. 1955. Maki Ei- ríkur Jónsson. Börn Bjargar: eru tvö. Afkomendur Bjarna eru alls 61. Bjarni var í farskóla sem barn. Eftir skyldunám sótti hann skóla á Bíldudal og í Flatey og síðan í Mennta- skólanum á Akureyri. Hann útskrifaðist sem búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvann- eyri 1951. Árið 1954 tók hann við búi foreldra sinna í Haga ásamt Kristínu eiginkonu sinni og frá 1990 ráku þau búið með Haraldi syni sínum og Maríu konu hans. Samhliða búskap gegndi Bjarni fjölda trúnaðarstarfa. Hann var hreppstjóri og sat í sveitarstjórn og sýslunefnd ár- um saman. Þá var hann í stjórn Baldurs, stjórn mjólkursamlags V-Barð. og Sögufélagi V- Barðastrandarsýslu. Auk þess var Bjarni virkur í starfi Sjálf- stæðisflokksins og innan Frímúrarareglunnar. Bjarni var símstöðvarstjóri í Haga og sinnti skólaakstri um árabil. Hann sat í sóknarnefnd Haga- kirkju og var meðhjálpari til dauðadags. Hann var heiðurs- borgari Vesturbyggðar. Hann var áhugamaður um spíritisma og trúmál, sam- félagsmál og sögu, minja- og náttúruvernd og ræktun. Hann hafði gaman af ferðalögum og tónlist og spilaði á harmóníku á samkomum. Hann setti saman vísur og var góður ræðumaður. Útför Bjarna fer fram frá Hagakirkju í dag, 27. október 2018, klukkan 13. Edda Kristín, Rán, Aðalsteinn og Bjarni Símon, barnabörnin eru fimm. 2) Margrét Ásdís, f. 1956. Sambýlismaður Kristján Finnsson. Börn Margrétar: Helga Sigurrós, María Kristín og Bjarni, barnabörn- in eru sex. 3) Jó- hanna Brynhildur, f. 1958. Maki Árni Þórðarson. Barn þeirra: Þórður Mar. Auk hans á Jóhanna Helgu Rósu og Hákon Örn, barnabörnin eru fjögur. 4) Hákon, f. 1960. Maki Birna Jónasdóttir. Börn þeirra: María Katrín, Björg og Guðrún Anna, barnabörnin eru fimm. 5) Jóna Kristín, f. 1962. Börn hennar eru Rakel Ósk, Elvar Már og Arnheiður Björg, barnabörnin eru þrjú. 6) Haraldur, f. 1963. Maki María Úlfarsdóttir. Börn þeirra eru Kristín Ingunn, Freyja Rós og Kristófer Þorri, barnabörnin eru fimm. 7) Gunnar Ingvi, f. 1965. Maki Regína Haraldsdóttir. Börn þeirra eru Kara og Elmar Gauti. Gunnar á auk þeirra Andra Geir, Ásteyju Gyðu og Margréti Ástrós, barnabörnin Elsku vinurinn minn. Ég lít í anda liðna tíð, er leynt í hjarta geymi. Sú ljúfa minning – létt og hljótt hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi (Halla Eyjólfsdóttir) Þín Kristín Ingunn (Kiddý). Í dag erum við sorgmædd yfir því að missa en um leið þakklát fyrir að hafa átt. Elsku pabbi, nú ertu farinn frá okkur en við munum hittast aft- ur, því trúum við. Þú varst oft bú- inn að segja að þú værir tilbúinn að fara í Sumarlandið, þar yrði tekið á móti þér, þú varst þess fullviss. Sem betur fer var stríðið stutt og þú sáttur við Guð og menn. Líf þitt var stórbrotið á marga vegu, það vita þeir sem hafa verið þér samferða í lífinu. Að fá að alast upp í Haga á fallegasta stað í heimi, eins og þú sagðir, í stórum systkinahóp í ástríki ykk- ar mömmu hefur verið okkur ómetanleg reynsla í gegnum lífið. Við eigum svo margar minningar úr sveitinni okkar. Sem börn unn- um við öll störf með þér, vöktum í fjárhúsunum í sauðburði, mjólk- uðum kýr, fórum á grásleppu- veiðar, vitjuðum selaneta, fórum í Sauðeyjaferðir að ná í dún og egg og veiða skarf, púluðum í hey- skap, hossuðumst á traktorum frá unga aldri, fórum um fjöll og firnindi í smalamennskur og svo má lengi telja. Á þeim tíma voru störfin í sveitinni margvísleg og allir tóku þátt í þeim. Sum verk kenndir þú okkur eins og t.d. að marka og bólusetja lömb, enda hættuleg verkfæri notuð. Margt áttum við nú að kunna, helst að vera skyggn og vita hvernig hlut- irnir væru gerðir og hvað þú varst að hugsa. Þú varst ekki allt- af þolinmóður, það var ekki þín sterka hlið, en af því lærðum við engu að síður. Fyrst og fremst minnumst við þín sem ástríks föður sem var ákaflega annt um velferð okkar allra. Þú vildir alltaf vera við- staddur ef eitthvað var að gerast í stórfjölskyldunni sem telur nú yf- ir 80 manns og þar hélst þú ógleymanlegar ræður við öll til- efni. Ást ykkar mömmu var ein- stök. Það var gott að alast upp við að sjá ykkur kyssast hvort sem var á kollinum í eldhúsinu þar sem þú sast oft undir mömmu eða í fjósinu við mjaltir. Það var líka unun að fylgjast með hvernig þið varðveittuð neistann á milli ykkar allt til hinsta dags. Við minnumst þín líka fyrir ást þína á bændastarfinu og sveit- inni. Þú hafðir endalaust áhuga á jarðarbótum og skógrækt og vannst baki brotnu við að yrkja landið. Þú varðir miklum tíma í félagsstörf, mest til að vinna að bættum hag sveitarinnar okkar og samferðafólks þíns. Þú varst framsýnn og tókst tæknina í þín- ar hendur, allt nema tölvur, þar léstu þrjóskuna ráða. Fróðari maður er vandfund- inn, enda lastu ógrynni af bókum og horfðir á alla fræðsluþætti sem í boði voru. Þið mamma vor- uð dugleg að ferðast á ókunnar slóðir og þegar heim var komið fræddir þú okkur með mynda- sýningum og frásögum. Harmon- ikkan var aldrei langt undan og við minnumst ógleymanlegra stunda fjölskyldunnar við undir- leik þinn. Ástríkt uppeldi og ljúfar minn- ingar hafa gert rætur okkar til sveitarinnar mjög sterkar. Þar hafa alltaf allir verið velkomnir og þeim sem fylgdu okkur var tekið opnum örmum, þú gerðir ekki mannamun. Í sveitinni eig- um við öll griðastað og sælureiti. Elsku pabbi, takk fyrir allt sem þú hefur í gengum tíðina gert fyrir okkur og okkar fólk, í blíðu og stríðu. Æskustöðvarnar verða ekki samar án þín, missir okkar allra er mikill en minning- arnar ylja svo sannarlega. Við söknum þíns trygga og hlýja faðms og munum halda utan um hvert annað og gæta mömmu. Guð geymi þig. Þín börn, Björg, Margrét, Jóhanna, Hákon, Kristín, Haraldur og Gunnar. „Það er sárt að sakna – lífið heldur áfram.“ Tengdapabbi minn hann Bjarni í Haga yfirgaf þennan heim fyrir nokkrum dög- um, 86 ára gamall og flutti sig um set yfir í Sumarlandið. Hann var ferðbúinn eftir langt og viðburða- ríkt ferðalag hér á jörð og kvaddi sáttur við menn og málleysingja. Ég kynntist tengdaforeldrum mínum fyrir tæplega aldarfjórð- ungi þegar ég varð hluti af þeirra stóru fjölskyldu. Það er óhætt að segja að mér hafi verið vel tekið frá fyrsta degi. Það hjálpaði til að ég var sveitastrákur, en Bjarni í Haga taldi það ótvíræðan kost að fólk hefði alist upp við störf til sjávar eða sveita. Þær eru ófáar stundirnar sem ég hef spjallað við hann um lífið og tilveruna og fræðst af honum um allt mögu- legt og ómögulegt, hann var sannkallaður viskubrunnur. Við áttum líka margar góðar stundir saman á Eyrunum við Hagaána, hann með nikkuna og ég með gítarinn, fjölskyldan öll saman komin í leik og söng við varðeld á stað sem hann unni. Meiri mann- og dýravinur en hann er vand- fundinn. Hann unni fjölskyldu sinni og sveitinni sinni umfram allt. Gott dæmi um áhuga hans á því sem var að gerast í fjölskyld- unni er þegar ákveðið var að við hjónin tækjum við og gerðum upp gamla bæinn á Grænhól. Meðan framkvæmdir stóðu yfir utan- húss fylgdist hann með þeim í kíki að heiman ásamt því að rölta reglulega í kaffi til að fylgjast með hvað væri að gerast innan- húss. Það mátti ekki á milli sjá hvor var stoltari af breytingun- um, hann eða við Bagga. Hagakirkja átti líka sérstakan sess í hjarta hans og tók ég nokkrum sinnum þátt í að dytta að kirkjunni og snyrta þar í kring með honum. Allt slíkt leit hann á sem mikinn persónulegan greiða við sig. Mér er minnisstætt þegar ég tók að mér að mála kirkjuna fyrir rúmum 10 árum. Ég átti erfitt með að finna leið til að mála turninn að framan vegna þess að erfitt var að reisa stiga vegna festinganna undir krossinum. Ég nefndi þetta við hann. Ekki leið á löngu þar til ég sá hann, þá 75 ára gamlan kominn hálfan út um lúg- una á turninum, hangandi á fest- ingunum með pensil í hendinni og þannig málaði hann framhlið- ina á turninum. Þetta er lýsandi dæmi um hve lipur, hraustur og ósérhlífinn karlinn var alla tíð. Ef fjölskyldan, búskapurinn, kirkj- an eða sveitin hans var annars vegar var ekkert sem stoppaði hann. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa feng- ið að kynnast þessum einstaka manni og verða samferða honum um stund og njóta gæsku hans og velvildar. Ég bið algóðan Guð að vaka yfir henni Kiddý tengda- móður minni sem nú sér á eftir kærum lífsförunaut sínum til 66 ára. Guð blessi minningu Bjarna í Haga. Þinn tengdasonur Eiríkur Jónsson. Það verður tómlegt að koma vestur nú þegar elskulegur tengdafaðir og vinur, Bjarni í Haga, er allur. Þegar ég kom í fyrsta skipti í Haga fyrir 28 árum mætti mér hlýtt og blítt faðmlag, þannig var það alla tíð. Þú varst einstaklega fróður og vel lesinn, ef mig vantaði einhverjar upplýs- ingar um sveitir landsins eða ábú- endur þá varst þú minn Google. Það var gaman að ræða við þig hugmyndir um einhverjar fram- kvæmdir á landareigninni ykkar, sama hvaða vitleysu mér datt í hug, þá kom alltaf glampi í augun þín. Þú varst ákaflega stoltur og ánægður með framkvæmdir barna og barnabarna við að koma sér fyrir á sínum sælureitum í kringum ykkur hjónin. Það eru margar og góðar minningar sem fara um hugann, einu atviki man ég sérstaklega eftir, það var þeg- ar þú komst með yngri son okkar í fanginu neðan frá Vikuverkinu í miðjum slætti þar sem hann hafði sofnað í traktornum hjá þér. Það var eins og þú værir með sjálft Jesúbarnið í fanginu. Þú varst ákaflega stoltur og þakklátur fyr- ir allan barnahópinn ykkar, öll fæðst heilbrigð og ekkert hafðir þú þurft að leggja til hinstu hvílu. Þú kvaddir sáttur og stoltur, vel undirbúinn. Elskulegri tengda- móður minni, konunni með stóra hjartað, og stórfjölskyldu votta ég samúð mína. Minningin um góðan dreng mun lifa um langan aldur. Þinn tengdasonur Árni V. Þórðarson. Bjarni tengdapabbi minn, bóndi í Haga, var maður ekki há- vaxinn, en faðmur hans var gífur- lega stór og hlýr. Hann notaði hann til að faðma ástina í lífinu sínu, fjölskylduna og marga fleiri. Við sem fengum faðmlag fundum hvað honum þótti innilega vænt um okkur. Hann hafði svo mikið að gefa og á svo mörgum sviðum. Hann var maður visku og fullur forvitni. Hann var maður ákveð- inna skoðana og algjörlega for- dómalaus. Hann var maður verka og dugnaðar og stöðugt nýrra hugmynda. Hann var maður nátt- úrunnar og vildi bæta ásýnd hennar. Hann var maður sam- félagins sem hann unni og vann störf í þess þágu. Hann var mað- ur sem ólst upp á Íslandi, mundi tímana tvenna, kunni sögu lands og þjóðar, þekkti örnefni lands- ins, hafði ferðast vítt og breitt og unni því. Ég spurði hann fyrir nokkrum árum hvort honum hefði fundist hann hafa valið rétt þegar hann tók þá ákvörðun að verða bóndi en ekki leita sér frekari mennt- unar. Hann var fljótur að svara og svaraði stutt og laggott: Já auð- vitað, enda var hann ekki maður margra orða. En fyrst og fremst var hann maður Haga, yndislega bóndabýlisins á Barðaströnd þar sem hann bjó alla tíð. Það byggði hann upp ásamt elsku bestu tengdamömmu, sem á eftir að sakna hans svo sárt. Það eru svo margar minningar sem fjölskyld- an á frá þeim stað, ekki síst öll jól- in sem við eyddum með þeim, okkur til svo mikillar ánægju og gleði og móttökurnar maður minn. Fyrir nokkrum vikum sagði hann mér og Hákoni að hann væri farinn að hlakka til að komast til Sumarlandsins. Það var trega- blandin stund hjá okkur hjónum. Núna finnst mér notalegt að hugsa til þess hvað hann var tilbú- inn í síðasta ferðalagið sitt. Ég þakka þér, elsku tengda- pabbi minn fyrir samfylgdina í þessi fjörutíu ár og þegar sökn- uðurinn eftir þér gerir vart við sig þakka ég fyrir það hvað ég á margar góðar minningar til að ylja mér við. Birna. Nú hefur elsku afi kvatt okkur. Þó það sé sárt veit ég að hann var tilbúinn og það hjálpar okkur sem eftir stöndum. Sorgin og söknuð- urinn er sár en á sama tíma er þakklæti mér ofarlega í huga. Þakklæti fyrir öll árin með honum, fyrir allar stundirnar í sveitinni fögru, fyrir það að börn- in mín fengu notið ástúðar hans og visku, fyrir allt sem hann kenndi mér um lífið og tilveruna og svo margt annað. Hann og amma hafa verið mér miklar fyrirmyndir í lífinu, samband þeirra var einstakt alveg fram á síðasta dag. Það var unun að horfa á ástina og virðinguna sem þau báru hvort fyrir öðru, já og öllum í kringum sig. Elsku amma situr eftir og hugur minn leitar stöðugt til hennar. Mikið sem ég á eftir að sakna hlýja faðmsins og hnýttu hand- anna hans afa en ég veit hann er á góðum stað í Sumarlandinu og vakir yfir okkur öllum. Elsku afi, hvíldu í friði og takk fyrir alla þína ást og visku. Ég elska þig og mun alltaf gera. Ég kveð þig með bæninni sem ég veit okkur þótti báðum vænt um: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr) Þín afastelpa, Helga Rósa. Elsku afi er fallinn frá. Því- líkur maður, grjótharður og full- ur af ást og fróðleik. Afi var allt- af töffari, sama hvort hann var að fara á samkomu í hvítu jakka- fötunum sínum eða haugskítug- ur í fjósinu að taka ofan derhúf- una. Það er gæfa að hafa fengið að alast upp í næsta húsi við ömmu og afa og geta hoppað yfir þegar við vildum. Óspör á brosið, hlýja hendi, falleg orð og faðminn. Allt- af koss og knús þegar maður kom og svo settist afi iðulega við hlið manns í sófanum eftir drekkutím- ann, tók um hönd manns með sín- um grófu höndum og spjallaði um lífið og tilveruna. Afi var mikill þátttakandi í lífinu, fróðleiksfús og framtakssamur. Hann var svo dæmi séu tekin í ýmsum félögum, spilaði á harmonikku, elskaði, dansaði, ferðaðist, undraðist, las og ræktaði skóg. Það var yndis- legt að fylgjast með ástinni og virðingunni milli ömmu og afa, þvílíkar fyrirmyndir út í lífið. Afi var tilbúinn að fara og það hjálpar okkur að hugsa til þess. Nú liggur leiðin „heim í garð“. Takk fyrir allt og allt sem þú kenndir okkur. Takk fyrir um- hyggjuna og ótal góðar samveru- stundir. Hvíldu í friði, elsku afi. Kristín Ingunn Haraldsdóttir Freyja Rós Haraldsdóttir Kristófer Þorri Haraldsson. Afi var mikilmenni og stór- kostlegur maður. Mér finnst svo ótrúlegt til þess að hugsa hvað ævin hans var stór, allir þessir af- komendur og öll þessi viska. Ég eyddi öllum stundum sem ég fann sem krakki og unglingur í sveit- inni hjá ömmu og afa. Mér fannst gott að vera hjá þeim, hef gaman af sveitastörfum og upplifði mikla ást frá þeim. Afi sá til þess að ég upplifði mig mikilvæga svæðinu og búinu og mig langaði alltaf „heim í Haga“. Við áttum samt ekki alltaf skap saman. Enda bæði nokkuð skap- stór. Ég á ófáar minningarnar af okkur nánast gargandi hvort á annað við ýmis störf. Ég gat líka verið óskaplega vitlaus. Hann var heldur ekki alltaf góður í að segja til; úteftir, suðurmeð, niðurúr (ég veit ekki ennþá hvað er hvert) og svo: „Af hverju í ósköpunum fórstu hingað þegar ég sagði þér að fara þangað?“ heyrðist oftar okkar á milli en ég kæri mig um að rifja upp. Við vorum samt allt- af perluvinir og þakklát hvort öðru í verklok. Afi hrósaði mér líka óspart fyrir vel unnin verk, það dýrmætasta sem hann kenndi mér eru almennileg vinnubrögð og dugnaður, fyrir það er ég honum ævinlega þakk- lát. Við vorum ekki alltaf að ríf- ast: Rósa litla, þótt ég væri komin vel á fertugsaldurinn, var alltaf ávarpið, alltaf svo hlýtt að fá orð frá afa. Eða elsku vinurinn minn, eins og hann ávarpaði okkur barnabörnin svo gjarnan. Það er svo margt sem ég fékk með mér af öllum tímanum sem ég hef eytt í Haga. Hjónaband þeirra ömmu hefur verið mér mikil fyrirmynd. Ást og um- hyggja alla leið. Kossar og kelerí hvar sem því varð við komið og ekki í neinum felum. Það er ómet- anlegt veganesti að hafa upplifað með þeim alla þá ást sem á milli þeirra var og taka með sér þá hugmynd að samlíf hjóna skuli vera ástríkt og hlýtt. Ég hafði alltaf séð afa fyrir mér deyja við bústörfin eða eitt- hvað álíka. Það var mér erfitt þegar hann fór að reskjast fyrir einhverju síðan að átta mig á að svo yrði ekki. Ég er þó svo þakk- lát fyrir það að síðustu árin fékk hann að lifa með reisn og að hafa átt hann að og náð að reifa með honum málin. Á síðastliðnu ári hef ég verið að takast á við veik- indi og afi hringdi alltaf með sama millibili að vitja mín. Dýr- mæt samtöl svo tímunum skipti. Fórum vel yfir verðmiða lífsins og hvað skiptir máli og það var svo gott og hvetjandi að fá allar lífslexíurnar hans. Fara yfir hvernig best væri að beita æðru- leysinu og brýna hvort annað, hann vissi alveg hvaða samtal ég þurfti í hvert sinn. Heyra hvað öll ferðalögin með ömmu skiptu hann miklu máli. Hann sagði að fyrir margt væri hann þakklátur, en tvennt þó helst: Að guð hefði fært honum þessa frábæru konu og að guð hefði hjálpað honum að hætta að drekka, þetta tvennt hefði leitt af sér lykilinn að hans lífshamingju. Fáa hef ég þekkt trúaðri á æðri mátt og aðrar víddir en afa. Ég veit að hann trúði einlægt á að vera að leggja af stað í næstu ferð til fyrri samferðamanna og að hann var tilbúinn. Ég get því ekki annað, um leið ég syrgi stórkost- legan afa, hugsað með hlýju og gleði til þess að sú vegferð sé haf- in. Góða ferð elsku vinurinn minn. Helga Sigurrós Valgeirs- dóttir (Rósa). Bjarni Símonarson Hákonarson  Fleiri minningargreinar um Bjarnia Símonarson Hákonarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og jarðarfarar elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HARALDAR SIGURÐSSONAR fyrrv. bankafulltrúa á Akureyri. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Elísabet Kemp Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.